Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SAMFYLKINGIN hefur kosið
sér nýjan leiðtoga, Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur. Hún var kosinn
formaður Samfylkingarinnar í
beinni kosningu
flokksmanna og úr-
slitin kunngjörð á
landsfundi Samfylk-
ingarinnar fyrir
skömmu. Ingibjörg
Sólrún er öflugur
stjórnmálamaður,
sem sýndi mikla leið-
togahæfileika, er hún
leiddi Reykjavík-
urlistann í Reykjavík
og hún gegndi starfi
borgarstjóra með
prýði.
Miklar vonir eru
bundnar við hana sem leiðtoga
Samfylkingarinnar. Fyrrverandi
formaður Samfylkingarinnar, Öss-
ur Skarphéðinsson, stóð sig mjög
vel sem formaður. Hann tók við
flokknum á erfiðum tíma, þegar
hann var í mótun og flokkurinn
átti á brattann að sækja.
En Össur er mikill bar-
áttumaður og efldist við hverja
raun.
Honum tókst að koma Samfylk-
ingunni í yfir 30% fylgi.Undir
hans stjórn sannaðist, að samein-
ing jafnaðarmanna á Íslandi hafði
tekist.
Mörg mikilvæg verkefni bíða nú
Samfylkingarinnar. Mikilvægasta
verkefnið er að breyta íslensku
þjóðfélagi í anda jafnaðarstefn-
unnar. Það þarf að binda enda á
misréttið í íslensku þjóðfélagi,
stöðva misskiptinguna og leiðrétta
hana og koma á lýðræðislegum
stjórnarháttum, þar sem vald-
níðsla og misbeiting valds á ekki
heima.
Í stjórnartíð íhalds og Fram-
sóknar hefur misskipting í þjóð-
félaginu stóraukist. Þeir ríku hafa
orðið ríkari og þeir fátæku fátæk-
ari. Stórfelldir fjármunir hafa ver-
ið færðir til örfárra aðila gegnum
hið rangláta kvótakerfi og með
framkvæmd græðgisstefnunnar í
viðskiptalífinu.
Nokkrum aðilum var úthlutað
ókeypis fiskveiðiréttindum í sam-
eiginlegri auðlind landsmanna,
sem samkvæmt lögum
er sameign þjóð-
arinnar.
Þeir hafa síðan get-
að braskað með þessi
réttindi og selt fyrir
óhemju mikla fjár-
muni.
Á sama tíma er
greinin lokuð nýjum
aðilum. Það er brýn-
asta málið í dag að
leiðrétta þetta mesta
ranglæti Íslandssög-
unnar. Það verður
Samfylkingin að gera.
Stórauka þarf einnig eftirlit með
fjármálabraski og stöðva það að
bankarnir fari út í rekstur, sem
samrýmist ekki hlutverki þeirra
lögum samkvæmt. Afmá verður
þann blett á íslensku samfélagi
sem fátæktin er. Og leiðrétta
verður óviðunandi kjör aldraðra
og öryrkja.
Hér er eitt brýnasta verkefni
Samfylkingarinnar. Það verður að
hækka lífeyri aldraðra og öryrkja
og bætur atvinnulausra þannig, að
þessir aðilar geti lifað mannsæm-
andi lífi af tryggingabótum.
Núverandi ríkisstjórn skellir
skollaeyrum við öllum kröfum
samtaka aldraðra um hækkun líf-
eyris og dæmi eru um það, að ráð-
herrar hafi kvartað yfir skrifum
aldraðra um úrbætur og að þeir
hafi varla viljað ræða við fulltrúa
aldraðra.
Málefnin aðalatriðið
Verkefni Samfylkingarinnar eru
vissulega næg. Forustumenn Sam-
fylkingarinnar tala mikið um að
þeir vilji komast í ríkisstjórn eftir
næstu kosningar og það er vissu-
lega eðlilegt markmið hjá næst-
stærsta stjórnmálaflokki þjóð-
arinnar.
