Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 15 DAGLEGT LÍF | HEILSA                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur FLESTIR þekkja þá tilhlökkun sem er í því fólgin að komast með fjölskyldunni í frí eftir langan og strangan vetur. Börn hafa oft mikl- ar væntingar til foreldra sinna á þessum tíma. Það á að vera svo gaman, allir saman. Hugsunin um allt sem á loksins að gera með fjöl- skyldunni á 3–4 vikum sem ef til vill hefði mátt dreifa á árið verður til þess að óþægileg spenna getur myndast milli foreldranna. En stundum vakna líka upp áleitnar spurningar. Getum við farið saman í frí? Hvað með börnin? Getum við sent þau á námskeið hluta úr sumr- inu eða verðum við að dekka sum- arið með því að skipta upp fríinu okkar? Hvert á að fara? Hvað get- um við gert? Hvað leyfir fjárhag- urinn? Sem betur fer kunna langflestir að njóta þess að fara í frí og kunna að skipuleggja það með fjölskyld- unni og er það af hinu góða. En hjá sumum getur fríið einnig kallað fram óöryggi og depurð þar sem foreldri sér ekki fram úr hlutunum og á erfitt með að gleðjast. Það er nefnilega þannig að stundum getur fríið komið róti á tilfinningar okkar og við leyfum erfiðum tilfinningum að gegnsýra huga okkar. Fríið verður að martröð Þegar kvíði og spenna fara sam- an í einhvern tíma hefur það einnig áhrif á svefnmynstrið á þann hátt að einstaklingurinn sefur verr og verður þreyttur og framtakslaus. Þá getur verið stutt í þunglyndi sem hefur ekki bara áhrif á ein- staklinginn heldur alla fjölskyld- una. Sá þunglyndi dregur þá aðra nákomna niður með sér og fríið breytist í martröð. Aðrir fara með opnum huga í frí- ið og allt á að vera svo æðislegt. Það er farið í dýrar ferðir þar sem drykkja áfengis fer úr böndunum og börnin eru skelfingu lostin yfir rifrildi foreldranna. Minningar frá þessum fríum geta svo kallað fram kvíða og vanmetakennd jafnt hjá þeim fullorðnu sem og börnum þeirra. Lífsstíll foreldra hefur áhrif Sum börn eiga tvær fjölskyldur og upplifa því tvenns konar frí og eiga að fá að njóta þess án þess að hitt foreldrið fari að keppa um at- hygli. Það er ljóst að lífsstíll foreldra hefur mikil áhrif á börn. Það að foreldrunum líði vel hefur í för með sér að börnin finna fyrir öryggi, ást, hlýju, stuðningi og umhyggju. Foreldrar sem fylgjast með börn- um sínum í leik og starfi og kynn- ast vinum þeirra sýna börnum sín- um virðingu og efla á þann hátt tengsl og eru góðar fyrirmyndir fyrir börnin. Þeir foreldrar sem eiga við vanda að etja vilja börnum sínum vel og leggja sig fram við að gera sitt besta. Stundum er það erfitt en þá verður utanaðkomandi stuðningur frá ættingjum, vinum og hinu opinbera að koma inn tíma- bundið meðan sá sjúki leitar sér aðstoðar. Allir bera ábyrgð á sinni líðan og því er það mikilvægt að leita sér hjálpar sem fyrst til að komast út úr vandanum og geta notið þess að vera með fjölskyld- unni í leik og starfi. Gerum ekki óraun- hæfar væntingar Gefum okkur tíma til að und- irbúa frí á þann hátt að það komi á einhvern hátt til móts við þarfir allra í fjölskyldunni og gætum hófs hvort sem er í kostnaði, mat eða drykk. Gerum ekki óraunhæfar væntingar því þegar grannt er skoðað er það samveran sem skipt- ir mestu máli og ævintýri og skemmtanir sem við sköpum sjálf en ekki endilega keypt afþreying. Njótum þess að vera til í sumar.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA |Landlæknisembættið Morgunblaðið/Golli Stundum getur fríið komið róti á tilfinningar okkar og við leyfum erfiðum tilfinningum að gegnsýra huga okkar. Samveran skiptir mestu í sumarfríinu Salbjörg Bjarnadóttir, verk- efnastjóri Þjóðar gegn þunglyndi, Anna Björg Aradóttir hjúkr- unarfræðingur, Landlæknisembættinu. LAUGARDAGINN 20. ágúst verð- ur Reykjavíkurmaraþonið ræst af stað í tuttugasta og annað sinn. Margir hafa eflaust hug á því að hlaupa vegalengdirnar í skemmti- skokkinu og eru þegar byrjaðir að æfa sig fyrir það. En hvað þarf manneskja að gera til