Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vertu nærgætin/n og samvinnuþýð/ur í dag. Þú lætur stundum freistast til þess að reyna að ráðskast með fólk og þröngva því til þess að vera þér sam- mála um eitthvað. Ekki vera ýtin/n. Naut (20. apríl - 20. maí)  Stilltu þig um að fá fjármál eða ótil- greinda dauða hluti á heilann. Ef þú vilt ekki láta eitthvað af hendi skaltu sleppa því. En ekki fara alveg úr jafn- vægi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samskipti þín við aðra, ekki síst maka og nána vini, einkennast af ákefð í dag. Ástæðan er sú að þú ert að reyna að breyta einhverjum eða bæta, eða öfugt. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er heltekinn af sterkum til- finningum án þess að átta sig á orsök- inni. Ástæðan er tunglið, sem er í spennuafstöðu við Plútó, plánetu hreinsunar og umbreytinga. Þetta líð- ur senn hjá. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið á að sýna háttvísi í sam- skiptum í dag og ekki að láta undan þörfinni fyrir að þröngva öðrum til samþykkis við sig. Slepptu því og slakaðu á. Lífið er stutt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Forðastu valdabaráttu við foreldra og yfirboðara í dag. Hún leiðir bara til gremju og uppnáms. Við slíkar að- stæður fer enginn með sigur af hólmi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fólki er oft mikið niðri fyrir þegar trúar- og stjórnmálaskoðanir eru ann- ars vegar. Þegar upp er staðið eru all- ir að leita hamingjunnar, enginn vill hið gagnstæða. Sýndu manngæsku. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er í lagi að vilja ekki lána eitthvað sem maður á. Ef einhver vill ekki lána þér eitthvað sem hann á er það líka í lagi. Hafðu það bak við eyrað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vertu þolinmóð/ur og nærgætin/n við maka og nána vini í dag. Tunglið er beint á móti bogmanninum í dag og líka Plútó, plánetu hreinsunar. Það getur ýtt undir togstreitu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er með fastmótaðar hug- myndir um það hvernig hún á að fara að því að bæta heilsu sína og vinnuað- stæður. Aðrir þurfa ekki að vera á sama máli og þú. Gerðu það sem þér er unnt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sýndu börnum þolinmæði í dag og ekki sýna ástvinum eða maka af- brýðisemi. Tilfinningalífið er í upp- námi um þessar mundir, ekki bregð- ast of harkalega við. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Valdabarátta við heimilisfólk, ekki síst foreldra, er líkleg í dag. Er það óhjákvæmilegt? Nei, alls ekki. Þol- inmæði, háttvísi og umburðarlyndi eru lykilatriði. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbarn dagsins: Þú berð innilega umhyggju fyrir náung- anum og hefur háleitar hugmyndir um heimilið. Reyndar er fjölskyldan und- irstaða lífshamingju þinnar. Þú þarft að eiga hlýtt og notalegt hreiður til þess að hverfa að. Þú styður við bakið á fólki. Þýðingarmiklu tímabili er senn að ljúka. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ánýliðnu þingi voru samþykkt lög umNeytendastofu og talsmann neytenda.Síðastliðinn föstudag var Löggilding-arstofa lögð niður, Neytendastofa opn- uð og Gísli Tryggvason settist í stól talsmanns neytenda. – Hvað gerir talsmaður neytenda? „Ég mun standa vörð um hagsmuni og rétt neytenda og reyna að stuðla að aukinni neyt- endavernd. Ég bregst við erindum sem mér ber- ast um brot gegn hagsmunum neytenda og leið- beini neytendum um hvaða leiðir eru færar til að leita réttar síns innan stjórnsýslunnar og hjá dómstólum. Ég mun einnig gefa út álitsgerðir og setja fram tillögur um úrbætur á lögum og reglum er varða neytendur sérstaklega. Auk þess má segja að þetta sé kynningarstarf. Talsmaður neyt- enda kynnir lög og reglur er varða neytendamál.“ – Hver væru svipuð embætti hér á landi? „Til dæmis umboðsmaður Alþingis sem hefur aðhald með stjórnvöldum og borgarar geta leitað til. Einnig umboðsmaður barna.