Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 21
U
pplýsingar um kostnað
við nefndir, ráð og
stjórnir á vegum rík-
isins eru hvergi að-
gengilegar. Þó má
ætla að þessi kostnaðarliður hafi
minnkað umtalsvert á liðnum árum í
kjölfar breytts skipulags en skýrari
reglur eru nú hjá ráðuneytunum en
áður var um greiðslu fyrir nefnd-
arsetu.
Árið 2002 gaf Ríkisendurskoðun út
skýrslu fyrir árið 2000 um nefndir,
ráð og stjórnir á vegum ríkisins. Þar
kom fram að þeim hafði fjölgað um
52% frá árinu 1985 eða úr 600 í 910.
Nefndir á vegum ríkisins eru ann-
aðhvort þær sem er kveðið á um í lög-
um eða sem ráðherra skipar til sér-
stakra verkefna. Á vefsíðum hvers
ráðuneytis fyrir sig má finna upplýs-
ingar um fjölda þessara nefnda en
enga samræmda skráningu er að
finna. Hjá sumum ráðuneytum eru
þær flokkaðar niður í fastar nefndir
(sem kveðið er á um í lögum) og
nefndir sem eru skipaðar af ráðherra.
Hjá öðrum ráðuneytum er talað um
tímabundnar og ótímabundnar
nefndir, hjá enn öðrum um fastar
nefndir og verkefnanefndir og loks
eru ráðuneyti sem ekki nota neina
flokkun. Miðað við upplýsingar á vef-
síðum ráðuneytanna eru nefndir, ráð
og stjórnir á vegum ríkisins nú um
790 talsins.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er
bent á að vandamál hafi komið upp
þegar taka átti saman heildarlaun
þeirra sem störfuðu í nefndum, ráð-
um og stjórnum á árinu 2000 en
kostnaðurinn var áætlaður 417 millj-
ónir. Þeim tilmælum var beint til rík-
isvaldsins að haldið yrði betur utan
um launakostnað vegna nefndar- og
stjórnarlauna þannig að hægt væri að
nálgast heildarnefndarlaun í bók-
haldskerfi ríkisins án mikillar fyr-
irhafnar.
Mismunandi svör ráðuneyta
Þremur árum eftir útgáfu skýrsl-
unnar eru þessar upplýsingar ekki
aðgengilegar, a.m.k. ekki blaðamanni
Morgunblaðsins og þar af leiðandi
ekki almenningi. Þegar blaðamaður
reyndi að fá upplýsingarnar var hon-
um ýmist vísað á fjármálaráðuneytið,
launaskrifstofu ríkisbókhalds eða
ráðuneytin sjálf. Fyrirspurnir voru
því sendar til nokkurra ráðuneyta og
óskað eftir svörum um heild-
arkostnað við nefndir, ráð og stjórnir
á árinu 2004. Athygli vekur að
menntamálaráðuneytið gat tilgreint
þennan heildarkostnað, sem er um
5,6 milljónir, en forsætisráðuneytið
sagði upplýsingarnar ekki liggja fyr-
ir. Hins vegar var mögulegt að fá
upplýsingar um hvaða nefndir á veg-
um forsætisráðuneytisins eru laun-
aðar og hverjar ólaunaðar en sam-
bærilegar upplýsingar fengust ekki
hjá menntamálaráðuneytinu.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er
einnig bent á að oft megi líta á setu í
nefndum sem hluta af starfi rík-
isstarfsmanna og því beri að gera ráð
fyrir henni við ákvörðun launa. Dæmi
voru um nefndir árið 2000 sem ekkert
störfuðu allt árið og skiluðu engum
árangri. Ríkisendurskoðun beindi því
þeim tilmælum til ráðuneyta að fara
árlega yfir starfandi nefndir og skoða
hvort raunveruleg þörf væri á þeim.
Í svari forsætisráðherra við fyr-
irspurn Jóhönnu Sigurðardóttur í
fyrra kom fram að sá einstaklingur
sem þáði hæstu þóknunina fyrir
nefndarsetu á vegum ríkisins árin
2001–2003 fékk rúmar 9,5 milljónir
króna. Viðkomandi sat í sjö nefndum.
Ríkisstarfsmenn fái ekki greitt
Fjármálaráðuneytið sendi út bréf til
allra ráðuneyta 20. apríl 2004 með
leiðbeiningum sem má styðjast við
varðandi greiðslur fyrir störf í nefnd-
um, starfshópum og ráðum. Þar kem-
ur fram að starfsmenn ráðuneyta eigi
ekki að fá greitt sérstaklega fyrir
setu í nefndum heldur eigi að vera
gert ráð fyrir því í reglubundnum
launum. Í skipunarbréfi á alltaf að
koma fram hvort nefndarstörf séu
launuð eða ekki. Ef nefndarmaður
verður fyrir auknu álagi, eða þarf að
sinna nefndarstörfum utan reglu-
bundins vinnutíma, er hins vegar tal-
ið eðlilegt að þeim sé greitt sér-
staklega. Þá kemur fram að greiða
megi fyrir sérfræðiálit.
