Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 41
MINNINGAR
Við munum vel
hversu yndislega var
tekið á móti okkur
systkinunum þegar við
komum inn í fjölskyld-
una og okkur fannst við
strax vera hluti af henni. Hjá Konna
afa og Helgu ömmu leið okkur alltaf
vel og Brynjar gleymir aldrei sumr-
inu þegar farið var öll kvöld á gömlu
Lödunni að vitja um í Vötnunum.
Svo þegar heim var komið voru
skráðar aflatölur eins og hjá sönnum
kvótakóngum.
Við vonum að Konni afi okkar
hvílist nú vel eftir þessi erfiðu veik-
indi. Við munum alltaf eiga okkar
góðu minningar um hann og kveðj-
um hann nú og þökkum fyrir allt
sem hann gaf okkur; það er og verð-
ur okkur ómetanlegt.
Hjörtur, Brynjar og Íris Ósk.
Þeim fækkar ört sem hófu lífs-
gönguna á fyrstu tugum síðustu ald-
ar. Á þeim árum er hugsjónir alda-
mótamannanna voru að rætast og
ungmenna- og samvinnufélög náðu
að setja mark sitt hvað best á sam-
félagið. Kjörorðið var Íslandi allt.
Nýfengið fullveldi vakti þjóðinni
eldmóð og framfarakraft.
Konráð Gíslason var barn þessa
tíma og mótaðist ungur að lífsvið-
horfum við hugsjónir og iðju þeirra
manna, sem oft voru nefndir Vor-
menn Íslands.
Kunningsskapur okkar Konráðs
hófst á mannfundum þar sem gleði
ríkti, mikið var sungið og glösum lyft
enda var Konráð félagslyndur og
mannblendinn. Þegar ábyrgð og önn
hins daglega lífs féll meira að áttum
við oft og marga alvarlegri fundi um
málefni sveitar og héraðs, um mál-
efni Kaupfélags Skagfirðinga og
samvinnufélaganna í landinu. Þá var
ótalin landsmálabaráttan og stúss
fyrir Framsóknarflokkinn.
Við allt þetta félagsmálastarf
breyttist kunningsskapur okkar í
vináttu.
Konráð var mikill málafylgjumað-
ur jafnt í ræðu sem riti og hafði jafn-
an leiðandi áhrif ef hann beitti sér.
Hann var lengi fulltrúi Akra-
hrepps í sýslunefnd og fór þar fyrir
liði um samgöngumál héraðsins.
Hann hafði gjarna þann hátt á að
bjóða þeim alþingismönnum sem
næstir honum stóðu heim til sín og
hóaði þá um leið í nána samstarfs-
menn. Á þessum fundum voru málin
rædd og ýtt fram oft svo árangur
bar.
Eins þótt þingmenn kæmu ekki
við sögu kallaði Konráð oft til sín
nána félaga til skrafs og ráða um hin
ýmsu mál. Þetta var hans háttur við
vinnslu mála enda voru í hans ranni
jafnan ráðin góð ráð. Hann sá líka á
mörgum sviðum mál þroskast frá
orðum til athafna. Má þar nefna vöxt
og viðgang KS og uppbyggingu
Varmahlíðar sem hann var ætíð ein-
arður baráttumaður fyrir. Enn er þó
ótalið það félagsstarf sem ég held að
honum hafi verið hvað kærast og
veitt lífsfyllingu. Það var áratuga
starf með karlakórnum Heimi þar
sem hann söng 1. tenór. Sögu Karla-
kórsins Heimis tók Konráð saman í
tilefni af 60 ára starfi kórsins.
Það sem nú hefur verið drepið á
eru tómstunda- og aukastörf. Hann
var bóndi að ævistarfi, góður rækt-
unarmaður, fóðraði vel og hafði góð-
an arð af búinu. Konráð kvæntist
Helgu Bjarnadóttur, sérstakri dugn-
aðar og ágætis manneskju, sem bjó
þeim og börnum þeirra fagurt heim-
ili jafnframt því að vera kennari og
síðar skólastjóri við Akraskóla. Bæði
hlutverkin leysti hún af hendi með
KONRÁÐ
GÍSLASON
✝ Konráð Gíslasonfæddist á Frosta-
stöðum í Akrahreppi
2. janúar 1923. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 24. júní síð-
astliðinn og var jarð-
sunginn frá Sauðár-
krókskirkju 2. júlí.
sóma. Er börn þeirra
voru uppkomin seldu
þau bú og jörð í hendur
syni sínum og fluttu til
Varmahlíðar þar sem
þau reistu sér íbúðar-
hús. Kenndi þá Konráð
um nokkurt skeið við
Steinsstaðaskóla.