að koma sér í form fyrir slíkt hlaup? „Það er mjög háð því formi sem einstaklingurinn er í fyrir, en fólk þarf að reyna að hlaupa reglu- bundið áður en það fer í slík hlaup,“ segir Fríða Rún Þórð- ardóttir næringarfræðingur og hlaupakona. Að hennar sögn er gott að byrja að æfa með þriggja mánaða fyrirvara en ef fólk er að koma úr algjörri kyrrsetu þá þarf a.m.k fjögurra mánaða æfing- artíma. „Best er að fara út að hlaupa annan hvern dag eða hlaupa tvo daga í röð og taka svo einn í frí. Við erum að tala um þrjá til fimm kílómetra í einu og svo þyrfti fólk líka að fara sambæri- lega vegalengd og það ætlar að hlaupa og prófa svo leiðina sjálfa til þess að það átti sig á hvað það er að fara út í.“ Fríða Rún segir þó að algjörir byrjendur þurfi ekki að byrja á að hlaupa stanslaust. „Það er gott að byrja að hita upp með því að ganga í tíu mínútur, stoppa, teygja á og hlaupa svo í tvær mínútur, stoppa og ganga í tvær mínútur o.s.frv. Þannig að fólk fari hægt og rólega af stað og ofgeri sér ekki.“ Að sögn Fríðu Rúnar er skemmtiskokk í Reykjavík- urmaraþoninu ekki of mikið fyrir venjulegt fólk ef það fer á sínum hraða og hlustar á líkamann í hlaupinu sjálfu. „Mikilvægt er að fólk sem hefur ekki hreyft sig reglubundið og er komið yfir fer- tugt kynni sér ástand sitt vel áður en það byrjar, til dæmis með því að fara í athugun hjá Hjartavernd áður en það leggur af stað í ein- hverja svona líkamsrækt. Svo er mikilvægt að hvíla sig á milli æf- inga, ef fólk finnur að þetta er of mikið þá á að taka auka hvíldardag og halda áfram seinna.“ Mæta tímanlega og hita upp Fyrir hlaup er mikilvægt að vera ekki nýbúinn að borða stóra máltíð. Fríða Rún segir að fólk verði að passa að það séu alveg tveir tímar síðan það borðaði áður en farið er að hlaupa. „Síðasta máltíðin sem borðuð er fyrir hlaup verður að vera eitthvað létt, t.d. brauð eða banani. Ekki er ráðlegt að vera að prófa eitthvað nýtt. Máltíðin á hlaupadeginum sjálfum er ekki endilega það sem mestu máli skiptir því dagana á undan þarf líka að passa upp á mat- aræðið, sleppa ekki úr máltíðum og drekka mikið vatn.“ Fyrir svona stutt hlaup segir Fríða Rún flesta hafa næga orku til að knýja sig áfram á slíkri vegalengd og óþarfi sé að fara út í einhverja kolvetna- hleðslu. „Ef fólk ælir í hlaupinu þá hefur það að öllum líkindum borð- að of stuttu fyrir hlaup eða er að borða eitthvað sem það þolir ekki.“ Útbúnaðurinn fyrir hlaupið skiptir líka máli. „Góðir skór eru það mik- ilvægasta fyrir hlaupið og alla hreyfingu. Best er að tala við aðila sem eru góðir í því að greina, mæla og ráðleggja varð- andi skó. Val á skóm á ekki að fara eftir útliti þeirra heldur eftir þörf- um hvers og eins, t.d. varðandi stuðning við fót- inn og dempun.“ Fríða Rún segir fólk þurfa að klæða sig eftir veðri. Það eigi að gefa sér nægan tíma fyrir hlaupið, ekki vakna seinna en tveimur til þrem- ur klukkustundum fyrir það og alls ekki mæta á síðustu stundu. „Það er best að mæta hálftíma til þrem- ur korterum fyrr á hlaupastaðinn, skokka örlítið um og hita sig þann- ig upp áður en lagt er af stað. Teygja líka aðeins á kálfum og framan og aftan á lærum. Blóð- rásin þarf að vera komin á hreyf- ingu,“ segir Fríða Rún sem er sjálf ekki ennþá búin að ákveða hvort hún ætlar að hlaupa Reykjavík- urmaraþonið í ár.  HREYFING | Undirbúningur fyrir hlaup „Síðasta máltíðin sem er borðuð fyrir hlaup verður að vera eitt- hvað létt eins og brauð eða banani,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir sem er ein fremsta hlaupakona landsins. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fólk á að fara á sínum hraða og hlusta á eigin líðan Góð ráð fyrir skemmtiskokk:  Athuga hlaupaformið  Borða létta máltíð a.m.k. tveimur tímum fyrir hlaup.  Ekki vakna seinna en tveim- ur til þremur klukkustund- um fyrir hlaup  Vera í góðum skóm  Klæða sig eftir veðri  Mæta tímanlega á hlaupastað  Hita upp  Hlaupa á eigin hraða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.