Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lokað í dag, útsalan hefst á morgun kl. 10 NÚ Í JÚLÍ verða fluttir 20 hængar og 20 hrygnur, sem tekin verða úr kistu neðarlega í Elliðaánum í Reykjavík, og þeim komið fyrir í Hólmsá og Suðurá, ofan við Elliðavatn. Rannsóknir sýna að seiðaupp- eldi hefur misfarist þar og því eru stór og vænleg búsvæði fyrir laxinn vannýtt. Samráðshópur um Elliðaárnar skýrði nýlega frá rannsóknum á lífríki ánna á kynningarfundi. Þar kom m.a. fram að rannsóknum frá fyrra ári, á hrygningarstöðvum ofan Elliðavatns, verður fylgt eftir með því að þangað upp eftir verða fluttir laxar til að reyna að koma upp náttúrulegri hrygningu. Hrygning hefur misfarist undanfarin ár. Seiðauppeldi í kvíslum neðan við Elliðavatn og Árbæjarstíflu gengur að sögn samráðshópsins mun betur. Vegna þessa verður veiðieftirlit hert í Hólmsá og Suðurá og veiðar bannaðar. Í fyrra var gerð tilraun til að flytja laxa upp eftir og fylgst með þeim með aðstoð útvarpssenda. Sú rannsókn var að tilhlutan hópsins og leiddi í ljós að laxar sem fluttir voru á efri svæðin komu sér þar fyrir. Þá beinir samráðshópurinn þeim tilmælum til veiðimanna að þeir hlífi löxum í ánum með því að sleppa þeim og hjálpi þannig stofninum að vaxa. „Æskilegt er að hver veiðimaður taki ekki meira en einn lax í soðið,“ sagði Stefán Jón Hafstein, fulltrúi hópsins, m.a. Með sjálfboðnum verndunaraðgerð- um veiðimanna mætti minnka veiði úr stofninum, sem hópurinn telur æskilegt markmið, ef ekki á að banna alveg að lóga laxi úr Elliðaám. Beinir hóp- urinn því til stjórnar Stangveiðifélags Reykjavíkur að í veiðihúsi verði tiltæk prentuð tilmæli þessa efn- is sem allir fái afhent, ásamt leiðbeiningum um það hvernig best er að sleppa laxi ósködduðum. Leggja rækt við veiðimenningu Þá telur hópurinn mikilvægt að efla og rækta veiðimenningu við árnar, viðhalda veiðireynslu og ala upp nýjar kynslóðir veiðimanna sem geti notið ánna um ókomna tíð. „Hluti af þeirri veiðimenningu hlýtur að vera að virða bráð, leyfa náttúru að njóta vafans, og gæta hófst í hvívetna,“ segir Stefán. „Því er lagt til að veiðimaður taki ekki meira en einn lax, en að sem flestir læri að njóta dásemda ánna og þeirrar upplifunar sem felst í því að kasta fyrir lax í Elliðaám.“ Að lokum kynnti hópurinn tilkomu nýrrar sett- jarnar við ósasvæði ánna, sem ætlað er að taka við hugsanlega menguðu vatni. „Þetta er fimmta tjörn- in sem sett er upp við árnar, þær hafa verið settar upp ofarlega og við höfum verið að þrýsta mjög á fyrirtæki í nágrenninu að gæta vel að því hvað fer frá þeim,“ segir Stefán Jón að lokum. Rannsaka áfram hrygningar- stöðvar ofan Elliðavatns Morgunblaðið/Þorkell Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri renndi fyrir árlegan borgarstjóralax í Elliðaánum í vor. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRI Land- verndar hefur óskað eftir áliti Skipu- lagsstofnunar hvort kvikmyndataka við Arnarfell í Reykjanesfólkvangi sé skipulagsskyld. Hann segir hugsan- legt að kvikmyndatakan hafi varanleg áhrif á náttúrulegt yfirbragð svæðis- ins og hann spyr hvaða skilaboð sé verið að senda með því að veita leyfi fyrir því. „Getur verið að við séum að senda skilaboð um að það sé í lagi að umturna landi innan fólkvangsins?