En aðalatriðið er þó að koma
fram stefnumálum Samfylk-
ingarinnar, stefnu jafnaðarmanna.
Það er ekkert gagn í því að fara í
ríkisstjórn, ef stefnumál jafn-
aðarmanna nást ekki fram.
Ég tel að forgangsmálin eigi að
vera leiðrétting á hinu rangláta
kvótakerfi og stórfelld lagfæring á
kjörum aldraðra og öryrkja.
Samfylkingin var mynduð af Al-
þýðuflokknum, Alþýðubandalaginu
Kvennalistanum og Þjóðvaka.
Þessi sameining hefur tekist mjög
vel og skapað þann sterka flokk
sem Samfylkingin er í dag.
Flokksmenn líta í dag á sig sem
Samfylkingarmenn, sem jafn-
aðarmenn en kenna sig ekki við
hina gömlu flokka, sem stóðu að
sameiningunni.
Það ef því út í hött, þegar sjálf-
stæðismenn eru að tala um að
áhrif Alþýðuflokksmanna séu lítil í
Samfylkingunni. Í nýjum flokki
snúast málin ekki um áhrif eða
áhrifaleysi fyrrverandi flokka.
Sem fyrrverandi Alþýðuflokks-
maður get ég sagt, að ég er mjög
ánægður með sameininguna og
hinn nýja flokk.
Ég tel stefnu Samfylkingarinnar
vera í anda jafnaðarstefnunnar og
forustumenn flokksins hafa tryggt
að svo yrði.
Ég er ánægður með þróun mála
í Samfylkingunni.
Samfylkingin verður að
breyta þjóðfélaginu
Björgvin Guðmundsson
fjallar um Samfylkinguna
og stofnun hennar ’Ég tel stefnu Sam-fylkingarinnar vera í
anda jafnaðarstefn-
unnar og forustu-
menn flokksins hafa
tryggt að svo yrði. ‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er
viðskiptafræðingur.
19. JÚLÍ er dagur hálendisins,
landsins sem margir sækja í, lands-
ins sem menn vilja nýta, vernda,
skipuleggja, bæta aðgengi að, eða
láta afskiptalaust. Um
þetta landsvæði hafa
skapast miklar deilur.
Menn hafa haldið því
fram að það verði að
nota einhvern hluta af
hálendinu undir stór-
iðju til þess að komandi
kynslóðir eigi auðveld-
ara með að framfleyta
sér. Mótrökin hafa t.d.
verið þau að það verði
að vernda hálendið t.d.
vegna þess að það er
hvergi til í heiminum
annað eins landsvæði
og að komandi kyn-
slóðir eigi rétt á því að
sjá þetta land og upplifa
það alveg eins og við í
dag. Þess vegna sé
þetta landsvæði ómet-
anlegt og þess vegna sé
ófyrirgefanlegt að fórna
því. Allir deiluaðilar eru
sammála um að landið
sé dýrmætt en hafa
mismunandi skoðanir
um hvað það er sem
gefur því gildi.
Öll viljum við lifa í sátt við landið,
en það er mismunandi hvernig við
sjáum þessa sátt fyrir okkur. Mörg
okkar bera sterkar tilfinningar til
landsins og eru ósátt við þær fram-
kvæmdir sem eiga sér stað á hálend-
inu norðan jökla og munu kannski
fara að eiga sér stað á fleiri stöðum á
hálendinu. Við gerum okkur grein
fyrir því að með því að selja landið
okkar undir stóriðju erlendra stór-
fyrirtækja er ekki verið að skapa
bjarta framtíð fyrir komandi kyn-
slóðir og í framhaldinu sé einnig ver-
ið að eyðileggja mikilvæg búsvæði
dýra og plantna sem lifa á þessum
svæðum. Stór hluti lands okkar
hverfur undir miðlunarlón, andrúms-
loftið okkar mengast, vatnið sem á að
bera næringarefni frá hálendinu til
hafsins er stoppað með stíflum. Í
Snorra-Eddu kemur fram sá skiln-
ingur á jörðinni að hún
sé móðir alls þess sem
vaxi á henni. Hár henn-
ar er sá gróður sem
vaxi á henni, æðar
hennar eru árfarvegir
hennar og blóð hennar
er vatnið sem rennur í
árfarvegunum. Ef við
yfirfærum þessa fornu
náttúrusýn yfir á Ís-
land þá getum við séð
fyrir okkur að Vatna-
jökull sé hjarta Íslands.
