Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 2
Ljósmynd/Unnsteinn Ingason
Fornleifafræðingarnir Petra Möblein, James Taylor, Bruno Berson og
Howell Roberts að störfum í rústunum í Þingey í Skjálfandafljóti.
FORNLEIFARANNSÓKNIR eru
hafnar í Þingey í Skjálfandafljóti á
vegum Fornleifastofnunar og Hins
þingeyska fornleifafélags. Fjórir er-
lendir fornleifafræðingar verða þarna
að störfum á næstu dögum ásamt
fleirum og leiðangursstjóri er Bret-
inn Howell Roberts, sem starfar hjá
Fornleifastofnun. Með honum verða
starfsbræður hans frá Bretlandi,
Frakklandi, Þýskalandi og Íslandi.
Grafa á í tvennar meintar búða-
rústir í Þingey, þessum vorþingsstað
til forna. Eyjan er í miðju Skjálfanda-
fljóti, norðan Goðafoss og skammt
norður af bænum Fljótsbakka. Rústir
eru við svonefndan Þinghól, skammt
sunnan Þingvalla. Einnig verða
grafnir könnunarskurðir gegnum
garðlög sem umlykja rústasvæðið.
Tilgangur rannsóknarinnar er sá
helstur að fá hugmynd um aldur og
þykkt mannvistarlaga í eynni. Auk
þinghalds á þjóðveldisöld er vitað um
byggð í Þingey á síðari tímum, allt
fram á 19. öld.
Gröftur á byrjunarstigi
Rannsóknin í Þingey er hluti af
verkefninu „Þinghald til forna“, sem
miðar að því að kanna aldur, skipulag
og ástand þingstaða, staðsetningu
þeirra og þróun. Rannsóknirnar hafa
m.a. verið styrktar af Kristnihátíð-
arsjóði en Hið þingeyska fornleifa-
félag lagði einnig til fjármagn ásamt
Fornleifastofnun.
Þegar samband náðist við formann
Hins þingeyska fornleifafélags, Unn-
stein Ingason, var hann einmitt
staddur úti í Þingey. Ásamt fleirum
tók hann þátt í að koma köðlum frá
Glaumbæjarseli yfir kvíslar Skjálf-
andafljóts og út í eyna til að auðvelda
mönnum vaðið. Unnsteinn sagði
gröftinn vera á byrjunarstigi. Búið
væri að opna nokkra prufuskurði og
greinilega væru góð skilyrði í eynni
til að aldursgreina mannvistarleifar
með aðstoð gjóskulaga.
Rannsaka meintar búðaleifar í Þingey
2 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÁTT Í 4 ÞÚSUND BEIÐNIR
Tæknideild lögreglunnar í
Reykjavík, sem þjónar öllum lög-
regluembættum landsins, bárust
3.662 verkbeiðnir á síðasta ári, en
um áramót var aðeins 31 óafgreidd.
Mörg stór mál bárust deildinni;
manndrápsmál, kynferðisbrotamál,
stórbrunar og fjöldi smærri mála.
Barátta um dómarasæti
Bæði repúblikanar og demókratar
í Bandaríkjunum hefja nú harða
pólitíska baráttu um dómarasæti
Söndru Day O’Connor í hæstarétti
Bandaríkjanna.
Bandaríkjaforseti hefur tækifæri
til að velja hæstaréttardómara og
hafa þannig áhrif á réttinn sem er
æðsta dómsstigið og jafnframt er
hlutverk hans að túlka stjórn-
arskrána.
20 farast í sprengjuárás
Allt að tuttugu manns fórust í
sprengjuárás í höfuðborg Íraks í
gærmorgun. Svipaður fjöldi manna
var færður slasaður á sjúkrahús.
Vatnsskortur eykur nú á eymd
íbúa Bagdad auk þess sem rafmagn
fer oft af borginni, eldsneyti er af
skornum skammti, miklar umferð-
arteppur eru algengar, almennings-
þjónusta hefur minnkað til muna og
óttinn við sprengjuárásir og mann-
rán er mikill.
