Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku besti Sigurð-
ur. Ég ætlaði ekki að
trúa því að þú værir
farinn. Þegar ég fékk
þessar fréttir dofnaði
allt í mér og ég fór að
hugsa um þig og svo grét ég. Ég
vona að þér líði vel uppi hjá Guði.
Mér finnst mjög leitt að ég náði
ekki að tala við þig áður en þú
fórst því við vorum ekki sátt.
Ég man þegar við vorum á rúnt-
inum og sáum fullorðinn mann
bíða fyrir utan bíl á miðri götunni í
Keflavík. Þú stoppaðir bílinn og
spurðir hvort þú gætir hjálpað
honum. Hann vantaði bensín og þú
bauðst til þess að keyra hann á
bensínstöð. Við keyrðum hann alla
leið í ÓB því að allar hinar bens-
ínstöðvarnar voru lokaðar og aftur
til baka að bílnum. Ég man hvað
mér fannst þú góður í þér, því ég
hafði ekki kynnst eins góðum strák
og þér.
Það er svo sárt að þú sért alveg
farinn og komir ekki aftur. Ég
hugsaði oft áður en þú fórst að ég
myndi kannski ekki tala við þig
aftur vegna þess að við kvöddumst
ekki sátt, en núna veit ég að við
getum aldrei hist og gert upp okk-
ar mál. Mér þykir svo vænt um þig
og mun alltaf þykja það. Mér leið
alltaf svo vel hjá þér, þú varst svo
góður strákur. Mér þykir rosalega
leitt að ég hafði ekki meira sam-
band við þig.
Mér finnst ég vera búin að missa
eitthvað úr lífi mínu sem skipti mig
miklu máli, en samt er ég ekki bú-
in að fatta alveg að þú sért dáinn.
Ég mun aldrei gleyma þér og öll-
um góðu stundunum sem við áttum
saman.
Ég elska þig,
Heiðrún Petra.
SIGURÐUR RAGNAR
ARNBJÖRNSSON
✝ Sigurður RagnarArnbjörnsson
fæddist í Keflavík 4.
maí 1987. Hann lést í
bílslysi í Öxnadal 17.
júní síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju 29.
júní.
Það er fátt hægt að
segja þegar svona
verður. Við sendum þér
og litla syni þínum og
fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur. Megi
guð veita ykkur styrk í
framtíðinni.
Til minningar um
son þinn, elsku Erla:
Elsku sonur minn,
segir Guð faðir þinn.
Geng ég með þér veginn,
þar sem ljósið bjarta og
sólin skín.
Munu Guðs englar gæta þín,
þar sem ljósið skín.
Og óttist eigi, því sem
Guð faðir ber ég þig
yfir dimma, djúpa vegi.
(S.A.G.)
Þín vinkona,
Aðalheiður (Allý).
Jesús, láttu mig eignast þinn frið.
Unn þú mér í þínum friði að sofa,
í þínum friði að deyja, í þínum friði
upp að rísa og í þínum friði eilíflega
að gleðjast.
Ég sit hér og hugsa: Hvernig
gat þetta gerst?
Hvers vegna hann, þessi ungi
drengur í blóma lífsins sem átti
alla framtíð fyrir sér?
Guð tekur snemma til sín þá sem
hann elskar mest, þetta var mér
einu sinni sagt og þetta ætla ég að
halda í sorg minni.
Ég leit Sigga fyrst augum á fæð-
ingardeildinni, lítinn soðinn falleg-
an dreng sem átti þá montnustu
mömmu í heiminum fyrir utan mig
því ég var líka á fæðingardeildinni
að eignast mitt fyrsta barn. Þegar
hjúkrunarkonan rúllaði þeim Sigga
og móður hans inn í herbergið
okkar þá varð henni að orði: „Þetta
er sú kona sem þú munt aldrei
gleyma,“ og var þetta svo sann-
arlega rétt. Frá þeim degi urðum
við Erla móðir Sigga miklar og
góðar vinkonur og Siggi og sonur
minn miklir og góðir vinir.