Frá hjarta landsins
streyma margar jökul-
ár og í þeim rennur það
kraftmikla blóð sem
hefur lengi nært landið
og hafsvæðin í kringum
Ísland. Hins vegar er
verið að stífla æðar
landsins okkar, landið
og hafið þarfnast nær-
ingar sem æðarnar
eiga að bera áfram. Ef
fram fer sem horfir
munu flestar æðar
þessa lands verða stífl-
aðar, haf og land munu
þá þjást af næringarskorti með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum.
Erlend stórfyrirtæki eru með sam-
þykki íslenskra stjórnvalda að ná sér
í auðfenginn gróða með því að fá
ódýra raforku sem kemur frá því að
landi er kaffært, ár eru stíflaðar og
mengun úr álverum flæðir yfir land-
ið, út í andrúmsloftið og í vatnið okk-
ar. Stórframkvæmdir í landinu er
þegar farnar að segja til sín hvað
varðar neikvæð áhrifa á sprotafyr-
irtæki og lítil svæði úti á landi sem
ekki eru að vinna við eða að stóriðju.
Íslendingar eru að missa störf sín og
fyrirtæki eru að fara á hausinn. Það
er fyrir öllu að vinna með fólkinu í
landinu að annarri atvinnuuppbygg-
ingu en stóriðju, hér má til dæmis
nefna að þróun á alls kyns tækni er
arðvænleg sem og það að sækja í ný-
sköpun út frá menningu, sögu, þjóð-
lífi og þjóðháttum.
Frá árinu 2002 hinn 19. júlí hafa
einstaklingar á hálendinu norðan
Vatnajökuls flaggað íslenska fán-
anum í hálfa stöng. Fyrsta flöggunin
var til þess gerð að lýsa yfir sorg með
að Alcoa og íslensk stjórnvöld hefðu
skrifað undir viljayfirlýsingu um
samstarf. Einnig var flaggað í hálfa
til þess að sýna landinu okkar samúð.
Þessir einstaklingar vildu með mót-
mælunum vekja athygli á því að
Kárahnjúkasvæðinu yrði fórnað und-
ir stærstu framkvæmdir Íslandssög-
unnar, einnig vildu þeir vekja athygli
á því að fleirum náttúruperlum á Ís-
landi stendur ógn af stóriðjustefnu
íslenskra stjórnvalda.
Árið 2004 var 19. júlí útnefndur
sem dagur hálendisins. Þann dag fyr-
ir ári síðan mátti sjá íslenska fánann
víða um land í hálfri stöng. Baráttan
fyrir landinu er ekki töpuð, stjórn-
völd eru ekki ein með völd til þess að
ráðstafa landinu fyrir okkur. Þetta er
okkar land, okkar allra sem og kom-
andi kynslóða. Þess vegna verðum
við fólkið í landinu að fá að hafa eitt-
hvað með það að segja hvernig auð-
lindum okkar sé ráðstafað. Allir eru
hvattir til þess að sýna landinu sínu
virðingu og samúð með því að flagga í
hálfa stöng í dag hinn 19. júlí. Með
von um að stóriðjustefnan hverfi af
kortum stjórnvalda, og ekki þurfi
lengur að flagga í hálfa stöng fyrir
þeim svæðum sem verið er að vinna
á, og þeim svæðum sem líklega eiga
yfir sér dauðadóm.
