Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún ÓlínaGunnarsdóttir fæddist í Tálknafirði 22. mars 1937. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut föstudaginn 24. júní eftir stutta sjúkra- legu. Foreldrar hennar voru Gunnar Einarsson sjómaður, f. að Hlíðarenda í Tálknafirði 13. júlí 1905, d. 23. maí 1984, og Unnur Þór- arinsdóttir, f. á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 13. maí 1919, d. 27. febrúar 2003, en þau bjuggu í Miðbæ í Haukadal í Dýra- firði. Systkini Guðrúnar Ólínu eru: Katrín Jóna Gunnarsdóttir, f. 25. sept. 1933; Ragna Halldórs- dóttir, f. 19. mars 1935, d. 21. maí 1993; Ingibjörg Ólafía Gunnars- dóttir, f. 1. júní 1938; Erla Ebba Gunnarsdóttir, f. 31. júlí 1939; Garðar Rafn Gunnarsson, f. 1. sept. 1941, d. 19. jan. 1966; Einar Gísli Gunnarsson, f. 5. jan. 1944; Sigurður Þórarinn Gunnarsson, f. 12. mars 1945; Una Hlín Gunn- arsdóttir, f. 1. okt. 1947; Guðberg Kristján Gunnarsson, f. 28. mars 1949; Jónína Sigurborg Gunnars- dóttir, f. 16. ág. 1952; Guðbjörg Ósk Gunnarsdóttir, f. 7. feb. 1954; og Höskuldur Brynjar Gunnars- son, f. 8. mars 1959. Hinn 13. júlí 1957 giftist Guðrún Sigfúsi Jóhannssyni vélstjóra, f. í Reykjavík 5. feb. 1934. Foreldrar dóttir, f. 7. ág. 1983; Emil Ólafur Ragnarsson, f. 19. júní 1988; Hjörtur Ragnarsson, f. 21. ág. 1989, d. 24. ág. 1989; Silja Marín Ragnarsdóttir, f. 4. nóv. 1991. 4) Sigríður Sigfúsdóttir, f. í Reykja- vík 6. júní 1962, d. 30. jan. 1982. Sonur hennar og Óla Andrésar Agnarssonar, f. 25. mars 1961, er Þórir Ólason, f. 27. feb. 1981. Hann ólst upp hjá Guðrúnu Ólínu og Sigfúsi. Guðrún byrjaði ung að vinna ýmis störf, t.d. við fisk og versl- unarstörf . Hún var ekki nema 14 ára þegar hún fór í vist á Stekkum í Patreksfirði. Hún lauk námi við Húsmæðraskólann á Varmalandi 1956. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur 1961 hóf hún fljót- lega að vinna verslunarstörf sam- hliða húsmóðurstörfum, fyrst í Borgarkjöri í Borgargerði og síð- ar á Grensásvegi, þar sem hún vann í mörg ár, og síðan í versl- uninni Dalmúla í Síðumúla. Árið 1979 opnaði hún söluturninn Dím- on á Smiðjuvegi í Kópavogi og rak hann til ársins 1986. Þá vann hún í Kaupstað í Mjódd 1986-1992. Þeg- ar hún flutti til Þingeyrar hóf hún fljótlega störf í grunnskólanum við gangavörslu og húsvörslu sem og almenna aðstoð við nemendur. Hún tók t.d. að sér að hafa umsjón með sundferðum krakkanna þeg- ar farið var í skólasund á Flateyri og margt fleira. Ekkert eitt starfs- heiti er yfir þetta en almennt var hún kölluð „skóla-amma“, því hún var í raun eins konar amma allra krakkanna í skólanum. Þegar hún flutti aftur til Reykjavíkur 2001 starfaði hún á leikskólanum Fálkaborg til ársins 2003. Útför Guðrúnar Ólínu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. hans voru Jóhann Jónsson, f. í Reykjavík 30. maí 1901, d. 29. jan. 1950, og Lára Stefanía Sigfúsdóttir, f. á Siglunesi við Siglufjörð 8. okt. 1903, d. 15. feb. 1972. Börn þeirra eru: 1) Lára Sigfúsdóttir, f. á Patreksfirði 9. mars 1957, gift 17. júlí 1976 Guðmundi Jónssyni, f. 19. des. 1953. Börn þeirra eru: Sigfús Örn Guðmundsson, f. 15. feb. 1977, en sam- býliskona hans er Bylgja Dögg Hafsteinsdóttir, f. 13. jan. 1983; Haukur Þór Guðmunds- son, f. 20. mars 1979, unnusta hans er Jóhanna Valdís Torfadótt- ir, f. 27. apríl 1983. Dóttir þeirra er Emilía Rós Hauksdóttir, f. 1. ág. 2004; Guðrún Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 23. mars 1985; Jón Valur Guðmundsson, f. 3. mars 1988. 