Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓÁNÆGJA er komin upp á ný meðal lækna Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) með stimpilklukkukerfi spítalans. Eiginlegar stimpilklukkur eru reyndar ekki lengur til staðar heldur hringja starfsmenn sig inn og út frá vinnustað í gegnum síma. Nýlega er farið að tengja þetta kerfi við vinnuskýrslur lækna og dæmi eru um að læknar hafi ekki fengið unnar stundir greiddar. Formaður Skurð- læknafélags Íslands hefur í bréfi til lækninga- forstjóra spítalans farið fram á að notkun kerf- isins, er nefnist Vinnustund, verði tafarlaust hætt og a.m.k. einn læknir hefur tilkynnt formlega að hann muni ekki nota þetta kerfi lengur. Óánægjualda fór af stað meðal lækna í kjöl- far bréfs sem þeir fengu allir frá Jóhannesi M. Gunnarssyni, lækningaforstjóra LSH, um miðjan júní og fjallaði um vinnutíma lækna og skráningu í Vinnustundina. Þar segir m.a. að vinnutími hvers læknis í dagvinnu sé í hlutfalli við ráðningarhlutfall hans og skuli allur falla innan þessara tímamarka, vera reglubundinn og fyrirfram skilgreindur af yfirmanni. Jóhannes segir einnig í bréfinu að starfs- menn með fastan dagvinnutíma fái hvorki um- fram tíma greiddan né geti þeir safnað honum til úttektar seinna meir. Hinn svonefndi tíma- banki haldi utan um vinnuskil dagvinnu manna með sveigjanlegt vinnufyrirkomulag og eigi því ekki við um lækna spítalans. Því sé rétt að skrá alla lækna inn í Vinnustund með fastan vinnutíma. Segir Jóhannes að um lækna í hlutastarfi gildi sömu reglur, þ.e. að viðvera þeirra sé skilgreind fyrirfram samkvæmt ákvörðun yfirlæknis og í samræmi við ráðning- arhlutfall hans. Síðan segir í bréfi lækninga- forstjórans: „Í kjarasamningi lækna er þó að finna fráviksheimild til að haga vinnutíma með öðrum hætti en hér greinir en þá með skrif- legu samkomulagi. Þessu ákvæði er þó ein- ungis beitt í undantekningartilvikum og með samþykki viðkomandi yfirlæknis og sviðs- stjóra.“ Tíðkast hvergi annars staðar Nú undir mánaðamótin fékk Jóhannes bréf frá Helga H. Sigurðssyni, formanni Skurð- læknafélags Íslands, þar sem skráningu á vinnutíma lækna er harðlega mótmælt. Fékk Helgi mikinn stuðning við þetta bréf frá starfsfélögum sínum við flestar deildir spít- alans. Í bréfinu til Jóhannesar segist Helgi hafa alvarlega verið að íhuga sína stöðu á sjúkrahúsinu. Segir hann aðferðina við að skrá vinnu lækna óásættanlega og margsinnis hafi verið mótmælt notkun á stimpilklukkum fyrir skurðlækna. Helgi segir það hvergi tíðkast að skurðlæknar séu skyldugir til að skrá vinnu sína með stimpilklukku og að auki hafi þessi fyrirskipan verið gerð án nokkurrar heimildar í kjarasamningi lækna. „Ef til vill er kerfið hentugt við starfs- mannahald einhverra annarra starfsstétta, en algjörlega óraunhæft og nánast fáránlegt við að mæla vinnuframlag og afköst skurðlækna og sennilega annarra lækna LSH,“ segir í bréfi Helga til lækningaforstjórans en afrit af því fengu einnig læknaráð LSH, formaður Læknafélags Íslands og forstjóri LSH, Magn- ús Pétursson. Undir lok bréfsins fer Helgi fram á að notkun Vinnustundar fyrir skurð- lækna verði tafarlaust hætt og fundnar verði aðrar leiðir í samráði við læknana til að meta þeirra vinnuframlag. „Stimpla mig út og skilja sárið eftir opið?