Siggi var yndislegur lítill dug-
legur drengur, alltaf eitthvað að
brasa. Ég man að við sögðum alltaf
að hann yrði örugglega smiður eða
eitthvað svoleiðis, hann var alltaf
að laga eitthvað.
Alltaf að smíða kofa, saga eitt-
hvað, negla eitthvað, alltaf nóg að
gera, leiddist aldrei.
Hann var mikið útibarn, elskaði
að vera úti að leika, hjóla, smíða,
eða bara að hlaupa úti með góðum
vini.
Ég man eftir svo mörgum ynd-
islegum ferðum til Reykjavíkur
með syni mínum, Sigga og Erlu
móður hans, þar sem við fórum
snemma morguns til Reykjavíkur
til þess eins að gefa öndunum
brauð og labba svo í næstu ísbúð
og kaupa ís.
Stundum var farið á róluvöll og
leikið þar á eftir, alltaf voru þetta
jafn yndislegar ferðir sem bæði
drengirnir og við nutum.
Siggi og sonur minn voru góðir
vinir, þurftu alltaf að gera allt
eins, vera báðir Spiderman á ösku-
daginn eða Turtles á jólunum.
Fóru í sama leikskóla. Fóru saman
á sitt fyrsta sundnámskeið. Alltaf
höfðu þeir styrk hvor annars og
vinskap sem þeim þótti notalegt að
hafa þegar eitthvað nýtt kom upp,
eins og til dæmis fyrsti leikskóla-
dagurinn og fyrsti skóladagurinn.
Svona mætti lengi telja.
Þegar Siggi var átta ára flutti
hann til Spánar með móður sinni
og þá misstu drengirnir okkar
þessi sterku bönd sem á milli
þeirra voru. En ég veit að þeir
fylgdust hvor með öðrum þótt svo
að þeir væru ekki í föstu sam-
bandi.
Okkur öllum hér á þessu heimili
þótti mjög vænt um Sigga og eig-
um erfitt með að sætta okkur við
þessa frétt. En við trúum því að
hans bíði annað betra. Kannski
hefur þurft að laga eitthvað þarna
uppi. Siggi með hamarinn og sög-
ina mættur á staðinn.
Elsku Erla vinkona mín og Haf-
þór litli bróðir, Bjössi og Sigurður
afi, Guð gefi ykkur allan þann
stuðning og styrk sem þið þurfið
og Guð verndi litla strákinn ykkar.
Guð blessi minningu um góðan
dreng. Guð geymi þig, Siggi minn.
Sofðu rótt.
Þínir vinir,
Ragnhildur, George og
Skarphéðinn.
Það var sárt að
heyra að tengdamóðir
mín hefði fallið frá.
Ég hitti hana í
fyrsta skipti árið
1971, þegar ég hafði trúlofast Guð-
björgu, dóttur hennar.
Þorbjörg var öll íslensk, innan
og utan, og ég fann að hún var
smeyk við að fá útlending inn í
fjölskylduna. Það fyrsta sem hún
sagði við mig var: „Þessir útlend-
ingar nenna aldrei að læra ís-
lensku.“ Ég held að hún hafi óttast
að missa dóttur sína út fyrir land-
steinana.
Mér fór fram í íslensku og fljót-
lega urðum við bestu vinir.
Það var alltaf gaman að koma til
Þorbjargar og Björns, fyrst í
Kópavogi og síðan á Stöðvarfirði.
Þorbjörg elskaði náttúruna og oft
fórum við saman upp á fjall, í
steinaleit og stundum í berjamó og
nýbakað brauð og alls konar holl-
ustu og góðgæti hafði hún með sér
í bakpokanum. Þegar við vorum að
hvíla okkur eða borða, sagði hún
frá merkilegum og dularfullum
ÞORBJÖRG
EINARSDÓTTIR
✝ Þorbjörg Einars-dóttir fæddist á
Ekru í Stöðvarfirði
16. ágúst 1915. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum í Reykjavík
11. júní síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Stöðvar-
fjarðarkirkju 20.
júní.
sögum, sem hún hafði
upplifað í fjallaþok-
unni. Hún hefði getað
skrifað bók um allt
sem hún upplifði.
