Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
OF LANGT GENGIÐ
Kínverjar ganga allt of langt íviðbrögðum sínum þegarhingað kemur fólk frá Taív-
an, jafnvel þótt um háttsetta
stjórnmálamenn þar sé að ræða. Í
Morgunblaðinu á laugardag var frá
því sagt að kínversk sendinefnd
hefði verið komin á fund í heil-
brigðisráðuneytinu á föstudags-
morgun þegar hringing barst frá
sendiráði Kína. Sendinefndin var
komin til að kynna sér öldrunarmál
og skipulagningu endurhæfingar
hér. Til stóð að sendinefndin færi í
heimsókn á heilsugæzlustöð og
hjúkrunarheimili og hitti aldraða
að máli.
Um leið og hringt var úr sendi-
ráðinu stóðu sendinefndarmenn
upp og hurfu á braut.
Ástæðan fyrir þessu uppnámi
Kínverja mun vera sú að varafor-
seti Taívans hefur verið hér á ferð.
Þessi viðbrögð einkennast bæði
af móðursýki og hræsni. Kínverjar
á Taívan eiga mikil viðskipti við
Kínverja á meginlandinu. Raunar
fara gífurleg viðskipti fram á milli
meginlandsins og fólks á Taívan.
Þessi viðskipti hafa verið stunduð
áratugum saman. Taívanbúar eru
umfangsmiklir fjárfestar í atvinnu-
lífi og viðskiptum á meginlandi
Kína.
Það er auðvitað hræsni af hálfu
Pekingstjórnarinnar að leyfa slík
viðskipti og hafa umborið þau svo
lengi sem raun ber vitni um en
setja allt á annan endann ef ein-
staklingar frá Taívan koma í heim-
sókn til Íslands. Hvað á þetta að
þýða?
Pólitísk samskipti okkar Íslend-
inga og Kínverja hafa verið góð ef
undan eru skildar uppákomur af
þessu tagi þegar hingað kemur fólk
frá Taívan. Auðvitað kemur ekki til
greina að við bönnum fólki frá
Taívan að koma hingað og það á
ekkert síður við um stjórnmála-
menn þaðan en annað fólk. Peking-
stjórnin ræður því ekki við hverja
Íslendingar tala.
Það er tímabært að Kínverjar
taki slíkum heimsóknum af meiri
rósemd en þeir hafa gert. Við Ís-
lendingar höfum viðurkennt Pek-
ingstjórnina og tókum upp stjórn-
málasamband við Kína fyrir meira
en 30 árum. Okkur er ljóst að Pek-
ingstjórnin lítur á Taívan sem hluta
af Kína og okkur er líka ljóst að
stór hluti íbúa Taívans lítur málið
sömu augum, þótt þeir séu and-
stæðingar Pekingstjórnarinnar.
Kína er að breytast og framfarir
í landinu eru gífurlegar. Þegar
fram líða stundir eru mestar líkur á
að deilur um stöðu Taívans innan
hins kínverska ríkis leysist af
sjálfu sér eftir því sem velmegun
eykst í Kína og stjórnarfarið þróast
smátt og smátt til meira frjálsræðis
en ríkt hefur frá valdatöku Maós á
sínum tíma.
Aðskilnaðarsinnum hefur að vísu
vaxið fiskur um hrygg á Taívan en
líkurnar á því að Taívan verði sjálf-
stætt ríki eru litlar.
Kínverjar eiga að sýna meiri ró-
semi vegna þessara mála en þeir
hafa gert. Viðbrögð þeirra verka
mjög ankannalega á okkur Íslend-
inga svo að ekki sé meira sagt.
FRAMTÍÐ Í NÝJU LANDI
Aðlögun er lykilatriði þess að inn-flytjendum líði vel í nýju landi.
Snar þáttur í þeirri aðlögun er ís-
lenskunám og fyrir þá sem yngri eru
skólaganga. Anh-Dao Tran mennt-
unarfræðingur er verkefnisstjóri
rannsóknar á áhrifaþáttum í mennt-
un asískra nemenda á Íslandi og
verkefnis, sem ber yfirskriftina
„Framtíð í nýju landi“. Rannsókn
hennar nær til 60 ungmenna, sem
fædd eru í Víetnam, á aldrinum 16 til
25 ára, og í viðtali eftir Önnu Gunn-
hildi Ólafsdóttur í Morgunblaðinu í
gær segir hún að þau skili sér að
grunnskólagöngu lokinni mun verr
inn í framhaldsskóla en jafnaldrar
þeirra af íslenskum uppruna. „Aðal-
ástæðurnar virðast vera lítil þekking
á valmöguleikum innan framhalds-
skólakerfisins, brotakennd íslensku-
kunnátta og þrýstingur á að ung-
mennin afli tekna til eigin þarfa og
fjölskyldna sinna,“ segir hún.
Það þarf vart að undirstrika
hversu mikilvægt það er að ungir
innflytjendur finni að þeir eigi sam-
leið með jafnöldrum sínum í nýju
landi. Aðeins einn fjórði hluti ung-
mennanna í rannsóknarhópi Anh-
Dao stundar nám í framhaldsskóla.
