Morgunblaðið - 22.06.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.06.2005, Qupperneq 43
Frá leikstjóra Bourne Identity    „Skotheld frá A-Ö Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu Frá framleiðendum Lock Stock & Snatch r fr l i t t JENNIFER LOPEZ Sýnd kl. 6, 8 og 10 FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE ÞÞ - FBL „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i 14 ára  Ó.Ö.H. DV  MBL 553 2075☎ - BARA LÚXUS INNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍ JANE FONDA INNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍINNRÁSIN HEFST 29. JÚNÍ Eru allir klárir í ævintýralega fyndið ferðalag? Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis! Sýnd kl. 6, 8 og 10 Frábær gamanmynd fyrir alla fjölskylduna sem fór beint á toppinn í USA Blaðið  ÞÞ - FBL „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV    „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM Bourne Identity „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV Blaðið  AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 36.000 gestir SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ x-fm Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 14 ára Blaðið  ÞÞ - FBL Miðasala opnar kl. 17.00 Hinn eini rétti hefur aldrei verið eins rangur! Frábær gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. FRUMSÝNING Sýnd kl. 6 og 9 B.I 10 ÁRA Bourne Identity Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! Blaðið  Sýnd kl. kl. 6, 8.30 og 10.40 „Skotheld frá A-Ö Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! YFIR 22.0 00 GESTIR YFIR 22.000 GESTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 43 ANNAN laugardag, 2. júlí næstkomandi, verða Live8 tónleikarnir haldnir samtímis í sex borgum í Evrópu og Bandaríkjunum. Enn má búast við að fleiri borgir bætist í hópinn en á tónleikunum munu margar af stærstu tónlistarstjörnum samtímans koma fram og leggja sitt á vogarskálarnar til að þrýsta á þjóðarleiðtoga að fella niður skuld- ir vanþróaðra ríkja og auka aðstoð við lönd þriðja heimsins. Það er að sjálfsögðu „Boomtown rottan“ Bob Geldof sem er aðal- hvatamaðurinn að tónleikunum en hann skipulagði og stjórnaði Live Aid tónleik- unum árið 1985 sem þá voru haldnir til að stemma stigu við hungursneyð sem geisaði í Eþíópíu. Live8 tónleikarnir hefjast í Hyde Park í Lundúnum og þar koma meðal annars fram U2, Rolling Stones, Paul McCartney, Coldplay, Madonna, Sting, Robbie Williams og nú síðast fékkst það staðfest að hin forn- fræga sveit Pink Floyd muni einnig koma fram. Í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum stígur Will Smith á stokk ásamt Bon Jovi. Í Berlín koma fram hljómsveitir á borð við A-Ha, Green Day, Die Toten Hosen en svo má einnig nefna Brian Wilson og Lauren Hill. Í Róm spila Duran Duran og Faith Hill auk fjölmargra þarlendra stórstjarna og í París koma Andrea Bocelli, Craig Dav- id, Placebo og Jamiroquai fram. Tónleikafyrirtækið Concert fær það viða- mikla verkefni að undirbúa beina útsend- ingu frá tónleikunum hér á landi. Einar Bárðarson segir að hugmyndin sé að sýna frá tónleikunum í beinni út- sendingu á sjónvarpsstöð- inni Sirkus sem fer í loftið nú á föstudaginn. Inn á milli laga muni þjóðþekktir Ís- lendingar, tónlistarmenn og aðrir þjóðþekktir ein- staklingar, kíkja í heimsókn í myndver Sirkuss þar sem Guðmundur Steingrímsson mun gegna hlutverki gest- gjafa. Einnig verður vakin athygli á ýmiskonar hjálpar- starfsemi sem fram fer hér á landi til styrktar þróun- arríkjum heimsins. Fullbúin dagskrá verður kynnt undir lok vikunnar. Athygli vekur að svo stór viðburður sem Live8 klárlega er skuli ekki vera sýndur í beinni útsendingu í Ríkissjón- varpinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ku skýringin á því vera sú að for- svarsmenn Sirkuss hafi einfaldlega boðið betur og því náð að tryggja sér sýningar- réttinn. Reuters Sir Bob Geldof skipuleggur Live8 líkt og Live Aid árið 1985. Tónlist | Sirkus yfirbauð RÚV og sýnir frá Live8 Stærsti tónlistar- viðburður sögunnar                                                                                              ! "    "       #   "$ % &   #'  ()   '* *&$  HROLLVEKJAN Session 9 er ein- hver sú allra eft- irminnilegasta sem ég hef séð á liðnum árum. Verulega ógeðfelld mynd, þar sem leikstjórinn Brad Anderson sýndi að honum er einkar lagið að búa til spennuþrungið og snargeggj- að andrúmsloft og það án þess að þurfa að spandera heilli sundlaug af gerviblóði. Geggjunin er jafnvel enn meiri í nýjustu mynd Andersons, hinni mögnuðu The Machinist. Svipar henni reyndar svolítið til annarra sams konar mynda að gerð og lögun, mynda eins og Memento og Fight Club – fjallar um náunga sem af óljósri ástæðu hefur sofið í heilt ár og verður þess fullviss að hann sé skotspónn í skelfilegu samsæri – en fyrirgefst það einfaldlega vegna þess hve vel myndin gengur upp. Hún ristir sannarlega ekki eins djúpt og ofannefndar myndir; hefur að geyma einfaldari fléttu, en áhrifin eru samt sem áður geysisterk og er þar hvað helst að þakka mögnuðu útliti – myndatakan, lýsingin og klippingin tær snilld – en þó einkum og sér í lagi ótrúlegum leik hjá sjálf- um leðurblökumanninum, Christian Bale. Maðurinn er gjörsamlega óþekkjanlegur í hlutverkinu, hreint hræðilega horaður og tekinn í andlit- inu, lifir sig svo gjörsamlega inn í hlutverkið að maður hefur ekki séð annað eins síðan Robert De Niro ummyndaðist í hinn akfeita og of- beldisfulla Jake La Motta í Raging Bull. Geggjaður leikari í geggjaðri mynd. Geggjun KVIKMYNDIR Myndbönd Leikstjóri Brad Anderson. Handrit Scott Kosar. Aðalhlutverk Christian Bale, Jennifer Jason Leigh, Ait- ana Sánchez-Gijón. Spánn 2004. Bönnuð innan 16 ára. Myndform DVD Vélvirkinn (The Machinist)  Skarphéðinn Guðmundsson MYND Rúnars Rúnarssonar, Síð- asti bærinn, vann til aðalverð- launa á kvikmyndahátíðinni Hu- easca International Film Festival sem fram fór á Spáni dagana 9.- 18. júní, að því er fram kemur í til- kynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Jafnframt hlaut myndin sér- staka tilnefningu frá gagnrýn- endum, sem þýðir að myndin er nú komin í forval vegna Ósk- arsverðlaunanna á næsta ári í flokknum besta stuttmyndin. Síðasti bærinn var valin besta stuttmyndin á Nordisk Panorama síðastliðið haust, fékk Edduverð- launin fyrir árið 2004 og var valin besta stuttmyndin á Kiev Int- ernational Film Festival Molodist 2004. Síðasti bærinn í Óskarsforval Rúnar Rúnarsson Þá hefur franska sjónvarps- stöðin Arte keypt sýningarrétt á myndinni. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.