Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Raðauglýsingar
Kennsla
Study Medicine and Dentistry
in Hungary 2005
Admission now available into five and six year
Enghlish Language General Medicine, Dentistry
and pharmacy Programs at the University of
Debrecen, Medical school for secondary school,
high school and college students.
P.S. Hungary joined EU in May 2004.
For further details contact
Dr. Omer Hamad, 4003 Debrecen,
P.O. Box 4, Hungary.
Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579.
Netfang: omer@hu.inter.net
Heimasíða: http://www.tinasmedical.com
Óhætt er að segja að gestirFjórðungsmóts Vest-urlands 2005 séu gall-harðir hestaaðdáendur
því þeir létu rysjótt veðrið ekki
koma í veg fyrir að þeir fylgdust
með glæsilegum kynbótasýningum
og skemmtilegri keppni. Margir
leituðu þó inn í bíla sína þegar
verstu hryðjurnar riðu yfir.
Bjarni Jónasson, framkvæmda-
stjóri mótsins, sagði að allt hefði
gengið vel fyrir sig. Skemmtanir
hefðu verið haldnar bæði á föstu-
dags- og laugardagskvöld í Kvos-
inni en engin vandræði orðið.
Bjarni taldi að þegar flest var af
fólki á svæðinu hafi verið þar um
2300 manns. „Ég hafði giskað á að
um 2000–2500 manns kæmu svo
þetta er nærri lagi,“ sagði hann.
Lögreglumenn á svæðinu staðfestu
orð Bjarna og sögðu allt hafa farið
vel fram.
Forkeppni í gæðingakeppni og
tölti fór fram á fimmtudag og föstu-
dag. Á föstudagskvöldið fóru fram
úrslit í tölti unglinga og ungmenna
og keppt var í 100 m skeiði. Helga
Una Björnsdóttir sigraði í tölti ung-
linga á Örðu frá Gauksmýri með
7,28 og Fanney Dögg Indriðadóttir
á Dögg frá Múla sigraði í tölti ung-
menna með 7,61. Í 100 m skeiði
sigraði Ragnar Tómasson á Móses
frá Grenstanga á 7,83.
Fljúgandi jafnvígir
alhliða stóðhestar
Laugardagurinn hófst á yfirlits-
sýningum kynbótahrossa. Guð-
laugur Antonsson hrossarækt-
arráðunautur sagði í mótslok að
honum sýndist hrossaræktin á
Vesturlandi vera á góðri leið og
Vestlendingar engir eftirbátar ann-
arra í þeim efnum. „Á sýningunni
voru góð kynbótahross og það sýnir
held ég best framfarirnar sem orðið
hafa á þeim fjórum árum sem liðin
eru frá síðasta fjórðungsmóti hér að
nú náðu um 60 hross lágmarks-
einkunn inn á mótið á móti 30 fyrir
fjórum árum. Sérstaklega fannst
mér yngri hrossin mjög lofandi.
Helst varð ég fyrir vonbrigðum
með elsta flokk hryssna. Þar voru
að vísu ágætar hryssur en engin
stóð upp úr og þar kom engin topp-
hryssa á landsvísu fram.
Ungu stóðhestarnir voru aftur á
móti feiknagóðir. Sérstaklega þeir
Sólon frá Skáney sem er fimm
vetra gamall og fékk hæstu einkunn
kynbótahrossa á mótinu, 8,45 og
þar af 8,69 fyrir hæfileika, og Glym-
ur frá Innri-Skeljabrekku sem er
fjögurra vetra og fær líklega eina
hæstu hæfileikaeinkunn sem svo
ungur hestur hefur hlotið eða 8,67.
