Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 25 MINNINGAR einnig börnum og barnabörnum. Hennar verður sárt saknað. Anna Ólafsdóttir. Á uppvaxtarárum mínum bjó Rúna frænka í Reykjavík en ég á Þingeyri en leiðir okkar lágu þó oft saman allt frá mínum fyrstu árum til hennar síðustu daga. Heimili þeirra Sigfúsar og Rúnu stóð mér og fjölskyldu minni ætíð opið og þeim hlýlegu móttökum sem við fengum alltaf þar munum við ávallt muna eftir. Alltaf tók Rúna á móti okkur með opið fangið og með bros á vör þegar við komum í heimsókn og voru börnin mín fljót að sjá ömmusvip á þessari frænku sinni. Seint mun ég gleyma ástúð og umhyggju þeirra hjóna þegar ég varð fyrir því óláni að slasast um borð í togara árið 1984, þá 15 ára gamall. Þegar ég hafði verið fluttur með þyrlu til Reykjavíkur tók Sig- fús á móti mér á sjúkrahúsinu og umvafði mig föðurlegum örmum. Eftir sjúkrahúslegu mína opnuðu þau hjónin heimili sitt fyrir mér, óhörðnuðum unglingnum. Þar dvaldist ég í nokkra daga og þann tíma lögðu þau hjónin sig mikið fram við að láta mér líða sem best. Rúna sá auðvitað til þess að ég fengi nóg að borða og var einkar lagin við að fá mig til að hugsa um eitthvað annað, m.a. með því að hvetja Sigfús til að fara með mig í bíó og það jafnvel oft á dag. Ég fæ aldrei nóg þakkað fyrir alla þá að- stoð sem fjölskylda Rúnu veitti mér á þessum erfiðu tímum. Hugur okkar dvaldi oft hjá Rúnu síðustu árin eftir að hún veiktist. Með ótrúlegum baráttuvilja náði hún sér á strik eftir að hún greind- ist fyrst en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Það er því með miklum söknuði sem við kveðjum hana Rúnu frænku, þessa brosmildu, jákvæðu konu sem hafði svo mikla útgeislun. Við sáum hana síðast í apríl sl. þeg- ar við heimsóttum þau hjónin, Rúnu var umhugað um að börnin hefðu eitthvað við að vera, náði í púsluspilin og gaukaði að þeim góð- gæti. Við biðjum þess að nú sért þú laus við þínar þrautir, svífir um frjáls eins og fuglinn og fylgist með okkur öllum. Elsku Sigfús, Lára, Jóhann, Unnur, Þórir og fjölskyldur. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorg ykkar. Minning Rúnu mun lifa í hugum okkar allra. Freyr og fjölskylda. „Bognar aldrei brotnar í bylnum stóra seinast,“ stendur í Greniskógi Stephans G. Stephanssonar og finnast mér þau orð betri en nokk- ur mín um ömmu Rúnu. Hún er sú manneskja sem ég bjóst við að yrði alltaf hjá mér, þótt hún yrði hundr- að og tuttugu ára þá mundi hún aldrei gefa eftir, því amma gat allt. Það var líka eitt af því sem hún lagði hvað harðast að okkur að læra um okkur sjálf. Bíta á jaxlinn og klára, því við gætum það alveg. Það er svo margt sem mig langar að segja og skrifa um ömmu að hugurinn er útum allt þegar ég skrifa þetta. Sögurnar eru óteljandi sem ég man eftir og allir sem hana þekktu kunna annað eins, enda var amma mennskur kjarnakljúfur, orkan var slík og krafturinn. Það sem situr samt fastast eftir og það sem ég bý líklega best að var hvað mér þótti gott að koma bara heim til ömmu. Ég kom stundum alla daga, eða oft á dag og til að sitja og tala við hana um dag- inn og veginn, eða bara sitja og gera ekki neitt. Ef það var helgi eða frí úr skólanum þá vildi ég allt- af vera hjá ömmu og afa, því þar var svo gott að vera. Hlusta á hana tala, við mig og annað fólk. Bara að sitja hjá henni gerði daginn alltaf betri. Hún var manns besti félagi og vinur, sá blíðasti og sá harðasti. Eins og amma var af Guði gerð var þetta þó stundum ómögulegt. Að koma og sitja bara hjá ömmu og gera ekkert, eins og mér fannst best. Hún þurfti alltaf eitthvað að vera að gera og var óstöðvandi. Ég held ég hafi gengið mörg hundruð kílómetra á eftir henni um fjöll og firnindi endalausra berjamóa bara til að vera með henni, ekki voru það berin allavega sem drógu mig áfram á því þramminu, enda borða ég engin slík. Amma mín fór alltof fljótt. Veik- indadraugurinn svindlaði víst á