Þegar við áttum
heima í Svíþjóð, kom
Þorbjörg þrisvar til
okkar, þegar dóttir
okkar fæddist 1981 og
þegar Björn varð 70
og 80 ára. Henni þótti
gaman að fara út í
skóg með okkur og
tína bláber, títuber og
multuber og enginn
hafði séð nokkurn tína
svo vandlega jarðarberin á akr-
inum eins og Þorbjörgu.
Þorbjörg kom líka til okkar í
Bandaríkjunum eftir að hún var
nýorðin ekkja, árið 1997, og var
hjá okkur í sjö mánuði, okkur öll-
um til mikillar ánægju. Hún var þá
mjög illa farin af sorg og hreyfing-
arleysi, þrátt fyrir mikla heimilis-
vinnu og hafði misst vöðvastyrk-
leika.
Fljótlega byrjaði hún að stunda
líkamsæfingar á Bowflex og lyfti
lóðum. Strax eftir að hún vaknaði,
dreif hún sig niður í kjallara og
byrjaði sínar daglegu 30–45 mín-
útna æfingar. Vöðvar hennar
styrktust og líkamsþol hennar
jókst. Aðdáunarverð þrautseigja,
sem var dæmigerð fyrir Þor-
björgu. Henni þótti gaman að
ganga úti við „Erie canal“ og horfa
á báta, jurtir, dýr og litfagra fugla.
Þorbjörg elskaði að skoða skrúð-
garðinn, Highland Park, í
Rochester, New York, og sérlega
hrifin var hún af feiknastórum ilm-
andi magnólíu-trjánum. Hún naut
þess mjög að fara með okkur að
tína epli og hún var ekki lengi að
snara sér upp á dráttarvélarpall til
að fara út í eplagarðana. Hún tíndi
epli eins hún var vön að tína egg.
Það var sérstaklega gaman að
fara í ferðalag og hafa Þorbjörgu
með. Við fórum til Niagara-foss-
anna og skoðuðum þá. Ég minnist
þess að hún fylltist vissum óhug,
og lokaði augunum, þegar við fór-
um í lyftu, upp í háan turn til að
borða og njóta útsýnisins.
Við fórum einnig til Washington
og skoðuðum söfn og Hvíta húsið
og henni fannst gaman að koma til
Williamsburg í Virginíu, þar sem
sonur okkar var í háskóla, og hún
hafði ánægju af að horfa á William
and Mary-tennisliðið, þar sem
dóttursonur hennar spilaði.
Hún fylgdist einnig með þegar
dóttir okkar spilaði fyrir mennta-
skólaliðið sitt.
Síðustu árin hitti ég Þorbjörgu
þrisvar til fjórum sinnum á ári,
þegar ég heimsótti konu mína, sem
var við guðfræðinám í Háskóla Ís-
lands.
Ég þakka þér, Þorbjörg, fyrir
allar skemmtilegu stundirnar. Síð-
ast hittumst við um páskana og
mér fannst þú vera hress og það
var gaman að fara með þér á Hellu
og skoða sumarhúsið hans Björns,
sonar þíns. Ég hafði ekki ímyndað
mér að þetta væri síðasta skipti
sem ég sæi þig. Ég veit að þú
varst svolítið hrædd við að sjá dáið
fólk, en þú mátt gjarnan birtast
mér, það mundi vera mjög gaman.
Hvíldu í Guðs friði.
Lars-Göran Larsson.
Elsku mamma mín.
Orða er vant. Undan-
farnir dagar hafa verið
mjög erfiðir. Minning-
arnar um þig hafa hrannast upp. Þær
minningar eru augnabliksbrot, sím-
töl í gegnum tíðina, heimsóknir, sam-
verustundir á jólum og þjóðhátíð.
Sterkustu minningarnar undan-
farin tíu ár hafa tengst baráttu þinni
við heilsubrest og sjúkdóma. Aldrei
léstu veikindin buga þig að fullu, þú
stóðst ætíð keik, knúin áfram af
seiglu og trú á lífið og gjafir þess. Líf
þitt og yndi snerist um Kjartan,
manninn þinn, klettinn þinn og at-
hvarf, sálufélaga þangað til yfir lauk,
börnin þín, barnabörn, barnabarna-
börn og hundana þína, sem þú unnir
jafnheitt og þínum nánustu.
