Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 35 UMRÆÐAN Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 5340 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari Mjög góð 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi, með inngangi af svölum. Hús og sameign eins og best verður á kosið. Eignina má aðeins selja 67 ára og eldri. Mikil þjónusta tengist íbúðum hússins. Verð kr. 19.900.000. VESTURGATA - REYKJAVÍK Snyrtistofa - Kópavogi Hraunhamar fasteignasala hefur tekið í sölu rót- gróna snyrtivöruverslun og snyrtistofu í fullum rekstri, vel staðsetta miðsvæðis í Kópavogi. Verslun- in er í eigin 141 fermetra húsnæði sem skiptist í verslun, snyrtistofu, eldhús, snyrtingu, lager og geymslu. Gott viðskiptatækifæri fyrir rétta aðila. Upplýsingar veita Helgi Jón eða Þorbjörn. Skútuvogur 1E - Til leigu/sölu Skrifstofuhúsnæði til leigu/sölu. Um er að ræða mjög gott skrifstofuhús- næði. 354 fm á annarri hæð (efstu) í góðu húsi. Afhending strax. Upplýs- ingar gefur Helgi Jón á skrifstofu. Lyngás - Garðabæ - skrifstofuhúsnæði Nýkomið í einkasölu sér- lega vel staðsett atvinnu- hús (skrifstofur) í góðu húsi, samtals ca 400 fm, að hluta til í leigu, frábær staðsetning, útsýni. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Tvíbýlishús óskast Traustur kaupandi óskar eftir tvíbýliShúsi með tveimur góðum íbúðum í Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Hákon og Jason. Kópavogur - lyftublokk Óskum eftir 110-135 fm íbúð á 2. hæð eða ofar í lyftuhúsi í Kópavogi. Verðbil 22-30 millj. Sérhæð eða rúmgóð íbúð Leitum fyrir fjársterkan aðila að 150 fm hæð á góðum stað eða góðri íbúð í fjölbýli. Verðbil 40-80 millj. Raðhús í Fossvogi Leitum að raðhúsi í Löndunum í Fossvoginum, 150 fm og stærra. Bílskúr skilyrði. 101 Skuggahverfi Vönduð eign í 101 Skuggahverfi óskast. 160 fm eða stærri. Fjársterkur aðili - staðgreiðsla fyrir réttu eignina. Sérbýli í vesturbæ Rað-, par- eða einbýlishús í 107 Reykjavík. Þarf að vera 200 fm eða stærra. Verðbilið er 40-80 millj. Húsnæðið má þarfnast standsetningar. Einbýli óskast Garðabær/Fossvogur - einbýli á einni hæð, 180 fm eða stærra, auk bílskúrs. Verðbil 35-70 millj. Garðabær Einbýli í Garðabæ óskast. Höfum ákveðinn kaupanda að 250-350 fm einbýlishúsi í Garðabæ. Íbúð við Espigerði óskast - staðgreiðsla Traustur kaupandi óskar eftir 110 fm íbúð við Espigerði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. Íbúð við Hæðargarð eða Sólheima óskast - rýming eftir 1 ár Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð við Hæðargarð eða í háhýsi við Sólheima. Staðgreiðsla í boði. Eignin þarf ekki að losna fyrr en eftir 1 ár. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. Atvinnuhúsnæði á svæðinu milli Rauðalæks og Skeifunnar (svæði 104 og 105) þarf að vera 200-250 fm verslunarrými (jarðhæð) auk 100 fm lagerrýmis. Iðnaðarhúsnæði í Garðabæ óskast 250-400 fm iðnaðarhúsnæði með góðri lofthæð í Garðabæ óskast. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Hákon Jónsson. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu - einnig vantar flestar stærðir og gerðir íbúða - traustir kaupendur. Dæmi úr kaupendaskrá: Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Vorum að fá í sölu mjög fallegt 245 fm einbýlishús á tveimur hæðum við Arnarhraun í Hafnarfirði. Góður bílskúr. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur, sólstofu og fimm herbergi. Sérstaklega fallegur garður til suðurs. Úr sólstofu er gengið út í garð á timburverönd. Húsið er mjög vel staðsett, en þaðan er örstutt í skóla, íþróttahús, miðbæinn, Lækinn o.fl. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 861 8511. Arnarhraun - Hafnarfirði Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Skipti á Pickup-bifreið möguleg fyrir hluta kaupverðs eða öllu. Um er að ræða 4800 fm leigulóð á frábærum útsýnisstað í skógi vöxnu landi. Á landinu í dag er rétt um 20 fm gestahús með hitaveitu sem er tengd. Heitt og kalt vatn. Falleg, frágengin lóð með bílastæði. Viðurkennd rotþró. Heitur pottur. Til viðbótar við gestahúsið má reisa á landinu annan góðan bústað en samtals mega þeir vera 300 rúmmetrar að stærð. Hagkvæmt fyrir þá sem vilja byggja sinn bústað sjálfir og geta búið í gestahúsinu á meðan. Hagstætt verð, kr. 2.950 millj. Upplýsingar veitir Bárður á Valhöll fasteignasölu í síma 896-5221. Sumarhús rétt við Húsafell EFTIR lestur greinar Arnar S. Ár- mannssonar, tel ég það skyldu mína, að senda honum samhljóm í hans áhyggjum um skemmdir á svæðinu við Arnarfell. Þar sem gaurar, sem kalla sig kvikmyndatökumenn og „fjöldans heimska“ hefur gert að fölskum guðum, telja sig endilega þurfa þetta svæði til myndatöku. Þarna er einhver annarleg ákvörðun þeirra manna, sem réttlæta, að Hollywood-mafían geti komið til landsins og gert þar usla á gróðri og öðrum náttúrulegum gersemum. Ótrúlegt er, að þessir framleiðendur myndarinnar, „Flag of our Fathers“, þurfi endilega að nota þetta tiltekna svæði, þar sem tæknin, sem nú er til staðar, virðist geta útbúið flest það, sem til þarf við framleiðslu kvik- mynda. Þessi falska frægð sumra manna er þegar komin út fyrir alla skynsemi og á ekki að láta þá kom- ast upp með að eyðileggja okkar fal- lega land, fyrir eigin frægð. Hvernig þætti landanum, ef Ameríkumenn færu fram á, að fá að sprengja atóm- sprengju á hálendinu, í tilrauna- skyni? Það er óhugnanlegur fnykur af þessu öllu saman! Lifið heil! BJÖRN B. SVEINSSON, Hamarstíg 23, 600 Akureyri. Holly- wood- busar Frá Birni B. Sveinssyni UNDANFARIN ár hefur verið auk- in umræða um einelti. Í þeirri um- ræðu gerði ég mér ljóst að hafi ég ekki beinlínis verið beinn gerandi í slíkum málum hef ég a.m.k. verið meðsek með því að gera ekki neitt. En ég hef getað fyrirgefið sjálfri mér vegna þess að ég var barn þegar þetta var og vissi ekki betur. En þeir sem leggja sóknarprestinn okkar í Garðabæ í einelti um þessar mundir eru ekki börn og ég efast um að þeir geti einu sinni falið sig á bak við að vera illa gefnir. Þetta eru fullorðnir einstaklingar sem beita slíku einelti að fólki með vott af velsæmiskennd verður illt við tilhugsunina. Við get- um ekki lengur staðið aðgerðalaus hjá, eineltið er fyrir framan nefið á okkur Garðbæingum. Ekki einasta að þetta fólk sendi hótanir með smá- skilaboðum úr fyrirtækissímum, heldur dregur það fána að húni til að hlakka yfir prestinum á sorg- arstundu í lífi hans. Í mínum huga hafa sóknarnefnd og djákni Garða- sóknar saurgað kirkjuna mína, kirkjuna þar sem ég var fermd, gifti mig í og börnin mín voru skírð og fermd í. Sóknarnefnd og djákni ættu að sjá sóma sinn í að segja störfum sínum lausum og biðja séra Hans Markús og Garðbæinga alla afsökunar op- inberlega. Mér og öðrum sem kusu séra Hans Markús er sýnd geysileg vanvirðing með því að ætla að láta hann víkja án þess að við höfum nokkuð um það að segja. Við þetta fólk er bara eitt að segja: Skammist ykkar. SÓLRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Bæjargili 78, Garðabæ. Einelti í Garðabæ Frá Sólrúnu Sigurðardóttur BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðs- ins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.