okkur, enda hefði hann aldrei átt að geta haft betur. Ég er samt ekki tapsár, enda trúði amma ekki á slíkt. Ég veit að hún stappar í okk- ur stálinu að ofan og ég veit að það heldur, því hún fær sínu fram. Guð geymi þig, amma mín, og takk fyrir mig. F.h. okkar systkinanna, Sigfús Örn. Það var frekar sárt að heyra að þú hafðir kvatt þennan heim, mað- ur gerir sér aldrei grein fyrir því hve hlutirnir eru slæmir og þar sem þú ert nú þekkt fyrir að vera hress, kát og lífsglöð þá finnst manni það ógerlegt að eitthvað geti unnið þér mein. Það hryggir hjarta að vita að minningarnar verða ekki fleiri. Þú snertir margar sálir og enn fleiri hjörtu með lífsgleði þinni. Það geta allir talið ýmislegt upp sem stendur þeim ofarlega í minni er þeir hugsa til þín en það væri alltof langur listi að telja allt upp. Elsku Rúna, megirðu hvíla í friði og lifa um aldur og ævi í minn- ingum okkar. Kveðja. Friðbert, Ásta, Hulda, Lína, Guðrún og Haukur. Er sólin yljar sumarblómi sest á gluggan döpur nótt. Við kveðjum þig með klökkum rómi. Kæra frænka, sofðu rótt. (Hrafngerður.) Elsku Rúna, þakka þér fyrir allt, sér í lagi allar stundirnar sem við áttum saman er ég dvaldi hjá ykk- ur Siffa árið 1985, þær stundir eru mér ómetanlegar. Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar, alltaf. Elsku Siffi, Þórir og aðrir að- standendur, megi sá sem öllu ræð- ur styrkja ykkur í sorginni. Samúðarkveðjur. Hrafngerður, Siggeir og börn, Þórshöfn. Elsku Rúna mín. Mér finnst svo erfitt að þurfa að kveðja þig. Síðan ég fékk fréttir um að þú værir far- in hefur þú verið mér efst í huga. Allar minningarnar sem ég á um þig – allt sem þú varst búin að brasa. Þú varst svo góð frænka – mamma – amma. Þú varst alltaf til staðar boðin og búin að ræða málin – hlusta eða segja frá. Þú sást allt- af gott í öllum og gerðir gott úr öll- um mistökum. Þú fékkst mig alltaf til að líða vel með sjálfa mig, að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum. Hjá þér voru mistök ekki af hinu vonda – bara skemmtilegra að gera smá mistök – krydda tilveruna. Ég man hvað það var alltaf gaman þegar þú komst í heimsókn til okkar á Þing- eyri, þú lokkaðir mann fram í eld- hús með háum rómi og hlátri – knúsum og kossum. Ég var alltaf eins lengi og ég gat í eldhúsinu að hlusta þegar þú eða þið komuð í heimsókn. Svo þegar ég eltist þá fékk ég náttúrulega að vera „með“. Ég var alltaf svo stolt af því að þú hafðir haldið á mér undir skírn, ekki það að ég muni eftir því, ég var bara svo ánægð með það og nafnið. Alltaf var svo mikið að gera hjá þér. Stundum komstu heim um há- degisbil en varst samt búin að fara í tvær eða þrjár heimsóknir og varst búin að borða svo fullt alls staðar – „Nei, elskan mín, ég var að troða í mig kjötsúpu hjá henni Ebbu og er alveg að springa – kannski ég fái mér örlítinn bita...“ Svo var svo gott að vera í „pössun“ hjá ykkur Siffa og Þóri, mér leið alltaf eins og ég væri alveg eins litla stelpan ykkar. Hvað það var gaman að horfa á sjónvarpið með þér, þú lifðir þig svo inn í allt, hrópandi á fólkið sem var að gera vitleysur og ég veit ekki hvað og hvað; og ekki sakaði það ef myndin var með Elvis Presley! Það eru svo ótrúlega margar minningar um þig sem ég á, og allt eru það góðar minningar – þegar ég hugsa til þín hvar sem þú ert þá brosi ég breitt. Elsku Rúna, það er mikill missir að þér, ekki síst fyrir Þóri og Siffa. Þér gengur víst betur að passa okkur öll á nýja staðnum. Síðustu knúsin og síðustu kossana mína sendi ég þér hér með frá mér og henni Margréti litlu. Ég bið Guð að styrkja Siffa, Þóri, Láru, Jóa, Unni og fjölskyldur þeirra. Þakka þér fyrir allt og allt. Ástarkveðjur. Sigríður Agnes (Sirrý). Elsku frænka. Sogavegurinn, Réttarbakkinn, Húsatún, Fjarðar- gata 46 og sögurnar frá Patreks- firðinum, allt er þetta þú og góðar minningar um þig. Gott og skemmtilegt spjall yfir Mackintosh’s og kóki auk annarra veitinga sem þú reiddir fram. Það er eitt af því fyrsta sem kemur upp þegar við hugsum til baka. Gott kvöld yfir sjónvarpinu þar sem þú, Rúna frænka, vissir alltaf hvernig hinar ótrúlegustu myndir enduðu, ,,og svo fer hann og ...