Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 11 FRÉTTIR FYRRVERANDI talsmað- ur Iceland Express, Ólafur Hauksson, telur að Gylfa Magnússyni, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands, beri að víkja úr sæti stjórnarformanns Samkeppniseftirlitsins fyrir fullt og allt. Þessi nýja stofn- un hóf störf 1. júlí og tók við af Samkeppnisstofnun og samkeppnisráði. Ólafur segist koma fram fyrir hönd fyrrverandi aðaleigenda flug- félagsins, sem hafi mátt horfa upp á það að þurfa að selja fyrirtækið vegna samfelldra undirboða Ice- landair í tvö ár, án þess að sam- keppnisyfirvöld hafi hreyft legg né lið. Ólafur segir að það dugi ekki að Gylfi lýsi sig vanhæfan til að fjalla um kvörtun Iceland Express yfir Ice- landair, sem nýtt Samkeppniseftirlit mun fjalla um. Hann hafi sem fræði- maður, í áliti sem hann vann á sínum tíma fyrir Icelandair, sett fram skoð- un á því hvað Icelandair sé heimilt að gera í samkeppni við Iceland Ex- press. Að sögn Ólafs lagði Gylfi fram þá fræðilegu skoðun sína að engin hag- fræðileg rök væru fyrir því að gera þá kröfu til mark- aðsráðandi flugfélags að sala á hverjum einstökum farmiða stæði undir svo- kölluðum staðfærðum kostnaði. Í álitsgerð fyrir Icelandair hafi Gylfi sagt að lægsta verð mætti bera saman við beinan farþega- tengdan kostnað. Iceland Express hafi á þessum tíma haft upplýsingar um að beinn farþegatengdur kostnaður Icelanda- ir hafi verið innan við 500 krónur, þ.e. kostnaður af hverjum viðbótarfar- þega. Reyndar hafi Icelandair aldrei gengið svo langt að bjóða 500 kr. far- gjald en Iceland Express hafi hins vegar haldið því fram við samkeppn- isyfirvöld að Icelandair tapaði háum fjárhæðum með undirverðlagningu fargjalda til London og Kaupmanna- hafnar og bryti um leið samkeppn- islög. Starfsfólk getur ekki tekið óvilhalla afstöðu „Það blasir við starfsfólki Sam- keppniseftirlitsins að ef niðurstaða þess í málinu verður önnur en Gylfi telur viðeigandi, þá er það komið í beina andstöðu við formann stjórnar stofnunarinnar,“ segir Ólafur og bendir á að í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag sé haft eftir Gylfa að hlut- verk stjórnar eftirlitsins sé stefnu- mótun og ákvarðanataka í meirihátt- ar málum, mótun áherslna í starfi og að fylgjast með starfseminni. Áhrifa- vald stjórnarformanns nái því jafnt til stefnumótunar sem reksturs. „Jafnvel þótt Gylfi víki sæti tíma- bundið, þá kemur hann aftur til starfa og hefur sem formaður stjórn- ar áhrif á ráðningarkjör starfs- manna, framvindu í starfi og þar fram eftir götunum. Slík staða er að sjálfsögðu óþolandi fyrir Iceland Ex- press. Með engu móti er hægt að treysta því að starfsfólk Samkeppn- iseftirlitsins, sem býr við slíka pressu, geti tekið óvilhalla afstöðu við meðferð málsins,“ segir Ólafur. Hann segir að í ljósi þessarar stöðu sé með ólíkindum að Sam- keppnisstofnun og samkeppnisráð hafi ekki flýtt afgreiðslu 17 mánaða gamallar kæru Iceland Express gegn Icelandair og úrskurðað í mál- inu fyrir 1. júlí sl. Þar með hefði eng- in ástæða verið til að gera athuga- semdir við setu Gylfa Magnússonar í stjórn Samkeppniseftirlitsins. Fyrrverandi talsmaður Iceland Express Stjórnarformaðurinn víki fyrir fullt og allt Ólafur Hauksson Eitthvert vinsælasta veiði-svæði landsins er sil-ungasvæðið í Laxá í Mý-vatnssveit. Oft er talað um þetta draumasvæði fluguveiði- manna sem eitthvert besta sil- ungasvæði heimsins. Leggst þar allt á eitt; gríðarlegt magn af sprett- hörðum og vænum urriða, fjölskrúð- ugt náttúrulíf, margbreytilegir strengir árinnar og óviðjafnanleg náttúrufegurð. Í veiðihúsinu Hofi ræður ríkjum