Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Ég fæ sting í hjartað þegarég heyri víetnömsk ung-menni segja frá draumumsínum um að ljúka fram-haldsskólanámi þegar ég
veit að núverandi kerfi gerir þeim
mjög erfitt að láta drauma sína ræt-
ast,“ segir Anh-Dao Tran mennt-
unarfræðingur og verkefnisstjóri
rannsóknar á áhrifaþáttum í mennt-
un asískra nemenda á Íslandi og
verkefnis undir yfirskriftinni Fram-
tíð í nýju landi. Verkefnið er að
hluta til rannsókn sem nær til
flestra víetnamskra ungmenna í
landinu á aldrinum 16 til 25 ára.
Ungmennin, sem eru í kringum 60
talsins, eru fædd í Víetnam og til-
heyra því fyrstu kynslóð innflytj-
enda á Íslandi.
Rétt eins og ungmennin í rann-
sókninni flutti Anh-Dao frá heima-
landi sínu til annars lands á ung-
lingsárunum. Á meðan hún hellir
upp á könnuna í eldhúskróknum á
heimili sínu og Jónasar Guðmunds-
sonar eiginmanns síns í Bakka-
smáranum fellst hún á að segja svo-
lítið frá sjálfri sér og reynslunni af
því að flytjast 16 ára frá Víetnam til
Bandaríkjanna. „Pabbi hafði verið
foringi í víetnamska hernum. Eftir
að Saigon féll átti hann á hættu að
verða settur í svokallaða endur-
menntun,“ segir hún og ber kaffið
og súkkulaði á borð í bjartri borð-
stofunni. „Endurmenntun þýddi í
rauninni 10 til 15 ára fangelsisvist.
Margir af félögum pabba úr hernum
voru fangelsaðir og sumir komu
aldrei aftur til baka. Hann hefði trú-
lega fengið sérstaklega slæma út-
reið því að hann var upprunalega frá
Norður-Víetnam.“
Allslaus á flótta
– Hvernig stóð á því að ykkur
bauðst að flytja til Bandaríkjanna?
„Pabbi var farinn að vinna fyrir
bandarískan flugvélaframleiðanda í
Saigon undir lok stríðsins. Eftir að
ljóst varð að borgin myndi falla
bauðst fyrirtækið til að flytja hann
og fjölskyldu hans til Bandaríkj-
anna,“ svarar Anh-Dao og rifjar upp
að hún hafi ásamt foreldrum sínum
og yngri systir yfirgefið Saigon með
síðustu Bandaríkjamönnunum hinn
30. apríl árið 1975. Eldri bróðir
hennar hafði nokkru áður haldið til
náms í Bandaríkjunum. „Ég man að
við pökkuðum niður farangri í
nokkrar töskur til að taka með okk-
ur til Bandaríkjanna en þegar við
komum að þyrlunum þurftum við að
skilja þær eftir til að hægt væri að
koma fleira fólki í þyrluna. Við gát-
um ekki farið með flugvél því búið
var að eyðileggja flugvöllinn. Þarna
á þyrlupallinum varð ég að skilja
eftir verðmætustu eigur mínar, m.a.
allar dagbækurnar frá unglingsár-
unum.“
Anh-Dao rennir kaffi í tvo bolla og
rifjar upp að annan hluta leiðarinnar
hafi fjölskyldan farið á herskipi.
Þann síðasta með flutningaskipi
með yfir 7.000 öðrum til bandarísku
eyjarinnar Guam í Kyrrahafinu.
„Við áttum ekkert nema fötin utan
um okkur þegar við komum til
Bandaríkjanna. Pabbi átti ekki einu
sinni skó við komuna til Guam.
Hann hafði blotnað í fæturna, lagt
skóna frá sér til þerris og gripið í
tómt þegar hann ætlaði að ná í þá
aftur.“
Anh-Dao fluttist til bandarískrar
fjölskyldu eftir að hafa dvalið einn
mánuð á Guam og annan í flótta-
mannabúðum í Flórída. „Pabbi hafði
kynnst nokkrum Bandaríkjamönn-
um þegar hann var við þjálfun í
Bandaríkjunum. Ég fluttist til kunn-
ingjafólks hans og var eins konar
au-pair stúlka á heimilinu, þ.e. hjálp-
aði við heimilishaldið og gæslu
þriggja barna hjónanna á aldrinum
2 til 10 ára gegn fríu fæði og hús-
næði og með því skilyrði að ganga í
skóla.“
– Hvernig gekk þér að aðlagast
nýjum siðum og tungumáli?
„Ég átti dálítið erfitt til að byrja
með – sérstaklega af því ég talaði
enga ensku. Hins vegar hjálpaði
mér að ég hafði gengið í franskan
skóla og tala frönsku því mörg orð
eru lík í frönsku og ensku. Fleira í
franskri menningu hjálpaði mér að
aðlagast bandarísku menningunni,
t.d. borðuðum við ólíkt flestum Víet-
nömum talsvert af mjólkurvörum,“
segir Anh-Dao og viðurkennir með
bros á vör að stundum hafi komið
upp misskilningur vegna tungu-
málaörðugleika fyrstu mánuðina.
„Ég man að einu sinni spurði kunn-
ingi pabba mig hvort börnin þeirra
hjónanna trufluðu mig þegar þau
vöknuðu eldsnemma á morgnanna.
Ég hafði ekki hugmynd um hvað
hann var að segja, brosti bara kurt-
eislega eins og mér hafði verið kennt
og sagði – já, já. Maðurinn áttaði sig
sem betur fer á því að ég hafði ekki
hugmynd um hvað hann var að
segja.