Mörg síðustu árin átti
hann við vanheilsu að
búa. Helga kona hans
annaðist hann og
studdi jafnan af stakri
umhyggju sem gerði
honum m.a. kleift að
syngja með sínum góðu
félögum í karlakórnum árum lengur
en ella. Hafi hún þökk fyrir.
Síðustu orustuna háði Konráð á
sjúkrahúsinu á Akureyri. Það var
löng og hörð barátta er stundum gaf
vonir en dapraðist í annan stað. All-
an þann tíma dvaldi kona hans við
sjúkrabeðinn og sýndi þá enn sinn
mikla styrk og æðruleysi. Að morgni
Jónsmessunnar réðust úrslit. Kon-
ráð Gíslason gekk á vit hins ókunna.
Þar fór maður er átti traust og virð-
ingu þeirra sem best hann þekktu.
Blessuð sé minning Konráðs Gísla-
sonar. Konu hans, börnum og öllum
ástvinum bið ég blessunar Guðs.
Gunnar Oddsson.
Í dag verður borinn til moldar
Konráð Gíslason, fyrrverandi bóndi
á Frostastöðum í Skagafirði, og því
komið að því að kveðja góðan vin í
síðasta skipti.
Kynni okkar Konráðs hófust fljót-
lega eftir að við fjölskyldan komum í
Skagafjörð vorið 1981 og ég gerðist
skólastjóri á Hólum í Hjaltadal. Svo
vildi reyndar til að sonur Konráðs,
Bjarni Stefán, var í hópi fyrstu nem-
enda minna þar og þá fann ég mjög
sterkt fyrir því hversu fjölskyldan á
Frostastöðum bar mikinn og góðan
hug til Hóla. Konráð sjálfur lauk bú-
fræðiprófi frá Bændaskólanum á
Hólum 1942 og minntist veru sinnar
þar ætíð með gleði og þakklæti.
Sagði hann mér að námsdvölin þar
hefði reynst sér drjúgt veganesti í
fjölbreyttu ævistarfi. Hug hans má
meðal annars merkja af því að hann
sagði ávallt: „Ertu að fara heimeft-
ir?“ þegar spurt var um hvort verið
væri að fara heim að Hólum. Mér
sem nýfluttum í Skagafjörð er þetta
orðtak minnisstætt. Ég mat það
mikils og hugurinn sem því fylgdi
greyptist inn í vitundina.
Við héldum síðan áfram samskipt-
um eftir að við báðir höfðum skipt
um búsetu. Hann hafði brugðið búi
og þau Helga flutt í Varmahlíð. Og
þegar leiðin lá þar um var svo sjálf-
sagt að koma við hjá þeim hjónum,
þiggja góðgerðir og eiga stutt spjall.
„Það er allt í lagi að koma seint,“
sagði Helga þegar við Ingibjörg lit-
um þar við eitt sinn undir miðnættið.
Heimili þeirra var svo einstaklega
þrungið hlýju og gestrisni og þegar
kvatt var og þakkað fyrir góðgerðir
vorum við þegar farin að hlakka til
að koma aftur.
Konráð var mikill söngmaður,
glettinn og hrókur alls fagnaðar en
einarður og heill í samskiptum.
Heimsóknirnar voru einnig sér-
staklega ánægjulegar fyrir þá sök að
við höfðum báðir sömu áhugamál.
Konráð hafði brennandi áhuga á fé-
lagsmálum og fylgdist vel með
stjórnmálum en í honum áttu sam-
vinnuhugsjónin og félagshyggjan
öflugan talsmann. Það var gott að
eiga Konráð sem vin og ráðgjafa og
félagsstarfi Vinstri-grænna í Skaga-
firði var mikill styrkur að leiðsögn
hans og margháttuðum stuðningi.
Með Konráði sjáum við nú á bak
einum af frumkvöðlum síðustu aldar
sem ruddu brautina fyrir framförum
þjóðarinnar á tuttugustu öldinni.
Þeir sem unnu óskiptir með hug og
hönd að hag héraðs síns, að heill ætt-
jarðarinnar. Er ég þess fullviss að
hann mun í einlægni geta tekið undir
kveðju Magnúsar Gíslasonar frá
Vöglum til Skagfirðinga:
Meðan „Vötnin“ ólgandi að ósum sínum renna
iðgrænn breiðist gróður um sléttur, hæð og
laut
geislar árdagssólar á bröttum tindum brenna,
blessun Drottins ríkulega falli þér skaut.
