Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Veiði
Grímsá í Borgarfirði
Vegna forfalla eru lausar fjórar stangir í tvo
daga 28.—30. júní.
Upplýsingar í síma 898 2230, Jón Þór eða
892 9263, Júlíus.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Heilun/sjálfsupp-
bygging
Hugleiðsla.
Fræðsla.
Halla Sigurgeirsdóttir, and-
legur læknir.
Upplýsingar í síma 553 8260.
Raðauglýsingar 569 1100
Útboð
Fjarðabyggð: Vatnsveita,
stöðvarhús og göngubrú
Fyrir hönd Fjarðabyggðar er óskað eftir til-
boðum í að byggja steinsteypt stöðvarhús með
200 rúmm. vatnsmiðlunargeymi. Húsið verður
staðsett innarlega í Reyðarfirði, við Geithúsaá.
Einnig skal verktaki byggja nýja göngu- og
vatnslagnabrú yfir Búðará, sem staðsett verður
fyrir neðan stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Verkið
felur í sér gerð vegslóða og aðra jarðvinnu,
uppslátt, steypuvinnu og frágang húss að utan
sem innan sem og byggingu göngubrúar.
Helstu magntölur:
Mót..................................... 855 m2
Járnbending......................6.800 kg
Steypa........... .................... 110 m3
Utanhússklæðning ........... 208 m2
Göngubrú.......................... 15 m
Sá bjóðandi er verkið hlýtur getur hafið vinnu
12. júlí 2005. Verktaki skal skila stöðvarhúsinu
fullkláruðu að innan og tilbúnu fyrir lagnavinnu
fyrir 19. september 2005.
Verkinu skal að fullu lokið 14. október 2005.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hönn-
unar hf., Austurvegi 20, Reyðarfirði
(sími 470 4000) frá og með 23. júní 2005.
Tilboðum skal skila fyrir kl. 14.00 föstudaginn
7. júlí 2005 á skrifstofu Fjarðabyggðar í Molan-
um á Reyðarfirði (Hafnargata 2) í lokuðu um-
slagi, greinilega merktu bjóðanda og viðkom-
andi útboði.
Stöðvarhús og göngubrú
730 Fjarðabyggð TILBOÐ
Bjóðandi: Nafn, heimilisfang -
póstnúmer - staður.
Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri
Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is
ÚTBOÐ
Héraðsnefnd Eyjafjarðar, sem verkkaupi, óskar
eftir tilboðum í viðbyggingu 5. áfanga b (mið-
álma) Verkmenntaskólans á Akureyri.
Viðbyggingin er um 1.296 m², kjallari, jarðhæð
og 2. hæð. Verkinu skal lokið 28. febrúar 2007.
Útboðsgögn eru seld á Fasteignum Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.
Verð á útboðsgögnum er kr. 10.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað 6. júlí 2005
kl. 11.00.
Byggingarnefnd VMA
FASTEIGNIR
AKUREYRARBÆJAR
Tilboð/Útboð
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. h., sem hér segir:
Þórdís BA 74, sknr. 137, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum,
þingl. eig. Eljan ehf., gerðarbeiðandi Þróunarsjóður sjávarútvegsins,
mánudaginn 27. júní 2005 kl. 17:00.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
21. júní 2005.
Björn Lárusson, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Strandgata 11, Tálknafirði, fastanr. 212-4595, þingl. eig. Björn Fjalar
Lúðvígsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, mánu-
daginn 27. júní 2005 kl. 16:00.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
21. júní 2005.
Björn Lárusson, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Áshamar 59, 218-2497 (020201), þingl. eig. Halla Vilborg Jónsdóttir
og Elías Sigurðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vest-
mannaeyjabær, miðvikudaginn 29. júní 2005 kl. 14:30.
Hásteinsvegur 11, 218-3580 (010101), þingl. eig. Guðrún Linda Atla-
dóttir og Sverrir Þór Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
miðvikudaginn 29. júní 2005 kl. 14:00.
Ægisgata 2, 2., 3. og 4. hæð, 227-1969, þingl. eig. ÍP innflutningur
ehf., gerðarbeiðendur Vestmannaeyjabær og Ægisauður ehf., mið-
vikudaginn 29. júní 2005 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
21. júní 2005.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðalstræti
92, Patreksfirði, 2. h., mánudaginn 27. júní 2005 kl. 14:00
á eftirfarandi eignum:
Bjarkargata 8, 2. h.t.h., 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig.
Hrafnhildur Ágústsdóttir, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason ehf.
Jörðin Arnarstapi, Tálknafjarðarhreppi, landnr. 140288, ehl. Gunn-
björns Ólafssonar, þingl. eig. Gunnbjörn Ólafsson, gerðarbeiðandi
Ker hf.
Starfsmannahús, Króksfjarðarnesi, fastanr. 212-2382, þingl. eig.
Friðrik Daníel Jónsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
21. júní 2005.
Björn Lárusson, ftr.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
AFMÆLISGJÖF Tónlist.is til þjóð-
arinnar í tilefni tveggja ára afmælis
vefsetursins mæltist vel fyrir. Um
20.000 Íslendingar sóttu vefinn
heim og allir sem skráðu sig fengu
50 laga inneignir án endurgjalds.
Alls voru um 70.000 lög sótt þannig
að afmælisgjöf Tónlist.is, höfunda,
flytjenda og framleiðenda, reyndist
um 7 milljónir króna að verðmæti.
