Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 17 MENNING A ð mínu mati er afar mik- ilvægt að standa fyrir alþjóðlegum leiklistar- hátíðum á borð við þá sem verið hefur hér á Akureyri,“ segir Danute Vaigausk- aite, formaður Bandalags áhugaleik- félaga í Norður-Evrópu (NEATA) sem Norðurlöndin og Eystrasalts- löndin þrjú eiga aðild að, um nýaf- staðna leiklistarhátíð Bandalags ís- lenskra leikfélaga, Leikum núna!, sem haldin var á Akureyri dagana 22.–26. júní. Þar voru sýndar níu ís- lenskar leiksýningar, ein sænsk og ein litháísk. Og Vaigauskaite heldur áfram: „Ekki aðeins eru hátíðir mikilvægar fyrir áhorfendur heldur einnig fyrir þátttakendurna. Með þessu móti bú- um við til samstarfs- og samræðu- vettvang fyrir leiklistarfólk og áhugafólk um leiklist. Eina skilyrðið fyrir því að hátíð þjóni tilgangi sín- um er þó að um gæðasýningar sé að ræða, því góðar sýningar geta opnað áhorfendum nýjan heim jafnframt því að auka skilning manns á leiklist- inni,“ segir Vaigauskaite og tekur fram að það eigi einmitt við um upp- lifun sína á nýafstaðinni hátíð. Aðspurð hvort og hvaða hug- myndir eða væntingar hún hafi gert sér um íslensk leikhús áður en hún kom hingað til lands rifjar Vaigausk- aite upp að hún hefur á umliðnum árum haft tækifæri til að sjá íslensk- ar áhugaleiksýningar með reglulegu millibili. „Áður en ég kom hingað til lands hafði ég séð þrjár ólíkar upp- færslur Hugleiks og eina uppfærslu Leikfélags Kópavogs á alþjóðlegum leiklistarhátíðum erlendis, og litist afar vel á enda um að ræða sýningar í mjög háum gæðaflokki og fag- mannlega unnar, bæði m.t.t. leiks og leikstjórnar. Eftir að hafa séð þessar fjórar uppfærslur lék mér eðlilega forvitni á að vita hvort allt áhuga- leikhús hérlendis væri í sama gæða- flokki. Mig hefur því lengi langað til að koma til Íslands og sjá fleiri hópa og uppfærslur til þess að auka skiln- ing minn á íslensku áhugaleikhúsi,“ segir Vaigauskaite og tekur fram að hún hafi síður en svo orðið fyrir von- brigðum með það sem hún hafi séð hérlendis. „Núna undir lok hátíðarinnar get ég sannarlega fulllyrt að íslenskt áhugaleikhús er einstaklega gott og í háum gæðaflokki. Greinilegt er að metnaður manna er mikill, afstaðan í vinnubrögðum er afar fagmannleg, hvort heldur það snýr að leik og leik- stjórn eða stjórnun hátíðarinnar sjálfrar. Miðað við hvað áhugaleik- hús ykkar er gott og á háu plani á ég erfitt með að ímynda mér að at- vinnuleikhús ykkar geti verið betra!“ Við tölum sama tungumálið í leiklistarlegum skilningi Vaigauskaite er spurð hvort ein- hverjar sýningar á hátíðinni hafi komið henni sérlega á óvart og eins hvort hún hafi séð einhver líkindi milli íslensks áhugaleikhúss og lithá- ísks. „Mér fannst afar áhugavert að sjá Stundarfrið í uppfærslu Leik- félags Hörgdæla. Bæði sökum þess að verkið veitti mér innsýn í íslensk- an veruleika, en ekki síður vegna þess að raunsæjar eða natúralískar uppfærslur á borð við þessa þekkj- ast hreinlega ekki lengur í litháísku leikhúsi. Satt að segja efast ég um að við Litháar gætum sett upp svona vel leikna raunsæja uppfærslu því þetta er leikhúshefð sem við höfum ekki notað eða hlúð að í tæpa öld. Hvað líkindin varðar þá verð ég að nefna Memento Mori í uppfærslu Hugleiks og Leikfélags Kópavogs, en sú sýning kemst mjög nálægt því sem verið er að gera í litháísku leik- húsi um þessar mundir þar sem Ágústa Skúladóttir leikstjóri notar, líkt og starfsfélagar hennar ytra, öll meðul leikhússins til að miðla sögu,“ segir Vaigauskaite og bætir við: „Eftir að hafa séð svona mikinn fjölda íslenskra sýninga hef ég kom- ist að þeirri niðurstöðu að mikil lík- indi eru með íslensku og litháísku leikhúsi. Við tölum svo sannarlega sama tungumálið í leiklistarlegum skilningi.