Morgunblaðið - 22.06.2005, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Í dag er
mi›vikudagur
„SNORRABRAUT lokuð við Hringbraut – Vin-
samlegast vefjið bílnum um næsta staur.“ Eitt-
hvað í þessa áttina flýgur eflaust í gegnum
huga margra sem aka fram á þetta skilti sem
stendur á austurleið á gömlu Hringbrautinni, á
móts við Landspítalann, og á að vísa ökumönn-
um veginn framhjá framkvæmdum á Snorra-
braut og inn á Miklubrautina. Merkingar verk-
taka sem vinna að gatnaframkvæmdum á
höfuðborgarsvæðinu hafa reyndar sjaldnast
talist til fyrirmyndar, og gjarnan er kvartað
yfir því að merkingarnar séu settar upp of ná-
lægt vinnusvæðinu, svo þegar menn sjái merk-
ingu um að það sé lokað framundan sé of seint
að velja aðra leið til að komast hjá óþægindum
og töfum. Það eru þó líklega ekki mörg dæmi
um að leiðbeiningar séu eins snúnar og þær
sem ökumenn á Hringbraut þurfa að reyna að
átta sig á, enda eins gott þegar ökumenn hafa
nokkrar sekúndur til umráða til að ákveða
hvaða leið sé átt við.
Morgunblaðið/Sverrir
Snúnar leiðbeiningar til ökumanna
STEINUNN Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri gagnrýndi tillöguflutn-
ing Ólafs F. Magnússonar, borgar-
fulltrúa Frjálslyndra og óháðra, í
borgarstjórn í gær, þegar hann lagði
til að borgaryfirvöld lýstu yfir and-
stöðu við áform um að húsnæði
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur,
sem ríki og borg eiga í sameiningu,
yrði selt á almennum markaði. Stein-
unn sagði málið algerlega ríkisins,
enda hefðu borgaryfirvöld staðið í
stappi við ríkisvaldið í á annan ára-
tug um að það keypti húsnæðið.
Enginn áhugi hefði hins vegar verið
á slíku og borgin hefði ekki fengið
krónu greidda í húsaleigu frá ríkinu
fyrir afnot af húsinu í um áratug.
Samkomulagi loks náð
Samkvæmt upplýsingum frá Fast-
eignastofu Reykjavíkur hefði reikn-
uð húsaleiga fyrir hlut borgarinnar í
húsinu numið 33 milljónum á ári fyr-
ir fáeinum árum. Mest væri um vert
að samkomulag hefði nú náðst við
ríkið um sölu á eigninni, en um leið
væri mikilvægt að tryggja verndun
ytra byrðis hússins sem hefði menn-
ingar- og byggingarsögulegt gildi,
sagði borgarstjóri.
Í greinargerð með tillögu Ólafs F.
Magnússonar kemur fram að verði
húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar
selt og starfseminni þar með „tvístr-
að út um borg og bý“ muni það
veikja heilsugæsluna í borginni
verulega og gera hana óhagkvæma í
rekstri.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
R-lista samþykktu að vísa tillögu
Ólafs frá á grundvelli fyrra sam-
komulags við ríkið sem einnig hefði
verið staðfest í borgarráði.
Morgunblaðið/Golli
Segja ríkið ekki
hafa greitt leigu
í um áratug
KULDANN norðanlands að
undanförnu má að mestu leyti
rekja til hafíssins síðasta vetur úti
fyrir norðanverðum Vestfjörðum,
Norðurlandi og Norðausturlandi.
Á næstu dögum er útlit fyrir að
hitastigið hækki fyrir norðan en
að sögn Einars Sveinbjörnssonar,
veðurfræðings og deildarstjóra á
Veðurstofu Íslands, er óljóst hvort
það er varanleg breyting á veðr-
inu eða ekki.
Í viðtali sem birtist við Einar í
sjómannablaðinu Víkingi í apríl
síðastliðnum var haft eftir honum
að allar líkur yrðu á köldu sumri
um norðan- og austanvert landið.
Sagði hann veðurfarsgögn langt
aftur í tímann sýna að í kjölfar
hafísvetrar kæmu gjarnan köld
sumur og þokusöm.
Spáin hefur gengið eftir
Einar segir í samtali við Morg-
unblaðið að þetta virðist nú hafa
gengið eftir að mestu leyti. Kalt
hafi verið í veðri norðanlands en
reyndar ekki svo mikil þoka held-
ur þurrt loft. Sjórinn úti fyrir
Norður- og Austurlandi hafi verið
kaldur, sem hafi aukið loftþrýsting
og líkur á að vindur andi stöðugt
af hafi.
Einar segir spurninguna vera
þá hve lengi þetta veðurfar muni
ríkja fram á sumarið. Hlýr sjór
komi alla jafnan í sumarbyrjun úr
vestri og þrýsti köldum sjó austur
fyrir land. Í miklum hafísárum
gerist þetta seint.
Hamskipti um Jónsmessu
Samkvæmt nýjustu veðurspám
er útlit fyrir að Norðlendingar fái
hlýrra veður um og eftir næstu
helgi en að sama skapi er hætta á
vætu víða um land. Einar segir
það oft hafa gerst að í kringum
sumarsólstöður og Jónsmessu
skipti veðrið um ham. Loft-
hringrásin hérna megin á norð-
urhvelinu breytist og nýtt veð-
urlagsmunstur taki við.
Merki um breytingar um
næstu helgi
„Það eru skýr merki um breyt-
ingar á veðrinu um næstu helgi. Í
fyrsta sinn í langan tíma sjáum
við að það er eitthvað að gerast.
Spurningin er hvort við taki hlý
og rök sunnan- og suðvestanátt og
norðanáttin verði leyst af hólmi.
Önnur spurning er hvort þetta er
forsmekkur að einhverri breytingu
eða hvort veðrið verður aftur eins
og það hefur verið í maí og fram
eftir júnímánuði,“ segir Einar.
Kuldinn norðanlands
hafísvetri að kenna
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
UMFERÐARSLYS í Reykjavík kosta
ekki undir 10 milljörðum króna árlega, að
því er fram kemur í samantekt Sjóvár
vegna umferðarmála í fyrra. Alls voru um
9.200 umferðaróhöpp í Reykjavík tilkynnt
til tryggingafélaganna á síðasta ári, auk
þess sem áætlað er að 2.000 til viðbótar
hafi orðið en ekki verið tilkynnt. Talið er að
í slysunum hafi rúmlega 1.100 einstakling-
ar slasast og 18.600 bílar skemmst. | 4
Slysin kosta
10 milljarða
Á ANNAÐ hundrað rósaplöntum var
plantað í nýjan rósagarð í Höfðaskógi við
Hvaleyrarvatn í gær. Ætlunin er að sýna
þarna þær teg-
undir sem best
þrífast hér á landi,
og voru rúmlega
30 mismunandi
gerðir af rósum
gróðursettar í gær.
„Við erum að
reyna að breiða út
fagnaðarerindið,
búa til safn yfir
rósir þar sem fólk
getur komið og
kynnst þeim og
notið fegurðar og
ilmsins,“ segir
Helga Thorberg, meðlimur í Rósaklúbbi
Garðyrkjufélags Íslands. „Þetta verður
opinn garður þar sem fólk getur komið
og skoðað.“
Plöntuðu í
nýjan
rósagarð
♦♦♦