Í tengslum við afmælið var einnig
happdrætti þar sem allir sem
skráðu sig á Tónlist.is um afmæl-
ishelgina fóru sjálfkrafa í pott sem
úr hafa verið dregnir vinningar, s.s.
ferð á U2-tónleika í London, iPod
shuffle-spilari frá Apple og frí-
áskriftir að Tónlist.is.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau sem unnu til U2-ferðarinnar, Sigurð
Rúnar Guðmundsson og Eygló Jóhönnu Guðjónsdóttur.
Vinningshafar í
afmælisleik Tónlist.is
NÝ ÞJÓNUSTA Og Vodafone, sem
nefnist SOS, gerir viðskiptavinum í
Frelsi mögulegt að hringja eða
senda SMS þó svo að inneign þeirra
klárist. Þjónustan kemur til með að
nýtast viðskiptavinum sem þurfa
nauðsynlega að hringja en hafa
mjög litla eða enga innistæðu og
eiga ekki heldur kost á því að kaupa
inneign á Frelsið þegar í stað.
SOS er í raun samheiti yfir
nokkra þjónustuliði fyrir Frelsisnot-
endur sem hafa klárað inneign sína
en í upphafi verða tveir þjónustuliðir
í boði. Annars vegar þjónustan
„Lán“, sem gerir Frelsisnotendum
mögulegt að fá 100 króna lán þegar
inneign klárast og hins vegar þjón-
ustan „Hringdu!“, sem veitir mögu-
leika á því að senda SMS án endur-
gjalds á hvern sem er og biðja
viðkomandi um að hringja í sig.
Geta hringt og
sent SMS þegar
inneign klárast
JÓNSMESSUHÁTÍÐ verður í
Hellisgerði á morgun, fimmtudag-
inn 23. júní og hefst dagskráin kl.
10. Sigurbjörg Karlsdóttir sagna-
kona tekur á móti leikskólabörnum
og fræðir þau um álfa og dulúð
Hellisgerðis. Börnin leita að óska-
steinum.
Dagskrá kvödsins hefst kl. 20.
Þar mun Benedikt búálfur
skemmta börnunum, Kvennakór
Hafnarfjarðar syngur undir stjórn
Hrafnhildar Blomsterberg, Jó-
hanna Guðrún syngur nokkur lög,
Kristbjörg Kari flytur eigin tónlist
og Lázsló Hevesi kynnir heimstón-
list og virkjar gesti í að slá taktinn.
Fólk er hvatt til að mæta með
ásláttarhljóðfæri eða hvað eina sem
hægt er að tromma á. Þá mun hol-
lenska hljómsveitin Five4Vibes
leiða gesti inn í Jónsmessunóttina.
Jónsmessuævin-
týri í Hellisgerði
ÁRLEG sumarferð Líknar- og vina-
félagsins Bergmáls verður farin
sunnudaginn 26. júní. Lagt verður af
stað frá Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík kl. 10 og ekið um Þorláks-
höfn, Eyrarbakka og Stokkseyri.
Hádegisverður verður snæddur í
Rauða húsinu á Eyrarbakka,
Draugasetrið á Stokkseyri skoðað
og Dvalarheimilið Kumbaravogur
heimsótt. Verð er 2.500 kr.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir
fimmtudaginn 23. júní til Karls
Vignis í síma 552 1567, 864 4070 og
Þórönnu Þórarinsdóttur í síma
568 1418 og 820 4749.
Sumarferð Berg-
máls á sunnudag
FJÖLSKYLDU– og húsdýragarð-
urinn í Reykjavík verður með Jóns-
messuvöku á morgun, fimmtudags-
kvöldið 23. júní kl. 23–1 og er
aðgangur ókeypis.
Brenna verður í Þjófadölum og
englar og djöflar í umsjón Götuleik-
húss Hins hússins verða á sveimi
ásamt öðrum furðuverum. Hljóm-
sveitin Liama mun halda uppi
stemningu í Vísindaveröldinni.
Einnig verður kaffihúsið opið.
Jónsmessuvaka í
Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 10. júní var spilað á
7 borðum. Úrslit urðu þessi.
N/S:
Stígur Herlufsen – Harrý Herlufsen 196
Sig. Herlufsen – Steinmóður Einarss. 190
Oddur Jónss. – Katarínus Jónss. 186
A/V:
Heiðar Þórðarson – Sigríður Gunnarsd.
198
Guðrún Gestsd. – Kristján Þorláksson 184
Jón Sævaldss. – Þorvarður S. Guðmss. 171
Þriðjudaginn 14. júní var spilað á
10 borðum. Úrslit urðu þessi í
N/S
Sæmundur Björnss - Knútur Björnss 268
Oliver Kristóferss - Rafn Kristjánss 249
Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 231
Bragi Björnss - Auðunn Guðmundss 230
A/V
Jón Sævaldsson - Sófus Berthelsen 264
Heiðar Þórðarson - Sigríður Gunnarsd 235
Kristján Þorláksson - Guðrún Gestsd 228
Jón R. Guðmundss - Kristín Jóhannsd 227
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sundabraut fari
um Leiðhamra
Í grein Oddbergs Eiríkssonar um
Reykjavíkurflugvöll og framtíð hans í
blaðinu á mánudag misritaðist eitt
orð.
Í greininni segir, að Sundabrautin
gæti „legið um utanvert Geldinganes-
ið og utanverða Þerney og Álfsnes og
þaðan beint í Leirhamra á Kjalar-
nesi“. Þarna á að sjálfsögðu að standa
Leiðhamra eins og þeir vita, sem til
þekkja. Þetta leiðréttist hér með.
LEIÐRÉTT