Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 181. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Elvis í Egilshöllinni? Skarphéðinn Guðmundsson fann rokkkónginn í Grafarvogi | Menning Viðskipti | Færeyskir gullleitarmenn  Ofgnótt peninga  Vel að sér um alla hluti Íþróttir | Gerrard áfram á Anfield  Atli Eðvaldsson tekur við Þrótti Málið | Frekjukast Svölu  Stefani hannar tískufatnað BUSH Bandaríkjaforseti átti 59 ára afmæli í gær og var haldin veisla til heiðurs honum í Fredensborg í Danmörku. Margrét drottning fylgdist með forsetanum blása á kertin. | 13 Reuters Blásið á 59 kerti í Danmörku HJÖRTUR Gíslason, skurðlækn- ir á Landspítala – háskólasjúkra- húsi, er á leið til Noregs með haustinu til að aðstoða frændur okkar við að léttast. Mun hann dveljast ytra í a.m.k. hálft ár í þeim tilgangi að koma starfinu á legg, stjórna því og kenna. Norð- menn horfa til Íslands og ís- lenska módelsins varðandi offitu- aðgerðir, sem hefur að sögn Hjartar gefið góða raun. Um er að ræða hjáveituaðgerð þar sem tengt er framhjá 95% magans og hluta mjógirnisins, en fram að þessu hafa Norðmenn notað sult- araðgerð við offitu sem, að sögn Hjartar, hefur ekki skilað nægi- lega góðum langtímaárangri. Ráðgert er að afgreiða um þús- und sjúklinga á ári í undirbún- ingsmeðferð fyrir aðgerðina. | 4 Sker upp herör gegn offitu í Noregi „EF ekki er hægt að treysta því að blaða- maður tryggi trúnað geta blaðamenn ekki sinnt starfi sínu, fjölmiðlar geta þá ekki ver- ið frjálsir,“ sagði Judith Miller, 57 ára gam- all blaðamaður hjá bandaríska blaðinu The New York Times, fyrir rétti í Washington gær. Hún var dæmd í fangelsi fyrir að neita að gefa upp nöfn á heimildarmönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Málið snýst um skrif Millers í tengslum við rannsókn á því hvaða embættismaður stjórnar George W. Bush forseta hafi lekið í fjölmiðla nafni á einum liðsmanni leyniþjón- ustunnar, CIA. Um er að ræða Valerie Plame, eiginkonu Josephs Wilsons, fyrrver- andi sendiherra, sem gagnrýnt hafði stefnu Bush gagnvart Írak. Skömmu síðar var nafni Plame lekið í fjölmiðla. Refsivert getur verið að birta nöfn CIA- manna sem taka þátt í aðgerðum. Miller skýrði ekki sjálf frá nafni Plame en hefur skrifað um rannsóknina á upplýsingalekan- um. Hún hefur hins vegar neitað að segja saksóknara sem rannsakar lekann, Patrick Fitzgerald, frá heimildum sínum. Cooper slapp á síðustu stundu „Blaðamenn hafa ekki leyfi til að heita al- gerum trúnaði – enginn hefur leyfi til þess í Bandaríkjunum,“ sagði Fitzgerald í vik- unni. Thomas F. Hogan dómari tók málið fyrir í gær og ákvað að reyna að þvinga Miller til sagna með því að fangelsa hana. Miller stóð á fætur þegar niðurstaðan var ljós, faðmaði verjanda sinn og var leidd út. Mun hún sitja inni þangað til málið verður tekið fyrir á öðru dómsstigi í október nema hún ákveði að leysa frá skjóðunni. Matthew Cooper, blaðamaður á vikurit- inu Time, átti einnig á hættu að verða dæmdur í fangelsi fyrir sömu sakir og Mill- er. En Cooper sagðist hafa skipt um skoðun þegar hann, rétt áður en hann kom fyrir dómarann í gær, fékk óvænta upphringingu frá heimildarmanni sínum. Hafi hann tjáð honum að hann mætti ljóstra því upp hvar hann hefði fengið upplýsingarnar. Neitar að segja til heimildar- manna Bandarísk blaðakona í fangelsi fyrir að neita að rjúfa trúnað Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Judith Miller, blaðamaður við bandaríska dagblaðið The New York Times. ÖRYGGISGÆSLA