Landið lifir án
okkar en við
ekki án þess
Björk Bjarnadóttir fjallar um
stóriðju og náttúruvernd
Björk Bjarnadóttir
’Baráttan fyrirlandinu er ekki
töpuð, stjórn-
völd eru ekki ein
með völd til þess
að ráðstafa
landinu fyrir
okkur. ‘
Höfundur er umhverfis-
og þjóðfræðingur.
SKÁLDSÖGUR og
ljóðabækur íslenskra
höfunda eru orðnar að
skreytilist, höfundar
hafa það markmið eitt
að þóknast lesendum,
selja margar bækur og
lifa þægilegu lífi. Eitt-
hvað í þessa veru hugs-
ar blaðamaðurinn
Kristján G. Arn-
grímsson í viðhorf-
spistli sínum í Morgun-
blaðinu hinn 29. júní
síðastliðinn. Yfirskrift
pistilsins er Sjálfhverfa,
orð sem, að sögn Kristjáns, lýsir ís-
lenskum rithöfundum. „Sú var tíðin“,
skrifar hann „að það var partur af
hlutverki skáldsagnahöfunda, ljóð-
skálda og annarra listamanna að
vekja umtal og jafnvel reiði.“ Sá tími
er liðinn, skrifar Kristján, menn
skrifa skammtinn sinn og skila hon-
um á markaðinn, það eru engin tíð-
indi nema sölutölur, það þarf ekki
endilega að vera svo slæmt, heldur
hann áfram, bara breyttir tímar, en
Kristján er þó eðlilega ekki sáttur við
þetta og nefnir höfund sem honum
finnst að íslenskir rithöfundar ættu
að fylgja eftir, Frakkann Michel
Houellebecq, en bækur hans hafa
vakið gríðarlegt umtal, jafnvel heift-
úðugar deilur, einkum í heimalandi
sínu, en líka víðar.
Viðhorfspistill Kristjáns G. Arn-
grímssonar er sumsé annarsvegar
lofgjörð um Houellebecq og þjóð-
félagsádeilu hans, hinsvegar svolítið
hæðin gagnrýni á íslenska rithöf-
unda, sjálfhverfni þeirra og skáld-
skap sem er lítið og jafnvel fátt annað
en skreytilist.
Og hér hef ég hugsað
mér að stinga við fæti.
Af viðhorfspistlinum
að dæma virðist Krist-
ján álíta að ef rithöf-
undar skrifi ekki bækur
sem veki talsvert umtal,
og innihaldi helst bein-
skeytta og umdeilda
þjóðfélagsádeilu, þá séu
þeir bara að dedúa við
einskonar skreytilist;
meinlaus skáld sem
skrifa til að geðjast les-
endum, og í viðbót
gjarnir á að skrifa um sjálfan skáld-
skapinn og kollega sína: sjálfhverf
skreytilist. „Hverfa íslenskir höf-
undar frá sjálfhverfu skreytilistinni
og taka upp grimma þjóðfélagsrýni
sem selst í metupplögum“, spyr
Kristján og vill að sem flestir feti í
fótspor Houellebecqs. Ég hef það á
tilfinningunni að skilningur Kristjáns
á skáldskap sé fremur yfirborðslegur,
og þekking hans á verkum samtíma
rithöfunda takmörkuð. Skáldskapur
snýst ekki fyrst og síðast um að vekja
deilur, slá í gegn, bylta þjóðfélögum,
höfuðmarkmið rithöfunda er ekki að
komast í kastljósþætti sjónvarpsins, á
forsíðu Séð og Heyrt – metsala og
skáldskapur koma hvort öðru ekkert
við. Allt þetta skiptir máli, misjafn-
lega miklu eftir einstaklingum, en það
er órafjarri því að vera sjálfur kjarn-
inn, sjálft inntakið. Það er dapurlegur
misskilningur hjá Kristjáni, og
kannski mörgum öðrum, að hlutverk
rithöfunda sé framar öðru að vekja
viðbrögð, deilur, mig grunar raunar
að þessi skoðun sé nokkuð útbreidd
meðal fjölmiðlafólks sem hættir til að
meta bækur eftir fréttagildi, eða þá
þeirra sem vilja að bækur séu þannig
skrifaðar að það sé auðvelt að tala um
þær í veislum. „Árum saman hefur
engin skáldsaga eða ljóðabók sem út
hefur komið á Íslandi vakið deilur
sem nokkurt bit hefur verið í“, skrifar
Kristján, því markmið íslenskra sam-
tímahöfunda er einfaldlega að „ná
hverjum og einum lesenda á vald sög-
unnar.“
Ef lífið væri svona einfalt, ef starf
rithöfundarins væri svona blátt
áfram.
