Morgunblaðið - 04.07.2005, Page 8
8 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nærgöngular mynd-ir af fólki í einka-erindum hafa orð-
ið meira áberandi í
fjölmiðlum upp á síðkast-
ið. Vikuritið Hér&Nú, sem
365 prentmiðlar gefa út,
hefur m.a. hvatt almenn-
ing til að taka myndir af
„frægu fólki“ til birtingar.
Persónuvernd er með til
umfjöllunar nokkur mál er
varða myndbirtingar í
fjölmiðlum. Sigrún Jó-
hannesdóttir, forstjóri
stofnunarinnar, segir að
það sé reyndar fyrst og
fremst hlutverk dómstólanna að
skera úr um lögmæti viðkvæmra
myndbirtinga í fjölmiðlum. Þeir
einir geti t.d. skorið úr um það
hvort bótaréttur vegna myndbirt-
ingar sé fyrir hendi. Persónu-
vernd hafi engu að síður í nokkr-
um tilvikum sagt álit sitt á því
hvort umfjöllun í fjölmiðlum hafi
verið sanngjörn og málefnaleg.
M.a. hafi hún tekið afstöðu til birt-
ingar viðkvæmra persónuupplýs-
inga á tiltekinni heimasíðu.
Varðandi þær kvartanir sem
Persónuvernd hafi nú á sínu borði
segir Sigrún að þær varði sumar
almenna fréttamennsku og stjórn
stofnunarinnar eigi eftir að taka
endanlega afstöðu til þess að
hvaða marki umfjöllun um þessi
mál falli undir hennar valdsvið.
Varðandi myndatökur á sund-
stöðum borgarinnar án vitundar
eða samþykkis viðkomandi bendir
Sigrún á að slíkar myndatökur
kunni að lenda utan við lög og rétt
ef þær eru til einkanota. Engu að
síður beri stjórnendur sundstaða
ákveðna ábyrgð gagnvart sund-
laugargestum, m.a. stýri þeir að-
gangi ljósmyndara að stöðunum.
Ekki sé sjálfgefið að einstaklingur
hafi, með því einu að mæta á sund-
stað, samþykkt að mynd af honum
fáklæddum sé birt, s.s. á Netinu.
Engar kvartanir borist
Steinþór Einarsson, markaðs-
stjóri ÍTR, sem er umsjónar- og
rekstraraðili sundstaðanna í
Reykjavík, segir að undantekn-
ingarlaust verði fjölmiðlar að
biðja um leyfi fyrir myndatökum á
sundstöðum og það sé jafnan veitt
þegar um mannlífsmyndir sé að
ræða, þ.e. myndir sem snúast ekki
um tiltekna persónu. Engar
kvartanir hafi borist sundstöðun-
um undanfarin ár vegna þessa.
Steinþór segir hins vegar var-
hugavert ef fjölmiðlar misnoti að-
stöðu sína og myndatökur beinist
að ákveðnum persónum.
Í fyrra var lagt bann við því að
hafa með sér myndavélasíma í
búningsklefa sundstaðanna í
Reykjavík eftir að upp kom tilvik
þar sem myndum var dreift sem
teknar voru þar.
Steinþór bendir sömuleiðis á að
ÍTR hafi umsjón með ylströndinni
í Nauthólsvík en gestir þar voru
120.000 í fyrrasumar. Fjölmiðlar
séu duglegir að birta myndefni
þaðan og aldrei hafi borist kvart-
anir vegna þessa.
Ekki má birta hvað sem er
í skjóli tjáningarfrelsis
Sigrún Jóhannesdóttir hjá Per-
sónuvernd bendir á að þegar
myndir séu birtar í fjölmiðlum
verði ávallt að virða almenn
ákvæði laga um meðferð persónu-
upplýsinga, einkum 7. gr., þar sem
segir að meðferð persónuupplýs-
inga skuli vera með sanngjörnum,
málefnalegum og lögmætum
hætti. Ekki megi í skjóli tjáning-
arfrelsisins birta, hvort sem er í
bók, tímariti eða öðrum fjölmiðli,
hvað sem mönnum dettur í hug.