Elsku mamma mín, ég tel það
óhætt að segja að þegar þú fluttir til
Vestmannaeyja með Kjartani, eftir
nokkurra ára búsetu í Reykjavík, að
þá hafir þú loksins fundið þitt Green
Green Grass of Home þar.
Þá loksins varstu komin á þinn
stað í lífinu, þar sem þú undir þér allt
fram á þinn síðasta dag, umvafin ást-
ARNDÍS EGILSON
✝ Arndís Egilsonfæddist í Reykja-
vík 3. apríl 1942. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestmanna-
eyja 14. júní síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 21. júní.
vinum, vinum og
vandamönnum.
Þó að lífið hafi ekki
alltaf verið dans á rós-
um, þá léstu engan bil-
bug á þér finna, þú
tókst áskorun hvers
dags með vandvirkni,
festu og djörfung.
Að leiðarljósi hafð-
irðu velferð fjölskyld-
unnar, að skapa henni
skjól og athvarf, en um-
fram allt ást og hlýju.
Á þessum tímum
krafna um auðlegð og ríkidæmi í vel-
ferðarþjóðfélaginu, þá yfirsést
mönnum oft að auðurinn liggur ekki í
efnislegum gæðum, auðlegð hvers
manns felst í fjölskyldu hans og af-
komendum.
Auðlegð þín, mamma mín, fólst í
Kjartani, eiginmanni þínum, börnum
þínum og afkomendum, sem munu
halda á lofti minningunni um þig um
ókomin ár.
Að lokum, mamma mín. Loksins
hefurðu öðlast friðinn og hvíldina að
eilífu.
Ég vil þakka þér fyrir að hugsa um
velferð mína þegar þú fólst mömmu
þinni, ömmu minni, uppeldi mitt þeg-
ar ég var kornabarn. Ég skildi það
ekki þá, en skil það núna.
Ætíð þegar þú kvaddir mig í síma
sagðirðu: „Love you.“ Ég kveð þig,
elsku mamma mín, með þessum
sömu orðum:
Love you. Þinn sonur
Egill.
„Sæl frænka, Vikki
frændi hérna. Nú vant-
ar mig harðfisk.“ Svona
byrjuðu símtölin okk-
ar. Ég útvegaði fiskinn
og hitti þig svo í næstu
bæjarferð. Símtölin verða víst ekki
fleiri að sinni og mun ég sakna
þeirra. Ég man hve mér þótti gaman
að koma til þín og Mörtu í Munkann í
jólaboð þegar ég var lítil stelpa. Ég
man sérstaklega eftir því hvað jóla-
tréð var stórt, náði nær alveg upp í
loft, breitt og fallegt. Eins var gam-
an að kíkja til ykkar í hjólhýsið í
Vaglaskógi. Þú kenndir mér að aka
bíl og í þessi 17 ár sem ég hef haft
VÍKINGUR ÞÓR
BJÖRNSSON
✝ Víkingur ÞórBjörnsson fædd-
ist á Akureyri 20.
september 1929.
Hann lést á heimili
sínu þriðjudaginn 21.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Akureyrarkirkju
29. júní.
bílprófið hef ég ekki
enn lent í tjóni. Það er
líklega góðri öku-
kennslu að þakka.
Harðari Þórsara en
þig hef ég varla hitt
enda varðst þú ánægð-
ur þegar sonur minn
var skírður Jakob Þór.
Ég hitti þig síðast í
maíbyrjun ásamt Þóru
dóttur þinni á tónleik-
um í Laugarborg. Ég
gat ekki ímyndað mér
þá að það yrði okkar
síðasti fundur. Þín var
sárt saknað á ættar-
mótinu síðastliðna helgi í Svarfaðar-
dalnum en mig grunar nú samt að þú
hafir fylgst með okkur úr fjarlægð.
Mér þótti einstaklega vænt um þig
og vona innilega að þér líði nú vel eft-
ir erfið en stutt veikindi. Ég votta
börnum þínum og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð.
Elsku Vikki, hvíl í friði.
Þín frænka á Grenivík,
Sigrún.