Morgunblaðið - 03.07.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 03.07.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 31 Svo fór hins vegar að Baugsmenn sjálfir höfðu frumkvæði að því að ná samningum um þau mál. Um það segir í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar til forstöðumanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra frá 5. marz 2004: „Rétt er að geta þess að samkomulag varð um að fella niður málarekstur í Flórída og á Ís- landi milli Gaums og JGS [Jóns Geralds Sullen- bergers] annars vegar og Nordica og Baugs hins vegar, eins og Hreinn Loftsson greindi frá í bréfi til RLS, dags. 5. september 2003. Þessar lyktir einkamálanna áttu sér sérstakar skýr- ingar eins og Hreinn víkur að í bréfi sínu.“ Segja má, að Jón Gerald, upphafsmaður þessa máls, hafi fyrst að ráði látið í sér heyra í Kastljósi ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld, föstu- dagskvöld. Ekki fór á milli mála að Jón Gerald taldi sig ekki geta talað nema um mjög tak- markað svið málsins vegna ofangreindra samn- inga og sagði raunar að það hefði orðið að sam- komulagi á milli sín og forráðamanna Baugs að hvorugur aðili mundi tjá sig um þær við- skiptadeilur, sem verið hefðu á milli þeirra á opinberum vettvangi eftir undirritun samnings- ins. Jón Gerald lýsti þeirri skoðun, að með því að dreifa bréfum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til fjölmiðla hefðu forráðamenn Baugs brotið þetta samkomulag og kvaðst mundu stefna þeim fyrir samningsbrot. Kjarninn í málflutningi Jóns Geralds í Kast- ljósi var hins vegar athyglisverður. Hann sagð- ist þangað kominn til þess að mótmæla stað- hæfingum um að upphafleg kæra hans væri af pólitískum rótum runnin. Hann sagðist hafa átt í viðskiptadeilum við Baug og hafa leitað sér að lögfræðingi á Íslandi til þess að reka þau mál. Hann hefði lagt áherzlu á að finna lögfræðing, sem ekki ætti einhverra hagsmuna að gæta vegna hugsanlegra fyrri starfa í þágu Baugs eða tengdra fyrirtækja. Í því sambandi hefði sér verið bent á Jón Steinar Gunnlaugsson, sem á þeim tíma var starfandi hæstaréttarlög- maður. Hann hefði tekið málið að sér og bent honum á að hann ætti tveggja kosta völ. Jón Gerald kvaðst hafa valið aðra þeirra leiða og þegar hann hefði gert það hefði lögmaðurinn varað hann við og sagt honum, að sú leið ætti eftir að verða honum erfið eins og síðar kom í ljós. Jón Gerald kvaðst hafa fundið sig knúinn til að tala opinberlega nú vegna staðhæfinga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í BBC þess efnis, að um pólitík væri að ræða og alveg sérstaklega vegna þess, að svo virtist sem forseti Íslands hefði í sama þætti með einhverjum hætti veitt þeim málflutningi gæðastimpil. Hann sjálfur hefði ekki búið á Íslandi í tvo áratugi og hefði ekkert vitað um tengsl á milli manna hér og því væri fráleitt að halda því fram, að kæra hans, sem kom málinu af stað, ætti sér pólitískar rætur. Í ljósi þess að því hefur hvað eftir annað ver- ið haldið fram af forráðamönnum Baugs á und- anförnum árum að mál þetta sé sprottið af póli- tík má telja líklegt að málflutningur Jóns Geralds hafi hreinsað andrúmsloftið að þessu leyti. Nýr kafli Þótt rannsókn efna- hagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra á málefnum Baugs sé lokið og ákærur hafi verið birtar þýðir það ekki að málinu sjálfu sé lokið. Nú hefst nýr kafli í því og að þessu sinni fyrir opnum tjöldum, þegar málflutningur hefst. Gera má ráð fyrir að hann taki tíma og að fjöldi vitna verði leiddur fram á vígvöllinn. Líklegt má telja, að þessi málaferli varpi nokkru ljósi á viðskiptahætti nútímans á Íslandi hvað sem öðru líður. Málflutningur bæði ákæruvalds og verjenda á eftir að verða umfjöllunarefni fjöl- miðla á næstu mánuðum. Eftir því verður tekið hvernig fjölmiðlarnir fjalla um málið, ekki sízt vegna mikilla umsvifa fyrirtækisins sjálfs á fjöl- miðlamarkaðnum. Í umræðum undanfarinna missera hefur mjög verið um það rætt hvað rannsókn efna- hagsbrotadeildar hefur tekið langan tíma. Á meðan ákærur hafa ekki verið birtar og um- fang málsins er ekki ljóst er erfitt að fella dóm um það hvort sú gagnrýni á efnahagsbrotadeild sé réttmæt. Hitt fer tæpast á milli mála, að þessi rannsókn hefur verið töluverður próf- steinn á efnahagsbrotadeild. Jón Ásgeir Jóhannesson gerir tafir á með- ferð málsins sérstaklega að umtalsefni í bréfi sínu til ríkislögreglustjóra á fimmtudag. Hann segir m.a.: „Eins og komið hefur fram hefur rannsókn RLS nú staðið með hléum í nær þrjú ár. Ein- kennandi er að rannsóknin virðist hafa verið unnin í sprettum, þar sem send eru út bréf og kölluð til vitni en svo leggst hún í dróma þess á milli. Hefur þó jafnan verið látið í veðri vaka af hálfu RLS að stöðugt hafi verið unnið að rann- sókninni allan þennan tíma. Hið rétta er að auk langra hléa er meginástæða þessara miklu tafa, sem ekki hafa verið réttlættar, sú staðreynd, að RLS hefur sífellt víkkað út rannsókn sína í ákafri leit að nýjum sakarefnum. Því hefur síð- an verið lekið til ákveðinna fjölmiðla að um sé að ræða „langstærstu auðgunarbrotarannsókn- ina, sem íslenzk yfirvöld hafa staðið að“.“ Og ennfremur: „Á þeim tíma, sem rann- sóknin hefur staðið yfir hef ég mætt í tugi yf- irheyrslna hjá RLS. Þar sem ég dvel lang- dvölum erlendis við störf mín hefur verið leitast við að hafa yfirheyrslur, þegar ég er staddur hér á landi. Hefur verið gott samstarf milli mín og starfsmanna efnahagsbrotadeildar um þetta fyrirkomulag. Nýverið hefur þó orðið breyting þar á og mér hótað handtöku kæmi ég ekki í yfirheyrslur á þeim tíma, sem RLS ákveður einhliða. Tafir á rannsókn málsins eru ekki af mínum völdum.“ Þetta eru alvarlegar ásakanir á hendur efna- hagsbrotadeild, ekki sízt þær að rannsókn málsins hafi legið niðri í löngum hléum. Þessu hlýtur embætti ríkislögreglustjóra að svara fyrr eða síðar. Það er auðvitað ljóst að rann- sókn sem þessi er þungbær fyrir alla málsaðila og ekki verjandi að löng hlé verði á henni, þótt auðvitað geti verið eðlilegar ástæður fyrir því að hlé verði á yfirheyrslum á meðan önnur gögn málsins eru til skoðunar. Þar sem Jón Ásgeir sjálfur segist hins vegar hafa dvalið langdvölum erlendis er ekki ólík- legt, miðað við hans eigin orð, að þær fjarverur hafi átt einhvern þátt í því hvað málið hefur dregizt á langinn. Svo getur auðvitað vel verið, þegar ákærur hafa verið birtar opinberlega og umfang málsins kemur í ljós, að menn átti sig á því, að það hafi reynzt svo víðtækt að þrjú ár geti ekki talizt langur tími. Það er líka hægt að velta því fyrir sér hvort þau orð Jóns Ásgeirs að RLS hafi sífellt víkkað út rannsókn sína bendi til að rannsóknin hafi farið út á víðara svið af gefnu tilefni upplýs- inga, sem fram hafi komið. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Viðskiptalífið er orðið svo margbrotið og flókið að líklegt má telja, að efnahagsbrotadeild eigi eftir að fá fleiri mál úr viðskiptalífinu til meðferðar á næstu árum. Þess vegna er mik- ilvægt að starfsmenn efnahagsbrotadeildar dragi réttar ályktanir af meðferð þessa máls og geri þær umbætur sem nauðsynlegar kunna að vera á starfsháttum og verklagi í ljósi feng- innar reynslu í þessu máli. Ljósmynd/Thorvaldur Orn Kristmundsson „Og einmitt vegna þess að ákærurnar voru ekki birtar verður erfiðara fyr- ir fólk að setja skýr- ingar og varnir for- ráðamanna Baugs í samhengi. Það verð- ur erfiðara að skilja þau gögn, sem þeir sendu frá sér, vegna þess að á opinberum vettvangi liggja ákæruatriðin ekki fyrir.“ Laugardagur 2. júlí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.