Þau ráðuneyti sem Morgunblaðið
leitaði svara hjá fylgja venjulega
þessum reglum. Sé greitt fyrir nefnd-
arsetu er þóknananefnd yfirleitt falið
að ákvarða upphæðina. Í þókn-
ananefnd sitja tveir menn en nefndin
starfar eftir svokallaðri nefndarein-
ingu sem nú nemur 1.355 kr. og miðar
við hverja byrjaða klukkustund. Það
er þá hlutverk nefndarinnar að
ákveða hversu margar einingar
nefndarmenn fá greiddar en formað-
ur fær 50% fleiri einingar en óbreytt-
ur nefndarmaður.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt-
isstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir
að almenna reglan sé að greiða ekki
fyrir setu í nefndum. „Ef það er leitað
til aðila sem tengjast málaflokknum,
og þeim gefinn kostur á að tilnefna
einhvern í nefndina, er verið að gefa
þeim tækifæri að koma sínum sjón-
armiðum og viðhorfum á framfæri til
stefnumörkunarinnar,“ segir Baldur
og vísar til þess að „hagsmunaðilar“
fái yfirleitt ekki greitt fyrir nefnd-
arstörf.
Utanaðkomandi fá ekki laun
Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneyt-
isstjóri í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, segir að á árum áð-
ur hafi ráðuneytisstjórar og
skrifstofustjórar fengið greitt fyrir
ýmis nefndarstörf. Það sé hins vegar
breytt núna og starfsmenn stjórn-
sýslunnar fái föst heildarlaun þar
sem ekki er gert ráð fyrir að greitt sé
sérstaklega fyrir setu í nefndum á
vegum ráðuneytisins. Davíð segir að í
dag sé þeirri reglu fylgt að ut-
anaðkomandi aðilar fái heldur ekki
greitt fyrir nefndarstörf en stundum
þurfi að greiða fyrir sérfræðiaðstoð.
Aðspurður hvernig sé skilið á milli
álits hagsmunaðila og sérfræðiað-
stoðar segir hann að nokkuð flókið
geti verið að skera úr um það.
Gylfi Kristinsson, skrifstofustjóri í
félagsmálaráðuneytinu, segir að sé
nefnd ólaunuð gildi það sama um alla
í henni burtséð frá því hvort þeir eru
starfsmenn ráðuneytisins eða ekki.
Hann bendir á að mismunandi aðilar
greiði launakostnað nefndarmanna.
T.a.m. fái stjórn Íbúðalánasjóðs laun
frá sjóðnum og það sama gildir um
Vinnumálastofnun. Þess vegna geti
verið erfitt að taka saman kostnað við
nefndir, ráð og stjórnir á vegum rík-
isins.
Í skriflegu svari Halldórs Árnason-
ar, skrifstofustjóra í forsætisráðu-
neytinu, við fyrirspurnum Morg-
unblaðsins kemur fram að það sé í
verkahring kjaranefndar og kjara-
dóms að ákveða hvort einstaklingar
sem þiggja laun hjá ráðuneytinu skuli
fá sérstaklega greitt fyrir nefnd-
arstörf. Sé utanaðkomandi aðila falið
að stýra nefnd sem að öðru leyti er
ólaunuð eru dæmi um að honum sé
greidd þóknun. Formanninum er þá
ætlað víðtækara hlutverk en að stýra
nefndinni og hefur verið valinn vegna
sérfræðikunnáttu sinnar.
Heildarkostnaður
hvergi aðgengilegur
Nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins eru
um 800 talsins en hefur fækkað um rúmt
hundrað frá árinu 2000. Heildarkostnaður við
rekstur nefnda er hvergi aðgengilegur. Halla
Gunnarsdóttir kynnti sér málið.
!
"
#$
%&
" #"
'
(
)*+
,-.
/0
1.
*,
+.
0*
0*
0*
0)
),
,)
0
halla@mbl.is
MEÐAL nefnda hjá landbúnaðarráðuneytinu
eru kartöfluútsæðisnefnd og plöntusjúkdóma-
ráð en landbúnaðarráðuneytið er það ráðu-
neyti sem hefur staðið fyrir mestri nefnda-
fækkun frá árinu 2000. Á tæpum fimm árum
hefur nefndum, ráðum og stjórnum fækkað
um meira en helming eða úr 95 í 46.
Níels Árni Lund, skrifstofustjóri í landbún-
aðarráðuneytinu, segir að þessa miklu fækk-
un megi m.a. rekja til þess að með breytingu
á jarðarlögum hafi jarðanefndir verið lagðar
af í öllum sýslum landsins.
„Mér sýnist einnig að tímabundnum nefnd-
um sem hafa það hlutverk að fjalla um eitt-
hvert tiltekið atriði hafi fækkað,“ segir Níels
og rekur það til stefnubreytingar landbún-
aðarráðherra í þessum málum.
