Morgunblaðið - 04.07.2005, Page 18
18 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Golfkort KB banka er fullgilt kreditkort sem
veitir kylfingum fjölmörg frí›indi sem
tengjast golfi og getur flannig spara› fleim
umtalsver›ar fjárhæ›ir. Allir geta sótt um
Golfkort, hvort sem fleir eru í vi›skiptum
vi› KB banka e›a ekki, á golfkort.is, í síma
444 7000 e›a næsta útibúi KB banka.
HAGKVÆMUR
KOSTUR FYRIR
GOLFARA
GOLFKORT KB BANKA
NÝLEGA fjölluðu fjölmiðlar um
tillögur „Deep Sea Conservation
Coalition“ um bann við botnvörpu á
úthöfunum; þær komu í kjölfar
áskorunar 1136 vísindamanna á síð-
asta ári. Sjónvarpið ræddi við Jó-
hann Sigurjónsson á Hafró, en hann
minntist bara á botninn og taldi
skemmdir litlar og vitnaði í rann-
sóknir Hafró. Þetta er
undansláttur. Í fyrsta
lagi eru þær takmark-
aðar og gerðar á svæði,
sem ekki er marktækt.
Áskorendurnir 1136
kröfðust banns ekki
bara vegna botnsins
heldur fjölbreytileika í
sjó einnig. Svo á Jó-
hann að vita, að vís-
indamenn hafa birt nið-
urstöður úr
rannsóknum á 12 fisk-
stofnum í Norður-
Atlantshafi, sem hafa
hrunið. Ástæður eru erfðabreyt-
ingar, sem gerst hafa smám saman
með stærðarvali á smáfiskastigi; þá
er bara botnvörpu- og dragnót-
arveiðum til að dreifa. Kanadískir
vísindamenn hafa lýst þessu þannig,
að „kyndillinn sé brenndur á báðum
endum.“ Með „ofveiði“ verða breyt-
ingar á aldurssamsetningu og minna
um stóran fisk. Sífellt minni fiskar
verða þá í stofni og hefur það slæm
áhrif á gæði hrogna og seiða, „kynd-
illinn er þá brenndur að ofan“. Svo
verða erfðabreytingar með stærð-
arvali; þá ræktast upp fiskar, sem
verða sífellt yngri kynþroska og
náttúrulegur dauði vex; svo sitja
menn uppi með fisk, sem er óhæfur
til að viðhalda veiðiþoli, þ.e.„brennsla
á kyndlinum að neðan“; hún er lúmsk
og því hættulegri en hin. – Jóhann á
að vita þetta og skjóta sér ekki undan
umræðu, menn slá þá bara öllu á
frest. Jafnvel Alþjóða hafrann-
sóknaráðið viðurkennir erfðabreyt-
ingar. Þorskurinn sjálfur og sjáv-
arbyggðirnar eru í húfi. – Kanadískir
vísindamenn hafa einnig séð, að
botnfiskur á erfiðara uppdráttar eft-
ir hrun en uppsjávarfiskur og rekja
þeir það til botnskemmda, sem há
frekar botnfiski en upp-
sjávarfiski.
Bylting og
sultur í sjó
Í ritinu Science frá
10.6. s.l. (Frank & fl.)
koma fram merkilegar
upplýsingar um steypi-
röð afleiðinga niður
fæðukeðjuna í kjölfar
þorskhruns; þær varpa
ljósi á margt mótsagna-
kennt sem margir hafa
brotið heilann um, t.d.
tilvist lélegs og kyn-
þroska ungfisks. Tilgátur hafa kvikn-
að um að of margir þorskar séu í sjó
og því soltnir. – Þannig var það líka í
Kanada og USA í aðdraganda hruns.
Þetta virðist þverstæða, enda hafa
sumir lagt til að veiða eigi meira;
menn skapa vandamál með ofveiði og
rangveiði, svo er sagt að veiða eigi
meira til að bjarga málum. Þetta er
augljós þverstæða; fiskifræðingar
segja að veiða eigi minna. Frank & fl.