2) Jóhann Sigfússon, f. á Patreksfirði 11. maí 1958, kvænt- ur 9. sept. 1994 Gunnhildi Freyju Theódórsdóttur, f. 13. júlí 1961. Börn þeirra eru: Sólrún Ösp Jó- hannsdóttir, f. 20. jan. 1991; Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, f. 5. maí 1992; Sigfús Jóhannsson, f. 2. ágúst 1996. 3) Unnur Sigfúsdóttir, f. á Patreksfirði 4. jan. 1960, gift 11. maí 1985 Ragnari Gunnars- syni, f. 15. júlí 1960. Börn þeirra eru: Sigurður Rúnar Ragnarsson, f. 4. okt. 1984, en sambýliskona hans er Guðrún Hildur Eyjólfs- Ég vil minnast hennar Rúnu sem var mikill vinur minn. Hún var allt- af svo blíð og góð við mig hvernig sem ég var á mig kominn. Þegar ég var kominn á heimili þeirra hjóna var ég eins og ég væri kominn heim. Hún átti svo mikla hjartahlýju og kærleika. Mátti hún ekkert aumt sjá án þess að vilja hjálpa. Á heimili þeirra Siffa og Rúnu var alltaf glatt á hjalla. Hann spilaði á píanóið og öll fjölskyldan söng. Þetta voru mínar ánægjulegustu stundir. Rúna mín. Nú ert þú búin að kveðja okkur, en ég trúi því að þú lifir. Ég bið Guð að halda verndar- hendi yfir þér, Siffi minn, og börn- unum þínum. Þinn vinur, Guðfreður. Ólína Guðrún var hún skírð en það kannaðist enginn við þau nöfn því hún kallaði sig alltaf Rúnu. Rúna var hamingjusamlega gift móðurbróður mínum, honum Sig- fúsi sem alltaf er kallaður Siffi. Siffi og Rúna eignuðust fjögur börn, þau Láru, Unni, Jóhann og Sigríði sem alltaf kallaði sig Sirrý. Við Sirrý vorum jafngamlar og oft- ast saman og hún var mér bæði sem frænka og besti vinur. Heimili Rúnu var því eins og annað heimili mitt. Fyrst á Sogaveginum og síð- an á Réttarbakkanum. Á heimili Rúnu var tekið vel á móti gestum og oft mannmargt, því fjölskyldumeðlimir að vestan gistu oft hjá henni þegar þeir komu í bæ- inn. Alltaf átti Rúna gott bakkelsi með kaffinu og gaf gestum ótak- markaðan tíma til skrafs. Það var alveg sama hvað gesturinn var gamall, alltaf gaf Rúna sig á tal við hann og gat spjallað um allt milli himins og jarðar. Ekki fór hún í manngreinarálit heldur fengu allir að njóta góðs af góðmennsku henn- ar. Öll börnin þeirra Rúnu og Siffa fóru í skátana, í skátafélagið Garð- búa og því lá leið mín þangað. Þær voru ófáar útilegurnar eða skáta- mótin sem Rúna og Siffi komu með okkur í og Rúna þá oftast hrókur alls fagnaðar með manni sínum. Hann spilandi á nikkuna og hún alltaf syngjandi kát. Hún vann á tíma í kjörbúðinni Dalmúla og seinna setti hún upp litla sjoppu í iðnaðarhverfi. Þjón- ustulund hennar var einstök. Hún gaf sig að hverjum kúnna með brosi út að eyrum, alltaf alúðleg, sama hvort kúnninn var lítið stam- andi barn, erfiður unglingur eða fullorðið fólk sem vildi helst spjalla um heima og geima. Rúna kenndi mér svo margt. Ég hef alla tíð litið til hennar sem minnarhelstu fyrirmyndar. Jákvæð, hress og kát, umhyggjusöm, með eindæmum barngóð og lifði lífinu lifandi, trú sínum lífsgildum. Þann- ig hef ég reynt að feta í hennar fót- spor. Á hverju ári hittist fjölskyldan hennar mömmu í útilegu og þar var Rúna alltaf sú sem gaf sér tíma til að leika við börnin og fara með þeim í söngleiki og hreyfileiki. Hún