“ Vill fá íslenskan leikhóp inn í al- þjóðlegt samstarfsverkefni Danute Vaigauskaite hefur lifað og hrærst í leiklistinni um langt ára- bil. Hún lauk leikstjórnarnámi frá Listaháskólanum í Litháen árið 1981, þaðan lá leið hennar til Moskvu þar sem hún nam við Gitis – Leiklist- arháskólann í Moskvu á árunum 1983–87 og því næst hélt hún til Tbil- isi þar sem hún nam við Leiklist- ardeild listaháskólans í Georgíu. Þegar hún sneri aftur heim til Lithá- ens árið 1988 tók hún við prófessors- stöðu við Háskólann í Klaipeda þar sem hún kennir bæði leikurum og leikstjórum raddtækni, en Vaigausk- aite hefur gegnt stöðu forseta leik- stjórnardeildar skólans síðan 1992. Árið 1997 tók hún við formennsku í Bandalagi litháískra áhugaleikfélaga og fyrir tveimur árum var hún síðan kosin formaður NEATA. Frá því Vaigauskaite tók við stjórnartaumum hjá NEATA hefur hún verið ötul við að koma á fót sam- starfsverkefnum milli leikhópa á Norðurlöndunum annars vegar og í Eystrasaltslöndunum hins vegar. Að sögn Vaigauskaite er nú svo komið að fjöldi slíkra samstarfsverkefna er mestur í NEATA samanborið við hin sjö landssamtökin sem mynda Heimssamtök áhugaleikfélaga (AITA/IATA). Meðal verkefna sem í gangi eru núna nefnir Vaigauskaite að tveir danskir leikhópar og tveir litháískir hafa síðustu ár unnið sam- an. Fyrst settu allir hóparnir upp annars vegar danskt samtímaverk og hins vegar litháískt samtímaverk, en næst á dagskrá hópanna er að setja upp sömu verkin eftir Bertolt Brecht og setja verkin upp á sameig- inlegri leiklistarhátíð leikhópanna. Stærsta samstarfsverkefnið er, að sögn Vaigauskaite, hins vegar verk- efni sem að koma leikhópar frá Nor- egi, Finnlandi, Svíþjóð, Litháen og Lettlandi, en allir vinna hóparnir með eitt og sama leikritið, Björninn eftir Anton Tsjekhov. Verkefnið hófst með því að hver hópur setti upp sína uppfærslu á verkinu, hitt- ust og léku hver fyrir annan. Nú er hins vegar verið að vinna að upp- færslum verksins í fimm blönduðum hópum þar sem hver leikari vinnur textann á sínu móðurmáli og lýkur verkefninu með sýningum hópanna á leiklistarhátíð í Rússlandi á næsta ári. Aðspurð segist Vaigauskaite hafa valið leikrit eftir Tsjekhov sökum þess hversu lærdómsríkt það er að vinna með texta skáldsins og persón- ur. „Þetta vinnuferli hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir alla þátttak- endur. Við höfum séð afar ólíkar út- færslur á verkinu, allt frá klassísk- um uppfærslum til nútímalegra. Þetta er því kjörin leið til þess að kynnast nýjum leiðum, vinnuaðferð- um og ólíkum nálgunum við verkið sem taka að nokkru leyti mið af ólík- um bakgrunni og menningarheimi listamannanna sem að uppfærslun- um koma,“ segir Vaigauskaite og upplýsir að hún er um þessar mund- ir, í samvinnu við íslenska tengiliði, að vinna að því að koma á samstarfs- verkefni milli leikhópa frá Íslandi, Litháen, Rússlandi og Hvíta-Rúss- landi, þar sem hugmyndin er að vinna með nútímaleikverk frá fyrr- greindum löndum. En það hefur að sögn Vaigauskaite lengi verið draumur hennar að koma