sýna fram á, að hvarf þorsks úti fyrir
Noca Scotia leiddi til mikillar aukn-
ingar fiska, sem voru áður æti væns
þorsks en komu svo inn í samkeppni
við hann á ýmsum stigum: síld, ýsa,
stórkrabbar og ýmis botnlægur smá-
eða ungfiskur. Í stað þess að þorskur
hagnist á „grisjun“ félaga sinna, þá
fjölgar þeim, sem eru neðar í fæðu-
keðjunni og yfirtaka það þrep, sem
vænn þorskur hafði. – Flestir vita að
ýsa hefur aukist hér, en svið þeirra
skarast eitthvað; hún eflist eins og
gerst hefur annars staðar. Þorskur
er ekki hruninn hér, en hann er á
leiðinni og fyrstu sýnilegu afleiðing-
arnar eru meiri ýsa og kannski síld
(þekkt vestanhafs) og smáfiskur ann-
arra tegunda, einnig smáþorskur,
sem er erfðabreyttur; hann er kom-
inn i samkeppni við bræður sína, sem
eiga að verða stórir og kynþroska 7-8
ára. Þess vegna eru ungseiða-
vísitölur að hausti mýrarljós um
veiðiþol þorsks og vísa bara á mikið
af lélegum þorski. Þegar grípa á til
„grisjunar“, sem sumir vilja þegar
mikið er um kynþroska smáfisk, þá
er verið að ráðast á afleiðingar ann-
ars vandamáls, sem á rætur annars
staðar og tæpast verður leyst með
„grisjun“. Þótt lélegur smáfiskur
megi missa sín, þá er ekki ljóst hvaða
fiskur hagnast á því og fer það eftir
veiðarfærum, sem grisjunarsinnar
forðast að nefna. Þótt grisjun bleikju
hafi dugað í vötnum með einfalt
fiskasamfélag, þá gengur hún ekki í
flóknum sjónum af greindum ástæð-
um.
Frank & fl. hafa einnig sýnt, að af-
rán sels við Kanada er engin skýring
á þorskleysi; vænn þorskur var í
samkeppni við seli. Þótt sjáv-
arútvegsráðherrann, Boulva, sem
hingað kom fyrir nokkru, hafi talið
upp sel þá hafa þeir Frank & fl. sýnt
fram á hið gagnstæða. Svo hafa ýms-
ir nefnt kuldakast við landið um
1990; nýju rannsóknirnar sýna ann-
að; kuldi hefur ekki háð vexti þorsks
sérstaklega.
Áður fyrr var lífmassi þorsks um
¾ af öllum lífmassa fisks í Norður
Atlantshafi; þegar hann hverfur
verður bylting og afleiðingar rugla
jafnt leika sem lærða; svo koma frá-
leitar tillögur. Fræðingar segja bara
að veiða eigi minna, en minnast ekki
á veiðarfærin og hafsvæðin. Veiði-
dagakerfi Færeyinga blandast oft í
umræður, en án þess að minnst sé á
aðalatriðið, krókaveiðar eyjaskeggj-
anna. Við þær aðstæður eru afla-
brögð vísbending um ástand; veið-
arnar eru eitt allsherjar krókarall,
sem er vísast betra en togararall.
Þeir vísindamenn sem starfa að
sjávarrannsóknum sjá bara í skottið
á þróun, sem er liðin hjá. Þeir miða
við aðferðir og mælingar gerðar í for-
tíð, en þær gagnast lítið í nútíð;
ástandið er á fljúgandi ferðinni og þá
hafa þeir heldur ekki tæki til að sjá
hvert ástandið verður eftir fáein ár,
hvað þá lengra.
Fiskifræðileg sagnfræði
Jónas Bjarnason fjallar
um fiskistofnana ’Þorskurinn sjálfurog sjávarbyggðirnar
eru í húfi. ‘
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.
EINS OG kunnugt er af frétt-
um hefur meirihluti R-listans í
menningar- og ferðamálaráði
Reykjavíkur samþykkt breyt-
ingar á stjórn Listasafns Reykja-
víkur. Svonefnt safnráð skal sett
á laggirnar þegar nýr safnstjóri
tekur til starfa á haustmánuðum.
Skal það vera safnstjóra til ráðu-
neytis og stuðnings
en án þess þó að rýra
valdsvið hans. Gott
og vel. Það vita
kannski ekki margir
að í núgildandi sam-
þykkt er kveðið á um
heimild menningar-
og ferðamálaráðs til
að skipa ráðgjafahóp
að tillögu forstöðu-
manns. Hafa mynd-
listarmenn og núver-
andi forstöðumaður
rennt hýru auga til
þessarar heimildar
því slíkur hópur gæti
skerpt hugmynda-
fræðilegar forsendur
fyrir starfsemi safns-
ins og meðlimir þess
hóps brugðið nýju
ljósi inn í þá skugga-
veröld sem samtíma-
myndlist er venjulegu
fólki.
Núverandi for-
stöðumaður, Eiríkur Þorláksson,
hefur ekki nýtt sér þessa heim-
ild, sem sett var í samþykkt fyrir
safnið 2002, ef til vill sökum
óvissu sem ríkt hefur með áform
menningarmálanefndar um
breytt rekstrarform listasafnsins.
Hverjir verða ráðgjafar?