var lifandi sönnun þess að maður verður aldrei of gamall til að leika sér heldur verður gamall því maður er hættur að leika sér. Það var því kannski ekki skrítið að það skyldi vera ég sem tók við hennar hlut- verki að leika við börnin þegar Rúna komst ekki í útilegurnar. Í mínum huga er fjölskylda Rúnu og Siffa hin fullkomna fjölskylda sem kann að gleðjast og hafa gam- an af lífinu og sem stendur saman og styrkir hvert annað í sorg og áföllum. Sorgin hefur svo sannar- lega knúið á dyr í fjölskyldunni en alltaf standa þau þétt saman. Þeg- ar Sirrý, yngsta dóttir þeirra, eign- aðist Þóri, þá aðeins nítján ára gömul, uppgötvaðist æxli við heila hennar. Þetta æxli varð henni að aldurtila en hún lést ellefu mán- uðum seinna frá ungum syni sínum. Unnur, næstyngsta systirin, veikt- ist líka á sama tíma í höfðinu og var ótrúlegt að sjá þann styrk sem Rúna og Siffi áttu til að standa þétt saman í gegnum þessa erfiðleika. Það var frekar þeirra hlutverk að hugga og styrkja aðra fjölskyldu- meðlimi sem komu til þeirra í heimsókn á þessum erfiðu tímum. Þegar ég missti síðan nýfæddan son ári seinna kom ekkert annað til greina en að fá að leggja hann á leiði Sirrýjar og það þótti sjálfsagt mál hjá Rúnu og Siffa. Kann ég þeim alúðarþakkir fyrir það. Rúna og Siffi tóku að sér að ala upp dótt- urson sinn, Þóri, og hann er svo sannarlega augasteinn fjölskyld- unnar. Hans harmur er líklegast mestur á þessari stundu þegar við kveðjum Rúnu. Rúna bar mikla ást og umhyggju fyrir sínum nánustu. Pabbi hennar flutti til hennar þegar hann veikt- ist, hún hjúkraði Sirrý dóttur sinni og seinna móður sinni í veikindum hennar. Systur hennar Rúnu hafa alltaf getað leitað til hennar en þær hafa fengið dágóðan skammt af áföllum í lífinu og margar þeirra misst sviplega fjölskyldumeðlimi eða börn. Rúna var í farsælu hjónabandi, eignaðist góð börn og barnabörn, og nýlega sitt fyrsta barnabarna- barn. Hún átti ekki sökótt við neinn, átti góða fjölskyldu, var vin- mörg og hamingjusöm en allt þetta var líka henni að þakka. Það má ekki gleyma því í þessum hraða nú- tíma sem við lifum að gefa sér tíma fyrir sína nánustu en það gerði Rúna alltaf. Rúna veiktist fyrir nokkrum ár- um en var ekki fyrir það að kvarta þegar hún var spurð að líðan. Hún bar sig alltaf vel og var hress og kát og því var erfitt að trúa því að hún væri að fara frá okkur. Það gekk svo sannarlega hratt fyrir sig. Eftir verðum við í fjölskyldunni fá- tækari en um leið ríkari því við getum lifað eftir hennar sannfær- ingu og hennar gildum og látið gott af okkur leiða eins og hún gerði alltaf og gefið samferðamönnum okkar tíma og umhyggju. Ég bið Guð að vaka yfir fjölskyldu Rúnu, sérstaklega Siffa, Þóri, Láru, Jóa, Unni, barnabörnum og barna- barnabarni. Jónína Ómarsdóttir (Ninna). Hún Rúna amma. Já, hún var amma allra. Hún var skóla-amma í Grunnskólanum á Þingeyri í mörg ár en bara skóla-amman mín í u.þ.b. tvö ár sem var alveg nóg til þess að hún yrði amma mín. Hún var alltaf með 10–15 skóla- lykla í teygju um mjöðmina sem dingluðu þar þegar hún gekk eftir göngunum. Maður vissi alltaf hvar hún var þegar maður heyrði lykla- klingið. Henni þótti vænt um alla og vildi að öllum liði vel í kringum sig, sem var ekki erfitt því öllum leið vel í kringum ömmu Rúnu. Svo átti hún galdrakrem í skúffu inni á bókasafni, sem læknaði öll sár. Mér fannst hún alltaf vera svo fín og mikil dama og hún var alltaf með naglalakk. Ég var oft heima hjá henni með Silju og þangað var alltaf gott að koma, allt svo notalegt og mög góð- ur andi í húsinu. Ég man svo eftir því þegar ég og Silja vorum að æfa heima hjá henni fyrir 17. júní söngvarakeppnina. Þá sagði hún okkur að standa ská á móti hvor annarri svo að raddirnar myndu skella saman og koma út eins og ein. Auðvitað gerðum við það og unnum keppnina. Svo er eitt sem mér er mjög minnisstætt. Það var þegar mamma og pabbi skildu. Þá var hún sú eina sem hringdi í mig til að spyrja hvernig mér liði og sagði að þetta yrði allt í lagi. Þetta var svo fallegt af henni og hressti mig við. Hún var líka svo falleg í sér hún amma Rúna. Takk fyrir allt. Ég og fjölskylda mín vottum öll- um aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Hildur Sólmundsdóttir. Hún Rúna er dáin. Þannig barst fréttin frá manni til manns milli ættingja og vina Jónsmessudaginn 24. júní sl. Vissulega er fólk alltaf að deyja og aðrir að fæðast, það er lögmál lífsins. Ekki kom fráfall Guðrúnar Gunnarsdóttur neinum á óvart. Hún hafði barist hetjulega við hinn grimma sjúkdóm krabbamein, síð- ustu árin, æðrulaus og hugrökk. Aldrei var neitt að henni að hennar sögn. Hún kvaddi þennan heim þegar sumarið og ljósið er í hámarki, tími ljóss og lita, tími blómanna og feg- urðarinnar, tíminn hennar. Guðrún Ólína Gunnarsdóttir var um margt óvenjuleg kona, hjartahlý og kærleiksrík svo af bar. Dugnaður hennar og gestrisni var rómað hvar sem hún bjó og hvar sem hún vann. Í störfum hennar gætti meiri samviskusemi en ég, sem þessi fá- tæklegu orð rita, hef nokkru sinni kynnst, hvort sem Rúna vann í verslun, leikskóla eða grunnskóla. Rúna var fasmikil kona og ákveðin, það var aldrei nein logn- molla í kringum hana og röskleiki hennar og dugnaður ótrúlegur á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hæstum tónum náði þó líf henn- ar á heimilinu hennar meðal eig- inmanns og barna. Hún var slík mannkostakona í hlutverki móður, eiginkonu, ömmu, systur, frænku og dóttur að af bar. Gestrisni þeirra hjóna, Sigfúsar Jóhannssonar, vélstjóra, sjómanns, fiskverkanda og útgerðarmanns, var slík að mikla athygli vakti. Það er ekki ofsagt að heimili þeirra hjóna, hvort sem það var á Pat- reksfirði, Reykjavík eða Þingeyri hafi verið veitinga- og griðastaður um þjóðbraut þvera. Ekki hallaðist á með þeim hjónum um hlýju og kærleika sem allra vildu böl bæta. Rúna unni börnum sínum afar heitt og ekki síður barnabörnum, hún umvafði þau kærleiksljósi sínu, gaf frá innstu hjartarótum. Sá varnarveggur sem hún reisti var þeim brjóstvörn og skjól á uppvaxt- arárunum uns þeim óx fiskur um hrygg. Líf Rúnu var þó ekki ávallt dans á rósum. Þau hjónin þurftu að bergja á bikar sorgar og ástvina- missis, þá reyndi á festu, kjark og samstöðu þeirra hjóna sem aldrei brást. Þung voru sporin er þau fylgdu tvítugri dóttur sinni til grafar eftir erfiðan sjúkdóm hennar, vorið sem hún ætlaði að taka stúdentspróf. Stúlku sem var sólargeisli allra sem hana þekktu: Listræn, fáguð og falleg. Drottinn tekur en hann gefur líka. Sigríður dóttir þeirra lét eftir sig lítinn, nýfæddan, yndislegan dreng, soninn Þóri, sem varð sól- argeisli afa síns og ömmu. Í honum