Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Bourne Identity
Miðasala opnar kl. 15.00
Sýnd kl. 4, 6 og 8
Sýnd kl. 5.30, 8, 10.45 B.i 14 ára
Fréttablaðið
Frá leikstjóra Bourne Identity
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Blaðið
Blaðið
ÞÞ - FBL
„Skotheld frá A-Ö
Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Sýnd kl. 10.20 B.i 10 ÁRA
ÞÞ - FBL
Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i 14 ára
SÖNN ÁST HEFUR
ALDREI
VERIÐ EINS
SVÖRT!
Frá leikstjóra Bourne Identity
Sýnd kl. 8 B.i 14 ára
Blaðið
Missið ekki af svölustu mynd
sumarsins með heitasta pari
heims!
Sýnd kl. 8 B.i 10 ÁRA
AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 38.000 gestir
MORGUNBLAÐIÐ
Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims!
„Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
kl. 5.30, 8 og 10.30
Ó.Ö.H - DV
T O M C R U I S E
I N N R Á S I N
E R
H A F I N
Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 10.30 B.i 14 ára
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20 B.i 10 ÁRA
Sýnd kl. 4 og 6
T O M C R U I S E
I N N R Á S I N
E R
H A F I N
MYND EFTIR
Steven spielberg
MYND EFTIR
Steven spielberg
YFIR 30.0
00 GESTIR
YFIR 30.0
00 GESTIR
POWERSÝNING
KL. 10.30
„Innrásin er girnileg
sumarskemmtun,
poppkornsmynd
af bestu gerð!“
-S.V, MBL
„EKTA STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
„Innrásin er girnileg
sumarskemmtun,
poppkornsmynd
af bestu gerð!“
-S.V, MBL
„EKTA STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
Hróarskelda | Mugison sannaði svo
um munaði á föstudaginn var að það
er engu á þennan dreng logið. Hann
kom fram í Paviliontjaldinu klukkan
13 og skemmst er frá að segja að
hann hafði áhorfendur á valdi sínu
allan tímann. Blaðamaður var nokk
áhyggjufullur fyrir tónleikana,
fannst Mugison allt of snemma á
dagskrá (hann var fyrsta atriðið
þennan dag) og að hugsanlega væri
tjaldið of lítið. En svo var ekki sem
betur fór. Tjaldið var fullt og nokkr-
ir stóðu fyrir utan meira að segja. Í
samtali blaðamanns við yfirmann
Chruncy Frog, sem er ein helsta
neðanjarðarútgáfan í Danmörku um
þessar mundir, kom fram að Mugi-
son er orðið nafn sem mikið er um
rætt í hópum tónlistaráhugamanna
og þessi góða mæting kom honum
því ekki á óvart.
Vafið
Styrkur Mugison liggur m.a. í
mjög sterkri sviðsnálægð. Hann
ræðir við áhorfendur milli laga, gerir
að gamni sínu og segir sögur, á
fölskvalausan og einlægan hátt. Með
þessu náði hann fljótt að töfra tjaldið
með sér og varð stemningin góð og
skemmtileg. Byrjað var á súrri raf-
tónlistarárás sem þróaðist út í „Sad
as a truck“ af Mugimama … plöt-
unni, einni bestu íslensku plötu síð-
asta árs. Svo var rennt í fleiri lög af
þeirri plötu og aðstoðarmenn kynnt-
ir til sögunnar. Rúna, unnusta Mug-
ison, kom á svið til að syngja og á
meðan fylgdist Dýri sonur þeirra
með af áhorfendasvæðinu. Pétur,
einatt kenndur við Tristian, lék þá á
gítar í nokkrum lögum. Biggi, hljóð-
maður Mugison og sérlegur starfs-
maður í Sundlauginni, hljóðveri Sig-
ur Rósar, stýrði þá hljóði með
styrkri hendi. Jöfn og góð stígandi
var í settinu og í lokin grínaðist
Mugison að „eftir næsta lag fer ég út
af sviðinu og þá eigið þið að klappa
eins mikið og þið getið og þá kem ég
aftur og spila „Murr Murr““. Og svo
varð að sjálfsögðu. Á Hróarskeldu
koma fram á milli 100 og 130 lista-
menn og margir týnast í kraðakinu.