“ spyr hann. Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, lýsti áhyggjum sínum af kvikmyndatökunni og fram- kvæmdum vegna hennar í bréfi til Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði á þriðjudag. Þar segir m.a. að nokkrir aðilar hafi haft málið til meðferðar s.s. Umhverfisstofnun, Landgræðsla ríkisins, stjórn Reykja- nesfólksvangs og nefndir og ráð Hafnarfjarðabæjar. Afstaða þessara aðila til málsins sé ekki á einn veg. Á hinn bóginn hafi framkvæmdirnar, að því er skrifstofu Landverndar sé kunnugt, ekki verið formlega kynntar almenningi og félagasamtökum og þessum aðilum ekki veittur frestur til að gera athugasemdir. Af þessum sökum hafi Landvernd ekki tekið af- stöðu til framkvæmdanna sem slíkra, athugasemdir hans lúti að formlegri hlið málsins og hvaða skilaboð verið sé að senda með því að samþykkja þær framkvæmdir sem fylgi kvik- myndatökunni. Nauðsynlegt að efla ímynd svæðisins Í samtali við Morgunblaðið sagði Tryggvi að undanfarin ár hefðu sam- tökin lýst áhyggjum af gróður- skemmdum innan fólkvangsins af völdum jeppa og torfærumótorhjóla. Það að leyfa kvikmyndatökuliði að umturna landi gæti hugsanlega orðið til þess að jeppa- og mótorhjólamenn teldu að það væri einnig í lagi fyrir þá að umturna landi innan fólkvangsins. Í bréfinu til Lúðvíks bendir Tryggvi á að í nýlegri skýrslu um Reykjanesfólkvang komi fram að jarðfræði hans sé merkileg á heims- vísu og að hann búi yfir miklum minj- um um lífshætti fólks fyrr á tímum til lands og sjávar. Stjórnvöld hafi lengi sýnt Reykjanesfólkvangi meira tóm- læti en hann á skilið. Nú fái fólkvang- urinn neikvæða athygli og hætt sé við því að uppgræðsla í kjölfar fram- kvæmda nái ekki að breyta þeim nei- kvæðu áhrifum sem þeim fylgi. Kvikmynda- taka gæti haft varanleg áhrif LÖG og reglur um fjarskipti annars vegar og fjölmiðla hins vegar eru ekki nógu skýr og taka ekki á margs konar sam- nýtingu í miðlun og þjónustu, segir Hrafnkell V. Gíslason, for- stjóri Póst- og fjarskiptastofn- unar, meðal annars í ávarpi í ársskýrslu stofnunarinnar. Hrafnkell segir að löggjafan- um hafi með öðrum orðum ekki tekist að laga lagarammann að tækniþróuninni. Af mörgu sé að taka í þessum efnum svo sem því að skýra lagalega stöðu íslenska lénsins, þ.e.a.s. .is. Taka þurfi af- stöðu til þess hvort og þá hvaða afskipti ríkisvaldið eigi að hafa af lénaúthlutunum og skráning- um, en fyrirtækið ISNIC sjái nú alfarið um þær. Skipuleggja þurfi samstarf stjórnsýslu og viðskiptalífs um net- og upplýs- ingaöryggi og ræða þurfi breyttar forsendur í fjölmiðlun, samræma löggjöf um hana og samstarf efnis- og dreifiveitna á fjarskiptamarkaði. „Í byrjun árs 2003 setti Póst- og fjarskiptastofnun fram stefnumörkun til ársins 2006. Ljóst er að á árinu 2005 þarf að móta nýja stefnu sem tekur mið af þeirri þróun sem rakin er hér. Hún mun kalla á endurmat á helstu grunnþáttum eftirlits á fjarskiptamarkaði, svo sem á kostnaðargrunni heildsöluþátta í fjarskiptaþjónustu, kostnaðar- þáttum í alþjónustu og sam- keppnisgrundvelli fyrirtækja sem reka þjónustu á sama fjar- skiptaneti. Einnig þarf að skýra betur hlutverk stofnunarinnar í upplýsingasamfélaginu svo hún geti uppfyllt þær kröfur sem nýjar tækniforsendur leiða af sér, til hagsbóta fyrir neytendur og fyrirtæki í landinu,“ segir síð- an. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Lög og reglur ekki nógu skýrar RJÓÐUR, hvíldar- og endurhæf- ingarheimili fyrir langveik og fötl- uð börn, hélt afmælishátíð á laug- ardag með tilheyrandi skemmtiatriðum og grilli. Af því tilefni var formlega afhentur heit- ur pottur og húsnæði yfir hann sem tekið hefur verið í notkun. Velferðarsjóður barna hefur staðið fyrir framkvæmdunum og þær af- henti Ingibjörg Pálmadóttir, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, ásamt Kára Stefánssyni. Að sögn Guðrúnar Ragnars, deildarstjóra Rjóðurs, hefur aldrei verið til staðar sjúkraþjálfun og endurhæfing fyrir börn. Börnin hafi annaðhvort farið upp á Grens- ásdeild eða verið langtímum sam- an uppi á barnaspítala. Hún segir Rjóðrið vera kjörstað til þess að veita börnunum þessa þjónustu. „Þetta er alveg frábært að geta gert þetta á þessum stað. Þau eru kannski hjá okkur í þrjá til fjóra mánuði og koma yfirleitt frá barnaspítalanum eins fljótt og þau geta,“ segir Guðrún og bætir því við að þarna sé allt til alls, bæði iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun og síðast en ekki síst fallegt um- hverfi. Kristínarsjóður, sem tengist Krabbameinsfélaginu, gaf heita pottinn. Fyrir ofan pottinn var svo gefið lyftukerfi en það var gjöf frá Svölunum, sem er félag flugfreyja á Íslandi. Rjóður var formlega opnað í apríl 2004 og er til húsa hjá Land- spítala Kópavogi. Þar er rými fyr- ir 10 langveik börn í einu í end- urhæfingu og aðhlynningu en alls eru um 30–40 börn hér á landi tal- in þurfa á þjónustu af þessu tagi að halda – þó ekki samfellt. Morgunblaðið/ÞÖK Kári Stefánsson hélt stutt erindi þegar Velferðarsjóður barna afhenti formlega heitan pott og húsnæði yfir hann. Gáfu Rjóðrinu heitan pott og hús- næði í afmælisgjöf INGVAR Ásmundsson vann í gær Þjóðverjann Heinz Rudnik í 8. og næstsíðustu umferð Evrópumóts öldunga, 60 ára og eldri, sem haldið er í Bad Homburg í Þýskalandi. Ingvar hefur 5,5 vinninga og er í 15.–30. sæti. Efstur á mótinu með sjö vinninga er ísraelski stórmeistarinn Mark Tseitlin. Í 2.–3. sæti með sex og hálfan vinning eru ísraelski stór- meistarinn Jacob Murey og búlg- arski stórmeistarinn Liuben Spass- ov. Mótið er bæði sterkt og fjölmennt, en þátttakendur eru 220. Af Evrópumeistaramótinu í skák er það að frétta að Hannes Hlífar Stefánsson (2573) gerði jafntefli við Mchedlishvili Mikheil (2518) frá Georgíu í þrettándu og lokaumferð- inni. Hannes lauk keppni með sjö vinninga og endaði í 74. sæti. Stefán Kristjánsson (2461) gerði jafntefli við Kurnosov Igor (2550) frá Rúss- landi og endaði Stefán með sex vinninga í 159. sæti. Bragi Þor- finnsson (2442) tapaði fyrir Citak Selim (2351) frá Tyrklandi í loka- umferðinni og endaði með fjóra og hálfan vinning í 207 sæti. Sigurvegari mótsins var Liviu- Dieter Nisipeanu frá Rúmeníu en hann lauk keppni með 10 vinninga. Alls tóku 229 keppendur þátt í mótinu sem haldið var í Varsjá. Sigur í næst- síðustu um- ferð Evrópu- móts öldunga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.