Hinn 6 vetra Aðall frá Nýjabæ fær
líka góðar einkunnir og má segja
um alla þessa hesta að þeir séu ein-
staklega jafnvígir á allan gang. Til
dæmis fær Glymur 9 fyrir tölt og
8,5 bæði fyrir brokk og skeið. Sólon
fær 9 fyrir bæði tölt og brokk og 8
fyrir skeið og einnig 9 fyrir hægt
tölt og Aðall fær 8,5 fyrir tölt,
brokk og skeið. Þetta eru því fljúg-
andi jafnvígir alhliða hestar.“
Nokkuð hefur verið rætt um að
Glymur fái lélegt fyrir fótagerð, eða
6,5, en það vakti athygli við verð-
launaafhendinguna í gær að Guð-
laugur sagði að þrátt fyrir það væri
hryssueigendum alveg óhætt að
nota hestinn til undaneldis. Þeir
ættu þó að velja hryssur með góða
fótagerð á móti honum. Hæfileik-
arnir væru slíkir að nota bæri slík-
an hest í ræktunina. Auk þess bæri
hann fallegan móvindóttan lit og
væri mjög faxprúður, eins og Sólon.
Hrossin og knaparnir
frá sama bæ
Ræktunarbússýningarnar fóru
einnig fram á laugardaginn og var
þátttaka í þeim mjög góð. Alls
sýndu 15 bú afrakstur ræktunar
sinnar og var margt glæsihrossið að
sjá í þeim hópi. Í sýningunni frá
Skipanesi voru ekki bara hrossin
frá Skipanesi, heldur allir knap-
arnir nema einn, þau Stefán Ár-
mannsson ásamt börnum sínum,
þeim Guðbjarti sem var í öðru sæti
í unglingaflokki og hlaut auk þess
knapaverðlaun, Ástu Marý sem var
í fjórða sæti í unglingaflokki og
Svandísi Lilju, sem var í fimmta
sæti í barnaflokki.
Í úrslitum í tölti barna vakti sýn-
ing Rakelar Natalíu Kristinsdóttur
á stóðhestinum Vígari frá Skarði at-
hygli. Þrátt fyrir ungan aldur var
sýningin á við það sem best gerist.
Hún sigraði með einkunnina 7,33.
Opin keppni í A- og B-flokki stóð-
hesta var mjög spennandi og
skemmtileg þótt ekki væru margir
hestar skráðir til leiks. Sviptingar
urðu svo í úrslitum eins og í gæð-
ingakeppninni almennt á mótinu. Í
A-flokki stóðhesta sigraði Dagur
frá Strandarhöfði og Stefán Frið-
geirsson með 8,66, en Tjörvi frá
Ketilsstöðum hafði verið efstur inn í
úrslit. Í B-flokki stóðhesta sigraði
Frakkur frá Mýnesi og Logi Laxdal
með 8,65.
Töltið í náðinni hjá
veðurguðunum
Ekki var síður spennandi úr-
slitakeppnin í opnum flokki í tölti.
Það var eins og veðurguðirnir hefðu
sérstaka samúð með áhorfendum
þegar töltkeppnin var annars vegar
því einna besta veðrið á mótinu var
einmitt þegar forkeppnin í tölti fór
fram og síðan úrslitin. Töltúrslit
eru ein vinsælasta grein stórmóta
og yfirleitt hluti af kvölddagskrá og
svo var einnig nú og sólin skein
dátt á meðan á henni stóð. Þorvald-
ur Árni Þorvaldsson hafði staðið
uppi efstur eftir fína sýningu í for-
keppninni á Blíðu frá Flögu, en nú
kom Viðar Ingólfsson til leiks og
sýndi hvað Tumi frá Stóra-Hofi get-
ur á góðum degi. Hann sigraði eftir
geysispennandi keppni með 8,56 í
einkunn.
Að lokinni hópreið og hugvekju á
síðasta degi mótsins í gær fór fram
verðlaunaafhending kynbótahrossa
og dagskránni lauk með úrslitum í
öllum greinum gæðingakeppninnar.