Í fjármálaráðuneytinu og í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu hefur nefndum einnig fækk-
að um tæp 50%.
Að undanskilinni Hagstofu Íslands hefur
orðið mest nefndafjölgun í iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu. Árið 2000 voru þar 67
nefndir en þær eru í dag 83. Ekki fengust
skýringar frá ráðuneytinu á þessari fjölgun.
Menntamálaráðuneytið er með flestar
nefndir eða 254. Kristín Jónsdóttir, skrif-
stofustjóri ráðuneytisins, bendir á að mikið sé
um lögbundnar nefndir í menntamálaráðu-
neytinu en að því er fram kemur á vefsíðu
ráðuneytisins eru þær 162 talsins. T.a.m. eru
allir framhaldsskólar landsins með skóla-
nefndir.
Í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
hefur nefndum, ráðum og stjórnum fjölgað
um þrjár frá árinu 2000 þrátt fyrir að tæp-
lega fjörtíu stjórnir heilsugæslustöðva á öllu
landinu hafi verið lagðar niður á þessu tíma-
bili. Ragnheiður Haraldsdóttir, staðgengill
ráðuneytisstjóra, segir að tímabundnum
nefndum hafi fjölgað en að fjöldi ótímabund-
inna nefnda sé nokkurn veginn sá sami og ár-
ið 2000. Þá bendir Ragnheiður á að a.m.k.
tugur nefnda hafi lokið störfum og sé búinn
að skila skýrslum.
Kartöfluútsæði og plöntusjúkdómar
Morgunblaðið/ÞÖK
Nefndum í landbúnaðarráðuneytinu hefur fækkað mest hlutfallslega frá árinu 2000.
á
ún
ðan
g-
n
ga
bún-
samt
m,
eins
og
að
alið.
eg
ð er
mbún-
reyf-
r þarf
nýtt.
nn
veg-
utan
á
rýna
“
ninu
gi
varð-
ega
ður
stað
k af-
þá
Svo
purð
hægt
í
mað-
ar
verk-
ur
aðra
a
annað
aug-
við
áður
nni
álfa
rá
ið
is en
u.
flug
rum.
onar
geimfara en starfaði þó ekki
nema lítið með honum.
Um það hvort erfitt hafi verið
fyrir konu að verða geimfari seg-
ir hún að það hafi ekki verið til-
fellið. Hún segir slíkt einfaldlega
erfitt fyrir hvern sem er, konur
jafnt sem karla.
Vegna rannsóknastarfa sinna í
gegnum tíðina hefur Sullivan
ennfremur farið í tvær meirihátt-
ar djúpkafanir á sérútbúnum kaf-
bátum, í fyrra skiptið árið 1986
við Bermúda-eyjar þar sem hún
fór niður á tæplega 2 km dýpi.
Tíu árum síðar var förinni heitið
í Kyrrahafið þar sem hún fór nið-
ur á 2,5 km dýpi.
Þegar hún er spurð hvað veki
mestar áhyggjur hjá henni varð-
andi lífríki og umhverfi nefnir
hún fólksfjölgun á strandsvæðum
heimsins og mengun. „Strand-
svæðin skipta miklu máli fyrir
fiskveiðar og eru mikilvægar
fiskuppeldisstöðvar. Umhverf-
isgæði almennt taka mið af
ástandi strandsvæðanna sem eru
lungu og lifur jarðarinnar. Fólks-
fjölgun og mengun standa heil-
brigði hafsins fyrir þrifum og
ekki síst vaxandi fiskveiðar. Það
eru of margir bátar og of margt
fólk en fiskarnir eru of fáir. Ný-
legar rannsóknir sýna að 90% af
stóru einstaklingunum af flestum
dýrategundum hafa horfið á und-
anförnum öldum. Nú er stór-
þorskurinn t.a.m. mun minni en
hann var áður og sóknin í fiski-
tegundir er svo mikil að stofn-
arnir ná ekki að jafna sig. Það
mætti líkja ástandinu við það að
ég kæmi til Íslands og hitti sífellt
yngra og yngra fólk þangað til
maður hitti eingöngu börn sem
gætu ekki viðhaldið stofninum.
Það yrði þá í síðasta skiptið sem
maður kæmi.“
Á meðan Sullivan var hér á
landi fékk hún tækifæri til að
fljúga til Surtseyjar í vís-
indaskyni og skoða Land-
mannalaugar og fleiri staði.
Starfsannirnar eru miklar hjá
henni, en hún gefur sér samt
tíma til að sinna margvíslegum
áhugamálum. Þar eru sportköfun,
íþróttir og ferðalög ofarlega á
blaði sem ekki þarf að koma á
óvart hjá agaðri ævintýramann-
eskju eins og Kathy Sullivan.
rs Club
að bera
að“
84 þegar hið vandasama verk var innt af
orsi@mbl.is