Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Stórútsala LOKAÐ Í DAG Útsalan byrjar á miðvikudag Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið 10:00 – 18:00 www.friendtex.is ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: 50—80% afsláttur Meiri verðlækkun Hettupeysa 6.500.- 2.900.- Jakkapeysa 6.100.- 2.900.- Peysusett 8.600.- 3.900.- Peysa m/v-hálsmáli 6.900.- 2.900.- Vafinn toppur 2.500.- 1.200.- Siffonbolur m/perlum 6.600.- 2.200.- Röndóttur bolur 3.300.- 2.000.- Stutterma skyrta 3.300.- 1.500.- Síð skyrta 6.200.- 2.900.- Teinóttur jakki 6.200.- 1.900.- Kjóll m/blúndu 7.100.- 2.900.- Pils 3.500.- 1.500.- Dömubuxur 5.200.- 2.900.- Gallabuxur 6.000.- 2.900.- Kvartbuxur 5.700.- 1.900.- Og margt margt fleira RALPH LAUREN POLO JEANS iðunn tískuverslun Kringlunni s. 588 1680 Seltjarnarnesi s. 561 1680 Útsala 20-50% afsláttur Flúðir | Nýr ráðstefnu- og veislusalur hefur verið tekinn í notkun á Hótel Flúð- um. Nýi salurinn er í viðbyggingu við hótelið. Hann er rúmlega 100 fermetrar að stærð og hægt að stækka hann um 20 fermetra með því að opna inn í eldri sal. Fagurt útsýni úr stórum gluggum er til norðurs og vesturs. Í salnum eru ráðstefnutæki af full- komnustu gerð.Að sögn þeirra hjóna Margrétar Runólfsdóttur og Guðmundar Sigurhanssonar hótelstjóra hefur funda- og árshátíðargestum farið fjölgandi á undanförnum misserum og verður nú auðveldara að taka á móti fleiri gestum en fyrr. Alls er nú hægt að taka á móti 180 manns samtímis í mat á hótelinu. Í haust verða settir heitir pottar í hót- elgarðinn. Þau segja að hótelið sé mikið bókað á næstu mánuðum. Stutt sé að fara til að skoða náttúruperlur og sögustaði sem eru fjölmargir í uppsveitum Árnessýslu. Margrét og Guðmundur eiga meirihluta í hótelinu en aðrir eignaraðilar eru marg- ir. Hótelið er rekið í samstarfi við Ice- landair Hotels. Margt góðra gesta var við opnunina og rifjaði Brynjar Harðarson þá upp að árið 1972 hefði verið lagður fyrsti grunnur að hótelbyggingu á Flúðum með byggingu fjögurra herbergja með burstaþaki og hét hótelið Skjólborg. Nú eru í hótelinu 32 herbergi með bestu aðstöðu. Aðstaða bætt á Hótel Flúðum Hægt að taka á móti fleiri gestum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þau voru við opnun nýja salarins, Tryggvi Guðmundsson, forstöðumaður landsbyggðarhótela, Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson, hótelstjórar, Magnea Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Ice- landair Hótela, og Brynjar Harðarson, stjórnarformaður Hótels Flúða. Á AÐALFUNDI Öldrunarráðs Íslands, sem haldinn var 26. maí sl., var Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri, Ási, Hvera- gerði, kjörinn nýr formaður ÖÍ en fráfarandi formaður er Þór- unn Sveinbjörnsdóttir, Eflingu. Nýjar í stjórn voru kjörnar þær Bryndís Steinþórsdóttir frá Landsambandi eldri borgara, Linda Baldursdóttir Verka- lýðsfélaginu Hlíf og Sigríður Jónsdóttir frá Reykjavíkur- borg. Fyrir í stjórninni eru Bernharður Guðmundsson, Dagmar Huld Matthíasdóttir, Gunnar S. Björnsson, Kristín Friðriksdóttir og Unnar Stef- ánsson. Markmið ÖÍ er að bæta lífs- aðstöðu aldraðra m.a. með því að vinna að samræmdri stefnu í málefnum aldraðra, standa að ráðstefnum og námskeiðum og efla rannsóknir í öldrunarmál- um, segir í fréttatilkynningu. Gísli Páll Pálsson for- maður Öldr- unarráðs THORVALDSENSFÉLAGIÐ færði nýlega fæðingardeild kvennasviðs LSH að gjöf sprautudælu, ASENA GH Syringe Pump, sem stýrir nákvæmri inndælingu á lyfjum. Með tilkomu nýrra lyfja, sem verða sífellt sérhæfðari, eru slíkar dælur nauðsynlegar í meðferð, segir í fréttatilkynningu. Margrét I. Hallgrímsson sviðsstjóri og Guðrún G. Eggertsdóttir yfirljós- móðir tóku við gjöfinni og er myndin tekin við afhendingu hennar. Thorvaldsensfélagið gaf lyfjadælu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.