Í B-flokki var mjög tvísýnt um úr-
slit. Tindur frá Múlakoti var efstur
eftir forkeppnina en þegar búið var
að lesa upp einkunnir voru áhorf-
endur í vafa um hvort Þjótandi frá
Svignaskarði eða Flygill frá Vestri-
Leirárgörðum hefði unnið. Þær
Berglind Rósa Guðmundsdóttir á
Þjótanda og Karen Líndal Mar-
teinsdóttir á Flygli buðu upp á
glæsilegar sýningar á stórkostleg-
um hestum. Úrslitin urðu þau að
Þjótandi fékk 8,69 en Flygill 8,66.
Mót hinna ungu knapa
Flosi Ólafsson á Skolla frá Ak-
ureyri hélt sínum hlut í úrslitum í
barnaflokki og var efstur með 8,59.
Það gerði Sigurborg Hanna Sigurð-
ardóttir á Rökkva frá Oddsstöðum í
unglingaflokki einnig en hún hlaut
8,68. Bæði hækkuðu þau sig frá for-
keppninni. Í ungmennaflokki sigr-
aði Jóhann Kristinn Ragnarsson á
Feyki frá Neistastöðum með 8,57.
Að venju lauk mótinu með úrslit-
um í A-flokki gæðinga og var farið
að blása hressilega þegar þau lágu
fyrir. Eitill frá Vindási kom efstur
inn í úrslit og þrátt fyrir harða
keppni, ekki hvað síst í skeiðinu við
Þengil frá Laugavöllum, hafði hann
sigur með einkunnina 8,74. Greini-
legt að hinn ungi og einbeitti knapi,
Eyjólfur Þorsteinsson, var ekki á
því að láta fyrsta sætið eftir þótt
hann ætti í höggi við margreynda
knapa og góða hesta.
Að mörgu leyti má kalla Fjórð-
ungsmótið 2005 mót hinna ungu
knapa og er ekki spurning að gíf-
urleg framför hefur orðið í reið-
mennsku og hestakosti hjá unga
fólkinu. Það virðist heldur ekki
bangið við að etja kappi við sér
mun eldri og reyndari knapa og
uppskera sigur eins og til dæmis
úrslitin í A- og B-flokki gæðinga
bera með sér.
Úrslit í öllum greinum fjórðungs-
mótsins hafa birst á: www.847.is,
www.eidfaxi.is og www.hestar.net.
Greinilega framför í hrossarækt
og hestamennsku á Vesturlandi
Fjórðungsmót Vesturlands sem lauk á Kald-
ármelum í gær sýndi að hrossarækt og hesta-
mennska á Vesturlandi eru í mikilli framför.
Efstu stóðhestarnir í fjögurra og fimm vetra
flokki stóðu sig sérstaklega vel og er hæfi-
leikaeinkunn hins fjögurra vetra stóðhests,
Glyms frá Innri-Skeljabrekku, með hæstu ein-
kunnum sem svo ungur hestur hefur hlotið. Ás-
dís Haraldsdóttir og Eyþór Árnason fylgdust
með mótinu í misjöfnu veðri.
Áhorfendur á Kaldármelum.
Flygill frá Vestri-Leirárgörðum og Karen Líndal Marteinsdóttir og Þjót-
andi frá Svignaskarði og Berglind Rósa Guðmundsdóttir börðust um 1.
sætið í B-flokki gæðinga. Berglind hafði sigur og er hér með afa sínum og
ræktanda hestsins, Skúla Kristjónssyni, með sigurlaunin.
Morgunblaðið/Eyþór
Flosi Ólafsson hélt sínum hlut í úrslitum í barnaflokki og varð efstur og í 5. sæti í tölti barna, á Skolla frá Akureyri.
Eyjólfur Þorsteinsson einbeittur og ákveðinn í að halda fyrsta sætinu í úr-
slitum í A-flokki gæðinga. Eitill frá Vindási virðist ekki síður áhugasamur.