Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Það er margs að minnast við andlát og útför afa okkar. Minn- ingar leita á hugann og við rifjum upp margar þeirra, stundirnar sem við áttum með afa okkar, allt frá því við vorum smástrákar til þess dags er hann kvaddi okkur og fór í ferðina löngu. Eitt af því sem kemur upp í hugann er kanadíski Chevrolet-vörubíllinn sem afi átti til margra ára. Á honum stundaði hann ýmsan vörubílaakst- ur, hvort heldur voru vöruflutningar eða malarakstur. Þau voru ófá skiptin sem við fengum að sitja í með honum og fyrir utan spenning- inn yfir því að sitja í, þá átti afi alltaf sérstaka gerð af menthol-brjóst- sykri í bréfi, sem hann gaf okkur í þessum ferðum. Það var ekki bara vörubíllinn hans sem var þeim eig- inleikum gæddur að þar leyndist eitthvert góðgæti, því þannig var einnig farið með rússajeppann sem hann átti. Það var nánast alveg hægt að ganga að því vísu að aftur í honum væri alltaf til fullur kassi af INGÓLFUR JÓHANNSSON ✝ Ingólfur Jó-hannsson fæddist að Iðu í Biskupstung- um 14. ágúst 1919. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 20. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Skálholts- kirkju 30. júní. Egils appelsíni í gleri og stundum Prins póló. Það var eitthvað sem við fengum ekki á hverjum degi. Svona mætti lengi halda áfram að telja upp ýmsar minningar tengdar afa. Hann var listasmiður og hand- laginn. Seinni árin þeg- ar hann dró úr smíða- vinnu fór hann að skera út úr tré og renna ýmsa gripi. Ófá- ar eru útskornu vegg- klukkurnar sem hann gerði og prýða mörg heimili, þar á meðal okkar, ásamt öskum, smjör- hnífum og ýmsu fleira. Það vill oft verða þannig að á yngri árum er maður ekki alltaf tilbúinn að hlusta og meðtaka allt sem eldra fólk vill segja manni frá og fræða mann um. En þegar maður eldist og er tilbúinn að hlusta og taka við fróðleiknum er það stund- um of seint. Afar og ömmur falla frá og maður hugsar um allar stund- irnar þegar gott hefði verið að hlusta og fræðast. Það var lán okkar bræðra að eiga afa okkar það lengi á lífi að við náðum að meðtaka fróðleik hans og frásagnir af mönnum og málefnum liðinna ára. Við afastrák- arnir þínir kveðjum þig í dag með sárum söknuði en vitum að þín bíður góð vist hinum megin við móðuna miklu. Helgi, Ingólfur og fjölskyldur. Mig langar að kveðja hana ömmu mína með þessum fáu fátæklegu orðum. Hún er lögð upp í ferðina miklu, en ekki einsömul því ég veit að afi og fólkið hennar fyrir handan hafa undirbúið hana og styðja hana þegar hún tek- ur fyrstu skrefin sín þar. Þegar ég hugsa til hennar fyllist ég gleði, því á milli okkar var alltaf gleði og kátína. Ég minnist samtal- anna okkar í síma sem voru oft löng en skemmtileg og þegar þeim loks lauk var eyrað oft aumt en hjartað glatt. SIGURVEIG BJÖRGVINSDÓTTIR ✝ Sigurveig Björg-vinsdóttir fædd- ist á Áslaugarstöðum í Vopnafirði 4. febr- úar 1917. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Sundabúð í Vopnafirði 24. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju 30. júní. Hún gat stundum verið stríðin og hafði gaman af að grínast og það var ósjaldan sem ég hló mig máttlausan þegar hún tók ein- hvern Vopnfirðinginn fyrir og hermdi eftir honum. Amma var lítil kona og ekki mikil um sig en það óð enginn yfir hana. Hún gat verið ákveðin og snögg- reiðst ef því var að skipta en reiðin var líka fljót úr henni. Ég er þakklátur fyrir að ég og börnin mín fengum að kveðja hana rétt fyrir andlátið. Þó hún væri fár- veik þá fann ég fyrir sömu gleðinni og væntumþykjunni frá henni þeg- ar hún tók um hönd mína og strauk hana. Ég kveð þig, elsku amma, ég veit að þú lítur til með okkur öllum. Við sjáumst svo þegar minn tími kem- ur. Ármann Sigurðsson. Elsku afi. Mér finnst þetta svo skrítið, þú ert farinn. Ég mun aldrei aftur kitla þig í bumb- una og heyra þig hlæja og það er enginn sem mun ganga um gólf tveim tímum áð- ur en ég á að mæta í flug til þess að vera nú alveg viss um að ég nái á réttum tíma. Ég á eftir að sakna þín GUÐMUNDUR SKÚLASON ✝ GuðmundurSkúlason húsa- smíðameistari fædd- ist á Ísafirði 22. júlí 1921. Hann lést á sjúkrahúsi Ísafjarð- ar 25. júní síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Ísafjarðar- kirkju 2. júlí. en ég veit að þar sem þú ert núna líður þér betur, þú ert laus úr þessum veika líkama, þú ert frjáls. Og núna ertu kominn til mömmu þinnar, hún sem gat aldrei haft þig. Ég er viss um að hún tók vel á móti þér. Bless elsku afi minn og hafðu það gott. Sólin er ljós af himnum ofan. Þú ert mitt ljós og fyrir þér tek ég ofan. (E.L.D.) Þín Erna Lind. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær, núna mátt þú höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Afabörnin, Hjördís Eva, Stefán Þór, Árni Björn og Hjörtur. Hjartkæri afi, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlu vinum frá. Vertu sæll um allar aldir, alvaldshendi falinn ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Langafabörnin, Óskar Andri, Tristan Dagur og Sædís Birta. Það er eflaust ekki þekkt í íslenskum kreðsum Munda, en Lenny Herman átti föðurfjölskyldu í ná- grenni New York. Pabbi hans, Irving Herman, sem var sannur New York- búi, giftist Ásthildi Friðmundsdóttir frá Keflavík árið 1949. Irving átti tvo bræður og tvær systur. Fjölskyldu- bönd okkar Lenny eru í gegnum Irv- ing og systur hans Lillian sem var amma mín. Irving og Lillian voru mjög náin og þar með fjölskyldur þeirra, en þrátt fyrir að vera alin upp í ólíkum löndum hélst tengingin gegnum kynslóðirnar. Lenny kom til New York sem barn og á seinni unglingsárunum fluttist fjölskylda hans í nágrenni við Washington DC. Lenny kom oft og svaf hjá okkur í New York, stundum með öðrum Íslendingum. Hann var afar vel gefinn, bjartsýnn og skemmtilegur að vera með. Pabbi minn, sem einnig heitir Lenny, lýsti honum sem góðum, hjartahlýjum og tillitssömum manni. Þegar fjöl- skylda mín minnist hans hugsum við um langar nætur í húsi okkar í Sheepshead Bay í Brooklyn, um dill- andi hlátur, borðandi fullt af „kosher“ salami og sinnepi og drekkandi koníak. Á seinni árum hefur fjölskylda mín séð Lenny á mikilvægum fjöl- skylduatburðum eins og fermingum og giftingum. Og viti menn, öll mun- um við það sama, þ.e. þegar við sát- um öll saman langt fram á nótt spjallandi, hlæjandi, borðandi og drekkandi koníak. Ég eyddi viku með Lenny á Ís- landi í ágúst 2000. Hann var svo vin- gjarnlegur að fara þessa ferð til Ís- lands með mér og ferðast með mér um landið. Ég man að hann vildi pönnukökur mömmu sinnar í morg- unverð. Ég varð snaróð í þær og fjárfesti í sérstakri íslenskri pönnu- kökupönnu áður en ég fór heim. Pönnukökurnar mínar hafa þó aldrei bragðast eins vel og pönnukökurnar hennar Ástu frænku. Íslenska fjöl- skyldan mín var svo hlý og vingjarn- FRIÐMUNDUR LEONARD HERMAN ✝ FriðmundurLeonard Herman fæddist í Keflavík 19. febrúar 1949. Hann lést á heimili sínu í Kaliforníu 1. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Kefla- víkurkirkju 24. júní. leg, og ég hugsa um þessa ferð með miklu stolti. Ásta frænka mín, Lenny og tvíburasystir hans Toby, voru við- stödd þegar ég gifti mig í Sarasota í Flórída í nóvember árið 2000, en það var langt að ferðast fyrir þau en þau komu. Lenny heyrði fyrst um eigin- mann minn tilvonandi í Íslandsferðinni og var óspar á að spyrja um samband okkar. Við Lenny höfum talað saman þónokkr- um sinnum síðan, við töluðum saman um pólitík og höfðum svipaðar skoð- anir á þeim málum og auðvitað skiptumst við á fréttum um fjöl- skyldur okkar. Honum var annt um sína nánustu fjölskyldu, eins og henni um hann. Það virðist vera partur af fjölskylduhefð okkar. Lenny var algjör tölvukarl, eins og flest okkar vissu. Ég hafði alltaf samband við hann ef ég ætlaði að kaupa eitthvað tölvukyns og einu sinni töluðum við saman í tvo klukkutíma eftir að tölvan mín bil- aði. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa, þannig var hann bara. Ég mun sakna Lenny og mér finnst dapurt að börnin mín fá ekki að kynnast honum eins og ég fékk að gera. En ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til að styrkja kynslóðaböndin sem hófust með þeim Lillian, Irving og Ástu. Sharon Sachs, Florida. Lenny var stór maður með enn stærra hjarta. Við hittumst fyrst fyrir 25 árum. Og vináttan dýpkaði með árunum. Við fórum á marga góða veitingastaði saman, kvik- myndasýningar og tónleika. Hann kom oft í heimsókn til okkar til að horfa á amerískan fótbolta, eða bara til að sjá kettina. Hann var mikill dýravinur og kettirnir okkar fundu það og klifruðu um hann og möluðu í fanginu á honum. Hann var tryggur vinur sem var ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Stundum keyrði hann til okkar, en það tók hann klukkutíma, beint úr vinnu til að laga tölvuna okkar, ævinlega í góðu skapi og sat við þangað til verkinu var lokið. Marie gaf honum síðan sterkt kaffi til að hressa hann við áð- ur en hann lagði af stað heim. Lenny var hrifinn af alls konar græjum og kom oft til að sýna okkur nýjasta leikfangið sitt. Síðasta sam- tal okkar snerist aðallega um tæki sem gerði honum kleift að tala við vin sinn Doug í gegnum tölvuna sína og sjá hann á meðan í henni. Hann studdi okkur ávallt í list okkar og kom á kvikmyndasýning- arnar okkar í gegnum árin. Eftir að veikindi hans ágerðust þoldi hann ekki við alla sýninguna en beið frammi og ræddi við fólkið á eftir. Ég man eftir samtali okkar, þ.e. þeg- ar ég var að ljúka við fyrsta geisla- diskinn minn og ég var yfir mig stressaður vegna þess að ég vissi ekki hvenær ég ætti að hætta. Lenny sem var ávallt jarðbundinn sagði: „David, þetta hljómar vel, lít- ur vel út, þú ert búinn! Af hverju viltu gera út af við sjálfan þig? Þú ert að agnúast út af smámunum sem aðeins tvær manneskjur kunna að heyra, þ.e. þú og þú!“ Maður gat ávallt treyst á það að hann hefði skoðun. Hann var vel les- inn og fróður um marga hluti og elskaði að tala. „Fólk lærir að meta hvíldina þegar ég dett út af og hætti að tala smástund,“ sagði hann og kímdi við. Þrátt fyrir að við værum ekki allt- af sammála áttum við margar skemmtilegar stundir saman, fullar af húmor og innsæi. Lenny staldraði við dyrnar í síð- asta skipti sem ég sá hann. Ég stóð efst í stiganum og kastaði til hans kveðju. Hann horfði upp til mín og sagði: „David, hunskastu hingað nið- ur og gefðu mér knús.“ Hann kvaddi aldrei án þess að faðma okkur í kveðjuskyni. Það er erfitt að trúa því að við sjáum Lenny frænda aldrei aftur, en við erum afar þakklát fyrir að hafa verið vinir hans. Knús. David og Marie, Kaliforníu. Len var svo miklu meira en vinur. Hann var félagi Dougs og Jerrys sem þeir þekktu og þótti vænt um í meir en 30 ár. Saga þessara félaga spannar alla mikilvægustu atburði í lífinu – háskóla, ástarsambönd, skilnaði, atvinnulífið, börn og systk- inabörn og núna það síðasta og erf- iðasta, fráfall eins þeirra. Þegar þessir þrír vinir hittust var voðinn vís! Frábærir tímar, en klárlega karlatímar. Ég var aldrei afbrýðisöm vegna daganna sem þeir eyddu saman, hvort sem það var hér í Kaliforníu, Nashville, eða þegar þeir fóru þrír saman í frægu ferðina sína til Amst- erdam. Ég vissi að þeir mundu passa hver upp á annan og að „esprit de corps“ þeirra hefði löng og jákvæð áhrif langt eftir að ferðunum lauk. En Lenny var líka vinur minn. Ég hlakkaði alltaf til að sjá hann og vera með honum, spjalla við hann yfir góðum mat, eiga hvetjandi samræð- ur við hann og heyra hláturinn. Sög- ur hans af Íslandi, fólkinu og tungu- málinu og fjölskyldu hans voru heillandi. Í gegnum árin töluðum við um að heimsækja Ísland með hon- um, hann tæki að sér hlutverk einka- leiðsögumanns okkar. Fráfall hans hefur kennt okkur dýrmæta lexíu á afar stuttum tíma um það sem skiptir meginmáli í líf- inu, þ.e. að vera í nánu sambandi við þá sem skipta okkur mestu máli og að hlúa að þeim í einu og öllu. Elsku Toby, við sendum þér og fjölskyldu ykkar Len okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Cynthia og Jerry Conley, Dee og Mary Conley, Kaliforníu. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.