Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi FORRÁÐAMENN Félags íslenskra bifreiða- eigenda ætla að fara fram á að yfirvöld dragi úr skattlagningu á eldsneyti í ljósi síhækkandi heimsmarkaðsverðs. Verður erindi þessa efnis sent fljótlega í vikunni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, sem var á fundi nor- rænu bifreiðaeigendafélaganna, tjáði Morgun- blaðinu í gær að hávær umræða væri innan systurfélaganna á Norðurlöndunum um að fá yfirvöld í löndunum til að draga úr skattlagn- ingu. Runólfur sagði ástandið að undanförnu mjög óeðlilegt og hann minnti á að fordæmi væru fyrir því að ís- lensk yfirvöld hefðu lækkað vörugjald á eldsneyti tímabundið vegna verðlagsþróun- ar. Benti hann á að auknar tekjur ríkissjóðs vegna virðisaukaskatts af hækkandi eldsneytisverði yrðu 400 til 500 milljónir króna á árinu miðað við verðþróunina frá ársbyrjun. Sagði hann neytendur fyrirsjáan- lega munu greiða um tveimur milljörðum króna meira vegna hærra verðs á árinu. Framkvæmdastjóri FÍB sagði að endurskoða yrði í heild skattlagningu á eldsneyti. T.d. væri nánast enginn munur á verði bensíns og dísil- olíu, eins og ætlunin hefði verið þegar tekið var upp olíugjald á dísilolíu með lagabreytingu um síðustu mánaðamót. Gjaldið var upphaflega ákveðið 45 krónur í lögunum en lækkað í 41 krónu áður en lögin komu til framkvæmda. FÍB mun í vikunni senda stjórnvöldum erindi um að draga úr skattlagningu á eldsneyti eftir að stjórnin hefur gengið frá erindinu formlega. Algengt verð á bensíni var í gær 107,90 kr. til 109,20 kr. á sjálfsafgreiðslustöðvum og á dísil- olíu 107,60 kr. til 109 kr. Yfirvöld lækki skatta á eldsneyti FORMAÐUR Skurðlæknafélags Ís- lands, Helgi H. Sigurðsson, hefur ritað Jóhannesi M. Gunnarssyni, lækningaforstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH), bréf þar sem farið er fram á að hætt verði taf- arlaust notkun stimpilklukkukerfis fyrir skurðlækna. Vill Helgi að fundnar verði aðrar leiðir í samráði við læknana til að meta þeirra vinnu- framlag á sjúkrahúsinu. Helgi hefur fengið mikinn stuðn- ing við þetta erindi þar sem óánægja ríkir á meðal lækna á flestum deild- um sjúkrahússins. Benda læknar á að þetta fyrirkomulag tíðkist hvergi annars staðar. Starfsmenn LSH notast reyndar ekki lengur við eiginlegar stimpil- klukkur heldur skrá þeir sig í og úr vinnu með því að hringja úr síma og eru dæmi um að læknar hafi ekki fengið unnar stundir greiddar. Ný- lega var farið að tengja þetta kerfi við útreikning launa hjá læknum og eru þeir ekki sáttir við þetta fyrir- komulag. Er sú óánægja meira á fag- legum forsendum en vegna launa- mála. Hentar læknum illa Meðal lækna sem eru ósáttir og ætla að hætta að skrá sig til vinnu með þessum hætti er Hannes Hjart- arson, sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum. Hann er í hálfu starfi við spítalann og gengið er út frá því að hann vinni ákveðna daga og ákveðinn tímafjölda. Hannes seg- ist vera í sjálfboðavinnu og ekki fá laun sín greidd ef hann vinni aðra daga eða ef hann er kallaður til starfa úr sumarfríi. Hann segir stimpilklukkukerfi af þessu tagi henta illa fyrir lækna þegar þeir þurfi að rjúka inn á vinnustað í neyð- artilvikum og sinna alvarlega sjúku fólki. Þá horfi menn ekki fyrst til þess að fara í símann og stimpla sig til starfa. Að auki vinni læknar ýmis verk heima fyrir á kvöldin og um helgar. Sú vinna sé ekki skráð og þar af leiðandi sé ekki greitt fyrir hana. Stimpilkerfi segi ekkert til um við- veru lækna. Niels Christian Nielsen, stað- gengill lækningaforstjóra LSH, seg- ist kannast við óánægju lækna. Ákveðnir byrjunarörðugleikar séu við skráningu vinnutíma lækna í nýja kerfinu en vonandi takist að að- laga það aðstæðum lækna. Ekki standi til að breyta vinnutilhögun þeirra eða starfskjörum. Sjúkrahús- ið sé að bjóða upp á rafræna skrán- ingu vinnutíma allra starfsmanna, sem ætlunin sé að verði skilvirkari og þægilegri. Læknar mótmæla stimpilklukkukerfi  Mikil óánægja | 10 Stjórnendur LSH segja byrj- unarörðugleika í kerfinu RAKEL Natalía Kristinsdóttir sýndi snilldarreiðmennsku á Fjórð- ungsmóti