íslenskum leikhóp inn í slíkt samstarfsverkefni, en hingað til hefur fyrst og fremst strandað á fjármagni. Aðeins til tvenns konar leiklist — góð og slæm Eins og fyrr var getið hefur Vaig- auskaite verið forseti leikstjórnar- deildar Klaipeda-háskóla síðustu þrettán ár. Við deildina er m.a. boðið upp á nám í leikstjórn, leik, stjórnun listrænna viðburða og brúðuleik- stjórn. Frá og með 2001 hefur einnig verið boðið upp á alþjóðlegt nám í leikstjórn í áhugaleikhúsi. Aðspurð í hverju munurinn á námi fyrir leik- stjórn í áhugaleikhúsi og atvinnu- leikhúsi felist svarar Vaigauskaite því til að þar sem leikstjóri í áhuga- leikhúsi þurfi oft að vera allt í öllu felist í náminu m.a. kennsla í leik- myndahönnun, sviðshreyfingum, tónlistarnotkun og þjálfun í því hvernig árangursríkast sé að vinna með óskóluðum leikurum. Talið berst í framhaldinu að tengslum atvinnu- og áhugaleikhúss og bendir Vaigauskaite á að líkt og á Íslandi sé áhugahreyfingin í Litháen grasrótin þaðan sem leiklist sem fag eða atvinnugrein hafi síðar sprottið. Aðspurð segist Vaigauskaite ekki vilja gera svo mikið úr skiptingunni milli atvinnu- og áhugaleikhúss. „Að mínu mati er aðeins til tvenns konar leiklist – góð og slæm. Þessi skipting miðast ekki við atvinnu- eða áhuga- leikhús enda getur áhugaleikhúsið oft verið mun ferskara og nýjunga- gjarnara en atvinnuleikhúsið sem oft virðist bundið á klafa einsleitni og hefðar. Þannig má í atvinnuleikhúsi því miður allt of oft sjá tæknilega fullkomnun sem á sama tíma virðist steingeld á meðan góðar leiksýn- ingar áhugafólks eru fullar af lífi og frumleika,“ segir Vaigauskaite og bætir við: „Sjálf hef ég verið svo lán- söm að hafa fengið tækifæri til að þjóna leiklistinni bæði í starfi mínu sem og í tómstundum og er ég sann- færð um að hvort hefur notið góðs af hinu,“ segir Danute Vaigauskaite að lokum. Íslenskt áhugaleikhús er í háum gæðaflokki. Greinilegt er að metnaður þátttakenda er mikill og vinnubrögðin fagleg. Þetta er mat Danute Vaigauskaite, formanns Bandalags áhugaleikfélaga í Norður-Evrópu, sem viðstödd var alþjóðlegu leiklistarhátíðina Leikum núna! á Akureyri fyrir skemmstu. Silja Björk Huldudóttir ræddi við hana. „Góðar leik- sýningar opna áhorfendum nýjan heim“ Morgunblaðið/Jim Smart „Miðað við hvað áhugaleikhús ykkar er gott og á háu plani á ég erfitt með að ímynda mér að atvinnuleikhús ykkar geti verið betra!“ segir Danute Vaigauskaite, formaður Bandalags áhugaleikfélaga í Norður-Evrópu. TENGLAR ..................................................... http://www.neata.dk http://www.aitaiata.org http://www.leiklist.is silja@mbl.is ’Eftir að hafa séð svonamikinn fjölda íslenskra sýninga hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mikil líkindi eru með ís- lensku og litháísku leik- húsi. Við tölum svo sannarlega sama tungu- málið í leiklistarlegum skilningi.‘ Á UNDANFÖRNUM áratugum hafa ráð- stefnur um sögu víkingaaldar verið haldnar með reglulegu millibili í ýmsum löndum þar sem arfleifð þessa merka tímaskeiðs í sögu norrænna manna er höfð í heiðri. Stefnur þessar – Viking Congress – eru jafnan fjöl- sóttar af fræðimönnum og hafa reynst kjörinn vettvangur til miðlunar á þekkingu og rann- sóknum um sögu víkingaaldar. Þær hafa verið haldnar víða um Norðurlönd og á Bretlands- eyjum og verður ekki annað séð en vegur þeirra fari vaxandi. Færeyingar hafa lengi tekið þátt í víkinga- ráðstefnunum og árið 2001 tóku þeir að sér að halda fjórtándu ráðstefnuna. Hún var haldin í Þórshöfn dagana 19.–30. júlí það ár og var vel sótt. Þar voru fluttir um fimmtíu fyrirlestrar og voru fyrirlesarar flestir frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Í þeim hópi voru fimm ís- lenskir fræðimenn, Þórgunnur Snædal, Guð- mundur Ólafsson, Guðrún Sveinbjarnardóttir, Anton Holt og Svavar Sigmundsson. Eins og vænta mátti var efni fyrirlestranna á ráðstefnunni mjög fjölbreytilegt og má segja, að þar hafi með einum eða öðrum hætti verið fjallað um flesta meginþætti í sögu vík- ingaaldar aðra en ferðir væringja í austurveg. Mikið var að vonum fjallað um sögu Færeyja á þessu skeiði og einnig ræddu margir fyrir- lesarar um fornleifarannsóknir og fornleifar en þær auka stöðugt við þekkingu okkar á tímabilinu. Nafnfræði var einnig allmikið til umræðu og var rætt um bæði mannanöfn og örnefni. Saga Hjaltlands og Orkneyja á víkingaöld var einnig býsna fyrirferðarmikil en miklu minna var rætt um Ísland, Græn- land og Vínland. Á hinn bóginn komu íslensk fornrit allmikið við sögu og þá einkum Fær- eyinga saga og Orkneyinga saga. Í þessari bók eru birtir alls 44 fyrirlestrar sem haldnir voru á ráðstefnunni. Allir eru þeir forvitnilegir og fróðlegir aflestrar en flestir sérhæfðir, eins og við var að búast. Hinn eini sem með nokkrum hætti má kallast almennur yfirlitsfyrirlestur er sá sem fremst- ur stendur í bókinni og var svokallaður al- mennur fyrirlestur, ætlaður almenningi ekki síður en fræðimönnum. Hann flutti Knut Helle, fyrrverandi prófessor við Björgvinj- arháskóla, og fjallaði um stöðu og hlutverk skattlanda í norska ríkinu á miðöldum. Fram- setning hans á efninu er einkar ljós og læsileg og hygg ég að margir íslenskir fræðimenn mundu hafa gagn af því að lesa þennan fyrir- lestur, enda kemur Ísland þar mikið við sögu. Fátt er þó í þessum fyrirlestri sem kalla má ný fræði. Í öðrum fyrirlestrum, sem flestir eru mun afmarkaðri og sérhæfðari að efni, er hins vegar að finna ýmislegt sem nýjabrum er að, ýmist að þar komi fram ný vitneskja (eða öllu heldur vitneskja sem var ný af nálinni ár- ið 2001) eða þá að mál sé sett í nýtt og fróð- legt samhengi. Að efni til má þessi bók kallast dæmigert ráðstefnurit, en þó er óvenju mikið borið í út- gáfuna og bókin öll hin veglegasta, mun veg- legri en oft vill verða um slík rit. Ritstjórarnir hafa einnig vandað vel til verka og er bókin öll hin eigulegasta, auk þess sem hún flytur mik- inn og gagnlegan fróðleik. Oft hefur viljað bregða við að rit sem þetta séu lengi í undir- búningi og komi jafnvel ekki út fyrr en mörg- um árum og stundum áratugum eftir að við- komandi ráðstefna er haldin. Í þessu efni hafa Færeyingar hins vegar staðið sig vel og ekki getur það talist langur tími þótt liðlega þrjú ár taki að búa svo marga og sundurleita fyrir- lestra til prentunar. Þessi bók verður vafa- laust kærkomin öllum þeim sem áhuga hafa á sögu víkingaaldar og vilja fylgjast með því sem gerist í þeim fræðum. Veglegt ráðstefnuritBÆKURSagnfræði Select Papers from the Proceedings of the Four- teenth Viking Congress, Tórshavn, 19-30 July 2001. Ritstjórar Andras Mortensen og Símun V. Arge. Annales Societatis Scientiarum Færoensis. Supple- mentum XLIV. Þórshöfn 2005. 445 bls., myndefni. Viking and Norse in the North Atlantic Jón Þ. Þór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.