Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 33
MENNING
GALLERY Turpentine er kærkom-
in viðbót við flóru sýningarsala í
Reykjavík. Eins og nafnið gefur til
kynna þá er áherslan lögð á málverk
og galleríið flokkast undir sölugallerí
þar sem hugmyndin er að reksturinn
standi undir sér en sé ekki háður
menningarstyrkjum á borð við þá
sem „framsæknir“, „tilrauna“- eða
„non-profit“ sýningasalir reiða sig á.
Galleríið samanstendur af deild sem
sinnir forvörslu verka, sýning-
araðstöðu verka sem eru til sölu hjá
galleríinu eftir valda listamenn og
síðast en ekki síst veglegum sýning-
arsal sem hýsir tímabundnar sýn-
ingar valinna listamanna. Það er
þessi sýningarsalur sem gefur gall-
eríinu tækifæri til að tengja starf-
semina þeirri myndlistarumræðu
sem á sér stað í samfélaginu og lyfta
starfseminni (og markaðssetning-
unni) skör ofar en listaverkaverslun
ein og sér er. Sýningarsalurinn gefur
því frábært tækifæri fyrir galleríið
sjálft og listamennina til að bjóða upp
á heildstæðar sýningar eða kynn-
ingar á listamanni/mönnum og getur
þegar best lætur brúað bilið milli um-
ræðu og orðræðu samtímalistarinnar
og myndlistarinnar sem söluvöru.
Fyrstu fjórar sýningarnar náðu allar
að einhverju leyti að beina kastljósi á
verk ákveðinna listamanna, hug-
myndir þeirra, aðferðafræði og af-
stöðu í myndlistarheiminum, stund-
um með hjálp upplýsandi texta í
fréttatilkynningu eða sýning-
arskrám. Samsýning á verkum Gull-
penslanna veldur því ákveðnum von-
brigðum fyrir þá sök að hana skortir
einhverja sýn eða samhengi, umræðu
eða úttekt, eða einfaldlega metnað í
framkvæmdinni. Erfitt er að sjá
hvort sýningarstjórnin er í höndum
gallerísins eða listamannahópsins en
hvort heldur sem er þá eru hvorugir
að standa sig við framkvæmdina.
Framlag listamannanna er mjög
mismunandi að magni og vægi og
sumir virðast bara vera með til að
vera með. Verkin eru þó mörg
áhugaverð í samhengi við persónu-
lega þróun hvers listamanns um sig
og koma ágætlega út í rýminu, en
sýningin sjálf nær þó ekki að að-
greina sig frá listaverkasölubúð-
arhluta gallerísins. Engar upplýs-
ingar fylgja aðrar en verðlisti þar
sem nöfn listamannanna koma fram
(ekki alltaf rétt skrifuð) ásamt verk-
unum (ekki tekið fram hvenær þau
voru gerð). Ekki eru einu sinni lág-
marksupplýsingar um hvað Gull-
penslarnir standa fyrir eða hafa stað-
ið fyrir hingað til. Í hinu viðkvæma
sambandi milli gallería og lista-
manna getur skapast togstreita,
jafnvel valdabarátta um hvernig eigi
að framkvæma hlutina en hér virðist
hið öfuga eiga sér stað þar sem hlut-
leysið ræður ríkjum.
Gallery Turpentine hefur alla
burði til að virkja þá þrjá þætti starf-
seminnar sem fyrir eru þannig að
hver þeirra nái að standa undir nafni
og styrkja heildina. Sýningarsalur
með metnaðarfullum sýningum hef-
ur ákveðna faglega möguleika um-
fram eða meðfram hefðbundinni
myndverkasölu jafnvel þótt aðeins sé
horft á það á forsendum markaðs-
setningar. Ekki síst og sérstaklega
vegna þess að Gallery Turpentine
hefur valið að höndla með verk
margra áhugaverðustu samtímamál-
ara okkar, listamanna sem sumir
hverjir fylla einnig hóp Gullpensl-
anna.
Skortur á samhengi
Verk eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson á sýningu Gullpenslanna.
MYNDLIST
Gallery Turpentine
Ingólfsstræti 5
Sýningin stendur til 9. júlí.
Gullpenslarnir
Þóra Þórisdóttir
SJÁLFSBÓKMENNTIR á tutt-
ugustu öld og helstu einkenni þeirra
er viðfangsefni Sigurðar Gylfa
Magnússonar í bókinni Fortíð-
ardraumar. Þar nálgast Sigurður
Gylfi sjálfsævisöguleg verk út frá
sagnfræðilegu sjónarhorni sem per-
sónulegar heimildir og beitir ein-
sögulegri rannsóknaraðferð (mic-
rohistory) sem er nýstárleg leið
innan sagnfræði. Heitar umræður
hafa átt sér stað meðal sagnfræð-
inga um aðferðafræði, gildi og gæði
einsögulegra rannsókna á und-
anförnum árum en Sigurður Gylfi er
einn helsti talsmaður þess að nýta
óvenjuleg verk til sagnfræðirann-
sókna og að sjálfsævisögur séu dýr-
mætar frásagnarheimildir sem fela í
sér einstaka persónulega tjáningu
(127). Einsögulegar rannsóknir
byggja m.a. á því að heimildir séu
huglægar og „lifandi“ (232) og geti
staðið sem sjálfstæðar einingar.
