Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 19
UMRÆÐAN
ORKUVEITA Reykjavíkur varð
til í janúar fyrir sex árum með
sameiningu Rafmagnsveitu og
Hitaveitu Reykjavíkur og ári síðar
bættist Vatnsveita Reykjavík-
urborgar við. Þessi fyrirtæki
sinntu því eðlilega hlutverki að
afla rafmagns, heits og kalds
vatns og dreifa til Reykvíkinga og
íbúa sumra nágrannasveitarfélag-
anna.
Verkefnum fjölgar
Frá því að Orkuveitan var
stofnuð hefur verkefnum hennar
fjölgað jafnt og þétt og ber t.a.m.
yfirleitt að fagna kaupum fyr-
irtækisins á orkufyrirtækjum í
grennd við höfuðborgina sem og
framkvæmdum við Hellisheið-
arvirkjun. Margt hefur verið gert
afar vel. Önnur verkefni sem
Orkuveitan hefur tekið sér fyrir
hendur eru aftur á móti sum hver
furðuleg og töluvert langt frá
meginhlutverki veitunnar sem er
svo sem fyrr greinir öflun og
dreifing rafmagns, heits og kalds
vatns. Hér má nefna fjárfestingar
eins og t.d. lagningu ljósleið-
arakerfis í kapp við Landssímann,
en ljósleiðarakerfi Símans nær nú
þegar til stórs hluta borgarbúa.
Það getur varla talist arðbært að
þessi tvö fyrirtæki standi í sam-
keppni um lagningu dýrs grunn-
nets á borð við ljósleiðarakerfi;
eðlilegra væri að þau tækju hönd-
um saman en tryggðu síðan að-
gang samkeppnisaðila á markaði
að netinu gegn hóflegu gjaldi.
Undarlegt gæluverkefni
Nýjasta dæmið um undarleg
gæluverkefni Orkuveitunnar er
nýleg samþykkt stjórnar fyrirtæk-
isins um að byggja allt að sex
hundruð sumarbústaði í landi Úlf-
ljótsvatns ásamt Klasa, dótt-
urfélagi Íslandsbanka. Framlag
Orkuveitunnar til verkefnisins
verður í formi landsvæðis í eigu
fyrirtækisins.
Orkuveita Reykjavíkur á ekki
að taka þátt í áhættumiklum verk-
efnum eins og þessu. For-
ráðamenn fyrirtækisins hafa sagt
ástæðuna fyrir þessari fyrirætlun
með landsvæðið vera sú að hingað
til hafi ekki fengist nógu gott til-
boð í eignina og í dag
fylgi einungis kostn-
aður svæðinu. Samt
sem áður hefur einka-
aðili, dótturfyrirtæki
Íslandsbanka, ákveðið
að taka þátt í verkefn-
inu en því miður ekki
að fullu. Bankinn hef-
ur e.t.v. metið áhætt-
una vera of mikla til
að leggja meira fé í
verkefnið.
Ekki er hægt að
segja með góðu móti
að þessi starfsemi sé í
samræmi við orkustefnu
borgarinnar. Nær væri að
Orkuveitan seldi jarðirnar; ef
bygging frístundabyggðar er
arðbær á þessum stað munu
einkaaðilar örugglega stökkva á
viðskiptatækifærið
og gera hugmyndina
að veruleika.
Vatn og
rafmagn!
Það er kominn
tími til að Orkuveita
Reykjavíkur snúi sér
að sínu upphaflega
verkefni sem var og
er eins og áður sagði
að útvega Reykvík-
ingum og nærsveit-
ungum heitt og kalt
vatn og rafmagn – og
það gegn sem vægustu gjaldi.
Sumarbústaður til sölu,
seljandi er Orkuveitan
Magnús Már Guðmundsson
fjallar um Orkuveituna ’Ekki er hægt að segjameð góðu móti að þessi
starfsemi sé í samræmi
við orkustefnu borg-
arinnar. ‘
Magnús Már
Guðmundsson
Höfundur er varaformaður
Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík,
ungliðahreyfingar Samfylking-
arinnar, og ritstjóri Pólitíkur.is.
Sturla Kristjánsson: Bráð-
ger börn í búrum eða á af-
girtu svæði munu naumast
sýna getu sína í verki; þeim
er það fyrirmunað og þau
munu trúlega aldrei ná þeim
greindarþroska sem líf-
fræðileg hönnun þeirra gaf
fyrirheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur
nr. 122/2004 sundurtættar af
óskýru orðalagi og í sumum
tilvikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir
grein fyrir og metur stöðu og
áhrif þeirra opinberu stofn-
ana, sem heyra undir sam-
keppnislög, hvern vanda þær
eiga við að glíma og leitar
lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með
hagsmuni allra að leiðarljósi,
bæði núverandi bænda og
fyrrverandi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn heim-
ilisofbeldi og kortleggjum
þennan falda glæp og ræðum
vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess
að minnka kynferðisofbeldi
þurfa landsmenn að fyr-
irbyggja að það gerist. For-
varnir gerast með fræðslu al-
mennings.
Jóhann J. Ólafsson: Lýðræð-
isþróun á Íslandi hefur, þrátt
fyrir allt, verið til fyrirmyndar
og á að vera það áfram.
Pétur Steinn Guðmunds-
son: Þær hömlur sem settar
eru á bílaleigur eru ekki í
neinu samræmi við áður gefn-
ar yfirlýsingar fram-
kvæmdavaldsins, um að skapa
betra umhverfi fyrir bílaleig-
urnar.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar