Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN við lækkun Reykjanesbrautar sé um 600 millj. kr. Að okkar mati er einn helsti ávinningur lækkunar brautarinnar sá að veglagningin BÆJARSTJÓRN Garðabæjar var ekki sátt við þá útfærslu á tvö- földun Reykjanesbrautar í gegnum bæinn sem Vegagerðin kynnti og hefur til þessa ekki viljað gefa út leyfi til framkvæmdarinnar. Ástæðan er einkum sú að með fram brautinni áttu að koma gríð- armiklir og landfrekir hljóðvarn- argarðar til að uppfylla úrskurð umhverfisráðherra frá 14. júlí 2003 um hljóðvist þar sem Reykjanes- brautin liggur næst íbúðahverfum. Eftir einarða afstöðu hagsmuna- félags Garðabæjar, sem hefur látið mál þetta mjög til sín taka, ákvað samgönguráðherra að láta kanna kostnað við lækkun vegarins. Verkfræðistofan Línuhönnun var fengin til verksins og í greinargerð stofunnar er m.a. sýnt fram á hvernig nota megi styrktan jarð- veg í hljóðmanir, en þannig verða þær fyrirferðarminni beggja vegna vegarins. Fram kemur í samantekt Línuhönnunar að kostnaðarauki verður varanlegri með tilliti til um- ferðaraukningar næstu árin og ára- tugina. Miðdeilir, eða 11 metra breið graseyja milli ak- reina í lækkaðri legu, gefur kost á þreföldun eða sex akreinum síðar meir án þess að raska hönnunarforsendum um hljóðvist braut- arinnar. Í dag er umferð um 23.000 bílar á sólarhring. Mikil aukning er fyrirsjáanleg næstu árin og mikil uppbygging í Hafnarfirði og eins suður með sjó mun auk ann- ars leiða til þess að umferðin nær 60.000 bíla markinu innan fyr- irsjáanlegrar framtíðar. Sá um- ferðarþungi krefst þreföldunar vegarins. Í hönnnunarforsendum er gert ráð fyrir umferðarhraða um 80 km/klst. Engu að síður sýnir reynslan annars staðar af höf- uðborgarsvæðinu að þar sem veg- ur er beinn og breiður, og umferð gengur greiðlega fyrir sig án ljósastýrðra gatnamóta, verður meðalhraði meiri en 80 km/klst., jafnvel þó svo að svokallaður skiltaður hraði sé lægri. Lækkuð lega tekur því betur á þeirri há- vaðaaukningu sem til komin er vegna raunverulegs ökuhraða. Þessu til viðbótar má nefna að núverandi hæðarlega Reykjanes- brautarinnar frá Vífilsstaðavegi að Arnarnesvegi var ákveðin á sínum tíma til að koma fyrir und- irgöngum Hnoðraholtsbrautar. Skipulag Garðabæjar, m.a. með tengingu Hnoðraholts um Vetr- arbraut, gerir þessi undirgöng óþörf. Ekkert kallar því á áfram- haldandi uppbyggða Reykjanes- braut á þessum kafla annað en sá kostnaður sem felst í því að lækka veginn og fella brautina betur að eðlilegri landhæð. Það er okkar skoðun að með þeim 600 milljónum sem lækkun Reykja- nesbrautarinnar á umræddum kafla hefur í för með sér sé verið að koma í veg fyrir enn meiri kostnaðarauka í framtíðinni með meiri og landfrekum hljóðvörnum þegar brautin verður þrefölduð. Ódýrasta lausnin er ekki endilega alltaf sú besta. Einnig vegur það þungt í okkar huga að stofn- brautir á höfuðborgarsvæðinu séu þannig hugsaðar að flutnings- geta þeirra sé sem mest, en á sama tíma verði þær felldar þannig inn í byggðina að truflun á daglegu lífi fólks í aðliggjandi íbúðabyggð verði sem minnst. Lækkun brautarinnar kemst nær því að fullnægja þeim mark- miðum og er því skynsamleg. Einar Sveinbjörnsson og Sigur- laug Garðarsdóttir Viborg fjalla um vegamál í Garðabæ ’Að okkar mati er einnhelsti ávinningur lækkunar brautarinnar sá að veglagningin verður varanlegri með tilliti til umferð- araukningar næstu árin og áratugina.