Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 31 DAGBÓK 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 Rxd4 10. Bxd4 Bxd4 11. Dxd4 Db6 12. Dxb6 Rxb6 13. O-O-O Bd7 14. Rb5 Ke7 15. Rd4 Hac8 16. b3 Hc3 17. Bd3 Hhc8 18. Hhf1 g6 19. g4 f5 20. gxf5 exf5 21. h4 a6 22. h5 Hh8 23. Hh1 Hcc8 24. Hdg1 Kf7 25. hxg6+ hxg6 26. Hxh8 Hxh8 Fyrir skömmu hélt Skákskóli Ís- lands vikulangt námskeið fyrir efnileg- ustu krakka landsins. Stífar æfingar voru á hverjum degi frá tíu að morgni til kl. fjögur síðdegis. Friðrik Ólafsson tefldi klukkufjöltefli við krakkana sem og Jóhann Hjartarson. Staðan kom einmitt upp á milli Jóhanns, hvítt, og Austfirðingsins Bjarna Jens Krist- inssonar. 27. e6+! Kf6 28. exd7 Rxd7 29. He1 hvítur er nú manni yfir og með unnið tafl. Langan tíma tók hins vegar fyrir hvítan að innbyrða vinninginn enda barðist Bjarni af mikilli hörku. 29...Rc5 30. He5 Hh4 31. Hxd5 Rxd3+ 32. cxd3 Hxf4 33. Kd2 Hf2+ 34. Re2 f4 35. Ke1 Hf3 36. Hd6+ Ke5 37. Hxg6 Hxd3 38. He6+ Kf5 39. He7 He3 40. Hxe3 fxe3 41. Rc3 Ke5 42. Ke2 Kd4 43. Rd1 b6 44. Rxe3 Kc3 45. Kd1 Kb2 46. Rc4+ Kxa2 47. Kc2 b5 48. Ra5 Ka3 49. Kc3 Ka2 50. Kb4 Kb2 51. Kc5 Kc3 52. b4 Kd3 53. Kb6 Kc3 54. Rc6 a5 55. Kxa5 Kc4 56. Kb6 Kd5 57. Kxb5 Kd6 58. Kb6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Umferðarmerkingar og framúrakstur ÉG var nýlega á ferðalagi austan Akureyrar í mikilli umferð því það voru tvö mót á Akureyri þá dagana og straumur af bílum þangað. Var þá Vegagerðin að merkja veginn í miðj- unni og það í allri þessari umferð. Finnst mér að þeir hjá Vegagerð- inni ættu að velja sér annan tíma en mesta annatímann til svona fram- kvæmda. Þegar komið var í Víkurskarð var nýlögð klæðning á veginum og há- markshraðinn minnkaður vegna þessa. Þar geysist fólksbíll framúr bílalestinni og þeytti grjótinu á eftir sér yfir þá sem hann tók fram úr. Er ég ekki viss um að þessi ökumaður hefði viljað fá grjótið yfir sinn bíl. Birgir Sveinarsson. Slæmt aðgengi fyrir hjólastóla ÉG kom í Laugarásbíó í hjólastól í góðri trú um að allt væri í lagi eftir að bíósalirnir voru teknir í gegn og ætlaði að sjá myndina Interpreter með Nicole Kidman og Sean Penn. Við vorum þarna þrjú saman sem komum í bíó og keyptum okkur miða. Við komum aðeins of seint og það var búið að slökkva ljósin svo að ég bara brunaði upp mína renni- braut sem ég hélt að væri til staðar eins og hefur verið í mörg ár, en viti menn, ég keyrði á stiga þarna í myrkrinu og datt næstum úr hjóla- stólnum. Ég þurfti að dröslast úr hjóla- stólnum og skríða upp stigana þarna svo ég væri ekki alveg ofan í tjaldinu og dröslaðist upp í 4. bekk og hreins- aði tröppurnar í leiðinni. Ég vil bara koma á framfæri óánægju minni, og okkar sem erum í hjólastól, aðstaða var slæm áður en nú er hún miklu verri og er öruggt að við sem erum í hjólastól komum ekki til með að sjá myndir í Laug- arásbíói í framtíðinni. P.s. Bíóið er mjög gott fyrir utan þetta, en þetta er stór galli. Arnar Klemensson. Góð afgreiðsla og viðmót ÉG VIL koma því á framfæri að ég fór í Verðlistann nýlega að versla og fékk ég sérlega góða afgreiðslu þar og hlýtt viðmót frá starfsfólki. Helga Þorbjörg. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist alla mánudaga kl. 14. Boccia kl. 10. Vinnustofan opin alla daga. Ath. bókabíllinn kl. 13.30–14. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, fótaaðgerð, samverustund. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13– 16 brids, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gullsmára. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ferð FEBK 7. júlí nk. Brottför frá Gjábakka kl. 8.30 og Gullsmára kl. 8.45 Leið: Selfoss, Landvegur, Dómadalsleið, Land- mannalaugar/ -hellir. Eigið nesti snætt. Ljótipollur, Sigalda. Áð í Hrauneyjum. Þjórsárdalur, Hjálp- arfoss o.fl. Kvöldmatur í Árnesi. Skráningarlisti í Gjábakka, sími 554 3400 og hjá Þráni, s. 554 0999 /Boga, s. 560 4255. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Ath. í Stangarhyl 4. Eigum laus sæti í dagsferð í Land- mannalaugar 14. júlí. Upplýsingar og skráning í síma 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sumarleyfa starfsfólks er lokað frá föstudeginum 1. júlí. Opnað aftur þriðjudaginn 16. ágúst. Vetrardag- skrá hefst 1. september. Upplýsingar Staðurogstund http://www.mbl.is/sos á: www gerduberg.is. Furugerði 1 | og Norðurbrún 1. Nest- isferð verður farin í Bása í Þórsmörk, 7. júlí nk. Lagt verður af stað kl. 9 frá Norðurbrún og síðan teknir aðrir farþegar. Uppl. og skráning í Furu- gerði í síma 553 6040 og í Norð- urbrún í síma 568 6960. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin. Kl. 10 fótaaðgerð, bæna- stund. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Ganga kl. 9.30. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Fótaað- gerðir 588 2320. Minnum á sum- arferðina að Básum fimmtudaginn 7. júlí. Skráning í ferðina sem fyrst. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Lista- smiðja opin í sumar án leiðbeinanda kl. 9–16. Sjónvarp, útvarp og öll dag- blöðin liggja frammi. Molasopi að morgni, hádegisverður og síðdeg- iskaffi. Landsbankinn kl. 10–10.30. Félagsvist kl. 13.30. Sumarferð í Bása í Þórsmörk 7. júlí kl. 9. Upplýs- ingar í síma 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi (júní–júlí). Kl. 11.45–12.45 há- degisverður. Kl. 14.30–15.45 kaffi- veitingar. HINN goðsögulegi sítarleikari Ravi Shankar kom fram á tónleikum í Vínaróperunni um helgina að við- stöddu fjölmenni. Tónleikarnir voru liður í Djasshátíð Vínarborgar sem stendur yfir fram til 29. júlí næst- komandi. Reuters Shankar í Vínarborg MEMENTO Mori í flutningi Hug- leiks og Leikfélags Kópavogs var valin besta sýningin á leiklistarhátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, Leikum núna!, sem fram fór á dög- unum. Einnig voru tilnefndar sýning- arnar Allra kvikinda líki hjá Leik- félagi Kópavogs og Patataz hjá Hug- leik. Alls voru veittar viðurkenningar í fimm flokkum fyrir sýningar á hátíð- inni. Verðlaun fyrir bestu umgjörð sýn- ingar hlaut Stundarfriður hjá Leik- félagi Hörgdæla. Einnig voru sýn- ingarnar Dýragarðssaga hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar og Patataz hjá Hugleik tilnefndar. Verðlaun fyrir bestu leikstjórn hlaut Ágústa Skúladóttir fyrir Mem- ento Mori. Einnig voru tilnefnd þau Bergur Þór Ingólfsson fyrir Patataz í flutn- ingi Hugleiks og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Hrund Ólafsdóttir fyrir Allra kvikinda líki í flutningi Leikfélags Kópavogs. Besti leikari var valinn Gunnar Björn Guðmundsson í Dýragarðs- sögu Leikfélags Hafnarfjarðar. Einnig voru tilnefndir þeir Sig- urður H. Pálsson fyrir Patataz hjá Hugleik og/eða Memento Mori hjá Hugleik og Leikfélagi Kópavogs og Bjarni töframaður í Allra kvikinda líki Leikfélags Kópavogs. Huld Óskarsdóttir var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Mem- ento Mori hjá Hugleik og Leikfélagi Kópavogs. Einnig voru tilnefndar þær María Gunnarsdóttir í Taktu lagið, Lóa hjá Freyvangsleikhúsinu og Júlía Hann- am fyrir hlutverk sitt í Patataz hjá Hugleik og/eða hlutverk í Memento Mori hjá Hugleik og Leikfélagi Kópavogs. Dómnefnd skipuðu gagnrýnendur hátíðarinnar, þeir Þráinn Karlsson og Þorsteinn Bachmann. Leiklist | Leiklistarhátíð Bandalags íslenskra leikfélaga Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hrefna Friðriksdóttir, höfundur Memento Mori, fyrir miðju, ásamt nokkrum leikurum sýningarinnar. Memento Mori var valin besta sýningin MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.