Morgunblaðið - 03.07.2005, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Sumarkvöld við
orgelið í
Hallgrímskirkju
3. júlí kl. 20.00:
Sænski spunasnillingurinn
Mattias Wager leikur verk
m.a. eftir Bach, Pärt og
Mozart af fingrum fram
Þriðjudagstónleikar
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvík.
www.lso.is - lso@lso.is
5. júlí kl. 20:30
Tríó Trix
Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir
fiðla, Vigdís Másdóttir víóla og
Helga Björg Ágústsdóttir selló
flytja Serenöðu op. 10 eftir
Dohnányi og Strengjatríó
í a moll eftir Max Reger.
ÍSLENSKUR kaupsýslumaður í
Litháen hefur fest kaup á verki eft-
ir einn kunnasta listamann Litháa,
Maríu Teresu Rozanskaite. Þau
skilyrði voru sett við kaupin, að
verkið yrði aldrei flutt úr landi og
að einn mánuð á hverju ári yrði það
sýnt almenningi í listasafni í Lithá-
en. Verkið heitir 1941, og lýsir sýn
listakonunnar á eigin ævi og örlög
þjóðar sinnar. Ferill Maríu Teresu
Rozanskaite hófst á sjöunda áratug
síðustu aldar, á blómaskeiði lithá-
íska málverksins. Listamenn höfðu
sagt skilið við raunsæisstefnu eft-
irstríðsáranna, og litríki og djarfar
pensilstrokur einkenndu stór og
mikil verk þeirra. En þótt form og
stíll hefðu tekið þessum breyt-
ingum, var tjáningarfrelsi enn ekki
ómælt, og listamenn þurftu að una
því að eftirlit var haft með efni
verka þeirra. María Teresa Roz-
anskaite fann sína eigin leið í list-
rænni tjáningu; – leið sem hvorki
var samstíga sovétlistinni né kvist-
ur af þjóðlegum litháískum meiði.
Hún var einn fyrsti listamaður
þjóðar sinnar til að skapa klippi-
myndir og að setja saman myndir
úr margvíslegum efniviði. Þessar
aðferðir voru ekki viðurkenndar af
sovéskum yfirvöldum og því skóp
hún sín stóru verk einvörðungu fyr-
ir sjálfa sig og vini, og hafði engin
tök á að koma þeim á framfæri við
almenning.
Í samsettu verkunum fléttar
Rozanskaite jafnan þrjár sögur:
sögu þjóðar sinnar, eigin sögu og
listasöguna.
Verkið 1941 þykir eitt það mik-
ilvægasta á listferli hennar, en það
var gert árið 1972. Þar lýsir hún
endurminningum sínum átta ára
gamallar, þegar hún var send með
fjölskyldu sinni í útlegð til Síberíu
eftir hernám Sovétríkjanna á Lithá-
en, árið 1941. Um 17.500 manns
voru fluttir nauðungarflutningum
frá Litháen austur til Síberíu.
Á myndinni sést rauður lest-
arvagn, og á honum stendur hvítum
stöfum, á rússnesku nafn áfanga-
staðarins og sá tími sem fjölskyldan
dvaldi þar. Þrjár höfuðlausar verur
standa á brautarpallinum huldar
svörtu klæði. Þær eru tákn sorg-
arinnar. Ein þeirra er hulin að
hluta, og bakhluti hennar sést ber.
Nakinn plastbúkur liggur á jörðinni
rétt hjá. Líta má svo á að verurnar
séu konur, en þeim hefur verið mis-
þyrmt hrottalega. Stórt gat í miðri
mynd truflar ekki aðeins flæði
myndflatarins, heldur sýnir líka hve
brothætt lífið er andspænis eyðing-
aröflunum. Á vinstri hönd sést hvar
dúkkur og dótabrot hrynja undan
faldi huldu verunnar. Líkamar fólks
voru vanvirtir, menning þjóð-
arinnar var vanhelguð, og jafnvel
rúmi og minningum manneskjunnar
var misboðið. Meira að segja him-
inninn er sundurtættur í skær-
bleikum, gulum og dökkbláum lit-
um. Myndin af litla barninu er
kannski einasta vonin í myndinni,
jafnvel þótt það sé umlukið svartri
hulu. Lifir það af? Mun gullna áran
í kringum það vernda það? Það veit
enginn.
En María Teresa Rozanskaite
lifði af, og í dag er hún í röð
fremstu listamanna þjóðar sinnar
og tilnefnd til Þjóðarverðlaunanna
litháísku. Hún sinnir listinni enn,
skapar jöfnum höndum málverk,
innsetningar og hluti sem afhjúpa
glataðar sögur.
Byggt á grein eftir litháíska listfræðinginn
Laima Kreivyta.
Kaupir litháíska gersemi
FIMM indversk-
ar dansmeyjar
dansa hér hinn
sígilda dans
„Bharat-
anatyam“ á
menningarhátíð
nokkurri í borg-
inni Chandigarh
í vikunni. Dans
þessi nýtur mik-
illar hylli þar um
slóðir.
Dansað á Indlandi
Reuters
mbl.is
smáauglýsingar