Þrjú fíkniefnamál
Þrjú fíkniefnamál komu upp hjá
lögreglunni á Snæfellsnesi í gær auk
þess sem grunur leikur á að stúlku
hafi verið nauðgað. Mikil ölvun var í
Ólafsvík í fyrrinótt og mikið um
drukkna unglinga og erill hjá lög-
reglu vegna ofbeldis- og skemmd-
arverka. Talið er að 5–6 þúsund
manns hafi lagt leið sína á Færeyska
daga sem fram fara í Ólafsvík um
helgina.
Fornbýli á Öxnadalsheiði
Fundist hafa leifar af fornu bæj-
arstæði á Öxnadalsheiði skammt
vestan Grjótár í Skagafirði. Rúst-
irnar eru í 480 metra hæð yfir sjáv-
armáli og er það hæsta bæjarstæði
sem fundist hefur í Skagafirði. Ekki
eru til ritaðar heimildir um að búið
hafi verið á Öxnadalsheiði.
Björk á Live 8
Björk Guðmundsdóttir var á með-
al þeirra sem fram komu á stærsta
tónlistarviðburði sögunnar, Live 8-
tónleikunum, sem fram fóru víða um
heim í gær. Björk steig á svið í ná-
grenni Tókýó ásamt innlendum tón-
listarmönnum.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Í dag
Fréttaskýring 8 Myndasögur 46
Hugsað upphátt 28 Dagbók 46/49
Menning 28, 50/51 Víkverji 46
Forystugrein 30 Staður og stund 48
Reykjavíkurbréf 30 Leikhús 50
Umræðan 32/36 Bíó 54/57
Bréf 35 Sjónvarp 58
Minningar 38/42 Staksteinar 59
Hugvekja 40 Veður 59
* * *
LANDGRÆÐSLA Íslands hefur látið vinna deili-
skipulag fyrir svæði þar sem gert er ráð fyrir 40–
45 sumarhúsalóðum, austan við Gunnarsholt í
Rangárþingi ytra, austan við Hellu. Lóðirnar
verða stórar og á fremur illa förnu svæði með
litlum gróðri og er þeim sem reisa sér sumarhús á
lóðunum ætlað að græða þær upp.
„Það hefur lengi verið ásókn í land hjá Land-
græðslunni til uppgræðslu, og hafa menn alltaf
viljað halda þeim möguleika opnum að geta byggt
á landinu,“ segir Ásgeir Jónsson, sviðsstjóri land-
upplýsingasviðs hjá Landgræðslu Íslands. Hann
segir að skipulagt hafi verið svæði með sama hætti
árið 1997 á svipuðum stað, nú sé það allt farið og
því þurfi að skipuleggja nýja sumarhúsabyggð.
„Þetta eru svæði sem voru illa farin, þó það sé
komið gras í þetta aftur. Við látum menn hafa
stórar lóðir, 5–10 hektara, og gerum þetta með
það að markmiði að aðstoða þá sem vilja aðstoða
okkur við að græða upp landið,“ segir Ásgeir.
„Menn borga litla leigu þar til þeir fara að byggja,
en þá hækkar verðið aðeins yfir það sem venjulegt
er fyrir sumarhúsalóðir til þess að við séum ekki í
einhverri samkeppni.“
Spurður hvort ekki hafi verið hægt að selja
einkaaðila landið og fá hann til að skipuleggja það
segir Ásgeir að ekki sé hlaupið að því að selja rík-
island, það þurfi t.d. að fara fyrir Alþingi. Hann
segir að helst hafi Landgræðslan viljað fá einka-
aðila til að sjá um þetta skipulag, en með því að sjá
um það sjálf geti hún sett skilyrði um notkun á
landinu í leiguskilmála, t.d. að það verði ekki notað
til beitar. Einnig sé einfaldlega lítið um að einka-
aðilar skipuleggi svo stórar lóðir á jafn illa grónum
svæðum.
