Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málefni Þróunar-samvinnustofn-unar hafa verið til umræðu að undanförnu í kjölfar þess að fjórir stjórnarmenn fóru til Sri Lanka til að skrifa undir tvíhliða samning um þró- unarsamvinnu. Kostnaður við ferðina nam um einni og hálfri milljón króna og þótti ýmsum það fullmikið miðað við tilefnið. En hvernig er fjármunum Þróunarsamvinnustofn- unar almennt varið? Er yfirbyggingin þar of mik- il? Á vef stofnunarinnar kemur fram að árið 2003 hafi 10% af fjár- framlögum til hennar, sem námu 470 milljónum króna í heildina, runnið til aðalskrifstofu hennar, sem gerir 47 milljónir. Hin 90% runnu hins vegar til verkefna í Namibíu, Malaví, Úganda og Mósambík en á þessu ári bætast við verkefni í Sri Lanka og Ník- aragúa. Í fjárlögum fyrir árið 2005 er 65,2 milljónum króna varið til reksturs skrifstofunnar en 630 milljónum í beina þróunaraðstoð. Helga S. Sigurðardóttir, fjár- málastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar, segir að undir rekstur skrifstofunnar séu bókfærð laun starfsmanna skrifstofu, þjónusta við löndin úti, útgáfukostnaður, ferðir, fundir, launaumsýsla fyrir starfsmenn úti og húsnæðiskostn- aður. Sex starfsmenn vinna á skrifstofu ÞSSÍ. Björn Ingi Hrafnsson, stjórnar- formaður ÞSSÍ, segir stofnunina leggja áherslu á að halda yfir- byggingu í lágmarki, t.d með því að nota minna fasta starfsmenn í verkefnum í einstökum sam- starfslöndum, bjóða út verkefni og vera með tímabundna skamm- tímaráðgjafa. Sífellt sé leitað leiða til að lækka kostnað. Telma Tómasson, fjölmiðla- fulltrúi ÞSSÍ, segir stjórn stofn- unarinnar vera mjög virka og að öflugt eftirlit sé með starfseminni auk þess sem Ríkisendurskoðun fylgist með rekstrinum og sjálf- stæðar úttektir séu unnar á verk- efnum ÞSSÍ. Ákveðnar áherslur Íslands En mætti nýta það fjármagn, sem sett er til þróunarmála hér á landi, betur með því að dreifa því beint til stofnana og samtaka úti í heimi frekar en að reka okkar eig- in stofnun? Árni Helgason, svæðisstjóri á Sri Lanka og fyrrverandi aðstoð- arframkvæmdastjóri ÞSSÍ, segir það vera pólitíska ákvörðun í hverju landi hvort slík stofnun sé starfrækt. Ísland hafi hins vegar ákveðnar áherslur í sínu þróunar- starfi sem næðust ef til vill ekki ef fjármagnið færi til annarra stofn- ana. Aðspurður hverjar þessar áherslur séu, nefnir Árni jarðhita- mál og sjávarútveg auk fé- lagslegra verkefna á borð við full- orðinsfræðslu og mennta- og heilbrigðismál. Hann segir Ís- lendinga hafa miðlað reynslu sinni varðandi t.d. gæðamál í sjávarút- vegi og nýtingu auðlinda í löndum eins og Úganda og Mósambík. Þá hafi farið fram fullorðinsfræðsla í fiskimannasamfélögum sem mæl- ist vel fyrir. Hann bendir á að aðrar stofn- anir og hjálparsamtök séu ekki hafin yfir gagnrýni og ekki víst að peningarnir kæmu að betri notum annars staðar. „Við erum ekki stór þjóð og erum ekki að bylta heiminum en það sem við gerum hefur verið vel heppnað,“ segir Árni. Telma tekur í sama streng og segir smæð stofnunarinnar oft vinna með henni, hún sé til að mynda oft fljótari að bregðast við en stærri stofnanir. Björn Ingi segir framlögum til stofnunarinnar vel varið þrátt fyr- ir að aðrar leiðir séu færar, eins og t.d að styrkja ákveðin ráðuneyti í þróunarlöndunum. „Það hefur verið þverpólitísk samstaða innan stjórnar stofnun- arinnar, sem endurspeglar þá flokka sem eiga sæti á Alþingi, að með því að hafa okkar starfsemi; semja beint við viðkomandi stjórnvöld, stundum héraðs- stjórnir, höfum við náð að halda utan um verkefnin með beinum hætti og fylgst með því nákvæm- lega hvort peningunum sé vel var- ið. Framlag Íslendinga hefur þannig öðlast meira vægi en ella og orðið miklu sýnilegra þótt það sé ekki stórt í alþjóðlegum sam- anburði,“ segir Björn og tekur fram að samhliða framlögum