lifði dóttirin áfram er þau ólu hann upp og við hann tengdust bjartar framtíðarvonir sem hann hefur staðið undir. Rúna og Siffi önnuðust aldraðan föður Rúnu af einstakri hlýju og nærgætni síðustu árin sem hann lifði, þegar hinn illræmdi Parkinson sjúkdómur dæmdi hann úr leik. Hjá þeim hjónum undi hinn aldraði víkingur sér vel og lék sér við barnabörnin. Aldrei gleymi ég þeim endur- vakta lífsneista sem skein úr aug- um öldungsins er ég heimsótti hann á heimili þeirra hjóna, heldur ekki þegar að tengdasonurinn var að hnýta á hann hálsbindið, því auðvitað varð hann að lifa ellina með reisn eins og höfðingja var sæmandi. Þegar Rúna var starfsmaður grunnskólans á Þingeyri varð hún öktuð og virt af nemendum, hún kunni á þeim lagið. Með kærleika sínum og hlýju vann hún hylli þeirra og ást. Hún varð amma Rúna í skóla og utan. Það var næstum sama hvernig ástandið var, þegar vanda bar að höndum, Rúna varð sáttasemjari, stoðkennari og fylgdarráðunautur, ávallt ljósið en aldrei myrkur. Margir, bæði ungir og aldnir, munu minnast hennar með þökk og virðingu, einstakrar mannkosta- konu með kærleika sem margir nutu. Um huga minn fljúga ljóðorð skáldsins frá Fagraskógi: Þá væri þjóðinni borgið ef þúsundir gerðu eins. Á Jónsmessunótt, nóttina sem Rúna dó, sat ég við skrifborðið mitt og lét hugann reika til hennar á banabeðinn og síðustu átökin við lífið, kom þá í hug minn ljóðið sem ég læt fylgja hér með. Ég bið svo algóðan Guð að styrkja Sigfús og börnin þeirra, þig elsku Þórir frændi og hin barna- börnin. Kalla ég, Drottinn, kom til mín, kvöldið er harla nærri, vektu mér innri sálarsýn sorgin þá verður fjærri. - Lýsi mér ávallt ljósið þitt, lækni og gleðji hjarta mitt, stundin svo verði stærri. Þú hefur leitt mig lífs um svið, lausnari alla daga. Krossferð þína ég kannast við, Kristur, þitt líf og saga, verður mín hjálp í veröld hér, vaki þín ásýnd yfir mér, allt mun það líf mitt laga. Þegar ég leggst svo lágt í mold líknar í faðmi þínum. Blessa þú faðir hug og hold, helgun í bænum mínum. Kraftur þinn jafnan kallar á, kalla mig líka blómin smá, ljúfust í litum sínum. Ingólfur Þórarinsson. Rúna var einstök kona, sem mér þykir vænt um að hafa fengið að kynnast og umgangast frá því ég man eftir mér, þar til nú á sjó- mannadaginn þegar Rúna fagnaði með manni sínum, Siffa, sem var heiðraður í Reykjavík. Á eftir fór- um við fjölskyldurnar í hlaðborð slysavarnakvenna og lék Rúna á als oddi þrátt fyrir erfið veikindi. Alls staðar var líf og fjör í kring- um Rúnu, því með lífsgleði sinni laðaði hún fólk ósjálfrátt að sér. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir litlu börnin sem hún fór með í leiki eða söng með þeim. Við áttum margar ánægjulegar samverustundir í fjölskylduferðum, og eru mér minnisstæðastar ferð- irnar vestur í Dýrafjörð, þar sem hún var alin upp. Man svo vel eftir því þegar við heimsóttum foreldra hennar í litla húsið, og hún sýndi mér baðstofuloftið þar sem öll systkini hennar sváfu. Hvernig þau komust öll fyrir var mér óskilj- anlegt, en það var auðséð að henni hafði liðið þarna vel, enda fóru þau hjónin í Dýrafjörðinn reglulega, og settust þar að síðar meir, og þá á Þingeyri. Ég vil senda Siffa frænda mínar innilegustu samúðarkveðjur, og GUÐRÚN ÓLÍNA GUNNARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.