“ Já, þú vissi sko hvað gerðist næst þó það væri ekki alltaf alveg rétt. Þú varst alltaf til taks og áttir alltaf svör við öllu, einhvern veginn vissir þú bara allt. Þú varst kjarn- orkukona og hafðir að geyma hjarta sem gat endalaust gefið af sér. Þú varst allt í öllu og öllum þótti vænt um þig, skóla-amma sem fangaðir hjörtu allra barnanna – en við áttum þig og það var gott að geta deilt þér með öllum hinum, þá vissu allir hversu góða frænku við áttum. Takk fyrir að vera eins og þú varst og leyfa okkur að njóta þess. Minning þín mun lifa með okkur. Sigfús, Þórir og aðrir aðstand- endur, megi guð geyma ykkur og gefa ykkur styrk. Kveðjur og knús. Líney, Gunnar og Þórey. Elsku Rúna, ég vil þakka þér fyrir að fá að kynnast þér. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þinn Daníel Már. Elsku frænka, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér. Þú varst alltaf til staðar og gast leiðbeint mér. Þú munt allt- af eiga stað í hjarta mínu. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þín Kristjana. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þökkum allar góðar stundir, það er svo margs að minnast og margt að þakka. Við biðjum Guð að styrkja Sigfús, Þóri, Láru, Jóa, Unni og fjölskyldur þeirra. Sigurður og Margrét. Betra er gott mannorð en góð ilmsmyrsl og dauðadagur betri en fæðingardagur. Betra er að ganga í sorgarhús en að ganga í veislusal, því að það eru endalok sérhvers manns, og sá sem lifir, hugfestir það. (Predikarinn 7: 1-2.) Við fyrsta lestur þessara orða spyr maður sjálfan sig. Hvað átti Salómon konungur við með þessum orðum? Hvernig má það vera að dauðadagur sé betri en fæðingar- dagur, og að betra sé að ganga í sorgarhús en veislusal? Við viljum hafa fólkið okkar hjá okkur, lifandi og í fullu fjöri. Þegar nánar er skoðað eiga þessi orð afar djúpa merkingu. Lífið og fæðing einstak- lingsins er svo sannarlega dýrmæt gjöf frá Skapara okkar Jehóva Guði. Við fæðingu er líf einstak- lingsins óskrifað blað en við dauða- dag, þegar síðasta kaflanum er lok- ið, kemur í ljós hvað einstaklingurinn skilur eftir sig og við sem eftir lifum hugfestum það og látum það verða okkur ann- aðhvort sem viðvörun eða eitthvað sem við viljum gjarnan geta líkt eftir. Elsku Rúna frænka, móðursystir mín, skilur eftir sig hið síðar- nefnda. Það orðspor sem hún skilur eftir sig er stórt og kærleiksríkt hjarta og útbreiddur faðmur til allra manna og dýra. Frænka okk- ar var ástrík, gestrisin, glaðlynd, skapgóð og söngelsk. Hún var nátt- úrubarn af lífi og sál og stolt af stórfjölskyldunni sinni. Ég varði töluverðum tíma sem barn hjá Rúnu og Siffa, bæði á Patró og á Sogaveginum. Sem barn og unglingur hafði ég sérstakt dá- læti á söngva- og dansmyndum. Ég lék leikinn eftir í stofunni heima hjá Rúnu og Siffa á Sogaveginum þar sem ég dansaði upp um borð og stóla og reyndi að syngja ein- hverja útlensku með, eins og gert var í bíómyndunum, og litlu frænd- systkinin mín horfðu dáleidd á með undirleik hvatningarorða frá Rúnu frænku. Stelpan hafði þetta sko í sér. Þetta var ekki slæmt fyrir sjálfsöryggið. Unga fólkið var henni sérstaklega hugleikið og hún hvatti það óspart til dáða sem er afar dýrmæt minning fyrir okkur sem áttum svo ríkan þátt í lífi hennar. Ég trúi í hjarta mínu á upprisu- vonina og minnist orða Jesú í Jó- hannesi 5:28, þegar hann sagði: „Undrist þetta ekki. Sú stund kem- ur þegar allir þeir sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram. Ég á þá von að upp- risan muni eiga sér stað þegar að himneskt ríki Guðs breytir jörðinni í paradís. Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið. Og sá sem í hásæt- inu sat, sagði: Sjá ég geri alla hluti nýja og hann segir: Rita þú því þetta eru orðin trúu og sönnu.