Ég var hjá hjónunum þegar ég
fékk ákveðna upphæð eins og allir
flóttamenn í Bandaríkjunum til að
kaupa mér helstu nauðsynjar. Ég
man enn hvað ég var ánægð þegar
konan á heimilinu hafði fatað mig
upp fyrir peningana enda hafði ég
aldrei átt eins mikið af fötum á æv-
inni.“
Fyrsti Víetnaminn í Dartmouth
Í framhaldsskólanum kynntist
Anh-Dao konu sem átti eftir að
verða áhrifavaldur í lífi hennar.
„Þessi kona átti tvo stráka í háskóla
og var sjálf aðstoðarkennari í sjálf-
boðavinnu í skólanum. Hún var
fengin til að hjálpa mér með námið –
sérstaklega enskuna. Á endanum
bauð hún mér að flytja til sín. Skýr-
ingin sem hún gaf mér var að hana
hefði alltaf langað að eiga dóttur,“
segir Anh-Dao og hlær. Hún segir
að þessi velgjörðarkona sín hafi ver-
ið mjög metnaðargjörn og lagt
áherslu á að hún færi í góðan há-
skóla. „Hún varð því mjög ánægð
þegar ég komst inn í Dartmouth
College í New Hampshire. Hann er
einn af þessum svokölluðu Ivy-
League-háskólum í Bandaríkjunum
ásamt Harvard, Yale, Columbia og
fleiri góðum háskólum.“
– Þú hefur greinilega verið frá-
bær námsmaður?
„Ég hafði gengið í góðan fram-
haldsskóla og lagt mig fram við
námið þessi tvö ár. Svo hjálpaði mér
að skólinn var með minnihlutakvóta.
Ég var fyrsti víetnamski nemandinn
í þrjúhundruð ára sögu skólans.
Annars er athyglisvert að þegar ég
hóf háskólanám í Dartmouth höfðu
konur aðeins verið teknar inn í skól-
ann í þrjú ár,“ segir Anh-Dao sem
innritaðist í BA-nám í frönsku árið
1977. „Ég man alltaf eftir því hvað
mér fannst ég öðlast mikið frelsi við
að flytjast á heimavistina. Ég kunni
mér ekki læti þar til ég fékk yfirlit
frá skólamálayfirvöldum þar sem
kom fram að til viðbótar við há-
skólastyrkinn minn þyrfti ég 700$
dollara á ári til framfærslu. „Ég á
ekki 700$,“ hugsaði ég og áhyggj-
urnar af því hvernig ég gæti nálgast
peningana héldu fyrir mér vöku þar
til ég fór á skólaskrifstofuna og
komst að því að ég þyrfti ekki nauð-
synlega að útvega peningana. Að-
eins væri gert ráð fyrir að ég þyrfti
á þeim að halda sem vasapen-
ingum.“
Dálítið dimmt
Í skólanum kynntist Anh-Dao eig-
inmanni sínum Jónasi Guðmunds-
syni. „Ég kynntist Jónasi í al-
þjóðlegu stúdentafélagi í skólanum.
Hann sagðist vera frá Íslandi og ég
vildi ekki opinbera fávisku mína með
því að segja honum að ég hefði ekki
hugmynd um hvaða land hann væri
að tala. Þegar ég var aftur komin
upp á herbergi flýtti ég mér að fletta
Íslandi upp í víetnamskri orðabók
en þar var ekki minnst á það einu
orði. Ég þurfti því að leita annarra
leiða til að fræðast um landið.“
Anh-Dao kom fyrst til Íslands í
janúar árið 1980. „Ég man að mér
fannst dálítið dimmt,“ segir hún
kurteislega. „Ég var líka hissa á
ýmsum hlutum eins og að sjá gam-
aldags svarta skífusíma í fullri notk-
un. Annars leið mér vel þessa tvo
mánuði á Íslandi. Við leigðum litla
risíbúð með systur Jónasar. Ég
kunni ekkert að elda íslenskan mat
og Jónas lét sér það í léttu rúmi
liggja þótt ég notaði óvenjulegar að-
Ég fæ sting í hjartað
Hún kom sem flóttamaður frá Víetnam til Bandaríkjanna 16 ára gömul og tókst með þrautseigju að ljúka háskólanámi í einum virtasta háskóla Banda-
ríkjanna nokkrum árum síðar. Nú vinnur Anh-Dao Tran m.a. að því að hjálpa asískum ungmennum að fóta sig innan íslenska framhaldsskólakerfisins.
Anna G. Ólafsdóttir forvitnaðist um verkefnið og sögu Anh-Dao í Bakkasmáranum á dögunum.
Morgunblaðið/ÞÖK
„Eftir að hafa lokið háskólanámi var líka mikið áfall fyrir mig að átta mig á því hvað ég var ósjálfbjarga án tungumálsins — skyndilega var ég aftur orðin ólæs og
nánast ósjálfbjarga í samfélaginu,“ segir Anh-Dao Tran kennslufræðingur.
Feðginin Anh-Dao og Cu við útskrift
Anh-Dao úr Columbia-háskóla.
Anh-Dao með Xoan, systur sinni, við Dartmouth-háskóla 1979.
’Rétt eins og Íslendingareru Víetnamar að mörgu
leyti hjátrúarfullir, þeir
eru líka vinnusamir og
gera sér ekki óþarfa rellu
yfir smáatriðum.
Víetnamar eru líka frem-
ur afslappaðir gagnvart
trúarbrögðum og láta sér
yfirleitt í léttu rúmi
liggja þó börnin þeirra
taki þátt í kristindóms-
fræðslu og ýmsum trúar-
legum uppákomum í
íslenskum skólum.
‘