Hólmfríður Jónsdóttir frá Arn- arvatni. Hólmfríður er þekkt meðal veiðimanna um land allt, jafnvel þótt þeir hafi aldrei hitt hana. Eflaust hjálpar til að ein þekktasta straum- fluga landsins var nefnd eftir henni, en fyrir mörgum veiðimanninum er Hólmfríður eins konar táknmynd svæðisins. Þeir segjast ekki fara norður í Laxá til veiða, heldur til Hólmfríðar. Hólmfríður brosir hógvær þegar imprað er á þessari frægð hennar, en viðurkennir að það sé oft skrýtið þegar menn heilsi sér með nafni þótt hún hafi aldrei séð þá áður. „Menn tengja nafnið veiðinni – það er auð- vitað mikið hól.“ Við sitjum í veiðihúsinu og starfs- fólk er á þönum um húsið en veiði- menn allir úti í á að egna fyrir urr- iðann. Hólmfríður hefur um árabil verið staðarhaldari við ána og séð um sölu veiðileyfanna. Margir taka ástfóstri við ána „Ég kom fyrst að þessu sumarið 1973. Þá komu allir veiðimenn heim í Arnarvatn og skiluðu þangað veiði- skýrslunum. Menn voru þá yfirleitt á tjaldstæðunum eða gistu hjá ferða- þjónustuaðilum. Við byrjuðum með veiðihúsið sum- arið 1996 og þá var fyrst farið að bjóða gistingu. Þetta eru ein- ingaskúrar sem var raðað saman. Mér finnst vera kominn tími til að byggja alvöru veiðihús hér. Þessi herbergi svara ekki kröfum tímans.“ Oft eru margir veiðimenn í húsinu. Stangirnar eru mest 18, þótt oftast sé veitt með 16 í senn, en þegar mak- ar veiða saman eða veiðifélagar geta verið hátt í 40 manns í gistingu. „Margt hefur breyst síðan húsin komu,“ segir Hólmfríður. „Veiði- menn fóru að tengjast betur og hóp- ar að myndast. Áður voru menn kannski að koma tveir til sex saman. Nú eru þetta orðin meiri holl og sú þróun er góð. En það er líka erfiðara fyrir utanaðkomandi að komast inn.“ Mest eru það Íslendingar sem veiða á silungasvæðinu í Mývatns- sveitinni en á hverju sumri mætir þó sex daga holl sem eingöngu er skipað Norðmönnum. „Sá sem er í forsvari fyrir hópinn hefur komið síðan 1980 – „Veljum Vigdísi“ eru hans kenniorð; hann kom fyrst þegar Vigdís Finn- bogadóttir var kjörin forseti. Hann hefur komið á hverju sumri utan einu sinni, og sér mikið eftir að hafa ekki komið þá. Þetta er stór hópur. Sumir eru orðnir gamlir og veiða bara dagpart, en eru hluti af fé- lagsskapnum. Það er skemmtilegt að fá svona ólíka hópa. Það er oft ólíkur bragur á húsinu frá einum hópi til annars. Margir hópar hafa rótgrónar venjur. Við vildum svo gjarnan geta tekið á móti fleirum en við erum heppin hvað við höfum trygga viðskiptavini. Margir hafa tekið ástfóstri við ána og umhverfið. Þegar menn fullorðn- ast þá sér maður oft að þeir fara ekki síður að horfa á umhverfið við ána, á fuglinn og gróðurinn, og njóta þess að vera hér. Veiðin trekkir samt allt- af, og verður líklega að teljast aðal- atriðið.“ Mikið af silungi í ánni Fiskifræðingar sem og veiðimenn eru sammála um að þetta sé einstakt vatnasvæði, hvað varðar framboð á fæðu fyrir fiska og fugla. Veiðin hef- ur líka verið mjög góð það sem af er sumri. „2.200 fiskar eru þegar skráðir í veiðibækurnar. Það er rosalega flott á ekki lengri tíma. Miklu af fiski er sleppt. Kvótinn er nú ekki nema fjór- ir fiskar á dag. Það er mismunandi hvað menn eru hrifnir af því að sleppa svo miklu; margir veiðimann- anna vilja hirða meira. Kvótinn var áður sex fiskar og ég heyri að það er tala sem menn eru sáttari við. Sleppingarnar halda að sjálfsögðu meira af fiski í ánni en sumir segja að veiðiálagið sé ekki nema 10% af stofnstærðinni. Það virðist vera mjög mikið af silungi í ánni núna – engar vísbendingar um að þurrð gæti verið í vændum.