Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 1
Gott áhugaleik- hús á Íslandi Rætt við formann Bandalags áhuga- leikfélaga í N-Evrópu | Menning Fasteignir og Íþróttir Fasteignir | Mikil þensla í byggingarstarfsemi á Selfossi  Meira jafnvægi ríkir á markaðinum Íþróttir | Ægir bikarmeistari í sundi  Keflvíkingar til Finnlands og Úkraínu  Alonso með yfirburði „ÞETTA eru hamfarir sem maður trúir ekki að geti átt sér stað nema sjá með eigin augum,“ segir Dagbjört Briem Gísladóttir, bóndi á bænum Sléttu, sunnan Reyðarfjarðar, en mikill vöxtur í ánni í gær gerði það að verkum að á tímabili var óttast að hún myndi flæða yfir bakka sína og á íbúðarhúsið. Þá féllu nokkrar skriður á veginn um Fagradal um hádegisbil og lokuðu honum fram á nótt og á Vesturlandi fuku tveir bílar út af og er annar þeirra ónýtur og hinn stórskemmdur. „Áin óx gríðarlega og það hefur greinilega kom- ið stífla í hana uppi í Fossdal, hér fyrir ofan, en fossinn þar hreinlega hvarf. Áin var ekki brún á meðan á þessu gekk heldur var hún kolsvört og drunurnar þvílíkar að ekki heyrðist mannsins mál. Ég hef búið hér í þrjátíu ár og ekki séð annað eins áður, en ég verð að viðurkenna það að mér leist ekki á blikuna í morgun. Það var líkt og fjöllin ætl- uðu að hrynja yfir mann en ég fór út með börnin þegar þetta stóð sem hæst,“ segir Dagbjört. Sigurður Baldursson, maður Dagbjartar, er fæddur og uppalinn á Sléttu en að sögn Dagbjart- ar hefur hann aldrei orðið vitni að viðlíka veðri og geisaði í gær. „Hann hefur alltaf óttast að áin færi upp úr farveginum en ef hún hefði gert það og enginn verið heima hefði ekki verið að spyrja að leikslokum – hún hefði vaðið hér yfir allt. Hann var hins vegar sem betur fer vakandi yfir þessu.“ Þau hjónin höfðu samband við Almannavarnir og lögreglu en í kjölfarið var ákveðið að senda gröfu á staðinn. „Það tókst að halda ánni í skefjum en það mátti ekki muna miklu að hún færi á húsin og þá hefði allt farið úr böndunum,“ segir Dag- björt en nokkrar skemmdir urðu á túnum auk þess sem áin bar með sér mikið grjót úr Fossdalnum. Um kvöldmatarleytið í gær hafði heldur dregið úr veðrinu og hættan var að mestu liðin hjá. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson „Líkt og fjöllin ætluðu að hrynja yfir mann“ Fossá í Reyðarfirði flæddi yfir bakka sína og stefndi á nærliggjandi íbúðarhús Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is  Aurskriður/4 GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, segir það „lífstíðarverk“ að ætla að útrýma fátækt. Það verði ekki gert „með samkomulagi á ein- um G8-fundi.“ Greint var frá um- mælum ráðherrans á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. „Við verðum að virkja fólkið í Afr- íku og öðrum þróunarríkjum til að taka ákvarðanir sjálft,“ sagði Brown. Hann kvað þó tvö stór skref hafa verið stigin til aðstoðar þessum ríkj- um, þ.e.a.s. tvöföldun neyðaraðstoð- ar og afnám skulda fátækra ríkja. Einnig var hann jákvæður í garð Live 8-tónleikanna sem haldnir voru um helgina og sagði þá augljóst dæmi um að „fólk geti haft áhrif láti það í ljós skoðanir sínar“. Ráðamenn átta helstu iðnríkja heims, G8-hópurinn, koma saman til fundar í Skotlandi á miðvikudag þar sem fátækt og loftslagsbreytingar verða efst á dagskrá. Benedikt XVI. páfi hvatti í gær leiðtogana til að vinna markvisst að því að útrýma fátækt og hungurs- neyð í Afríku og hjálpa þriðja heims ríkjum að endurreisa efnahag sinn. Brown ítrekaði þó að slíkt næðist ekki á einnar viku fundi, meira þyrfti til. Margir leiðtogar Afríkuríkja og baráttumenn fyrir útrýmingu fá- tæktar telja að framþróun í Afríku náist aldrei nema með afnámi tolla og bættum stjórnarháttum. „Lífstíðarverk“ að útrýma fátækt London. AFP. | Fjögurra báta „flota- sveit“, Sail 8, sigldi inn í höfnina í Portsmouth í Englandi í gær eftir misheppnaða sjóferð til Frakk- lands. Bob Geldof, aðalskipuleggj- andi Live 8-viðburðarins, skipu- lagði sjóferðina sem hluta af Live 8-mótmælunum gegn fátækt. Geldof hvatti breska bátaeigendur til að sigla til Norður-Frakklands „þúsundum saman“, fylla bátana af mótmælendum og koma með þá aftur til Bretlands, þar sem fund- ur G8-hópsins, leiðtoga átta helstu iðnríkja heims, verður haldinn á miðvikudaginn. Áttu mótmælend- urnir að minna leiðtoga ríkjanna á mikilvægi þess að útýma fátækt í heiminum. Geldof reyndi jafnvel að höfða til manna með því að minnast á það að gríðarstór flota- sveit hefði bjargað hundruðum þúsunda hermanna frá Frakklandi í síðari heimsstyrjöldinni. Urðu fyrir vonbrigðum Er bátarnir fjórir komu að landi var þó enginn farþegi með í för. Þeir örfáu þátttakendur sem þó sigldu milli landanna játuðu að þetta hefði „ekki virkað alveg eins og skyldi“ og að þeir hefðu orðið fyrir vonbrigðum. Áætlað hafði verið að Geldof sjálfur myndi taka á móti her- skipaflotanum er hann kæmi til baka, en hann aflýsti komu sinni á síðustu stundu. Reuters Misheppn- uð flotasveit ROGER Federer frá Sviss vann í gær einliðaleik á Wimbledon- mótinu í tennis og er þetta þriðja ár- ið í röð sem honum lánast það. Að- eins tveimur öðrum tennismönnum hefur tekist að sigra á mótinu þrjú ár í röð síðan atvinnumennska var tekin upp í tennis en hinir tveir eru Pete Sampras frá Bandaríkjunum og Svíinn Björn Borg. Federer, sem er 23 ára, hafði mikla sérstöðu á Wimbledon-mótinu að þessu sinni og komust andstæð- ingar hans ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana. Hann tapaði að- eins einu setti á mótinu. | B5Reuters Federer í hóp með Sampras og Borg STOFNAÐ 1913 188. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.