Enginn veit ástæðurnar fyrir því
hversvegna fólk fæst við skáldskap,
eða aðrar listgreinar, en kannski má
segja að listsköpun sé í eðli sínu leit
að tilgangi, glíma við tilvistina. Sjálf-
hverf skreytilist, þessi tvö orð eru
ekki sérlega skemmtileg, og sem bet-
ur fer er ekki hægt að hengja þau
sem merkimiða á íslenskan sam-
tímaskáldskap. Ef Kristján tæki sig
nú til og læsi fleiri en þá þrjá höfunda
sem hann nefnir í viðhorfspistli sín-
um, þá áttaði hann sig á því að all-
margir höfundar glíma nú á dögum
við allt annað en skreytilist. Og
Kristján mætti líka hafa það í huga að
yfirborðið er ekki allt, getur til dæmis
ekki verið að bók Hallgríms Helga-
sonar, Höfundur Íslands – sem hann
tæpir á í pistlinum – sé um eitthvað
annað og meira en Laxness, eða
hefur Kristján kannski ekki áttað sig
á því að heimur góðra bóka er
margslunginn, það geta verið mikil
átök þótt ekki séu sprengingar á
yfirborðinu, og þjóðfélagsádeila þótt
hún sé ekki sett fram í hvössum stíl
og ekki hugsuð til þess að slá í gegn í
fjölmiðlum. Afstöðuleysi er líklega
eitt síðasta orðið sem kemur upp í
hugann við lestur á verkum höfunda á
borð við Þorsteins frá Hamri, Stein-
unnar Sigurðardóttur, Baldurs Ósk-
arssonar, Gyrðis Elíassonar, Braga
Ólafssonar, Guðrúnar Evu, Andra
Snæs, svo ég nefni bara nöfn af
handahófi, allt höfundar sem á afar
ólíkan hátt glíma við líf og dauða,
sársauka og gleði, hversdagsleika og
viðburði í verkum sínum.
Auðvitað væri það bara gott ef við
hefðum grimman ádeiluhöfund á borð
við Houellebecq, þótt það væri
hugsanlega enn betra fyrir fjöl-
miðlana en sjálfan skáldskapinn, en
skáldskaparflóran er samt óvenju
gróskumikil hérna miðað við fámenn-
ið, og ég er svolítið hræddur um að
þeir sem strika yfir allt saman með
orðum eins og skreytilist og sjálf-
hverfni, séu að koma upp um van-
þekkingu sína, eða þá flausturslegan
lestur þar sem fátt var skynjað og
enn færra grunað af því sem býr í
skáldskapnum.
Skreytilist og veisluskáldskapur
Jón Kalman Stefánsson
fjallar um skreytilist og
svarar viðhorfspistli frá
Kristjáni G. Arngrímssyni
’Enginn veit ástæð-urnar fyrir því hvers-
vegna fólk fæst við
skáldskap, eða aðrar
listgreinar.‘
Jón Kalman Stefánsson
Höfundur er rithöfundur.