“ Meðal þeirra lækna sem eru ósáttir við þetta fyrirkomulag er Hannes Hjartarson, sérfræð- ingur í háls-, nef- og eyrnalækningum. Hefur hann ritað stjórnendum spítalans bréf og til- kynnt að hann ætli ekki að notast við þetta kerfi lengur. Hannes segist í samtali við Morg- unblaðið vera í hálfu starfi á spítalanum og gengið hafi verið út frá því að hann ynni þar ákveðna daga og í ákveðinn tímafjölda. Vinni hann aðra daga á vakt segist Hannes vera í sjálfboðavinnu og ekki fá laun sín greidd. Hið sama gerist þegar hann sé kallaður til starfa úr sumarfríi. Hannes segir stimp- ilklukkukerfi af þessu tagi henta illa fyrir lækna þegar þeir þurfi að rjúka inn á vinnu- staðinn í neyðartilvikum og sinna alvarlega sjúku fólki. Þá horfi menn ekki fyrst til þess að fara í símann og stimpla sig til starfa. Að auki vinni læknar ýmisleg verk heima fyrir á kvöld- in og um helgar, m.a. við undirbúning aðgerða og símtöl við aðra sérfræðinga. Sú vinna sé ekki skráð og þar af leiðandi ekki greitt fyrir hana. Stimpilkerfi segi ekkert til um viðveru lækna. „Það er mikil óánægja meðal lækna og ég á von á að fjölmargir sætti sig ekki við þetta. Svona kerfi hentar ekki þessu starfi. Það hentar ágætlega vaktavinnufólki og starfsmönnum verksmiðja að stimpla sig inn og út. Okkar starf er allt annars eðlis,“ segir Hannes og tekur sem dæmi að ef hann sé við aðgerð fram yfir klukkan fjögur á daginn fái hann ekki greitt fyrir þá yfirvinnu. „Á ég þá bara að stimpla mig út og skilja sárið eftir op- ið?“ spyr Hannes. Byrjunarörðugleikar Niels Christian Nielsen, staðgengill lækn- ingaforstjóra LSH, segist kannast við óánægju lækna. Ákveðnir byrjunarörð- ugleikar séu við skráningu vinnutíma lækna í nýja kerfinu en vonandi takist að aðlaga það aðstæðum lækna. Ekki standi til að breyta vinnutilhögun þeirra eða starfskjörum. Sjúkrahúsið sé að bjóða upp á rafræna skrán- ingu vinnutíma allra starfsmanna, sem ætlunin sé að verði skilvirkari og þægilegri. Skrán- ingin hafi verið innleidd hjá hjúkrunarfræð- ingum fyrir ári og þá hafi komið upp vandamál í upphafi sem hafi tekist að leysa. Niels bendir á að eftir sem áður sé það yfirlæknir sem skrifi upp á vinnuskýrslur lækna og ákveði vinnu- tilhögun, engar tölvur ráði því. Læknar verði að semja við sína yfirmenn um sveigjanlegan vinnutíma. Reglan sé sú að yfirvinna sé ekki greidd nema yfirmaður hafi beðið um hana. Mikil óánægja með- al lækna með vinnu- tímaskráningu Morgunblaðið/ÞÖK Formaður Skurðlæknafélags Íslands hefur ritað lækningaforstjóra Landspítala – háskóla- sjúkrahúss bréf og farið fram á að hætt verði að nota það kerfi sem skráir vinnutíma lækna. Bréfaskipti milli lækna og stjórnenda þar sem læknar segjast ætla að hætta að stimpla sig inn Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BYGGÐAÞRÓUN og matvæli voru í brennidepli á fundi Nor- rænu ráðherranefndarinnar á sviði fiskveiða, landbúnaðar, skógræktar og matvæla sem fram fór í Árósum í Danmörku síðastliðinn fimmtudag. Nor- rænu ráðherrarnir tólf sam- þykktu yfirlýsingu um byggða- þróun þar sem fram kom að hana bæri að efla með því að auðvelda fólki að starfa saman og bera saman bækur sínar, bæði svæðisbundið og á milli ríkja. Ræddu drög um bætta heilsu og lífsgæði Þá var einnig lögð áhersla á norræna matargerðarlist auk þess sem ráðherrarnir komu sér saman um megindrög að norrænni framkvæmdaáætlun um bætta heilsu og lífsgæði. Viðbragðsáætlanir vegna smit- sjúkdóma sem brjótast út í búfé og einnig fuglainflúensu voru ræddar meðal ráðherranna en þeir ráðgera þétt samstarf dýralækna svo að hægt verði að bregðast fljótt við til að ein- angra og ráða niðurlögum slíkra sjúkdóma. Ráðherrarnir voru á einu máli um að Norðurlandaþjóð- irnar ættu að vera í farar- broddi, bæði í sínum hluta og hnattrænt, þegar leitað væri leiða til að stjórna auðlindum hafsins. Telja þeir einnig að hnattvæðingin ætti að leiða til markvissari fiskvinnslu. Byggða- þróun og matvæli í brennidepliSKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs,undir stjórn Össurar Geirssonar, vann sl. miðvikudag fyrstu verð- laun í norrænu konsertkeppninni Gautaborg Musik Festival. Keppt var bæði um gæði og verkefnaval. Í tilefni þessa góða árangurs tóku bæjaryfirvöld í Kópavogi á móti sigurvegurunum. Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri og Hansína Ásta Björgvinsdóttir bæjarfulltrúi voru meðal þeirra sem tóku á móti tónlistarfólkinu. Sigruðu í nor- rænni kons- ertkeppni Morgunblaðið/ÞÖK KVENNASAMTÖK mótmæla viðskiptum ríkis- valdsins á klámi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem borist hefur frá samtökunum. Þar er bent á að ríkisfyrirtækið Síminn hefur um nokkurt skeið dreift og selt aðgang að stöðinni Adult Channel í gegnum breiðbandið. Nýverið fjölluðu fjölmiðlar síðan um að Skjár 1, sem er að hluta til í eigu sama ríkisfyrirtækis, hefði gert samning við sjónvarps- stöðina Playboy TV um dreifingu á klámefni. Fyr- irtæki í einkaeigu stunda einnig dreifingu og sölu klámefnis. Er í yfirlýsingunni nefnt að 365 ljós- vakamiðlar selja klámstöðina Private Blue í gegn- um Digital Ísland. „Nokkrar tilraunir voru gerðar af hálfu einstak- linga til að kæra dreifingu og sölu kláms á síðasta ári. Í öllum tilfellum ákvað saksóknari að ákæra ekki. Það er því svo að ákvæðum hegningarlaga um klám er ekki fylgt eftir af neinum þeim aðilum sem eiga að sjá um að lögum sé framfylgt,“ segir í yfirlýsingunni. Er bent á að Ísland er aðili að CEDAW-samningi Sameinuðu þjóðanna og þar er kveðið á um afnám allrar mismununar gegn konum. En þar segir í 3. gr.: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráð- stafanir á öllum sviðum, sérstaklega á sviði stjórn- mála, félagsmála, efnahags og menningar, þ. á m. með lagasetningu, til þess að ábyrgjast fulla þróun og framfarir til handa konum í þeim tilgangi að tryggja að þær geti á grundvelli jafnréttis við karla framfylgt og notið mannréttinda og grund- vallarfrelsis.“ Skora á stjórnvöld að framfylgja lögum Hinn 19. júní síðastliðinn, á baráttudegi ís- lenskra kvenna, afhentu níu samtök Árna Magn- ússyni jafnréttismálaráðherra kröfugerð. Þar kom fram sá vilji kvennahreyfingarinnar að lög gegn klámi yrðu virt. „Undirrituð samtök skora á stjórnvöld að sinna lögbundinni skyldu og sjá til þess að lögum sé framfylgt. Ennfremur mótmæla samtökin því harðlega að fyrirtæki í eigu ríkisins skuli stunda starfsemi sem brýtur í bága við lands- lög og vinnur gegn jafnrétti kynjanna. 210. gr. hegningarlaga er svohljóðandi: „Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.“ Ennfremur er í yfirlýsingunni bent á að hver sem flytur inn eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stór- fellt. Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambæri- lega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt. Undir yfirlýsinguna rita þær: Katrín Anna Guð- mundsdóttir, f.h. Femínistafélags Íslands, Helga Guðmundsdóttir, f.h. Kvenfélagasambands Ís- lands, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, f.h. Kvenna- kirkjunnar, Margrét Steinarsdóttir, f.h. Kvenna- ráðgjafarinnar, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, f.h. Kvenréttindafélags Íslands, Guðrún Elín Jóns- dóttir, f.h. Samtaka um kvennaathvarf, Guðrún Jónsdóttir, f.h. Stígamóta, og Rósa Erlingsdóttir, f.h. UNIFEM á Íslandi. Ríkisfyrirtæki brjóta landslög og vinna gegn jafnrétti kynjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.