“ (Opinberunarbókin 21: 3-5) Kæri Siffi, Lára, Jói, Unnur, Þórir, börn og fjölskylda, munum þetta yndislega loforð frá Biblíunni, bréfi Guðs til okkar, „þetta eru orðin trúu og sönnu“. Vermum okkur við dýrmætar og hlýjar minningar um okkar kæru frænku, Rúnu. Eydís. Mikið óskaplega getur lífið oft verið skrítið og óskiljanlegt. Sum- arið er komið, sólin skín og landið okkar er eins fallegt og það getur orðið. Samt er allt svo dapurlegt. Hún Rúna frænka er dáin. Föstu- daginn 24. júní lauk baráttu hennar við þann illvíga sjúkdóm sem hún barðist við sl. ár. Með fegurð og reisn kvaddi hún þennan heim. Stórt skarð hefur myndast í niðja- hóp Gunnars og Unnar frá Miðbæ, skarð sem ekki verður fyllt. Við fáum engu ráðið, reynum eftir megni að takast á við söknuðinn og láta ljúfar minningar ylja og græða. Sterkust er mynd hennar í huga okkar þar sem hún var að gera eitthvað fyrir aðra, hjálpa eða hugga. Rúna var alltaf að hugsa um þá sem henni voru kærir. Þess fengum við í fjölskyldunni að njóta. Það var alltaf óskaplega gaman að koma til þeirra hjóna Sigfúsar og Rúnu. Heimili þeirra stóð alltaf öll- um opið. Ef maður kom dapur til þeirra fór maður frá þeim fullmett- ur andlega og líkamlega. Mestan hluta ævinnar bjuggu þau ásamt börnum sínum í Reykjavík en um nokkurra ára skeið fengum við að njóta samvista þeirra hér á Þing- eyri. Þau fluttu hingað og Rúna varð skólaamma. Sigfús var á sjó á togara sem gerður var héðan út. Þeir tímar eru okkur ógleyman- legir. Við tókumst á við svo margt þá, skemmtum okkur öll svo vel. Við viljum þakka Guði fyrir að hafa gefið okkur þann tíma með þeim hjónum og fjölskyldunni. Við mun- um ávallt geyma þær minningar í hjörtum okkar og ylja okkur á þeim. Elskulegu ættingjar og vinir. Við höfum misst stóran samnefnara úr Miðbæjarfjölskyldunni þar sem Rúna var. Því þar sem Rúna var voru allir og mikið hlegið. Siffi minn. Í um 50 ár eruð þið búin að ganga í gegnum lífið sam- an. Nú á þessum tímapunkti getum við ekkert gert annað en að biðja algóðan Guð um að gefa þér, börn- um þínum, tengdabörnum og barnabörnum styrk og blessa minningu elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós, sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning elskulegrar mágkonu, systur og frænku. Ólafía, Kristján, Garðar, Hákon, Brynhildur, Sigríður og fjölskyld- ur. Elsku Rúna. Takk fyrir þitt stóra hjarta, alla plástrana sem þú settir á sár á líkama og sál þegar þú varst skólaamma. Samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar allrar. Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Þingeyrar. Kveðja frá Fálkaborg Alltaf glöð, alltaf jákvæð. Rúna samstarfskona okkar í leikskólan- um Fálkaborg sýndi okkur með framkomu sinni við börn, foreldra og samstarfsmenn hversu miklu má áorka með jákvæðu hugarfari. Faðmur Rúnu var stór. Þess fengu börnin að njóta og þau fögnuðu henni alltaf þegar hún kom í leik- skólann. Rúnu var endurmenntun hugleikin. Hún vildi fylgjast með og kynna sér nýjar kenningar um undirbúning lestrarnáms. Hún vissi hvað það var mikilvægt fyrir börn- in að vera vel undirbúin fyrir verk- efnin sem tækju við þegar í grunn- skólann kæmi. Útivist var þó í mestu uppáhaldi hjá Rúnu. Hún kenndi börnunum að með réttu hugarfari má njóta útiveru í öllum veðrum. Sérstakir persónueiginleikar Rúnu hafa vafalaust hjálpað henni og nánustu fjölskyldu í gegnum erfið veikindi, henni virtist alltaf takast að finna jákvæðar hliðar á öllum aðstæðum. Gönguferðir um ósnortna náttúru Vestfjarða virtust hjálpa Rúnu að takast á við veik- indin sem læknavísindin gátu ekki ráðið bót á. Við þökkum Rúnu fyrir sam- fylgdina og sendum fjölskyldu hennar og vinum innilegustu sam- úðarkveðjur. Jónína Lárusdóttir. LEGSTEINAR Helluhrauni 10, 220 Hf. • sími 565 2566 Englasteinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.