Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 17
einhverjum hefndum á móti KR þeg- ar þú skoraðir og varst í sigurliði? ,,Nei, alls ekki. Ég hugsaði aldrei í þá veruna. Aðalmálið fyrir okkur Valsmenn var að komast á sigur- braut eftir tvo tapleiki í röð og KR var fínn andstæðingur til að ná að rífa sig upp. Það er ávallt mikill rígur á milli KR og Vals og það virðist vera þannig að það er auðvelt fyrir lið að undirbúa sig fyrir leiki á móti KR.“ Hugsa bara til næstu æfingar Hvernig hugsar leikmaður sem hefur gengið í gegnum svona mikil og erfið meiðsli eins og þú? ,,Það eru nokkur ár síðan ég lærði að hugsa ekkert fram í tímann. Ég hugsa varla um næsta leik heldur bara næstu æfingu. Ég nýt hins veg- ar hverrar mínútu inni á vellinum út í ystu æsar. Ég hef svo óskaplega gaman af því að spila fótbolta og vera í þessum félagsskap,“ segir Guðmundur og þegar hann er spurð- ur hvort blundi í sér hræðsla vegna meiðslanna segir hann: ,,Nei, en þeir segja það nú oft sjúkraþjálfararnir að vandamálið hjá mér sé að ég sé ekki nógu varkár inni á vellinum. Það er ósjálfrátt hjá mér. Þegar dómarinn flautar leikinn á hverf ég inn í ákveðinn heim og er ekkert að spá í meiðsli eða vera hræddur við mótherjann.“ Hefur þú átt þér einhverja fyrir- mynd í boltanum? ,,Nei, en þegar maður var ungur í Þór voru fyrirmyndirnar í meistara- flokki Þórs. Halldór Áskelsson og Bjarni Sveinbjörnsson voru menn sem maður leit mikið upp til. Þór var hörkulið í kringum 1985 þegar ég var að alast upp og Þór er mitt upp- eldislið sem ég ber miklar og hlýjar tilfinningar til, eins og KR og Vals í dag.“ Gummi segir ómögulegt að segja til um það hve lengi hann eigi eftir að endast í boltanum. ,,Ég tek eina æf- ingu í einu. Ef ég næ að klára þetta tímabil án þess að meiðast verð ég ofboðslega ánægður. Ég er ekkert farinn að spá lengra.“ Guðmundur var aðstoðarmaður Willums hjá KR þegar hann var frá vegna meiðsla 2003 en skyldi hann hafa áhuga á að hella sér út í þjálfun þegar ferlinum lýkur? ,,Mér finnst þjálfunin nokkuð heillandi en maður veit samt ekki hvað verður. Mér sýn- ist þetta ekki vera þakklátasta starf í heimi. Þú ert annaðhvort hetja eða aumingi. Það er ekkert þarna á milli. Ég hef áhuga á að skoða þjálfunina en svo getur alveg farið svo að mig langi að taka mér frí frá boltanum. Prufa að taka sumarfrí og vera bara í stúkunni og gagnrýna,“ segir Guð- mundur. Guðmundur á tíu A-landsleiki að baki og í þeim hefur hann skoraði tvö mörk. Hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum árið 1991 á Laugardals- velli sem Ísland hafði betur í, 1:0. Guðmundur skoraði sigurmarkið – kom inn á sem varamaður og skoraði eina mark leiksins 20 mínútum síðar. Guðmundur skoraði svo í 2:1 sigur- leik á móti Kýpur á Akranesi 1996 en síðast lék hann með landsliðinu í leik á móti Chile í janúar 2001 þegar Ís- lendingar töpuðu, 2:0, á móti sem haldið var á Indlandi. En skyldi hann eiga afturkvæmt í landsliðið? ,,Satt best að segja þá efast ég stórlega um það. Ég hef ekkert spáð í landsliðið enda hef ég nóg með minn líkama. Ef það kæmi hins veg- ar upp þá myndi ég bara skoða það en ég á ekki von á að fá hringingu frá landsliðsþjálfurunum.“ Fótboltinn fyrirferðarmikill á heimilinu Fótboltinn er fyrirferðarmikill á heimili Guðmundar. Sambýliskona hans, Kristbjörg Ingadóttir, er af miklum fótboltaættum. Hún er dótt- ir Inga Björns Albertssonar sem gerði garðinn frægan á árum áður á knattspyrnuvellinum. Ingi Björn á enn markametið í efstu deild, 126 mörk. Afi Kristbjargar var Albert Guðmundsson, einn besti knatt- spyrnumaður þjóðarinnar fyrr og síð- ar, en sonur þeirra Guðmundar og Kristbjargar, Albert, 8 ára, er skírður í höfuðið á honum. Yngra barn þeirra er Karen sem er tveggja ára. Krist- björg hefur spilað með Val og KR og á fjóra leiki að baki með A-landsliðinu en hún lagði skóna á hilluna fyrir nokkrum árum og þjálfar nú lið kvennalið Fylkis sem leikur í 1. deild. Gæfuspor fyrir mig ,,Fótboltinn er í aðalhlutverkinu á okkar heimili. Svo mikið er víst. Konan er á fullu að þjálfa, ég að spila svo það er talsvert púsluspil að koma börnunum fyrir. Við höfum hins vegar bæði svo gaman af boltanum að þess vegna leggjum við þetta á okkur. Svo er guttinn byrjaður á fullu með KR. Það er mikið rætt um boltann þegar tengdó kemur í heimsókn. Ingi Björn tengist Val sterkum böndum og hann var fyrsti maðurinn sem sagði við mig þegar ég var kominn í Val að þetta væri gæfuspor fyrir mig og Val. Ég sé al- veg fram á það að ég næ ekki þessu markameti sem hann á og satt best að segja þá held ég að enginn eigi eftir að taka þetta met frá honum. “ Albert litli Guðmundsson. Kippir hann ekki í kynið? ,,Jú. Fótboltinn á hug hans allan. Hann er nánast alinn upp hjá KR. Hann fylgdi mér jafnan á æfingar og það þarf ekkert að hvetja hann til að fara í fótbolta. Hann hringdi í mig fyrr um daginn þegar við spiluðum við KR. Hann sagðist ætla að fara með mér á leikinn og þegar ég náði í hann heim þá var hann tilbúinn í KR-peysunni. Ég spurði hann með hverjum hann ætlaði að halda og hann svaraði: „Með þér, pabbi“. Ég bað hann vinsamlega um að fara úr KR- treyjunni þar sem hann ætlaði að vera með inni í klefa fyrir leikinn. Hann samþykkti það en hann fór bara í KR-utanyfirgallann yfir treyj- una. Hann er bæði KR-ingur og Valsari. Hann fór oft með mömmu sinni á æfingar þegar hún var í Val og núna skilst mér að hann haldi með þremur liðum, KR, Val og Fylki.“ við rússíbana“ gummih@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 17 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ka na rí 27.530kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting á Paraiso í 7 nætur 4. eða 11. janúar. 39.530 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Flugáætlun í vetur: 31. október 16. og 30 nóvember 7. 17. 19. 20. og 27 desember Alla miðvikudaga í janúar, febrúar, mars og apríl 2006. Netver› frá Í boði eru okkar allra vinsælustu gististaðir: Rouque Nublo, Las Orkideas og Hótel Neptuno. Ennfremur glæsilegar nýjungar á borð við Amazonas, Beverly Park, Paraiso og Andalusia Park - nýtt hótel. Allt frábærir gistimöguleikar á besta stað á Ensku ströndinni. Bókaðu strax besta verðið! Frá bæ r t ilb oð í a lla n v etu r!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.