til ÞSSÍ fari talsverðir peningar til alþjóðastofnana. Prósentur segja ekki allt Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir erfitt að bera saman yfir- byggingu hjálpar- og þróunar- stofnana með því einu að horfa í prósentur, enda geti það verið mjög misjafnt eftir löndum hvaða kostnaðarliðir séu taldir til rekst- urs og hvað sé talið til aðstoðar. Frekar sé horft í það hve gegnsær fjárhagur slíkra stofnana sé og hvernig eftirliti með dreifingu fjármuna sé hagað. Rauði kross- inn leggi til dæmis mikið upp úr að birta skýrslur um gang mála á heimasíðu sinni. Fréttaskýring | Er stofnun um þróunar- samvinnu nauðsynleg á Íslandi? Smæðin getur verið kostur Ísland hefur ákveðnar áherslur í þróun- arsamvinnu sem næðust ekki annars Frá Mósambík. Framlög Íslands að aukast  Framlög Íslands til þróunar- mála í ár eru 0,21% af vergri landsframleiðslu og er stefnt að því að framlögin verði komin upp í 0,35% árið 2009 en þau voru 0,19% í fyrra. Náist það markmið að hækka framlag Ís- lands upp í 0,35% árið 2009 hafa framlögin hækkað úr 0,09% á um áratug. Þróunarsamvinnustofn- un fær um þriðjung af þeim fjár- munum sem fara til þróunarmála hér á landi en stofnunin hefur verið starfandi frá árinu 1981. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÓLGA er meðal foreldra í Selja- hverfi vegna lélegrar aðstöðu til íþróttaiðkunar og krefjast íbúar þess að gangskör verði gerð í aðstöðumál- um, flóðlýstur gervigrasvöllur verði byggður fyrir ÍR og öll aðstaða bætt. Þetta kom fram á nokkuð vel sótt- um fundi um íþrótta- og æskulýðs- mál í Breiðholti sem hverfafélög sjálfstæðismanna efndu til á mið- vikudag. Frummælendur á fundinum, sem haldinn var í félagsheimili sjálf- stæðisfélaganna, Álfabakka 14a, voru borgarfulltrúarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magn- ússon. Fjölluðu þeir m.a. um að- stöðumál íþróttafélaga í Breiðholti og kynntu auk þess tillögur Sjálf- stæðisflokksins um úrbætur í að- stöðumálum ÍR og Leiknis. 100 ára afmæli framundan Sævar Óli Ólason, fulltrúi í for- eldraráði ÍR, segir fundarmenn hafa verið ómyrka í máli, en þó hafi þeir trú á að málin leysist einhvern veg- inn. „Sjálfstæðismenn eru að reyna að þrýsta á að gera eitthvað í mál- unum hér í Seljahverfi. Hugmynd- irnar eru góðar, en það er eins og Seljahverfi sé einhvern veginn skít- ugt hverfi, það er ekkert gert þar,“ segir Sævar Óli. „Öll aðstaða til íþróttaiðkunar er mjög léleg og að- allega gagnvart knattspyrnunni. Sjálfstæðismenn vita af þessari ólgu í hverfinu og vilja nýta sér þetta og þrýsta á þetta með okkur.“ ÍR verður hundrað ára eftir tvö ár og segir Sævar Óli hafa staðið til að byggja gervigrasvöllinn fyrir þann tíma og vígja hann á afmæli félags- ins. „Ég veit ekki hvar málin standa hjá borgarstjórn í dag. Það eru eng- ar vísbendingar um að framkvæmdir séu að hefjast. Mér skilst að það séu ekki til peningar,“ segir Sævar. „Ég fór til borgarstjóra á dögunum og hún tók vel í þetta og ég vona að hún komi þessu af stað.“ Að sögn Sævars er þegar búið að teikna flóðlýstan, upplýstan gervi- grasvöll og hann farinn gegnum skipulagsferlið og búið að sam- þykkja að byggja hann. „Þó var ein- hver misskilningur í gangi hjá borgaryfirvöldum að fyrsta krafa ÍR-inga væri að fá nýtt fjölnota íþróttahús á svæðinu,“ segir Sævar. „En til að byrja á því þarf að byggja gervigrasvöllinn. Við foreldrar í hverfinu erum orðnir þreyttir á að- stöðuleysi hjá ÍR. Við sjáum það best á mótum þegar við erum að keppa á móti börnum sem eru með fullkomna þjónustu.“ Völlurinn á áætlun Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi segir ÍR-völlinn á þriggja ára áætlun ásamt tveimur öðrum gervigrasvöll- um. „Við höfum verið að skoða hvort við gætum ekki reynt að koma af stað framkvæmdum í haust,“ segir Anna. „Aðstöðumál ÍR hafa verið í athugun hjá okkur í langan tíma. Við höfum verið í þarfagreiningu með þeim og verið að fara í að teikna upp hús með þeim. Við erum hins vegar ekki sammála um stærð hússins, sem er kannski stærri vandinn. Þeirra þarfagreining gerir ráð fyrir húsi upp á 6–7.000 fermetra en menn eru sammála um það bæði innan framkvæmdaráðs og ÍTR að þetta sé fullstórt hús.“ Anna segir vonir standa til að hægt verði að ljúka framkvæmdum við ÍR-völlinn fyrir afmæli félagsins. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmargir íbúar Breiðholts hlýddu á erindi og viðruðu skoðanir sínar á aðstöðumálum íþróttafélaganna. Vilja stórbætta íþrótta- aðstöðu í Breiðholti ÞING norrænu svæfinga- og gjör- gæslusamtakanna sem nú stendur yfir er eitt fjölmennasta læknaþing sem haldið hefur verið hérlendis með yfir 1.000 þátttakendum frá 42 þjóðum, þ. á m. Kamerún, Nýja- Sjálandi, Indónesíu, Grikklandi auk Norðurlandanna svo örfá dæmi séu nefnd. Alma D. Möller, yfirlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, og Gísli H. Sigurðsson, svæfingalæknir og prófessor, hafa haft í nógu að snúast með að skipuleggja og halda utan um þingið sem lýkur formlega í dag. Þau segja þingið hafa gengið af- ar vel en tilgangur þess er að ræða þær rannsóknir og þau mál sem eru efst á baugi í svæfinga- og gjör- gæslulækningum. Gísli segir marga af færustu læknum í faginu í heimi vera á meðal 100 fyrirlesara sem halda erindi. Aðspurður um tilgang þinga sem þessa svarar Gísli: „Við erum að fá upplýsingar á svona þingum um það nýjasta sem er að gerast í faginu löngu áður en að þær koma út á prenti.“ Hann bætir því við að það mætti segja að um tvö ár líði frá því að upp- lýsingarnar sem komi fram á þing- um sem þessu verði aðgengilegar á prenti eða á Netinu. Hann segir þessar upplýsingar koma fram bæði í fyrirlestrum lækna og svo ekki síð- ur í samtölum lækna sín á milli. „Þetta hefur gífurleg áhrif bæði fyr- ir okkar vinnu við sjúklinga og einn- ig fyrir okkar vísindarannsóknir,“ segir Gísli. Alma bendir á að menn skiptist gjarnan á skoðunum um hina ýmsu þætti sem snerti fagþekkinguna og oftar en ekki takist menn á um að- ferðir. „Læknisfræðin er svo flókin að það er sumt sem verður ekki svarað með afgerandi hætti og menn hafa mismunandi skoðanir,“ segir Alma. Aðspurð segja þau Norðurlöndin standa afar framarlega á sviði svæf- inga- og gjörgæslulækninga og þar sé Ísland enginn eftirbátur. T.d. sé dánartíðni á gjörgæslu hérlendis með því lægsta sem gerist en þar er jafnframt þróunin afar hröð. Alltaf verið að teygja sig lengra „Við erum alltaf að fást við eldri og veikari sjúklinga. Dánartölur eru samt ekki að hækka hjá okkur, þær eru frekar að lækka þrátt fyrir að það sé alltaf verið að teygja sig ennþá lengra,“ segir Gísli og bætir því við að hluti, sem hafi ekki verið reyndir fyrir um 15 árum síðan, sé verið að framkvæma í dag. „Við eigum afburðavel menntað fólk. Við höfum öll verið lengi í sér- námi erlendis og margir lokið dokt- orsprófi,“ segir Alma. Gísli og Alma segja að farið sé um víðan völl á þinginu og margt fróð- legt komi þar fram. Alma segir að vísindadagskráin hafi verið sett saman til þess að reyna svara þeim spurningum sem íslenskir læknar séu að velkjast í vafa með, bæði hvað varðar tæknileg atriði og ekki síður það sem snýr að mannlegum þátt- um. Alma og Gísli benda á að þing af þessu tagi skipti miklu máli fyrir ferðamannaiðnaðinn hérlendis. Í dag gera gestir þingsins sér daga- mun og fara í skipulagðar ferðir. Margir ætla að ferðast með fjöl- skyldunni um landið næstu daga. Svæfinga- og gjörgæslulæknar 42 landa í Reykjavík Fá upplýsingar sem löngu síðar fara á prent Morgunblaðið/Sverrir Gísli H. Sigurðsson, svæfingalækn- ir og prófessor, ásamt Ölmu D. Möller, yfirlækni á LSH. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.