Morgunblaðið - 03.07.2005, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
War of the Worlds kl. 3.30 - 6 - 8.30 - 11 b.i. 14
Batman Begins kl. 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12
Inside Deep Throat kl. 10,15 Stranglega b.i. 16 ára
Voksne Mennesker kl. 5.45 og 8
Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16
ÁLFABAKKI
BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR
ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !
Nýr og miklu betri
leðurblökumaður.
H.L. / Mbl.
Loksins, Loksins
M.M.M / Xfm 91,9
Kvikmyndir.is
Gleymdu hinum.
Þetta er alvöru Batman
Ó.Ö.H / DV
Gleymið öllum hinum
Batman myndunum.
Þessi er málið
Andri Capone / X-FM 91,9
Þórarinn Þ / FBL
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
“Einn af stærstu smellum ársins.”
B.B. Blaðið
i f t r t ll r i .
. . l i
H.B. / SIRKUS
T O M C R U I S E
MYND EFTIR Steven spielberg
I N N R Á S I N E R H A F I N
MYND EFTIR Steven spielberg
I N N R Á S I N
T O M C
Powersýning í álfaba
THE WAR OF THE WORLDS kl. 2 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára.
THE WAR OF THE WORLDS VIP kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30
BATMAN BEGINS kl. 2 -3.30 -4.30 -5 - 6.30 -7.30 -8 -9.30 -10.30 -10.50 B.i. 12 ára.
A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.15 - 10.30
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 - 4
HÁDEGISBÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á A
„Innrásin
er
girnileg
sumar
skemmtun,
poppkorns
mynd
af bestu
gerð!“
-S.V, MBL
„EKTA
STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
„Innrásin er girnileg sumarskemmtun,
poppkornsmynd af bestu gerð!“
-S.V, MBL
„EKTA STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
Í NÝLEGU viðtali sem tekið var við
liðsmenn Hudson Wayne í tilefni af
útgáfu umræddrar fyrstu breiðskífu
þessarar þriggja
ára gömlu sveitar
þá lýsa þeir tón-
list sinni – sum-
part í gríni að
virðist – sem „ís-
lenskri þung-
lyndistónlist“. Það er ekki svo fjarri
lagi hjá þeim blessuðum. Í það
minnsta er afar djúpt á hressleik-
anum, enda hafa einmana bandítar
með blóðbragð í munni litla ástæðu til
að vera hressir. Þráinn söngvari segir
nefnilega textana segja þessa sögu af
átökum milli tveggja bandíta-flokka,
og jafnvel þótt erfitt sé yfir höfuð að
greiða þann þráð í býsna torræðum
textum þá tekst Hudson Wayne með
tregafullum og löðursveittum sléttu-
tónum sínum að skapa einmitt slíka
stemmningu. Eins og maður eigi leið
um sjóðheita Texas auðnina nærri
mexíkönsku landamærunum og finni
þar fyrir hornreka íslenska gríngóa
með gítara um háls og heiminn á
herðum sér, sökkera fyrir skugga-
hliðum lífsins, tregafullum örlaga-
ballöðum. Og af þeim er hún einmitt
uppfull, fyrsta breiðskífa Hudson
Wayne, tregafullum örlagaballöðum,
sem sverja sig í ætt við þær sem Nick
Cave ruddi brautir með og aðrir –
Tindersticks, Low, Spain – gerðu að
sínum og þróuðu áfram. Eftir að hafa
fetað mjög í fótspor þessa augljósu
áhrifavalda á undangengnum smá-
skífum eru Hudson Wayne einmitt að
afreka hið sama hér; að gera þessa
arfleifð Cave að sinni og þróa áfram –
sem er vel. Áður leituðu þeir en nú
hafa þeir fundið, að mestu. Og sá
fundur sem mestan áhuga vekur,
girnilegustu teiknin um hvert sveitin
kann að vera að stefna, eru þau lög
sem eru í kraftmeiri kantinum; lög á
borð við besta lag plötunnar „Jer-
ome“, „Desert/The Battle of the
Bandidos“ og „Sentimental Sweat-
er“; það er svolítið meira pönk í þess-
um lögum, meiri villimennska innan
um hinar fínustu melódíur. Í þessum
lögum, sem og upphafslaginu „Tiger-
man“, verður hvað skýrust sú sér-
staða Hudson Wayne sem virðist
vera í mótun og styrkurinn framyfir
þær óteljandi sveitir sem hjakka fast-
ar í Cave-bremsufarinu og komast
ekki uppúr. Í „Sentimental Sweater“
má þannig greina einhverja virkilega
girnilega og framandi samsuðu af
Tindersticks og Strokes, eins ólíkar
og þær ágætu sveitir nú eru. Þá virka
Calexico-skotnu blásturskaflarnir
einmitt í þeim lögum, sem svöl og
kærkomin vindhviða í næstum óbæri-
legri hitastækju sem annars hvílir yf-
ir plötunni. Það er vonandi að þessir
fersku vindar vísi hinum íslensku
bandítum veginn úr auðninni á vit
frekari ævintýra í ætt við ofannefnd
lög.
Þótt kápan sé vönduð og yfir með-
allagi smekkleg þá er hún óþarflega
keimlík kápum The Funerals enda er
hönnuðurinn sá sami, Ragnar Kjart-
ansson, liðsmaður The Funerals.
Bandítabardagi Hudson Wayne
verður seint talinn æsilegur og tíð-
indamikill en eins og allir sannir bar-
dagar sætir hann vissum tíðindum og
skilur hann eftir sig sviðna jörð og
blóði drifna slóð.
Hornrekar norðursins
TÓNLIST
Íslenskar hljómplötur
Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Hud-
son Wayne. Sveitina skipa á plötunni:
Þráinn Óskarsson, söngvari og gítarleik-
ari, Birgir Viðarsson hljómborðsleikari og
Helgi Alexander Sigurðsson bassaleikari
og Þormóður Dagsson trommuleikari.
Lagasmíðar og upptökustjórn: Hudson
Wayne. Textar eru eftir Þráin. Hildur
Guðnadóttir leikur á selló, Ólöf Arnalds
fiðlu og syngur, Þorgeir Guðmundsson
syngur og Áki Ásgeirsson leikur á tromp-
et. Útgefandi 12 Tónar.
Hudson Wayne – The Battle of the
Bandidos
Ljósmynd/Höskuldur Jónsson
Einmana og hornreka í auðninni – en þó á réttri leið.
Skarphéðinn Guðmundsson
Söngkonan og ÍslandsvinurinnPink bað kærasta síns til
þriggja ára síðastliðna helgi. Verð-
andi brúðguminn heitir Carey Hart
og er mótorkross-appi.
Bónorðið skrifaði Pink á spjald
sem hún veifaði í áhorfendastúkunni
á Pro 250-mótorkrossmótinu sem
fram fór í Kaliforníu. Mun Hart hafa
játast henni sam-
stundis eftir að hann
rak augun í spjaldið.
Ekki hefur verið
ákveðið hvar eða
hvenær brúðkaupið
mun fara fram en
þetta er fyrsta hjónaband beggja.
Pink er ein vinsælasta söngkona
síðari ára og hefur unnið til þrennra
verðlauna auk þess að selja ógrynnin
öll af plötum. Hún hélt tónleika hér á
landi í fyrra í Laugardalshöllinni.
Fólk folk@mbl.is