Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HREINN Loftsson, stjórnar- formaður Baugs Group, segir að engin yfirlýsing hafi verið gefin af hálfu félagsins í þá veru að Baugur bjóðist til að draga sig út úr við- ræðum um kaup á bresku versl- anakeðjunni Somerfield í kjölfar ákæru Ríkislögreglustjóra á hend- ur stjórnendum þess, eins og sagt er frá í breskum fjölmiðlum um helgina. Hreinn segir að eins og fram hafi komið í tilkynningu frá félaginu á föstudag muni það leggja áherslu á að taka áfram þátt í þeim verkefnum sem það sé í og láta ákæru Ríkislögreglustjóra ekki hafa nein áhrif á viðskipti fé- lagsins eða fjárfestingu. „Við munum ekki draga okkur út úr slíku að fyrra bragði. Engin slík ákvörðun hefur verið tekin og eng- in slík fullyrðing verið gefin. [...] Það er markmið okkar að félagið haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það er algjörlega mik- ilvægt fyrir okkur og við munum reyna að gera það sem við getum til þess að tryggja þessi viðskipti okk- ar og þátttöku í þessum fjárfest- ingum.“ Hreinn segir að fyrirspurnir hafi borist frá samstarfsfélögum í Bret- landi vegna ákærunnar. Engin slík ákvörðun verið tekin JÓN Gerald Sullenberger hyggst stefna Jónatan Þórmundssyni lagaprófessor fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann vann fyrir Baug Group hf. Segir Jón Gerald álitsgerðinni ætlað að slá ryki í augu almennings og kallar hana persónulegt níð, auk þess sem hún byggi eingöngu á gögnum frá Baugi. Þetta kom fram í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins sl. laug- ardag. Það sem Jón Gerald er ekki sátt- ur við er sú athugasemd Jónatans í álitinu að rannsókn á ætluðum af- brotum stjórnenda Baugs, þar með taldar húsleitar- og hand- tökukröfur, hafi „byggt á heift- úðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð.“ En þessi ummæli Jónatans vísa til Jóns Ger- alds sem í ágústmánuði 2002 lagði fram kæru á hendur Baugi. Álitsgerð Jónatans var unnin að beiðni forsvarsmanna Baugs Group en þar kemur fram að hann hafi ekki fengið mikið til að styðjast við frá ríkislögreglustjóra. Jón Gerald ætlar í meiðyrðamál við Jónatan Í BRÉFI Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, forstjóra Baugs Group, til Haraldar Johannessen ríkislög- reglustjóra, dagsett 30. júní sl., sem birt var í Morgunblaðinu á laug- ardag, var m.a. vísað til úttektar KPMG árið 2002 sem gerð var að beiðni Hreins Loftssonar, formanns stjórnar, um viðskipti Baugs við að- ila sem tengjast félaginu. Tilefnið var, að því er fram kemur í bréfinu, viðskipti félagsins við Jón Gerald Sullenberg og Nordica, og ásakanir um að ekki væri allt með felldu í þeim viðskiptum. Morgunblaðið hefur óskað eftir að fá afrit af út- tekt KPMG, en ekki fengið á grund- velli þess að hún er hluti af máls- skjölum í Baugsmálinu. Þá hefur Morgunblaðið einnig óskað eftir að fá aðgang að bréfi Hreins Lofts- sonar til ríkislögreglustjóra, dag- settu 28. maí 2004, sem fjallar um viðskipti eignarhaldsfélagsins A- Holding, en ekki fengið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóra Baugs, í gær. Morgunblaðið hefur ítrekað frá því á föstudag falast eftir að fá ákærur Ríkislögreglustjóra á hend- ur sakborningum, en ekki fengið. Engin svör BAUGUR hefur boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somer- field í kjölfar ákæru embættis Rík- islögreglustjóra á hendur Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Þetta var fullyrt í netútgáfu bresku blaðanna Sunday Times og Daily Telegraph í gær. Kemur þar fram að sala á bresku verslana- keðjunni sé í uppnámi eftir að Jón Ásgeir var ákærður fyrir fjársvik, eins og segir í Sunday Times. „Baugur er einn áhrifamesti fjárfestir á breska smásölumark- aðnum og á stóran hlut í sumum af þekktustu fyrirtækjum á markaðn- um. Baugur er einnig einn aðal- þátttakandi í hópi fyrirtækja sem sameinast hafa um að bjóða í fimmtu stærstu matvælakeðju Bretlands,“ segir í Sunday Times, en hin fyrirtækin í samstarfinu við Baug eru fjármálafyrirtækin Barclays Capital og Apax, auk at- hafnamannsins Robert Tchenguiz. Keppir þessi hópur við London og Regional properties, eignarhalds- félag sem Livingstone-bræður ásamt japanska bankanum Nom- ura standa að, um yfirtöku Somer- field. Spurning hvort Somerfield- salan er í uppnámi Samkvæmt fréttum bresku blað- anna