Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | HEILSA
Nauðsynlegt er fyrir allakarlmenn að fara reglu-lega í læknisskoðun enþeir veigra sér frekar
við að fara til heimilislæknis en
konur, að mati Björgvins Bjarna-
sonar, heimilislæknis í Domus Med-
ica. Engin ein ástæða virðist vera
fyrir þessu en fylgst er betur með
konum hér á landi, eins og reyndar
á flestum Vesturlöndunum, frá því
þær komast á barnseignaraldur.
Karlmenn koma frekar til læknis ef
þeir finna ákveðin einkenni eða
slæma verki.
Með því að fylgjast vel með
heilsufarinu er hægt að fyrirbyggja
ýmsa sjúkdóma á grunnstigum,
sem oft eru einkennalausir á for-
stigum. Sem dæmi getur hár blóð-
þrýstingur skemmt hjarta- og æða-
kerfið. „Afleiðingar hás
blóðþrýstings geta verið hjartaáföll,
heilablóðföll, æðaskemmdir og
nýrnaskemmdir,“ segir Björgvin og
ítrekar mikilvægi þess að mæla
blóðþrýsting reglulega, á 2–3 ára
fresti upp úr tvítugu því það sé
eina leiðin til að vita þrýstinginn. Í
raun má skipta áhersluatriðum í
heilsu karlmanna í tvo flokka eftir
aldri og miðast það við að heilsufar
sé almennt gott og fjölskyldusaga
gefi ekki tilefni til annars. Karl-
menn sem lenda á milli hópa, sem
eru á milli þrítugs og fertugs ættu
að fara í reglulegar skoðanir og að
sjálfsögðu að fylgja gullnu regl-
unum eins og aðrir.
FORVÖRN
Mikilvægt að
fá karlmenn í
læknisskoðun
David Beckham er ungur og hraustur karlmaður
sem margir geta tekið sér til fyrirmyndar, enda
fer hann reglulega í læknisskoðun.
Eftir Söru M. Kolka
sara@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Björgvin Bjarnason, heimilislæknir í Domus Medica, mælir
með því að karlmenn láti mæla hjá sér blóðþrýstinginn og
kólesteról-gildi á 2–5 ára fresti.
ÞÚ TILHEYRIR fyrri hópnum ef þú ert ungur karl-
maður og þá gilda þessi atriði um þig:
Þú ert karlmaður á aldrinum 15 –30 ára.
Þú þarft að fylgjast með blóðþrýstingi á 2–3 ára
fresti.
HVERNIG: Þú getur mælt blóðþrýsting í apótek-
um, hjá heimilislækni eða sjálfur heima hjá þér. Miðað
er við að þrýstingurinn sé 140/90 eða minna. Lægri
gildi eiga við sykursjúka og líklega einnig ef mælingin
er gerð heima fyrir í hvíld.
AF HVERJU: Hár blóðþrýstingur getur aukið
hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og nýrna-
skemmdum.
HVERNIG Á AÐ FORÐAST VANDAMÁL: Gættu
að þyngdinni, ekki borða eða drekka of mikið, hættu
að reykja ef þú reykir.
Þú þarft að mæla kólesteról magn á 5 ára
fresti.
HVERNIG: Það er gert með því að mæla magn
kólesteróls í blóði hjá heimilislækni. HDL-gildin
(„góða kólesterólið“) ætti að vera sem hæst 0,9–1,55
mmol/lítra og LDL-gildin („vonda kólesterólið“) ætti
að vera sem lægst á milli 1,5–5,4 mmol/lítra. Samtals
ætti kólesterólið að vera undir 6 mmol/lítra.
AF HVERJU: Of hátt kólesteról eykur líkur á
hjartaáfalli eða heilablóðfalli.
HVERNIG Á AÐ FORÐAST VANDAMÁL:
Fylgstu með kólesteról gildinu, haltu þig við kjör-
þyngd og forðastu fitumikinn mat.
Vertu á varðbergi gegn eistnakrabbameini
HVERNIG: Karlmenn ættu að þreifa eistun reglu-
lega eftir hnútum eða öðru óvenjulegu, eins og konur
að þreifa brjóst sín fyrir brjóstakrabbameini.
AF HVERJU: Eistnakrabbamein er algengasta ill-
kynja mein í ungum karlmönnum.
HVERNIG Á AÐ FORÐAST VANDAMÁL: Þekktu
vel líkama þinn, þreifaðu eistun reglulega, til dæmis í
sturtu, og hafðu samband við lækni ef grunur vaknar
um fyrirferð í eista. Hættu að reykja ef þú reykir.
Ungir karlmenn að þrítugu
Reuters
Hjólreiðakappinn Lance Armstrong sigraðist á krabba-
meini í eistum og varð meistari sex ár í röð.
ÞÚ TILHEYRIR seinni hópnum ef þú ert karlmaður á
miðjum aldri (yfir fertugt) og þá gilda þessi atriði um
þig:
Frá og með fimmtugsaldri er gott að fylgjast með
blóðþrýstingi og kólesterólmagni oftar, eða á 2–3 ára
fresti.
Vertu á varðbergi gegn ristilkrabbameini.
HVERNIG: farðu á 5 ára fresti í skoðun til heim-
ilislæknis sem framkvæmir ristilspeglun eða leitar að
blóði í hægðum. Forstig þessa sjúkdóms eru oft ein-
kennalaus.
AF HVERJU: Ristilkrabbamein er þriðja algengasta
krabbamein í körlum (á eftir blöðruhálskirtils- og
lungnakrabbameini).
HVERNIG Á AÐ FORÐAST VANDAMÁL: Forð-
astu fituríkt fæði og farðu til læknis ef þú finnur blóð í
hægðum eða fyrir slappleika sem gæti bent til blóð-
leysis.
Krabbamein í blöðruhálskirtli.
HVERNIG: Farðu í læknisskoðun annað eða þriðja
hvert ár þar sem kirtillinn er athugaður. Einnig getur
læknirinn mælt PSA-gildi með blóðprufu. Læknar í
hinum vestræna heimi eru þó ekki allir sammála um
ágæti þess.
AF HVERJU: Krabbamein í blöðruhálskirtli er al-
gengasta krabbameinið í karlmönnum á Vesturlöndum.
Það getur oft verið einkennalaus kvilli og krabbamein-
ið getur sáð sér til annarra líffæra, þar á meðal beina
og valdið beinverkjum. Sjúkdómurinn er þó óútreikn-
anlegur og getur jafnvel haldist einungis í kirtlinum.
HVERNIG Á AÐ FORÐAST VANDAMÁL:
Mælt er með að karlmenn fari árlega í blöðruháls-
kirtilþreifingu. Fita, kynsjúkdómar og ófrjósemis-
aðgerðir gætu haft áhrif á sjúkdóminn en tengsl þar á
milli reynast enn ósönnuð.
Karlmenn fertugir og eldri
Reuters
Leikarinn Sean Connery virðist vera í mjög góðu formi
þótt kominn sé vel á áttræðisaldur.
GULLNU reglurnar eru þess-
ar:
Gæta hófs í matar- og
drykkjarvenjum – settu
minna á diskinn og ekki
neyta áfengis í óhófi.
Borða reglulega og á mat-
málstímum – ekki borða í
tíma og ótíma, hættu alveg
að borða í bílnum, í bíó eða
fyrir framan sjónvarpið.
Gæta að þyngdinni. Yfirvigt
getur valdið fullorðins syk-
ursýki og mörgum öðrum
sjúkdómum.
Vera reyklaus – þetta er
mjög mikilvægt atriði, ef þú
reykir ættirðu að hætta
strax.
Hreyfa sig reglulega – mælt
er með því að þú gangir
10.000 skref á dag (fyrir
meðalkarlmann eru það 5–7
kílómetrar), eða hreyfir þig
vel í 30 mínútur á dag, 4–5
daga vikunnar.
Fylgjast vel með lík-
amanum þínum því enginn
þekkir hann betur en þú – ef
þú tekur eftir einhverju
óeðlilegu ættirðu að panta
tíma hjá heimilislækni.
Gullnu
reglurnar
VILTU byrja heilsusamlegt
líferni strax? Þetta getur þú
gert:
Láttu mæla blóðþrýstingin
sem á að vera 140/90 eða
minna.
Mældu mittismál sem á að
vera undir hættumörkum.
Þau eru 102 cm hjá körl-
um (hjá konum eru þau 88
cm).
Fylgdu gullnu reglunum.
Þekktu vel þá sem þú sef-
ur hjá til að varast kyn-
sjúkdóma (Ef þið þekkist
lítið er best að nota „hol-
lensku aðferðina“: hann er
með smokkinn og hún er á
pillunni.)
Neyttu áfengis í hófi, sér-
staklega í útlöndum því
það er besta slysavörnin.
5 atriði
til betra
lífs
Á VEFSÍÐUNNI menshealth.com
eru meðmæli um hvernig sé hægt
að lækka magn próteinsins CPR
en hátt hlutfall af því er talið
tengjast hjarta- og æðasjúkdóm-
um, alveg eins og hátt hlutfall kól-
esteróls. Með einföldum aðgerðum
er hægt að halda magni CPR í
skefjum
1. Taktu fjölvítamín, eina töflu á
dag.
2. Notaðu ólífuolíu í stað venju-
legrar olíu í matseld.
3. Notaðu tannþráð til að koma í
veg fyrir tannstein sem getur
hækkað magn CPR um 14%.
4. Borðaðu fisk. Fiskur er fullur
af hollustu eins og omega-
fitusýrum sem hafa áhrif á
CPR-magnið.
5. Minnkaðu fitumagn í mataræð-
inu og sláðu tvær flugur í einu
höggi því það hefur líka áhrif á
kólesterólið.
6. Borðaðu trefjar. Slepptu Cocoa-
puffsinu og fáðu þér frekar All
bran.
7. Farðu út með strákunum. Það
getur komið í veg fyrir þung-
lyndi að hittast einu sinni í viku
með félögum sínum.
Hátt hlut-
fall CPR-
próteins
hættulegt
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Gott er að neyta trefjaríks fæðis til
að lækka CPR-gildin.