Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 13
MINNSTAÐUR
PÓSTSENDUM
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Árnesapóteki Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði
ActiChrom
dregur úr sætuþörf og bætir orkuna
Stykkishólmur | Á þessu ári er þess
minnst að 160 ár eru síðan elstu sam-
felldu veðurathuganir hófust á Ís-
landi. Árið 1845 urðu þáttaskil í sögu
veðurathugana á Íslandi þegar Árni
Thorlacius kaupmaður hóf veðurmæl-
ingar í Stykkishólmi og síðan hafa
verið gerðar hér samfelldar veðurat-
huganir.
Í tilefni þessara tímamóta var opn-
uð sýning í Norska húsinu þar sem
rakin er á áhugaverðan hátt saga veð-
urathugana í Hólminum í máli, mynd-
um og munum, sem og fjölbreyttur
ævi- og starfsferill Árna Thorlacius.
Sýningarstaðurinn er vel viðeig-
andi. Árni átti heimili sitt í Norska
húsinu og þar stundaði hann sínar
mælingar.
Magnús Jónsson veðurstofustjóri
opnaði sýninguna og minntist braut-
ryðjandastarfs Árna og mikilvægis
starfsins fyrir veðurfræði á Íslandi.
Hann sagði að í allri umræðu um veð-
urfarsbreytingar í heiminum væru
Stykkishólmsmælingarnar mikilvæg-
ar og þekktar.
Mælitæki Árna Thorlacius hafa
ekki varðveist. Veðurstofan hefur lát-
ið smíða eftirlíkingu af hitamælaskýl-
inu sem Árni hafði utan á einum norð-
urglugga hússins og
úrkomumælinum sem stóð fyrir utan
Norska húsið. Magnús Jónsson af-
henti Norska húsinu tækin að gjöf og
eru þau á sama stað og sams konar
tæki stóðu fyrir einni og hálfri öld.
Mælingar Árna hafa ætíð skipað
hæstan sess veðurathugana Veður-
stofunnar. „Ég tel á engan hallað þótt
ég telji Árna Thorlacius og Svein
Pálsson lækni mikilvægustu veðurat-
hugunarmenn þjóðarinnar,“ segir
Magnús Jónsson „Árni stóð veður-
vaktina frá 1845 til 1889 eða í 44 ár.
Hann sinnti veðurathugunum sínum
af mikilli nákvæmni og alúð og eru
mælingar hans óvenju þéttar,“ segir
Magnús.
Stykkishólmur á lengsta sögu veð-
urmælinga á Íslandi og segir Magnús
Jónsson að bærinn gegni stóru hlut-
verki í þessari sögu og muni halda því
áfram. „Ég legg til við bæjaryfirvöld í
Stykkishólmi að hér verði komið á
laggirnar Veðursögu- og veðurminja-
safni Íslands,“ segir Magnús og bætir
við „Veðurstofan er reiðubúin að
leggja slíku safni til alla þá muni,
minjar og gögn, sem og ráðgjöf, sem
henni er unnt að veita.“
Byggðasafn Snæfellinga setur sýn-
inguna upp í samvinnu við Veðurstof-
una. Steindór Sigurðsson sá um hönn-
un sýningarinnar. Sýningin er opin
daglega á heimili Árna Thorlacius í
Norska húsinu í júlímánuði.
Lagt til að Veðursögu- og veðurminjasafn Íslands verði stofnað í Stykkishólmi
Elsta veðurstöð á Íslandi 160 ára
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Úrkomumælir Nú er kominn úrkomumælir fyrir framan Norska húsið eins
og sá sem Árni Thorlacius notaði við veðurathuganir sínar. Veðurstofan
lét gera mælinn og afhenti Norska húsinu í Stykkishólmi hann að gjöf. Á
myndinni eru Hallgrímur Marinósson, sem smíðaði gripinn, Trausti Jóns-
son, sem veitti ráðgjöf, og Magnús Jónsson veðurstofustjóri.
Eftir Gunnlaug Árnason
garnason@simnet.is
VEFMIÐILLINN Hestar 847,
www.847.is, er nú í eigu
Skessuhorns ehf. á Vest-
urlandi. Daníel Ben Þorgeirs-
son hefur fram að þessu bæði
átt og rekið 847 og mun áfram
starfa við vefinn sem ritstjóri
og tæknilegur ráðgjafi, en
skrifstofuhald, sala og önnur
umsýsla verður samrekin með
annarri starfsemi Skessu-
horns ehf., sem m.a. gefur út
samnefnt fréttablað fyrir
Vesturland og heldur úti vef-
miðlinum www.skessuhorn.is.
Vefurinn 847 hefur verið
starfræktur í fimm ár. Í frétta-
tilkynningu segir að sérstaða
vefjarins sé m.a. virk frétta-
miðlun, spjall, smáauglýsingar
og annar fróðleikur en vef-
urinn fær að jafnaði um 50.000
heimsóknir á mánuði og um
23.000.000 síðuflettingar. Á
vefnum er fjöldi undirvefja,
m.a. vefverslun, krakka- og
unglingavefir, SMS-veita og
virk fréttamiðlun um íslenska
hestinn. Í undirbúningi er enn
frekari útfærsla og stækkun
vefjarins.
Samningur handsalaður
Guðbjörg Ólafsdóttir og
Magnús Magnússon, eigendur
Skessuhorns, ásamt Daníel
Ben Þorgeirssyni.