Í lok Sæluviku, 30. apríl sl. eftir
söngdagskrá í Miðgarði, stóðum við
hjónin upp frá kaffiborðinu á heimili
Konráðs og Helgu í Varmahlíð, end-
urnærð af gestrisni þeirra.
Við ætluðum að kveðja inni í stofu
en þá stóð Konráð á fætur. „Ég fylgi
ykkur til dyra.“ Nú fylgjum við hon-
um til dyra og þökkum hlýjar minn-
ingar um góðan vin og félaga sem
bæði leiddi og miðlaði samferðafólk-
inu ríkulega af hugsjónum og bar-
áttuþreki.
Helgu og fjölskyldu sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Konráðs
Gíslasonar frá Frostastöðum.
Ingibjörg Kolka og
Jón Bjarnason.
Gatan okkar, Furulundur hefur
skipt um svip. Skuggi saknaðar hvíl-
ir yfir. Vinur okkar Konráð Gíslason
hefur kvatt. Stríðinu er lokið og það
er viss léttir, þótt vonin lifði lengi um
annan endi.
Þrátt fyrir árin 82 kom þessi endir
allt of fljótt, því elliárin geta verið
svo góð og gaman að lifa þau.
Og elliárin voru Konráði á margan
hátt góð, þótt veikindakaflar
skyggðu oft á þá voru hinar stund-
irnar honum þeim mun meira virði.
Hann átti góða og samhenta fjöl-
skyldu sem umvafði hann kærleika.
Hann fylgdist vel með dægurmálum,
hann átti sín áhugamál og hann átti
marga vini og kunningja sem oft litu
inn og þá voru dægurmálin rædd.
Já, hjá þeim hjónum var meira en
venjulegur gestagangur, oft margir
á dag og allir urðu að þiggja veit-
ingar. Þar naut hún sín fullkomlega
hin sanna íslenska gestrisni, hjónin
voru samtaka í því að taka vel á móti
gestum.
Við Konráð vorum nágrannar á
uppvaxtarárunum. Oft kom ég í Ey-
hildarholt og jafnan hlakkaði ég til
samfunda á því fjölmenna og glað-
væra heimili, en svo skildi leiðir í
bili.
Fyrir 20 árum lágu leiðir okkar
saman á ný hér í Varmahlíð og varð
hann þá næsti nágranni minn. Þetta
nágrenni við þau hjónin varð með
þeim hætti að betra er ekki hægt að
kjósa sér. Við áttum saman margar
ánægjustundir, bæði á heimili hans
og mínu, sem ég mun lengi sakna.
Fyrir þessar stundir og alla okkar
samveru vil ég þakka af heilum hug
og jafnframt vil ég þakka þér, Helga
mín, og færa þér og allri þinni fjöl-
skyldu hjartanlegar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Konráðs.
Sigurpáll Árnason.
Elskuleg móðir okkar, tendamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA LAUFEY HARALDSDÓTTIR
frá Reyni,
Krókatúni 18,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 5. júlí kl. 14.00
Helga Jónsdóttir, Diðrik Jóhannsson,
Elísabet Jónsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Guðrún H. Jónsdóttir, Guðmundur Stefánsson,
Haraldur Jónsson, Sólveig Jóhannesdóttir,
Guðmundur Páll Jónsson, Sigurlína Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku afi, nú hefur
þú fengið hvíldina sem
þú þráðir svo mikið síð-
ustu árin. Ég held að
þér sé lýst best af því síðasta sem þú
sagðir við mig, lást sárkvalinn í rúm-
inu þínu og spyrð mig um heilsuna
hjá mér. Þessi orð lýsa þér best held
ég, alltaf að hugsa um þína nánustu,
hvernig þeim líður og að þeir hafi
nóg fyrir stafni. Það var alltaf jafn
gaman að koma til þín því þú varst
með nýja sögu að segja í hvert skipti
sem ég kom á meðan heilsan leyfði.
Eins man ég þegar þú varst að leyfa
mér að keyra bílinn þinn fyrsta árið
sem ég var með bílpróf. Allir voru að
segja mér hvað þú værir bílhræddur
og að ég yrði að fara varlega með þig
í bílnum en aldrei varð ég var við að
þú treystir ekki honum nafna þínum.
En nú er kominn tími til að kveðja
og ég ætla að gera það með þínum
orðum: Bless, elsku nafni minn.