Ekki var um slíkt að ræða í tilfelli
Mugison, margir greinilega
ákveðnir í að sjá þennan listamann
frá Íslandi og daginn eftir fékk Mug-
ison fimm „tjöld“ af sex mögulegum
í dagblaði hátíðarinnar, The Festival
Globe.
Patton
Daginn eftir hitti blaðamaður á
Mugison, Rúnu, Dýra og fleiri sam-
ferðamenn á grasbletti einum á há-
tíðarsvæðinu. Stemningin dægileg
enda lítið annað hægt hér á Hróars-
keldu. Sopið var ljúflega á öli á með-
an sólin yljaði og Dýri litli steinsof-
andi með eyrnatappa í eyrum.
Mugison, eða Örn eins og hann
heitir réttu nafni, lýsir því að í fyrra
hafi hann lagt hart að skipuleggj-
endum hátíðarinnar að setja sig inn,
hann hafi sent þeim diska, rafpósta
og fleira og ýtt á eftir. Núna hafi
hann hins vegar flogið inn, hátíðin
hafi æskt eftir því að hann myndi
spila. Hann grunar að m.a. hafi lof-
samleg umsögn Gaffa, helsta tónlist-
arblaðs Danmerkur, um framkomu
hans á Airwaves síðasta haust, vegið
þungt í þessu.
„Þetta var algjör snilld,“ segir
Mugison, spurður um tónleikana en
þetta er í fyrsta skipti sem hann
sækir hátíðina. „Ég bjóst við að
þetta yrðu mestanpart Íslendingar
en svo var tjaldið troðfullt. Ég átti
ekki von á að svona tónlist myndi
trekkja eitthvað, rétt eftir hádegi á
föstudegi. Ég fór skíthræddur í
þetta út af þessari tímasetningu.“
Mugison, Pétur og Biggi eru allir
með börn með sér og Mugison lýsir
stemningunni sem hálfgerðri sígau-
nastemningu. „Það er svo margt að
hugsa. Það er ekki bara hvar fólk
eigi að hittast. Nú þarf að hugsa um
brjóstagjafir og allt sem þessu
fylgir. Þetta er dáldið skondið, þessi
nýi veruleiki.“
Fréttnæmt úr Mugiheimi er að
Ipecac, bandaríska útgáfufyrirtækið
sem Mike Patton stýrir, mun gefa út
Mugimama …is this Monkeymusic?
þar í október. Platan verður í nýju
umslagi sem Rúna og Mugison lýsa
sem mjög flottu. „Þar verður sami
gæi og er utan á Mugimama, ég að
spila á munnhörpu – teikning sem
Raggi Kjartans gerði af mér. En
þessi gaur er nú kominn í her-
mannabúning með ameríska fánann
og sprengjuregn á bak við sig. Mjög
fyndið og flott.“
Cornell
Talið berst að sjálfri hátíðinni og
rætt er um Audioslave, þar sem
Chris Cornell, fyrrum söngspíra So-
undgarden, þenur raddböndin. Fólk
er ekki á eitt sátt, og margir gráta
það að Cornell fer ekki í fals-
ettuhæðirnar lengur. Muggi og fé-
lagar fóru þá á Fantomas og líkaði
vel. Snoop féll þá í kramið, enda
svalasti maður í heimi, en það væri
ágætt ef hann fjallaði um eitthvað
annað en slagsmál og kerlingar eins
og Mugison orðar það. Talið fer nú á
víð og dreif, fólk enda ekki beint
stemmt fyrir hart bransaspjall í
þessu umhverfi.