“ – Var embætti talsmanns neytenda tímabært? „Já, ég tel það. Ég held að stöðugt meiri þrýst- ingur hafi verið orðinn á að stuðla að aukinni neyt- endavernd og gæta betur hagsmuna og réttinda neytenda, sérstaklega samfara auknu frelsi í við- skiptalífinu. Þetta frelsi hefur auðvitað bætt hag fólks að mörgu leyti en um leið aukið þörfina á því að hagsmunum neytenda sé sinnt sérstaklega og með sjálfstæðari hætti.“ – Á hvað hyggstu leggja áherslu? „Ég er ekki farinn að leggja neinar sérstakar áherslur enn en vona að ekki líði langur tími þang- að til neytendavitund verði orðin meiri, réttur neytenda verði meira virtur og þeir sjálfir þekki rétt sinn. Ég vona að þær ágætu reglur sem þegar eru til fyrir neytendur verði virkari, gegnsæið meira og brotum gegn neytendum fylgi einhver viðurlög.“ – Hvernig má nálgast talsmann neytenda? „Embættið hefur aðsetur hjá Neytendastofu í Borgartúni 21.“ – Hvernig leggst starfið í þig? „Mjög vel. Ég er spenntur að takast á við og þróa þetta nýja embætti. Ég hef lengi haft áhuga á neytendamálum og sinnt þeim með ýmsum hætti, bæði í félagsstarfi og sem neytandi. Ég bjó í nokkur ár í Danmörku og þar er miklu meiri neytendavitund en hér á landi. Það hefur örugg- lega mótað mig að einhverju leyti. Danir eru með- vitaðari um rétt sinn og stöðu en Íslendingar og neyta ef til vill ekki jafnmeðvitundarlaust og mörgum finnst Íslendingar gera.“ Starf | Gísli Tryggvason hefur tekið við nýju embætti talsmanns neytenda Réttur neytenda verði virtur  Gísli Tryggvason er fæddur í Bergen í Nor- egi árið 1969. Hann er alinn upp á Akureyri og bjó á unglingsárunum í Danmörku, þar sem hann lauk menntaskóla. Gísli útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og lauk MBA- gráðu í Háskólanum í Reykjavík síðastliðið sumar. Hann hefur verið lögmaður og framkvæmdastjóri BHM og sjóð- anna sem samtökin reka síðan í árslok 1998. Gísli tók við nýju embætti talsmanns neyt- enda þann 1. júlí. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 geðveika, 8 kjökrar, 9 aldna, 10 mán- aðar, 11 kaka, 13 gefa frá sér djúp hljóð, 15 sam- komum, 18 náðhús, 21 fiskur, 22 hryssu, 23 að baki, 24 heimska. Lóðrétt | 2 reiður, 3 marg- nugga, 4 bleytukrap, 5 los- um allt úr, 6 ljós á lit, 7 vegur, 12 tala, 14 ylja, 15 klína, 16 glatar, 17 ílátin, 18 skarð, 19 hittir, 20 vit- laus. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 helft, 4 skörp, 7 rúman, 8 ólgan, 9 dýr, 11 nart, 13 ældi, 14 álfur, 15 blær, 17 arða, 20 óra, 22 kolin, 23 líkum, 24 akrar, 25 arður. Lóðrétt: 1 hýran, 2 lemur, 3 tind, 4 stór, 5 öngul, 6 penni, 10 ýlfur, 12 tár, 13 æra, 15 baksa, 16 ætlar, 18 rokið, 19 aum- ur, 20 ónar, 21 alda.  Myndlist Austurvöllur | Ragnar Axelsson. Ljós- myndasýningin „Andlit norðursins“ til 1. sept. Árbæjarsafn | Gunnar Bjarnason sýnir í Listmunahorninu forn vinnubrögð í tré og járn. Bragginn – Öxarfirði | Fagurlist yst sem innst. Innsetningar, málverk, skúlptúr. 300 kr. Til 16. júlí. Café Karólína | Vilhelm Anton Jónsson (Villi naglbítur) sýnir til 22. júlí. Café Presto | Reynir Þorgrímsson Skart- gripir Fjallkonunnar. Deiglan | Kristján Pétur Sigurðsson til 24. júlí. Eden, Hveragerði | Hilmar J. Höjgaard til 10. júlí. Galíleó | Árni Björn Guðjónsson sýnir um 20 olíumyndir af íslensku landslagi. Sýn- ingin stendur til 29. júlí. Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí BOX | Sigga Björg Sigurðardóttir til 9. júlí. Gallerí Tukt | Iðunn Árnadóttir til 9. júlí. Gerðuberg | Menningarmiðstöðin Gerðu- berg er lokuð frá 1. júlí til 15. ágúst vegna sumarleyfa. www.gerduberg.is. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson Fiskisagan flýgur ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21 ágúst. Hrafnista, Hafnarfirði | Trausti Magn- ússon sýnir málverk og ljósmyndir í menn- ingarsal til 23. ágúst. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í Bergen. Til 4. sept. Jónas Viðar Gallerí | Undir Hannesi. Sam- sýning 10 listakvenna til 17. júlí. Kaffi Mílanó | Jón Arnar sýnir olíumyndir á Kaffi Mílanó. Myndefnið er borgarlíf, tónlist og náttúran. Ketilhúsið, Listagili | Í minningu afa. Sýn- ing á kínverskri myndlist til 24. júlí. Kringlan | World Press Photo. Sýning á bestu fréttaljósmyndum ársins 2004. Til 24. júlí. Laxárstöð | Sýning Aðalheiðar S. Eysteins- dóttur, Hreindýr og dvergar í göngum Lax- árstöðvar. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn- ingu má nú sjá sænskt listgler. Um er að ræða rúmlega 60 verk eftir 50 helstu gler- listamenn Svía, úrval hins besta úr heimi nytjaglers og skúlptúrglers. Sýningin kem- ur frá Hönnunarsafni Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer, til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sumarsýning Listasafns Íslands. Listhús Ófeigs | Hafsteinn Austmann til 8. júlí. Norræna húsið | Andy Horner til 28. ágúst. Pakkhúsið | Sigurður Mar Halldórsson – ljósmyndasýning. Sýningin nefnist Horn- firðingar. Til 9. júlí. Ráðhús Reykjavíkur | Anna Leós sýnir til 10. júlí. Skaftfell | Vesturveggurinn. Kolbeinn Hugi sýnir til 10. júlí. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Sjá nánar www.or.is. Þjóðminjasafn Íslands | Skuggaföll. Port- rettmyndir Kristins Ingvarssonar. Þjóðminjasafn Íslands | Story of your life – ljósmyndir Haraldar Jónssonar. Listasýning Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sumar frá kl. 10–17. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík, svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjöl- um sem varpa ljósi á sýn ferðamanna á Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur kynnt sig fyrir ferðamönnum frá 18. öld til dagsins í dag. Aðgangur er ókeypis. Bókasafn Seltjarnarness | Sýning á brúðum Rúnu Gísladóttur kl. 10–19 til 15. júlí. Norska húsið í Stykkishólmi | Sýning til- einkuð samfelldum veðurathugunum á Ís- landi í 160 ár (til 1. ágúst). Svartfugl og hvítspói | Sveinbjörg Hall- grímsdóttir með grafíksýninguna Blæ til 17. júlí. Söfn Árbæjarsafn | Útiminjasafn með fjöl- breyttum sýningum, leiðsögumönnum í búningum og dýrum í haga. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Á Borg- arskjalasafni Reykjavíkur stendur yfir sýn- ingin Through the Visitor’s Eys, þar sem fjallað er um þróun ferðaþjónustu í Reykja- vík og hvernig ferðamenn upplifðu borgina. Textar á íslensku og ensku. Sýningin er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15 og er opin alla daga. Aðgangur er ókeypis. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menning er gott að slaka á og njóta veit- inganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norð- urlöndunum. Opið frá kl. 11–17. Námskeið Árbæjarsafn | Örnámskeið í flug- drekagerð, tálgun, þæfingu, glímu og kveð- skap. Námskeiðin eru ætluð börnum í fylgd með fullorðnum og eru kl. 13–16. Tálgun: 5.7, 13.7. Glíma: 9.7., 14.7. 6.7. Kveðskapur: 23.7. Verð 1.000–2.500 á mann. Upplýs- ingar og skráning í síma 411 6320. Staður og stund http://www.mbl.is/sos EM á Tenerife. Norður ♠G752 ♥109643 S/NS ♦-- ♣D963 Vestur Austur ♠1086 ♠KD943 ♥G7 ♥ÁD82 ♦D653 ♦K1074 ♣KG87 ♣-- Suður ♠Á ♥K5 ♦ÁG982 ♣Á10542 Á fyrri stigum opnu sveitakeppn- innar á Tenerife mættust kunningjar frá London, sem oft höfðu eldað saman grátt silfur við spilaborðið. Enda var hvergi gefið eftir: Vestur Norður Austur Suður Price Zia Simpson Robson -- -- -- 1 tígull Pass 1 hjarta 1 spaði 2 lauf Pass Pass Dobl Redobl Pass (?) Pass Pass Aldrei þessu vant er Zia Mahmood í aukahlutverki í blaðaspili! Andy Rob- son vekur á tígli og meldar svo rólega tvö lauf í næsta hring. Austur á vissulega góð spil, en dobið á tveimur laufum er full hvasst, því hann getur búist við að makker sitji sem fastast með fjórlit í laufi. Enda fór það svo – Price taldi sig eiga góða vörn í KG87 í laufi og passaði redobl Rob- sons. (Sem reyndar er vafasamt með þrílitinn í spaða.) Til að gera langa sögu stutta, þá fékk Robson tíu slagi og 1560 fyrir spil- ið. Það gaf 18 IMPa, því á hinu borðinu fóru NS einn niður á fimm laufum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.