“ Sumarið hlýtur að vera býsna annasamt hjá staðarhaldaranum. Hólmfríður viðurkennir brosandi að sú sé raunin. „Þetta er þriggja mánaða törn með veiðimönnum og við bætist undirbúningur dagana áð- ur en veiði hefst og frágangur á eftir. Ég er venjulega dauðþreytt þegar þetta er búið. Mér hefur alltaf þótt september yndislegur mánuður.“ Eins og heimakær hundur En veiðir Hólmfríður sjálf? „Já, ég geri það, en alltof sjaldan. Ég er alin upp við að veiða í net og vissi ekki muninn á flugu- og kast- stöng þegar ég fór fyrst að aðstoða veiðimenn. Ég lærði svo að kasta flugu, fór á námskeið hjá Kolbeini Grímssyni í að kasta og hnýta flugur. Það munar heilmiklu að vera inni í málum veiðimannanna, að vera ekki úti á þekju í umræðu um veiðarnar. Ég hef mjög gaman af að setja í fisk. Við hjónin höfum undanfarin þrjú sumur farið annað í veiði, það er líka okkar frí. Maðurinn minn vinnur sem kokkur hérna. Fólki finnst reyndar skrýtið að við skulum fara í veiði í fríinu,“ segir hún og hlær. „Í hittifyrra fengum við okkur daga hér í ánni og fórum að veiða. Mér finnst annars að hér heima þurfi ég alltaf að vera að gera allt annað. Ég er eins og heimakær hundur – vaki yfir þessu.“ Hólmfríður hefur starfað á vet- urna sem kennari í grunnskóla sveit- arinnar. „Hér áður var ágætt frí frá skólan- um á vorin, áður en ég byrjaði hér. Nú er það breytt, skólinn er ekki bú- inn þegar ég er farin að stjórna hér – ég verð að pína mína nánustu til að láta það allt ganga upp. En ég sagði upp í skólanum í vor. Ætla í frí í vetur og sé síðan til næsta vor, þegar veiðimennirnir taka aftur að mæta á svæðið.“ STANGVEIÐI | HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, STAÐARHALDARI VIÐ LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT Hef gaman af að setja í fisk Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Hjónin Steingrímur Gröndal og Sigríður Ásgeirsdóttir landa einum hinna spretthörðu Laxárurriða, sem hafa fallið fyrir flugum veiðimanna í sumar. Morgunblaðið/Einar Falur „Fólki finnst skrýtið að við hjónin skulum fara að veiða í fríinu,“ segir Hólmfríður Jónsdóttir, staðarhaldari við Laxá í Mývatnssveit. ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði hófust í 36. skipti í gær, en í ár er það háskólabærinn Salamanca á Spáni sem tekur á móti 350 kepp- endum. Leikarnir standa til 12. júlí. Keppendur mega hvorki vera byrjaðir í háskólanámi né orðnir tví- tugir. Fyrri keppnisdaginn eru leyst 5 fræðileg verkefni en seinni daginn fer fram tilraun og skrifuð skýrsla. Íslendingar senda fullt keppnislið, 5 framhaldsskólanema, sem valdir voru með forkeppni. Þetta eru MR- ingarnir Jón Emil Guðmundsson, Einar Búi Magnússon, Elvar Steinn Kjartansson og Þórey María Mar- íudóttir ásamt MH-ingnum Wing Kit Yu. Þau hafa notið þjálfunar um fjögurra vikna skeið í HÍ. Far- arstjórar hópsins eru báðir eðl- isfræðingar; Guðlaugur Jóhann- esson, doktorsnemi í stjarneðlisfræði við HÍ, og Viðar Ágústsson, kennari við Mennta- skólann Hraðbraut. Eðlisfræðifélag Íslands og Félag raungreinakennara standa að ár- legri landskeppni í eðlisfræði með tilstyrk Morgunblaðsins, til að velja keppendur til Ólympíuleikanna og Menntamálaráðuneytið greiðir kostnað við ferðina og þátttökugjöld á leikunum en sveitarfélög og skólar keppenda styrkja þá til fararinnar. Íslensku keppendurnir sýna fararstjórunum í sveiflusjá hvernig RC-rás breytir kassabylgjum frá sveiflugjafa. Standandi frá vinstri eru Guðlaugur fararstjóri, Einar Búi frá MR, Wing Kit frá MH og Viðar fararstjóri en sitj- andi eru Elvar Steinn, Þórey María og Jón Emil, öll frá MR. Fimm framhaldsskóla- nemar á ÓL í eðlisfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.