„Öll tóku þau fram í samtali við mig
að námið reyndist þeim erfitt,“ segir
hún. „Þau gætu illa haldið í við jafn-
aldra sína í bóknáminu og byggju við
félagslega einangrun í skólanum.“
Anh-Dao veltir því fyrir sér í við-
talinu hvort ekki megi samtvinna ís-
lenskunám og til dæmis nám í iðn-
greinum, sem marga innflytjendur
dreymi um að leggja fyrir sig. Einnig
geti krafa um meðmæli frá vinnu-
veitanda í viðkomandi iðn gert nem-
anda, sem er af erlendu bergi brot-
inn, erfitt fyrir því að hann hafi ekki
sömu tengsl og nemandi, sem er af
íslensku bergi brotinn. Hún bendir á
að í framhaldsskólanáminu felist
ekki aðeins ávinningur fyrir ung-
mennin sjálf og samfélagið í heild
heldur einnig til framtíðar því
menntunin auðveldi ungmennunum
að styðja sín eigin börn til mennta.
Þessi ábending er mjög þörf því að
samfélagi þar sem margir menning-
arhópar koma saman stafar mest
hætta af því að ákveðinn hópur fest-
ist kynslóð eftir kynslóð í fari, sem
hann kemst ekki upp úr, og verði ut-
anveltu. Ábending Anh-Dao um að
ekki sé nóg að skylda útlendinga til
að læra íslensku, það verði að koma
til móts við þarfir þeirra og aðstæður
og gæta þess að kenna lifandi tungu-
mál, sem gagnist við störf og daglegt
líf, er þörf. Á Íslandi á að ríkja jafn
réttur til náms. Hér eiga einnig að
ríkja aðstæður, sem tryggja að allir
geti nýtt sér þann rétt og innflytj-
endum framtíð í nýju landi.
Í
myndið ykkur hvernig
það er að klæðast 200 kg
geimbúningi og vinna
fínvinnu við að opna
eldsneytistank á gervi-
hnetti. Og ímyndið ykkur síðan
að vinnuaðstæðurnar séu svo
einstakar að úti í svörtu tóminu
blikar móðir jörð eins og blár
handbolti. Margra ára undirbún-
ingsvinna lá að baki þessari
stund hjá dr. Kathy Sullivan sem
varð fyrsta bandaríska konan til
að ganga í geimnum árið 1984.
Aðeins nokkrum mánuðum fyrr
fór Svetlana Savitskaya, fyrst
kvenna í heiminum, í geimgöngu
á geimflauginni Soyuz T12/
Salyut 7.
Og hinu má heldur ekki
gleyma að 8.500 manns, þar af
fjölmargir gríðarlega hæfir, sótt-
ust eftir vinnunni
sem dr. Sullivan
fékk hjá Geimvís-
indastofnun Banda-
ríkjanna, NASA.
Kathy Sullivan er
réttnefndur könn-
uður og sat stjórn-
arfund hins virta og
101 árs gamla
Explorers Club sem
haldinn var hér á
landi til að fagna
stofnun Íslands-
deildar klúbbsins
um síðustu helgi.
Um er að ræða sam-
félag vísinda- og
leiðangursmanna um
víða veröld og hafa þekktir
könnuðir á borð við Neil Arms-
trong og Vilhjálm Stefánsson
verið félagar í klúbbnum, og var
sá síðarnefndi formaður um
skeið. Formaður Íslandsdeildar
klúbbsins er Haraldur Örn
Ólafsson pólfari og sjötindafari.
Kathy Sullivan er jarð- og haf-
fræðingur að mennt og hefur tví-
vegis komið til Íslands síðustu
30 árin eða svo. Hún var mjög
ánægð með boðið hingað til
lands og móttökurnar sem hún
fékk. „Loftslagið hér er kalt en
hjartalag Íslendinga er hlýtt,“
segir hún.
Námurnar stinga í augun
Það sem sló hana þó á ferð
hennar um Suðurlandið um síð-
ustu helgi var hversu víða jarð-
rask hafði átt sér stað í alfara-
leið. Hún nefnir til dæmis
jarðvegsnám í Ingólfsfjalli sem
blasir við allra augum. „Þetta
minnir mig á aðra einstaka staði
í heiminum, s.s. kóralrif og fisk-
veiðar við þau. Gróðinn er skjót-
fenginn og framkvæmdum fylgir
einatt atvinna og hagvöxtur en
það gerist æ ofan í æ að sókn
manna í auðlindina fer yfir strik-
ið og þá er haldið á næsta kór-
alrif.“ Hún grípur til samlíkingar
og líkir náttúru Íslands við kór-
alrif „og nú er kóralrifið veikt og
því líður ekki vel,“ segir hún.