Að spjalli loknu tekur stór-
fjölskyldan sig svo upp og færir sig
yfir á tjaldsvæðið þar sem vinir
þeirra dvelja. Mugison þurfti síðan
að fljúga til Hollands daginn eftir til
frekari spilamennsku. Mugison og
Four Tet munu þá spila saman í Jap-
an í ágúst. Ítalía og fleiri lönd í Evr-
ópu eru þá í spilunum og Bandaríkin
væntanlega. Það er því yfrið nóg að
gera það sem eftir árs og Mugi-týrið
í fullum blóma.
Hróarskelda 2005 | Mugison vafði áhorfendum um fingur sér
Mugiskelda
Morgunblaðið/Arnar Eggert Thoroddsen
Rúna og Mugison á Hróarskeldu. Á baki Mugison er sonur þeirra.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
DAVE Grohl og félagar í bandarísku
rokksveitinni Foo Fighters eru
komnir til landsins en sveitin heldur
tónleika í Egilshöll á morgun ásamt
Queens of the Stone Age og Mínus.
Sveitin kom í nótt, beint frá Belgíu
þar sem hún hélt tónleika í gær-
kvöldi, með fjörtíu manna fylgdarlið
með sér, fjölskyldur Grohls og nán-
ustu vini liðsmanna. Ástæðan fyrir
því að þau ruku frá Belgíu strax eftir
tónleikana segir Kári Sturluson vera
þá að Grohl hafi lagt á það mikla
áherslu að vakna á Íslandi til að geta
nýtt daginn sem best. Áformað er að
vera hér fram á fimmtudag og munu
þeir hafa nóg fyrir stafni, að sögn
Kára. Hann segir Grohl mikið í mun
að sýna sínu fólki Ísland og hvers
vegna hann hafi fallið svo fyrir landi
og þjóð er Foo Fighters spilaði hér
fyrir tæpum tveimur árum síðan.
Ekki er ólíklegt, segir Kári, að farið
verði með hópinn í skoðunarferðir
um landið og Bláa lónið. Þá ætlar
Chris Shiflett gítarleikari að reyna
að skella sér á brimbretti, eins og
kom fram í viðtali við Morgunblaðið í
síðustu viku.
Í kvöld verður slegið upp veglegri
grillveislu á ónefndum stað skammt
fyrir utan höfuðborgarsvæðið,
kveiktur varðeldur og væntanlega
djammað fram undir morgun.
Góðvinur Grohls, Josh Homme,
og sveitin hans, Queens of the Stone
Age, koma til landsins í dag og er að
sjálfsögðu boðið í grillveisluna. Má
líka búast við að Grohl sé æstur í að
kynna Homme fyrir íslenskum mat
og menningu. Ekki er heldur ólík-
legt að þeim Mínus-drengjum verði
boðið í grillið, en þeir ku vera í mikl-
um metum hjá vinunum Grohl og
Homme.
Tónleikar sveitanna annað kvöld
eru liður í Reykjavík Rocks-
tónlistarhátíðinni og segist Kári m.a.
eiga von á 20 manna hópi aðdáenda
Foo Fighters, sem hafi unnið ferð og
miða á tónleikana í sérstakri verð-
launasamkeppni sem efnt hafi verið
til í Evrópu og auglýst mjög mikið.
Kári stefnir á að efna til blaða-
mannafundar með Queens of the
Stone Age í dag kl. 17. Hann segir
miðasölu ganga vel og nærri 7 þús-
und miða farna en miðasala fer fram
í verslunum 10-11 og á www.reykja-
vikrocks.is. Miðinn kostar 5.900 kr.
Tónlist | Foo Fighters komnir til landsins
Morgunblaðið/Árni Torfason
Gaman verður að sjá hvort Dave Grohl bankar uppá hjá Jóhanni og fé-
lögum hans í Nilfisk, sem hituðu upp fyrir Foo Fighters síðast.
Fjölskylda
og grillfjör