Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 39

Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 39 MINNINGAR Ég kynntist Krist- ínu fyrst þegar ég hitti hana ásamt fólk- inu sínu á stúdentsútskrift við Menntaskólann á Ísafirði vorið 1984. Var ég þá fréttaritari og að taka þar frétt. Hún var þar ásamt dóttur sinni og frænku sem voru að setja upp stúdentshúfurnar ásamt fleira góðu fólki. Ekki datt mér þá í hug að hún myndi verða síðar tengdamamma mín og dóttir hennar, Magnea, barnsmóðir mín. Síðan eru liðnir rúmir tveir ára- tugir. Það sama sumar lágu leiðir okk- ar Magneu saman sem varð til þess að ég fékk að kynnast Stínu nánar og hennar fólki. Kom ég þá á heimilið þeirra að Melgraseyri við Djúp. Stína rak þar ásamt Guðmundi manni sínum myndar sauðfjárbú. Mér féll vel sú menn- ing sem þar ríkti enda var ég sveitinni vanur. Manni var strax tekið vel eins og einum úr fjöl- skyldunni. Gekk með þeim í öll verk við búið. Kristín var greinlega vön mann- eskja að taka á móti mörgu fólki. Alltaf nægur matur og bakkelsi á borðum. Gestkvæmt var á Mel- graseyri og kom fólk víða að. Ætt- ingjar, vinir, útlendingar og blá- ókunnugt fólk. Allir fengu sömu umönnun og gestrisni hvort sem þeir voru komnir stutt eða langt að. Melgraseyri var endastoppistöð lengi vel, þar sem að vegur endaði að sunnan til Vestfjarða að norðanverðu. Þar tók við Djúpbát- urinn að Melgraseyrarbryggju yfir til Ísafjarðar. Áætlunarbílar og fólksbílar stoppuðu í hverri viku á staðnum, þannig að ferðafólk þurfti að bíða eftir að hafa farið langan veg. Á Melgraseyri var líka pósthús og bensínafgreiðsla sem þau hjónin sáu um. Þannig að það var oft margt um manninn og bekkurinn í eldhúsinu þétt setinn. Búið var um hvert rúm til gist- ingar ef á þurfti að halda. Aldrei kom fólk að lokuðum dyrum á Melgraseyri, hvort sem var að nóttu eða degi. Kristín og Guðmundur ættu það vel skilið að fá orðu fyrir þessa einstöku þjónustu í þágu sam- félagsins. Það væri ágætis tillaga til orðunefndar. Stína vann hratt og örugglega við móttökurnar og afgreiddi alla eins og um sjálfsagt hótel væri að ræða en aldrei tóku þau neitt fyrir þessa þjónustu. Stína þorði alveg að vera öðru- vísi og hún sjálf. Kom stundum fólki á óvart með það. Hún var mikil íþótta– og sundmanneskja. Hún var huguð og framkvæmdi oft hluti sem engin kona þorði að gera. Hún stakk sér einu sinni til sunds í jökulána Selá sem er í Skjaldfannadal til að storka strák- unum. Þetta var ekki á allra færi. Hún var mikil sundkappi ef þannig má komast að orði enda stundaði hún mikið sund á sínum skóla- árum. Hún þurfti síðar að synda á móti straumnum í sínum veikind- um en bugaðist aldrei. Hún greindist með sjaldgæft af- brigði parkinson-sjúkdómsins, en hún lagði áherslu á að vera eins mikið heima við og mögulegt var. Hún hafði mikinn lífsvilja og þol. Guðmundur var einstaklega þolin- móður og natinn við að annast hana heima og heiman í hennar baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Kristín SteinunnÞórðardóttir fæddist á Laugalandi í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp 12. október 1928. Hún lést á Landakoti í Reykjavík þriðju- daginn 12. apríl síð- astliðinn og var jarð- sungin frá Melgras- eyrarkirkju 23. apríl. er aðdáunarvert að geta tekist á við svo erfiðan sjúkdóm af slíku æðruleysi. Magnea dóttir þeirra var þeim ávallt til taks þegar á reyndi. Slík nærvera er nauð- synleg í hverri fjöl- skyldu. Stína dæmdi menn ekki eftir efnahag heldur mannkostum. Hún hreif fólk með sér til að gera betur, kunni að meta kosti þess og hæfileika. Enda hafði hún góða nærveru. Stína og Guðmundur sáu til margra ára um kirkjuna á Mel- graseyri sem var í túnfætinum. Var hún hluti af þeirra menningu. Það var sérstök stemmning að fara með öðru hvoru þeirra til að undir- búa messur. Þessi kirkja er sér- stök, stendur á góðum útsýnisstað með hátt byggingarlag, byggð úr timbri. Farið var út í kirkju með ákveðna dúka, stjaka og kerti. Guðmundur var sérlega natinn við þessi verk. Var þetta allt gert af snyrtimennsku, eftir föstum venj- um og hefðum. Stína straujaði, bakaði og skreytti tertur fyrir messukaffi eins og sjálfsagt væri. Var alveg ákveðin þegjandi verka- skipting á milli þeirra hvernig hvert handtak var gert. Allt í ákveðnum föstum skorðum og óskrifuðum reglum. Þannig hafði þeirra sambúð og búskap háttað alla tíð. Hjónaband þeirra var sérstætt og fallegt að hafa kynnst því. Og má margur taka sér það til fyrir- myndar. Þau kynntust í sveitinni. Hún frá Laugalandi og hann