kemur fram að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr við- ræðum um kaup á bresku keðjunni vegna ákærunnar sem Jóni Ásgeiri var birt á föstudag. Sunday Times segir óvissu ríkja um hvort bankar séu fúsir til lánveitinga vegna kaupanna á meðan óvissa ríki um hvernig dómsmáli yfir Jóni Ásgeiri lykti, en fram kemur að ákæran verði þingfest um miðjan næsta mánuð og að tvö ár geti liðið þar til kemur að hugsanlegum réttarhöld- um. Samkvæmt því sem fram kem- ur í Sunday Times er talið að Baugur legði til fjórðung fjár í til- boðið og þykir óvíst hvort af yf- irtöku fjárfestingarhópsins geti orðið án fulltingis félagsins. Í sam- tali við Sunday Times nú um helgina sagðist athafnamaðurinn Robert Tchenguiz vera hálfgáttað- ur og ekki treysta sér til þess að tjá sig strax um málið. „Ég verð að hugsa málið áður en ég segi eitt- hvað. Við munum þrátt fyrir þetta bjóða í verslunarkeðjuna, en við þurfum að ræða við Baug. Við þurfum að komast til botns í því hvað hér raunverulega er á seyði.“ Ásakanirnar á hendur Jóni Ás- geiri hafa, að sögn blaðsins, ekki aðeins komið Íslendingum í opna skjöldu heldur einnig Bretum og valdið uppnámi í breska tískuheim- inum, en Baugur skapar hundruð- um þúsunda manna störf í tísku- búðum. Minnt er á að fyrirtækið á m.a. Goldsmiths, skartgripakeðj- una, og Julian Graves, heilsuvöru- búðirnar, á Bretlandseyjum og á Íslandi eigi fyrirtækið matvörubúð- ir og Mosaic, sem aftur eigi Oasis, Karen Millen og Coast. Haft er eftir ónafngreindum talsmanni Baugs, í Sunday Times, að Jón Ásgeir haldi fram sakleysi sínu og að hann haldi því fram að rannsóknin á hendur sér eigi sér pólitískar rætur. Segist talsmaður- inn þess fullviss að Jóni Ásgeiri takist að sanna sakleysi sitt. Breskir fjölmiðlar fjalla um áhrif Baugsmálsins á viðræður um kaup á Somerfield Segja Baug hafa boðist til að draga sig út úr kaupunum MIKIÐ vatnsveður geisaði á Aust- urlandi í gær sem gerði það að verkum að ár flæddu yfir bakka sína og aurskriður féllu. Þannig þurfti að loka veginum um Fagra- dal á milli Egilsstaða og Reyðar- fjarðar en hann fór í sundur þegar fjórar aurskriður féllu á hann um hádegisbil í gær. Nokkrir bílar lok- uðust milli skriðanna en það tókst að ryðja þeim leið til Egilsstaða. Vegurinn er mikið skemmdur en samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni stóð til að hann yrði opn- aður í nótt. Loka þurfti tveimur götum á Fá- skrúðsfirði en úr þeim brotnaði þegar vatn flæddi undir malbikið og tafðist umferð eitthvað vegna þessa. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Fáskrúðsfirði uxu ár í nágrenninu gríðarlega á stutt- um tíma en bæjarstarfsmenn og íbúar bæjarins lögðu hönd á plóg þegar kom að því að lagfæra þær skemmdir sem af hlutust. Gestir á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði þurftu margir hverjir að bíða fram eftir degi eftir því að komast til síns heima en leiðinda- veður var á Höfn og varaði Vega- gerðin fólk við því að ferðast um nágrannasveitirnar vegna mikilla vindhviða. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Höfn var íþrótta- húsið á staðnum opnað í gærmorg- un og gat fólk leitað skjóls þar en lögregla og björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast við að aðstoða fólk á tjaldstæðum í veðurhamnum. Lögregla telur um 60 til 80 manns hafa þegið aðstoð frá því veður versnaði mjög um klukkan níu í gærmorgun. Vatnsagi og vonskuveður víða um land og fjöldi manns þurfti á aðstoð að halda Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Aurskriður lokuðu veginum um Fagradal Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í her- bergi/stúdíóíbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 14. og 21. júlí. Stökktu til Króatíu 14. júlí eða 21. júlí frá kr. 39.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Allra síðustu sætin Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 14. og 21. júlí. Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Króatíu þann 14. eða 21. júlí. Nú getur þú notið fegursta tíma ársins á þessum vinsæla sumardvalarstað sem svo sann- arlega hefur slegið í gegn hjá Íslending- um, og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sæt- in og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heims- ferða allan tímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.