„Ísland er svo einstakur staður á
jörðinni að ég vona að Íslend-
ingar muni sýna meiri skynsemi
og þolinmæði en margir aðrir.“
Sullivan er forstöðumaður vís-
inda- og iðnsafnsins COSI í Ohio
og þegar hún hafði lokið erind-
um vegna Explo-
rers Club tók hún
næstu daga í að
viða að sér efni fyr-
ir safnið sem gegnir
margvíslegu
fræðsluhlutverki
fyrir 900 þúsund
nemendur á öllum
aldri árlega. Eld-
fjallafræði, haffræði
og vetnisfræði eru
meðal þeirra greina
sem hún hafði hug
á að skoða hér-
lendis í þessu skyni.
Komst í gegnum
8.500 manna síu
hjá NASA
Víkjum sögunni aftur til ársins
1977. NASA auglýsti þá eftir
sérfræðingum til að skipuleggja
leiðangur sem hleypt var af
stokkunum fáeinum árum síðar
þegar geimflauginni Challenger
var skotið á loft. Umsækjendur
voru 8.500 talsins og Sullivan
þar á meðal. 35 voru valdir úr
stóra hópnum og enn komst
Sullivan áfram og fór í þjálfun
og störf hjá NASA. „Fyrsta
geimflugið mitt var í október
1984 og fól í sér ýmis rann-
sóknaverkefni, þar á meðal eitt á
sviði verkfræði sem fólst í því að
fylla eldsneytistank gervihnattar
á sporbraut um jörðu.“ Þetta
hafði aldrei verið gert áður og
um mikið vandaverk var að
ræða, sérstaklega þar sem
hnötturinn var á sínum tíma
ekki hannaður fyrir endurfyll-
ingar, hvað þá með það í huga að
hann yrði einhvern tíma opnaður
aftur í geimnum eins og Sullivan
átti nú að gera með sérsmíð-
uðum tækjum. „Spurningin var:
Gátum við opnað tankinn og sett
eldsneyti á hann? Menn höfðu
nefnilega skipt um skoðun varð-
andi þann þátt að það ætti aldrei
að opna tankinn aftur. Þetta var
því ekki eins og að fara með bíl-
inn á bensínstöð,“ segir hún.
Hún hafði átt þátt í að hanna
verkfærin sem nota átti við
verkið og nú var komið að því að
reyna búnaðinn. Hún var með-
vituð um að ef einn dropi af ban-
eitruðu eldsneytinu slettist
geimbúninginn hennar og hú
færi óvart með hann smitað
inn í flaugina gætu afleiðing
arnar orðið þær að öll áhöfn
Challenger yrði lífshættuleg
veik. Eftir vandlegan undirb
ing hóf hún geimgönguna ás
félaga sínum íklædd heldur
klunnalegum geimbúningnu
sem hún segir að sé í raun e
og geimflaug í líkamsstærð,
tókst farsællega að leysa þa
erfiða verk sem henni var fa
Geimgangan var ógleymanle
eins og nærri má geta. „Það
ekki auðvelt að vinna í geim
ingi því hann hefur eigin hr
ingar svo að segja og maður
að læra að hreyfa sig upp á
Þetta reynir mjög á líkaman
frá öxlum og niður úr. Hins
ar er afar sérstakt að vera u
geimflaugarinnar og horfa á
jörðina án þess að þurfa að
út um glugga flaugarinnar.“
Vissara að ljúka verkefn
rétt til að fá það næsta
„Við verkefni af þessu tag
þarf maður að vera mjög á v
bergi og bera sig fagmannle
að. En á hinn bóginn er ma
staddur á þessum rosalega s
og ef maður á eitt andartak
lögu til njóta stundarinnar þ
fríkar maður nærri því út! S
snýr maður sér strax að
vinnunni. Ég er stundum sp
hvernig sé hægt yfirhöfuð h
að einbeita sér að vinnu úti
geimnum en málið er að ef m
ur vill fá annað verkefni síð
meir er vissara að ljúka því
fyrsta rétt. Þetta eru stór v
efni sem maður hefur sjálfu
sótt um að fá að leysa fyrir
og maður verður að uppfylla
kröfurnar.“
Svo fór að Sullivan fékk a
verkefni árið 1990 á geimfla
inni Discovery við að gera v
Hubble-sjónaukann en rétt
en hún fór út úr geimflaugin
til að fara í geimgönguna sj
tókst að gefa tölvuskipun fr
jörðu og leysa málið. Þriðja
verkefnið fékk hún síðan ári
1992 á geimflauginni Atlant
það fól ekki í sér geimgöngu
Sullivan fór því í þrjú geimf
og eina geimgöngu á átta ár
Þess verður að geta að hún
þekkir til Bjarna Tryggvaso
Dr. Kathy Sullivan, geimfari og könnuður í Explorer
„Í geimnum þarf a
sig fagmannlega a
Dr. Kathy Sullivan
geimfari varð önnur
konan í heiminum til
að ganga í geimnum
og sagði Örlygi
Steini Sigurjónssyni
frá ferli sínum í
heimsókn sinni til
landsins á dögunum.
Kathy Sullivan ásamt áhafnarmeðlim af Challenger í október 198
höndum við gervihnöttinn.
Kathy Sullivan