frá Hamri við Ísafjarðardjúp. Á miðri leið á milli þessara bæja er Mel- graseyri. Ef ég hef rétt tekið eftir sagði hún mér að þau hefðu verið á gönguferð á milli heimila sinna og hitt þar fyrir ábúandann á Mel- graseyri sem kvaðst vilja selja jörðina. Þau hugsuðu sig ekki lengi um og keyptu hana. Það má því segja að þau hafi hist á miðri leið í orðsins fyllstu merkingu. Þá varð ekki aftur snúið og þau hófu búskap um miðjan sjötta áratug- inn. Og búskapurinn gekk upp eins og til var ætlast. En engan veginn var það fyrirhafnarlaust. Það má segja að þau hafi eigin- lega aldrei brugðið búi ef þannig má komast að orði heldur tók Snævar sonur þeirra við þegar þau fluttu suður. Þannig að búskapur hélst áfram á jörðinni þeirra og má segja að sú menning sem ríkti á heimilinu á Melgraseyri hafi haldið áfram með ákveðnum þjóð- félagsbreytingum. Snævar sonur þeirra tók við að þjóna kirkjunni ásamt fleirum og hafði hann sömu handtök uppi því venjan og hefð- irnar eru sterkar. Stína og Guðmundur komu oft- ast vestur vor og haust þrátt fyrir að þau væru hætt að búa og tóku virkan þátt í bústörfum. Stína sá til þess að smalamennirnir hefðu nægt nesti og hlý föt með sér á fjallið. Það gat verið kalt á klárn- um og bið eftir dyntóttum rollum. Þá fylgdi líka hugur þessu nesti. Hún tók síðan á móti okkur lúnum smalamönnunum með hlaðið borð af heitri kjötsúpu sem var vel þeg- in eftir langan dag á fjalli. Þau bjuggu um skeið í Hvera- gerði eftir að þau fluttu suður og komu sér þar upp góðu heimili. Stína vann þar við gróðurhúsastörf og Guðmundur hjá Olíufélaginu Esso. Síðar fluttu þau í Kópavog- inn. Síðast fluttu þau í Jökulgrunn eftir að heilsu Stínu fór að hraka. Oft var farið í kaffi og heimsóknir til þeirra og oft fékk hún okkur í mat til sín, sérstaklega á tyllidög- um. Hún hélt saman fjölskyldu- böndum og ræktaði mannleg sam- skipti. Stína var alltaf með hugann við börnin og barnabörnin. Ömmu- börnin nutu nærveru hennar á ein- stakan hátt þannig að þau áttu hana fyrir sig. Hún hafði töluverð áhrif á þau eins og sjá má í þeirra fari hvernig þau hafa tileinkað sér menningu hennar og framkomu. Fleiri höfðu notið þess að dvelja hjá henni um lengri eða skemmri tíma sem börn og unglingar. Hún kenndi þeim að syngja, dansa og handavinnu sem hún hafði unun af. Tók þau með sér við að setja niður kartöflur og tína rabarbara. Henni var umhugað um að þau væru fyrir vestan með þeim við Djúp. Þar átti hún heima og hennar menning var mótuð þar. Fjölskyldan fjárfesti í jörð á næsta bæ við Melgraseyri, Hamri, sem var æskuheimili Guðmundar. Þar eyddu þau mörgum stundum síðustu ár. Kristín naut sín þar og hafði sérstætt aðdráttarafl til að laða fólk að sér. Eldhúsborðið var við gluggann vestanmegin, á besta stað til útsýnis. Þar náði kvöldsólin inn. Að horfa út á hafið og hlusta á kvakið í fuglunum í fjöruborðinu sem var fyrir neðan eldhúsglugg- ann var ekki slæm blanda með fé- lagskapnum, kaffinu og lummun- um hennar Stínu frá Melgraseyri. Það verður ekki allt talið fram í stuttri grein sem vel væri rétt að minnast á þegar litið er til baka yfir heila mannsævi. Niðurstaðan er að ævi Kristínar var innhalds- rík, mennsk og smitaði frá sér á jákvæðan hátt. Hún skilaði því góðu ævistarfi til þjóðfélagsins. Þó að hún útbúi ekki nestið smala- mannanna á Melgraseyri oftar er ég viss um að þegar þeir opna hnakktöskuna í haust streymir menning hennar þar upp. Ég er heppinn að hafa kynnst henni, búið með dóttur hennar og eiga eitt ömmubarna hennar sem virðist ætla að líkjast henni á margan hátt. Finnbogi Kristjánsson. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, BERGÞÓRA G. JÓNSDÓTTIR, Hjálmholti 9, Reykjavík, sem lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn 25. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 4. júlí kl. 13.00. Hrafnkell Björnsson, Dagbjört Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Kristín María Guðjónsdóttir, Björn Hrafnkelsson, Viðar Hrafnkelsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, UNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Dunhaga 17. Guð blessi ykkur öll. Jón Örvar Skagfjörð, Guðfinna Alda Skagfjörð, Björgvin Gylfi Snorrason, Gísli Skagfjörð, Karen Lilja Björgvinsdóttir, Eva Björk Björgvinsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, stjúpföður, tengda- föður, afa og langafa, FRIÐRIKS FÁFNIS EIRÍKSSONAR frá Hesti. Eiríkur V. Friðriksson, Sigríður Súsanna Friðriksdóttir, Kjartan Bragason, Óðinn M. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.