Endurgerð texta með aðferðum svo-
kallaðrar afbyggingar er mikilvægt
tæki einsögunnar til að skýra eyður
og óleystar gátur fortíðar. Smáar
vísbendingar segja oft meira en stór-
sagan að þeirra mati; innsæi vegur
þyngra en rökhugsun; svokölluð
„örugg vitneskja“ er ekki til (229).
Tilgangurinn er að nálgast heimildir
á óvenjulegan og frjóan hátt og
varpa þar með nýju ljósi á fortíðina:
„Ef við ætlum að ná utan um heim-
inn sem hér er lýst, þá er eina leiðin
sú að nálgast heimildir úr fortíðinni
sem skynræna miðla sem krefjast
þess af þeim sem þá nota að reynt sé
að glíma við umfang þeirra út frá
fjölbreyttum skynjunarleiðum,
marggerð textans. Þannig verður
umfang hinnar sagnfræðilegu grein-
ingar áhugaverðara og landamæri
fræðigreinarinnar opnast og hleypa
inn nýjum straumum og áhrifum“
(235).
Fyrsti hluti Fortíðardrauma, Sög-
ur í sögum, dreg-
ur upp skyndi-
mynd af lífshlaupi
höfundar og þar
er fjallað almennt
um birtingarhátt
sjálfsins og sér-
stöðu sjálfs-
ævisagna sem
heimilda. Í öðrum
hluta bókarinnar
eru sjálfs-
bókmenntir skilgreindar og því lýst
hvernig þær geti nýst til að greina
sjálfsmótun. Sigurður Gylfi skiptir
sjálfsævisögum í fimm flokka: sjálfs-
ævisögur, endurminningarit, sam-
talsbækur, skáldævisögur og ævi-
sögur, og tekur dæmi um hvern
flokk fyrir sig. Flokkun Sigurðar
Gylfa er bæði skýr og einföld og sýn-
ir ágætlega meginlínurnar í þessum
flokki bókmennta. Viðmiðunin er
„staða höfundarins í verkinu“ (41) og
þau öfl sem hafa áhrif á minning-
arnar. En hann lendir í sömu krísu
og aðrir fræðimenn sem fjalla um
sjálfsbókmenntir: flokkarnir skarast
og skrika undan skilgreiningunum
en hann telur að skörunin sé afleið-
ing af menningarástandi samfélags-
ins hverju sinni. Í þriðja hluta bók-
arinnar er fjallað um heimildir
tengdar sjálfinu, s.s. þjóðlegan fróð-
leik, dagbækur og minningargreinar
og afstöðu sagnfræðinga til þeirra.
Löngum hafa bæði sagn- og bók-
menntafræðingar sniðgengið þjóð-
legan fróðleik í rannsóknum sínum
og hvorki litið á þetta framlag alþýð-
unnar sem verðugt né vísindalegt
viðfangsefni, segir Sigurður Gylfi.
Hér hefði e.t.v. verið lag að fjalla um
bókmenntarannsóknir og lífsstarf
Matthíasar Viðars Sæmundssonar
sem jafnan beindi sjónum sínum að
óvenjulegum og persónulegum
heimildum og skoðaði sögu sjálfsins í
íslenskum bókmenntum sérstaklega.
Nálgun Sigurðar Gylfa á alþýðu-
fræðimenn fyrri tíðar er bæði já-
kvæð og tímabær, hann talar um þá
sem þriðja aflið og líkir þeim við
óformlegar stofnanir (141) sem
áhugasamir lesendur gátu gengið að
og segir þá í einhverjum skilingi
vera „ígildi menningarstofnana“
(142) og „prentsmiðju fólksins“
(143). Þessir neftóbakskarlar fram-
leiddu handrit í erg og gríð sem
gengu manna á milli og áttu mik-
ilvægan þátt í framgangi íslenskrar
alþýðumenningar, segir Sigurður
Gylfi og er mikið niðri fyrir. Í fjórða
hluta bókarinnar er fjallað um kenn-
ingar og rannsóknaraðferðir og þar
talar Sigurður Gylfi um sinnuleysi
íslenskra fræðimanna gagnvart per-
sónulegum heimildum (192) en nefn-
ir þó fjórar mikilvægar undantekn-
ingar þar frá; tvo gamalreynda
sagnfræðinga, sjálfan sig og ein-
söguskólann.