Vesturlands þegar hún sigraði á stóðhestinum Vígari frá Skarði í tölti barna. Þrátt fyrir ung- an aldur var sýningin á við það besta sem gerist. Rakel Natalía sigraði með einkunnina 7,33. Mótinu lauk í gær. Efstu stóðhest- arnir í fjögurra og fimm vetra flokki stóðu sig sérstaklega vel á mótinu. | 28 Morgunblaðið/Eyþór Snilldartaktar SÁ SÖGULEGI atburður varð í gær að hjónin Gunnlaugur Stefánsson og Sjöfn Jóhannes- dóttir, sem bæði eru sóknar- prestar, voru vígsluvottar þegar sonur þeirra, Stefán Már Gunn- laugsson cand. theol., var vígður til Hofsprestakalls í Múlapró- fastsdæmi. Auk Stefáns vígði Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, í Dómkirkjunni í gær þau Svanhildi Blöndal cand. theol. til prestþjónustu á Hrafnistu í Reykjavík og Vigfús Bjarna Al- bertsson cand. theol. til prest- þjónustu á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Aðspurður um vígsluvottana sagði Stefán um afar skemmtilega tilviljun að ræða. „Ég verð prest- ur á Hofi í Vopnafirði og þau eru bæði prestar fyrir austan, pabbi á krafta til að takast á við lífsvanda sinn á skapandi hátt. Þannig sá ég fyrir mér að tvinna saman fleiri þætti í hjúkrunarstarfinu og því finnst mér guðfræðin og hjúkrunarfræðin í raun ekki svo fjarlægar greinar,“ segir Svan- hildur. „Þetta var mjög falleg athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni Albertsson í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi og sagðist hlakka mikið til þess að takast á við nýja starfið, en hann mun starfa á Barnaspít- ala Hringsins. Við vígsluna í gær þjónaði sr. Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur fyrir altari og sr. Jóhanna Sigmarsdóttir prófastur lýsti vígslu. Vígsluvottar voru, auk Gunnlaugs og Sjafnar, sóknar- prestarnir Jón Dalbú Hróbjarts- son og Gunnþór Ingason, auk sr. Halldórs Reynissonar, verkefnis- stjóra á Biskupsstofu. Vífilsstöðum, en starf hennar felst í því að sinna andlegri og trúar- legri þjónustu við jafnt sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. „Áherslan verður á sálgæsluna, auk helgihalds, bænastunda, fræðslu og stuðnings við starfs- fólk,“ segir Svanhildur sem jafn- framt er fyrsti hjúkrunarfræðing- urinn sem hlýtur prestvígslu. Aðspurð segir Svanhildur guð- fræðina og hjúkrunarfræðina eiga meira sameiginlegt en e.t.v. sýnist í fljótu bragði. „Í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur sá ég að styðja þyrfti betur við bæði sjúk- linga og aðstandendur þeirra,“ segir Svanhildur og segist hafa byrjað í guðfræðinni þar sem hún vildi bæta við sig sálgæslufögum. „Kristin sálgæsla hefur allan manninn að viðfangsefni. Hún ber umhyggju fyrir manninum í neyð og markmið hennar er að hjálpa fólki til að nýta möguleika sína og Breiðdalsvík og mamma á Djúpa- vogi, þannig að það er ekki langt að fara. Það er náttúrlega dýr- mætt að geta haft svona góðan að- gang að tveimur prestum sem búa yfir mikilli reynslu,“ segir Stefán. Spurður hvort algengt sé í ættinni að menn leggi prestsstarfið fyrir sig svarar Stefán því neitandi og segir það ekki algengara í sinni ætt en í öðrum. Þegar Stefán er inntur eftir því hvort sú staðreynd að báðir foreldrar hans séu prest- ar hafi haft áhrif á starfsval hans svarar hann því játandi. Fyrsti hjúkrunarfræðingur- inn hlýtur prestvígslu „Þetta leggst afar vel í mig og ég hlakka til að taka við starfinu með haustinu,“ segir Svanhildur, en hún er fyrsti presturinn sem vígður er til Hrafnistu. Aðspurð segist Svanhildur bæði munu sinna Hrafnistu í Reykjavík og Þrír guðfræðingar vígðir til prestþjónustu í Dómkirkjunni í gærkvöldi Morgunblaðið/Árni Torfason Vigfús Bjarni Albertsson, Svanhildur Blöndal og Stefán Már Gunnlaugsson kvöddu kirkjugesti glaðbeitt að vígslu lokinni. Foreldrar vígsluvottar sonar síns Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti tvo menn sem brenndust illa eftir að gaskútur sprakk í Bjarkarlundi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þyrlan var væntanleg með fólkið til Reykjavík- ur upp úr miðnætti. Brenndust í Bjarkarlundi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.