Það sé hins vegar hlutverk dóm-
stóla en ekki Persónuverndar að
kveða upp úr um það hvort einka-
lífsréttur hafi verið brotinn þann-
ig að menn
þurfi að svara til saka, s.s. með
greiðslu sektar eða greiðslu bóta.
Sigrún vísar í svonefndan Kar-
ólínudóm þar sem myndir voru
teknar af Karólínu Mónakóprins-
essu án hennar vitundar og birtar
í þýskum fjölmiðlum. Mannrétt-
indadómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu að myndirnar hefðu
ekki tengst opinberum athöfnum
og var varnaraðilinn talinn hafa
brotið gegn 8. gr. Mannréttinda-
sáttamála Evrópu sem fjallar um
friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.
Samkvæmt dómnum er ekki
nóg að um opinbera persónu sé að
ræða til að réttlæta nærgöngular
myndatökur, að sögn Sigrúnar.
Opinberar persónur
„Þótt einhver sé opinber per-
sóna á hann rétt til að njóta frið-
helgi um einkalíf sitt. En vissulega
skiptir samhengið máli og þegar
um opinberar persónur er að ræða
geta atriði sem allajafna flokkast
til einkalífsupplýsinga átt erindi
við almenning. Það á t.d. við ef
birting slíkra upplýsinga skiptir
máli fyrir hagsmuni samfélagsins
og máli skiptir hvort mynd er tek-
in á almannafæri eða ekki.“
Sigrún segir að í lögum sé ekk-
ert ákvæði sem geri greinarmun á
því hvort eingöngu sé um að ræða
myndbirtingar eða hvort myndir
séu textaðar, með skálduðum um-
mælum eða meinfýsnum háðs-
glósum. Slíkur texti skipti þó máli
við heildarmat á lögmæti frétta-
mennskunnar auk þess sem hann
veki alltaf spurningar um hvort
viðkomandi blaðamenn kunni ekki
einföldustu mannasiði.
Fréttaskýring | Viðkvæmar myndbirtingar
Þögn er ekki
samþykki
Dómstólanna að úrskurða um hugs-
anleg brot á einkalífsrétti
Mannlífsmynd úr laugunum.
Úrskurðar siðanefndar
BÍ beðið
Aðstandendur mannsins sem
haldið var sofandi í öndunarvél á
Landspítala –háskólasjúkrahúsi
eftir að hann greindist með her-
mannaveiki fyrir nokkru kærðu
umfjöllun DV um málið.
Óánægja þeirra sneri einkum að
„tilefnislausri nafnbirtingu“ og
myndbirtingu á forsíðu blaðsins,
sem hafi brotið gegn 3. gr. siða-
reglna BÍ sem m.a. kveður á um
vandaða framsetningu og tillits-
semi í vandasömum málum.
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
Mývatnssveit | Ferðaþjónusta fer stöðugt vaxandi í
Mývatnssveit. Bændur í Vogum 1, þau Ólöf og Leifur
Hallgrímsbörn, og fjölskyldur þeirra eru um þessar
mundir að taka í notkun 20 gistiherbergi, öll með baði.
Herbergin eru í tveimur bjálkahúsum sem þau keyptu
frá Eistlandi og eru reist í fallegu umhverfi. Fyrir var í
Vogum ferðaþjónustufyrirtækið Vogabændur og var í
sameign bænda. Í vetur urðu eigendaskipti á því fyr-
irtæki er Þórhallur Kristjánsson keypti aðra hluthafa
út.
Hann getur hýst 64 til 67 gesti en auk þess rekur
hann tjaldstæði.
Morgunblaðið/BFH
Bjóða gistingu í bjálkahúsum