Fimmti hluti Fortíðardrauma
fjallar um fjölmiðlafárið í kringum
fyrsta bindi ævisögu Halldórs Lax-
ness (2003) eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson. Sú umræða dregur
fram í dagsljósið ýmis vandamál sem
tengjast menningarlegu umhverfi
sjálfsbókmennta, s.s. sölugildi ævi-
sagna sem veldur því stundum að
þær eru unnar í miklum flýti; að ævi-
saga getur afhjúpað persónulegt líf
fólks á afgerandi hátt sem lesandi
bregst misjafnlega við; hagsmunir
fólks sem kemur við sögu og staða
höfundar getur orðið mjög erfið og
loks fá ævisögur og sjálfsbók-
menntir yfirleitt ekki nógu mark-
vissa umfjöllun hjá gagnrýnendum
(242–244), segir Sigurður Gylfi.
Hann lýsir málarekstri eftir útkomu
fyrsta bindisins og kemst að þeirri
niðurstöðu að hefði Hannes farið þá
leið að fjalla um Halldór Laxness
sem þá goðsögn sem hann var og
unnið með tákn, merkingu og ímynd-
ir í stað þeirra aðferðar sem hann
beitti hefði hann komist hjá flat-
neskjunni og gæsalappaganginum.
Hann segir Hannesarmálið að
mörgu leyti vera dæmigert fyrir
flókna og óljósa stöðu sjálfs-
bókmennta nú á tímum og deilurnar
um verkið afhjúpi þær aðferðir sem
valdhafar beita til að beina orðræð-
unni í þann farveg sem þeim er
þóknanlegur.
Lokakafli Fortíðardrauma ber
heitið Sjálfið í sögum og fjallar um
sjálfstjáningu nú á dögum „í heimi
sem er á fleygiferð“ (306). Lokakafl-
inn er stuttur og felur í sér fögur fyr-
irheit um næstu bók, Sjálfssögur,
minni, minningar og saga, sem vænt-
anleg er í bókabúðir fyrr en varir.
Fortíðardraumum fylgir ítarleg
heimildaskrá og afar gagnlegur við-
auki Moniku Magnúsdóttur: Skrá
um útgefnar sjálfsævisögur, end-
urminningarit og samtalsbækur
(viðtöl) frá upphafi til ársins 2004.
Þar er gerð athyglisverð tilraun til
greiningar þess efnis sem skrárnar
ná yfir og m.a. skoðað hlutfall kven-
og karlrithöfunda í sjálfsbók-
menntum. Í bókarlok er einnig að
finna drög að skrá um sjálfs-
ævisögur í handritum eftir Kára
Bjarnason en hún er „hugsuð sem
fyrsta skrefið í átt að yfirliti um þá
fjölbreyttu flóru sjálfstjáningar sem
því miður liggur enn undir yfirborði
handritanna“ (406). Báðar þessar
skrár eru hvalreki fyrir fræðimenn
og áhugasama lesendur og verða
þær örugglega til þess að beina
meiri athygli að þessari merku og
mikilvægu bókmenntategund.
Fortíðardraumar er níunda bókin
í röð sýnisbóka íslenskrar alþýðu-
menningar. Ég hef sjaldan lesið
fræðirit sem er jafn sjálfhverft. Höf-
undur er ágengur og sínálægur og
vísar sífellt í sjálfan sig, en hann er
skemmtilegur og verkið rennur vel
áfram, ekki síst þegar síga tekur á
seinni hlutann. Margar áhugaverðar
kenningar koma fram í bókinni, í
neðanmálsgrein bls. 200 gefur Sig-
urður Gylfi t.d. skemmtilega harð-
soðið yfirlit um einkenni íslenskrar
sagnfræði – frá pólitískri hetjusögu í
þjóðernislegum stíl Páls Eggerts
Ólasonar til póstmódernískrar orð-
ræðugreiningar vorra daga – og
finnur þar skýringar á hversu lítið
sagnfræðingar hafa sótt í sjóði
sjálfsævisagna hingað til. Með fræði-
legum rökum og dæmum og ferskri
sögusýn tekst Sigurði Gylfa að fá
lesandann á sitt band og samþykkja
helstu niðurstöðu bókarinnar; að
formlegur strúktúr samfélags hafi
knúð einstaklinginn til að lýsa sjálfi
sínu sem heilu og rökrænu allt til
síðustu ára tuttugustu aldar en þá
hafi upplausn og sundrung orðið
hlutskipti mannsins og sjálfs-
ævisöguleg verk nýrra tíma ein-
kennist því frekar af brotum og svip-
myndum (307).
Sjálf og sagnfræði
Steinunn Inga Óttarsdóttir
BÆKUR
Sagnfræði
Eftir Sigurð Gylfa Magnússon.
Háskólaútgáfan 2004.
Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir
á Íslandi
Sigurður Gylfi
Magnússon
BOOKER Taliaferro Jones, liðsmaður Booker T & The MG’s, leikur hér á
hljómborðið á 39. Montreux-djasshátíðinni á laugardag. Fjöldi fólks leggur
leið sína á hátíðina ár hvert.
Reuters
Djass í Montreux