Skessu-
horn kaup-
ir vinsælan
hestavef
Ólafsvík | Færeysku dagarnir
fóru fram um helgina og lögðu
fjölmargir gestir leið sína til
Ólafsvíkur. Áætlar lögreglan að
um 5-6000 manns hafi verið í
bænum um helgina. Á föstudag
hófust hátíðarhöld með markaði
og fjölmörg börn tóku þátt í
keppni á kassabílum sem þau
höfðu smíðað sjálf.
Um kvöldið var haldin sam-
koma í félagsheimilinu Klifi þar
sem meðal annars var sýndur
færeyskur dans og svo var
bryggjuball þar sem Klakabandið
spilaði fram á rauða nótt. Skap-
aðist mikil stemning á bryggju-
ballinu eins og vananlegt er.
Hátíðarhöldum sem áttu að
fara fram á Þorgrímspalli á laug-
ardag var breytt. Tjöld og annað
lauslegt fauk, og björgunarsveitir
og lögregla áttu fullt í fangi með
að koma gestum í öruggt skjól en
farið var með gesti í íþróttahús
og í grunnskólann. Aðstandendur
hátíðarinnar ákváðu að halda há-
tíðardagskrána í gamla salthús-
inu. Fullt var út úr dyrum og
voru skemmtiatriði mjög fjöl-
breytt. Færeyskur kór söng lög
frá heimalandi sínu og dans-
flokkur frá Þórshöfn sýndi dansa
sem áhorfendur hrifust mjög af.
Auk þess fóru fram úrslit í
söngvakeppninni og kepptu 5
börn til úrslita. Einnig fór hið ár-
lega Héðinsmót í bekkpressu
fram og voru keppendur um 30.
Sett voru tvö Íslandsmet í bekk-
pressunni.
Seinni part laugardags stytti
svo upp og gerði blíðu og
streymdi fólk til bæjarins. Var
mikið líf og öll tjaldstæði full, en
nokkuð bar á ölvun þegar leið á
kvöldið. Stórdansleikur var á
laugardagskvöldið í félagsheim-
ilinu Klifi þar sem hljómsveitin Í
svörtum fötum lék fyrir dansi og
komu 750 manns á dansleikinn.
Á sunnudag lauk svo Fær-
eyskum dögum með færeyskri
messu sem var mjög vel sótt.
Morgunblaðið/Alfons
Prúðbúnar Þessar konur frá Færeyjum skörtuðu færeyska þjóðbún-
ingnum og voru hinar ánægðustu með viðtökunar.
Yfir 5 þúsund gestir
á Færeyskum dögum
Borgarnes | Þeir sem átt hafa leið í
Hyrnutorg í sumar hafa eflaust tekið
eftir stórum ljósmyndum sem þar
prýða veggi. Myndirnar á Áslaug
Þorvaldsdóttir áhugaljósmyndari og
er þetta hennar fyrsta sýning sem
verður fram að verslunarmannahelgi.
„Ég valdi myndirnar sjálf og var
búin að sjá fyrir mér þær svona stór-
ar og settar á striga. Ekkert sérstakt
þema er á sýningunni, bara svona Ás-
laug allskonar,“ segir Áslaug. Mynd-
irnar eru flestar teknar nú alveg á
síðustu árum, ein eða tvær eru aðeins
eldri. Þær eru stækkaðar og settar á
striga og blindramma.
Áslaug er sjálfmenntuð í ljós-
myndun, með gott ljósmyndaauga að
sögn, og hefur haft áhugann lengi
„jafnvel alla tíð, afi var mikill áhuga-
ljósmyndari og hafði ég mjög gaman
af að skoða myndirnar hans. Ég fór
snemma að taka „skrýtnar“ myndir
sem fólk skildi ekki af hverju ég væri
að eyða filmunni á slíka hluti“.
Myndavélin er Olympus OM-1 „göm-
ul og góð filmuvél, er ekki alveg kom-
inn á digital-tímann, filman er fín“,
segir Áslaug.
Hún hefur unnið í ýmsum ljós-
myndakeppnum gegnum árin, og
fékk fyrir tveimur árum styrk til þess
að hanna minningarkort með mynd-
um, með texta frá séra Sigurði Æg-
issyni. Helsta viðfangsefni hennar í
ljósmyndun eru nærmyndir, „close
up“, vatn, frosið og ófrosið og alls
konar hlutir og náttúran, t.d. strá og
steinar. „Ég tek myndir svona í
skorpum, en er oftast með vélina með
mér. Komið hefur fyrir að
vélin hafi orðið eftir heima og þá,
oftar en ekki, dett ég niður á hrika-
lega flott myndefni, sem ég verð svo
bara að geyma í hausnum á mér, því
yfirleitt var þetta svo einstakt mynd-
efni að annað eins hefur ekki sést.“
Áslaug hefur vistað myndir á netinu
og er með nýja vefsíðu í vinnslu sem
verður www.aslaug.is,
Settar á striga Myndirnar eru flestar teknar nú alveg á síðustu árum. Þær
eru stækkaðar og settar á striga og blindramma.
Filman er fín
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Áhugaljósmyndari Áslaug Þor-
valdsdóttir áhugaljósmyndari held-
ur ljósmyndasýningu á Hyrnutorgi
í Borgarnesi.
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
gve@ismennt.is
VESTURLAND