Hann segir að lóðirnar verði trúlega lítið aug-
lýstar, þær séu aðallega hugsaðar til þess að þeir
sem hafi samband við Landgræðsluna, sem séu
um tugur manns á ári hverju, geti fengið einhverja
fyrirgreiðslu.
Deiliskipulagstillagan var samþykkt á síðasta
fundi skipulags- og byggingarnefndar og verður
auglýst fljótlega. Í framhaldinu fá áhugasamir 6
vikur til að skila inn athugasemdum, segir Sig-
urbjartur Pálsson, oddviti hreppsnefndar Rang-
árþings ytra.
Ójafn leikur
Sigurbjartur segir að hreppsnefndin hafi ekki
sett sig upp á móti áformum Landgræðslunnar, þó
honum þyki skjóta skökku við að opinber stofnun
sé að koma að skipulagningu sumarhúsabyggðar á
þennan hátt, í samkeppni við einkaaðila.
„Það eru margir einkaaðilar á þessu svæði sem
eru að skipuleggja lönd til sumarhúsabyggðar.
Manni finnst það kannski svolítið ójafn leikur að
opinber stofnun eins og Landgræðslan sé að taka
þátt í þeim dansi. Sjálfum finnst mér að ef Land-
græðslan hefur undir höndum land sem hún hefur
ekkert við að gera sé skynsamlegt að selja það
land og nýta fjármunina til uppgræðslu fremur en
að standa í þessu. Mér finnst að það væri eðlilegri
leið,“ segir Sigurbjartur.
Landgræðslan skipuleggur sumarhúsalóðir fyrir á fimmta tug bústaða
Áhugasamir græði upp lóðir
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
VÖLDUM hópi grunnskólanema er á hverju sumri boð-
ið í ferð með varðskipi Landhelgisgæslunnar og fær
hópurinn þar að kynnast hinum ýmsu störfum um borð.
Á dögunum lauk einni slíkri ferð með varðskipinu Tý.
Nemarnir Magnús H. Harvey, Andrés Ægir Ragn-
arsson, Sara R. Ellertsdóttir, Þórður Steinar Pálsson,
Andrés Elí Olsen og Steinunn D. Högnadóttir stilltu sér
upp fyrir Jón Pál Ásgeirsson stýrimann uppi í brú Týs.
Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson
Kátir varðskipsnemar
FYLGI flokkanna breytist nánast
ekkert frá síðasta mánuði og eru
breytingar á fylgi allra flokkanna
innan við eitt prósentustig. Þetta
kemur fram í nýjasta Þjóðarpúlsi
Gallup.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur for-
ystu og fengi tæplega 38% fylgi.
Næst kemur Samfylkingin með
rúmlega 34%, þá Vinstrihreyfingin
– grænt framboð með naumlega
16%, Framsóknarflokkurinn fengi
tæplega 9% og Frjálslyndi flokk-
urinn naumlega 4% ef kosið væri til
Alþingis í dag.
Ríkisstjórnin mælist með 50%
stuðning en fylgi stjórnarflokkanna
mælist samanlagt rúmlega 46%.
Umtalsverður munur er á afstöðu
kynjanna þar sem ríkistjórnin nýt-
ur stuðnings 56% karla en rúmlega
43% kvenna. Tæplega 21% tók ekki
afstöðu eða neitaði að gefa hana
upp og rúmlega 6% sögðust ekki
myndu kjósa eða skila auðu ef
kosningar færu fram í dag.
Könnunin var gerð dagana 26.
maí til 28. júní. Úrtakið var 3.063
manns á aldrinum 18 til 75 ára.
Svarhlutfall var 62% og vikmörk
1-3%.
Lítil breyt-
ing á fylgi
flokkanna