Það er ljóst að höfuðmáli
skiptir hverjir gefa safnstjór-
anum ráð. Það er til siðs í flest-
um löndum að ég tel, að ráða-
menn velji sjálfir sína ráðgjafa.
Það er gert til að ná fram
óþvingaðri umræðu sem snýr
einvörðungu að því að aðstoða
ráðamanninn við að sinna starfi
sínu. Georg Bush velur sína,
Steinunn Valdís sína.
En velur komandi safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur sína?
Nei, ekki aldeilis því menningar-
og ferðamálaráð ætlar að hand-
velja ráðgjafana og það jafnvel
án tilnefningar frá fagaðilum. Í
tillögu ráðsins var gert ráð fyrir
að fagaðilar tilnefndu tvo af
fimm fulltrúum en því var kippt
burtu á síðasta sentímetranum.
Hvar eru ráðgjafar?
Nú skulu ráðgjafarnir vera fjór-
ir. Hvað gerir hið pólitíska menn-
ingar- og ferðamálaráð sem saman
stendur af meirihluta og minni-
hluta? Sjá menn fyrir sér að meiri-
hlutinn velji tvo, minnihlutinn einn
og svo er kastað upp á þann
fjórða? Fulltrúar í safnráði skulu
hafa yfirgripsmikla þekkingu á
myndlist eða rekstri
menningarstofnana
samkvæmt hinni nýju
samþykkt. Ekki seinna
vænna fyrir ráðið að
hefja leitina.
Hlutverk safnráðs
Eins og áður sagði
er hlutverk safnráðs að
styðja safnstjóra í
starfi og samkvæmt
fréttum, sem ég greip
á lofti, skal það einnig
verða tengslanet, hvað
sem það þýðir. Von-
andi hefur það beitu.
En öllu alvarlegra er
að safnstjóra er gert
að velja úr þessu for-
vali menningar- og
ferðamálaráðs tvo full-
trúa til setu í inn-
kaupanefnd fyrir safn-
ið. Verður það einn úr
meirihluta og einn frá
minnihluta? Ekki
stemmir það við úrslit síðustu
borgarstjórnarkosninga. Nú er það
svo að það er sitt hvað að stýra
safni frá degi til dags, gera sýning-
ardagskrá frá ári til árs og svo það
að kaupa inn listaverk til viðbótar
safneign sem hvert safn með sjálfs-
virðingu telur sitt aðal fjöregg. Við
erum svo heppin að hér er starf-
andi þó nokkur fjöldi fram-
bærilegra listamanna sem af alefli
reynir að framreiða annan kúltúr
en niðursoðinn dósahlátur fyrir
landsmenn. Um það verður ekki
deilt. Listasafn Reykjavíkur hefur
13,5 milljónir á ári til að fjárfesta í
því besta mögulega sem frá mynd-
listarmönnum sprettur. Eigendur
safnsins, sem eru vitaskuld Reyk-
víkingar, verða að geta treyst því
að fyrst á annað borð er fjárfest í
myndlist skuli það gert faglega og
með mikilli yfirlegu þeirra sem
flestum hnútum eru kunnugir í
þessum grugguga heimi. Við viljum
ekki skipta íslenskri myndlist-
arsögu eða safneign Listasafns
Reykjavíkur niður eftir tímabilum
kenndum við safnstjórana og enn
síður eftir pólitískum meirihluta á
hverjum tíma. Því eiga utanaðkom-
andi sérfræðingar, tilnefndir af
fagaðilum, þ.e. samtökum lista-
manna, listfræðingum, kennurum
við listaháskólann o.fl. að eiga sæti
í innkaupanefndinni ásamt safn-
stjóra.
Afturhvarf
Þessi skipan mála hjá menning-
ar- og ferðamálaráði er afturhvarf
til þess tíma er forstöðumanni var
gert að gera grein fyrir starfi og
innkaupum listasafnsins og vera
háður samþykki pólitískt kjörinna
fulltrúa í menningarmálanefnd. Ég
ætla ekki að gera núverandi menn-
ingar- og ferðamálaráði það upp að
fulltrúar þess skipi ekki sviphreina
og óháða aðila í safnráðið en þeir
hafa vissulega galopnað leið fyrir
pólitísk afskipti af Listasafni
Reykjavíkur og innkaupum þess.
Því hvet ég borgarráð til að hafna
þessari breytingu og hugsa málið
upp á nýtt.
Um safnráð
menningar- og
ferðamálaráðs
Jóhann L. Torfason
fjallar um ákvörðun R-listans
í menningarmálum
Jóhann Lúðvík
Torfason
’Ég hvet borg-arráð til að
hafna þessari
breytingu og
hugsa málið upp
á nýtt.‘
Höfundur er myndlistarmaður og
varaformaður Félags íslenskra
myndlistarmanna, FÍM.