‘ Einar Sveinbjörnsson Höfundar eru bæjarfulltrúar B-lista, óháðra og Framsókn- arflokks í Garðabæ. Sigurlaug Garðarsdóttir Viborg Tvöföldun Reykjanes- brautar um Garðabæ Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Aðalstræti - til leigu Erum með til leigu tvær fallegar skrifstofuhæðir í þessu nýlega húsi við Ingólfstorg. Hvor hæð er um 190 fm. og skiptast þær í þrjár skrifstofur, kaffistofu og opin rými. Auðvelt er að bæta við fleiri skrifstofum. Lyfta er upp á báðar hæðir. Allur frágangur á lögnum og innréttingum er til fyrirmyndar. Loft eru niðurtekin. Allar lagnir eru fyrir hendi. Bjart og gott húsnæði. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunarinnar. Nánari upplýsinga veita Sverrir Kristinsson og Jason Guðmundsson lögg. fasteignasalar VANTAR Básbryggja – glæsileg eign Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Baugakór – glæsilegar íbúðir Vesturbær - 2ja herb. - laus strax Vantar 2ja-3ja herb. íbúð í 101 - 107 - 104 - 105 eða 108 hverfi fyrir ákveðna kaupendur. Hafið samband við sölumenn okkar. Vorum að fá í sölu 55 fm íbúð á frábærum útsýnisstað í litlu fjölbýli. Góðar sval- ir. Parket. Laus strax. Sölumenn sýna. Í einkasölu nýtt fjórbýlishús á frábærum stað. Um er að glæsilega efri hæð 154 fm, ásamt 22 fm bílskúr. Verð fullbúin án gólfefna kr. 35,5 millj. Neðri hæðirnar eru 115 fm og 119 fm og afhendast þær fullbúnar og verð á þeim kr. 25,5 millj. og 26,5 millj. Sérinngangur er í allar íbúðirnar. Allt utanhús verður frágengið sem og lóð og bílastæði. Í einkasölu sérlega glæsileg 150 fm íbúð í litlu fjölbýli. Íbúðin er hæð og ris með mikilli lofthæð sem gerir íbúðina sérlega skemmti- lega. Sérhönnuð lýsing frá Lúmex. Vönduð viðarrimla- gluggatjöld. Gegnheilt park- et. Mustangflísar. Stórar sólarsvalir. Eign í sérflokki. Verð 32,5 millj. Arnarbakki 2, atvinnuhúsnæði Til sölu gott 110 fm atvinnuhúsnæði við Arnarbakka. Afar snyrtilegt. Reknir eru tveir skyndibitastaðir í húsnæðinu í dag. Mikið af tækjum staðarins fylgja. Gott tækifæri fyrir fjárfesta. Verð 13,5 milljónir. Ingi Björn, sími 820 3155. Hamarshöfði fyrir fjárfesta Til sölu afar gott 297,2 fm at- vinnuhúsnæði á besta stað á Höfðanum. Húsnæðið er í góðri útleigu til traustra aðila (10 ára leigusamningur), leigutekjur tæplega 300 þús. Gott lán áhvíl- andi. Verð 30 millj. Allar nánari upplýsingar sjá www.holl.is Hverafold - Nýtt Til leigu ca 55 fm (brúttó) á eftir- sóttum stað á efstu hæð í versl- unarmiðstöðinni við Hverafold skrifstofuhúsnæði sem skiptist í opið rými ásamt geymslu. Hent- ar fyrir allt að fjórar starfsstöðvar í opnu vinnurými. Laust strax. Sanngjörn leiga. Ingi Björn, sími 8203155 Skúlagata - atvinnuhúsnæði Til leigu stórglæsilegt 150 fm skrifstofuhúsnæði með sjávarút- sýni á besta stað miðsvæðis í Reykjavík. Þrjár góðar skrifstof- ur og opið rými. Harðviðarpark- et. Húsnæði í alfaraleið fyrir metnaðarfull fyrirtæki. Laust strax. Ingi Björn, sími 820 3155 Smiðjuvegur - til leigu Til leigu 210 fm skrifstofu-/versl- unarhúsnæði/lagerhúsnæði með góðum innkeyrsludyrum. Hentar vel til ýmiss konar rekst- urs, t.d. fyrir litla heildsölu með verslunarplássi og lager. Ingi Björn, sími 820 3155 Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði eða fyrirtæki þá ertu í góðum höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími sölutími fram- undan - ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteigna- sölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI FYRIRTÆKJASALA Verslun: Erum með fjársterkan kaupanda að góðri verslun með barnavörur. Frekari upplýsingar veitir Ingi Björn í síma 595 9011. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.