Þinn
Ragnar.
Elsku afi. Mér þykir það svo leitt
að hafa ekki getað kvatt þig áður en
RAGNAR
KRISTÓFERSSON
✝ Ragnar Kristó-fersson fæddist á
Klúku í Fífustaðadal
í Ketildalahreppi í
Arnarfirði 1. ágúst
1916. Hann lést á
dvalarheimili aldr-
aðra Hornbrekku 26.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Ólafsfjarðar-
kirkju 2. júlí.
þú fórst, að hafa ekki
getað faðmað þig og
sagt þér að ég elska
þig.
Það er erfitt að vera
svona langt í burtu
þegar svona nokkuð
gerist. Mín eina hugg-
un er að nú þjáist þú
ekki lengur.
Ég á margar góðar
minningar frá Ólafs-
firði með þér og ömmu.
Minningar sem ég er
þakklát fyrir og geymi
á sérstökum stað í
hjarta mér. Það sem
mér þótti gaman að fá að vera í
kringum þig og hjálpa þér í fjárhús-
unum eða að fá að fara með þér á
traktornum niður túnið til að ná í
fiskinn úr netunum.
Ég hef lært hjá þér að vera sterk
og að gefast ekki upp. Í minningunni
sem ég á um þig í huga mér, þá ert
þú frammi í Garði, úti á túni, sterkur
og uppréttur, alltaf jafn beinn í baki.
Þú varst jafnframt alltaf svo góður
við okkur barnabörnin þín. Ég man
þau skiptin er ég bankaði á öxlina á
þér og sagði „áttu nammi“ og þú
fórst í skápinn þinn, sem var svo
leyndardómsfullur, og náðir í súkku-
laði eða brjóstsykur og sagðir í
gamni: „Ekki segja henni ömmu
þinni.“
Elsku afi, ég trúi því að þú sért
hérna einhvers staðar nálægt og að
þú munir vaka yfir mér og vernda.
Megi guð vera með ömmu og öll-
um heima og gefa þeim styrk.
Þín afastelpa,
Fríða Dögg.
Við viljum kveðja
vin okkar og fyrrum
samstarfsmann Rúnar
Gunnarsson og þakka
honum fyrir frábæra
samveru þann alltof
stutta tíma sem við
þekktum hann. Hann starfaði með
okkur í Vínbúðinni í Smáralind um
tveggja ára skeið og strax við fyrstu
kynni kom í ljós að þar var á ferð-
inni drengur góður í alla staði. Hann
var frábær starfsmaður og góður
vinur okkar allra. Ætíð í góðu skapi
og brosmildur.
Við þökkum þér Rúnar fyrir að
hafa gefið okkur öllum jákvæðni og
trú á hið góða í lífinu. Aðstandend-
um sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um ein-
stakt ljúfmenni lifir í hjörtum okkar.
Starfsfólk Vínbúðarinnar
í Smáralind.
RÚNAR
GUNNARSSON
✝ Rúnar Gunnars-son fæddist í
Reykjavík 2. nóvem-
ber 1966. Hann lést
21. júní síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 30.
júní.
Bréf til látins manns
Ég veit þú fékkst engu,
vinur, ráðið um það,
en vissulega hefði það
komið sér betur,
að lát þitt hefði ekki borið
svo bráðan að.
Við bjuggumst við að hitta
þig oft í vetur.
Og nú var um seinan að
sýna þér allt það traust,
sem samferðafólki þínu
hingað til láðist
að votta þér. Það virtist
svo ástæðulaust
að vera að slíku fyrst
daglega til þín náðist.
(Tómas Guðm.)
Minningin um Rúnar Gunnarsson
lifir. Hann var góður vinur vina
sinna og hvers manns hugljúfi.
Við biðjum góðan Guð sérstak-
lega að styrkja Sigga frænda, Evu
og Rúnar litla á þessum erfiðu tím-
um.
Öðrum ættingjum og vinum vott-
um við okkar innilegustu samúð.
Einar, Ragnar og Ingibjörg,
Sunna, Ingimundur Ellert
(Elli) og Aðalheiður,
Fjalarr og Elín.
Elskulegur faðir minn,
EINAR TORFASON
frá Haga,
Hornafirði,
er látinn.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarkirkju þriðju-
daginn 5. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeir sem vilja minnast hans láti Björgunarfélag Hornafjarðar njóta þess.
Vilhjálmur Einar Einarsson
og aðstandendur.