vegna heimsóknar George W. Bush Bandaríkjaforseta til Dan- merkur var ein sú viðamesta sem hefur verið viðhöfð þar í landi. Bush var að heimsækja Danmörku í fyrsta sinn og kom þangað síð- degis á þriðjudag, ásamt Lauru konu sinni og Jennu dóttur sinni, og fór þaðan um hádegi í gær, beint á þriggja daga leiðtogafund G8- ríkjanna sem hófst í Gleneagles í Skotlandi í gær. Til marks um þá gríðarlegu öryggisgæslu sem var viðhöfð vegna komu Bush til Dan- merkur var gerð sprengju- og vopnaleit á leik- skólanum Børnehuset í Holte, sem Laura Bush heimsótti í gær í boði Önnu-Mette Rasmussen, eiginkonu danska forsætisráð- herrans, en Børnehuset er vinnustaður Ras- mussen. Áður en Laura Bush mætti á leik- skólann fóru sprengjuleitarhundar um húsnæði hans auk þess sem vopnaleit var gerð á börnunum sjálfum og í nestisboxum þeirra. Vopnaleit á dönskum leikskóla- börnum GYLFI Arnbjörnsson, sem var framkvæmdastjóri Eignarhalds- félags Alþýðubankans (EFA) þeg- ar Baugur keypti Vöruveltuna hf. sem rak verslanir 10–11, kannast ekki við lýsingu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, forstjóra Baugs, á þeirri atburðarás sem lauk með kaupum á Vöruveltunni 1999. EFA hafi ekki gert tilboð í hlutafé í Vöruveltunni. Þá hafi krafa EFA við kaup á hlut í Vöruveltunni m.a. verið sú að tryggja dreifða eignaraðild. „Síðan gerðist bara eitthvað allt annað.“ Opinberlega hafi það ekki verið viðurkennt að Baugur væri eignaraðili að fyrirtækinu. „Ég taldi það hins vegar svo vera. Ég mat málið þannig að í gangi væri leppun á þessu eignarhaldi sem við hjá EFA hefðum verið flæktir inn í að ósekju,“ segir Gylfi. Ásakanir í garð Jóns Ásgeirs lúta m.a. að því að hann hafi verið búinn að kaupa Vöruveltuna þegar Baugur keypti hana en leynt því fyrir öllum, m.a. stjórn Baugs, að því er fram kemur í bréfi Jóns Ás- geirs til ríkislögreglustjóra er birt var í Morgunblaðinu sl. laugardag. Ekki boðaðir á hluthafafund Í bréfinu segir m.a. að eftir að EFA hafi gert tilboð í hlutafé í Vöruveltunni hafi hann haft frum- kvæði að því að kanna hvort Baug- ur gæti eignast fyrirtækið. Það hafi gengið eftir en hann hafi sjálf- ur þurft að greiða mismuninn á til- boði Eignarhaldsfélagsins og Baugs, um 135 milljónir króna. Gylfi segir að Eignarhaldsfélag- ið hafi aldrei gert slíkt tilboð. „Þessa lýsingu sem Jón Ásgeir er með þarna, hana kannast ég ekki við.“ Að sögn Gylfa keypti EFA ásamt lífeyrissjóðum 35% hluta- fjár í Vöruveltunni í nóvember 1998 fyrir milligöngu Íslands- banka. EFA hafi þá verið tjáð að aðrir eigendur væru Fjárfar ehf. og að eigendur þess væru Árni Samúelsson, hjá Sambíóunum, Sigfús R. Sigfússon í Heklu, Sæv- ar Jónsson kaupmaður og Trygg- ingamiðstöðin. Auk þess ætti Helga Gísladóttir, annar stofnandi þess, 25% hlut. Gylfi segir að EFA hafi m.a. gert þá kröfu við kaupin að þegar Vöruveltan yrði skráð á markað myndi Fjárfar verða leyst upp og eigendur þess hver um sig yrðu beinir eignaraðilar að félag- inu. Með þessum hætti átti að tryggja dreifða eignaraðild. Þegar EFA kom að fyrirtækinu hafi hins vegar verið búið að taka ákveðnar ákvarðanir og haldnir hluthafa- fundir sem EFA fékk ekki boð um. Svo hafi virst sem allt aðrir eig- endur væru að fyrirtækinu en EFA hefði verið greint frá. Gylfi segist hafa metið það svo að fyrir utan 35% hlut EFA og lífeyrissjóð- anna, væri það í eigu Baugs með einum eða öðrum hætti. Gylfi Arnbjörnsson, áður framkvæmdastjóri EFA, um kaup Baugs á 10–11 Leppun eignarhalds sem EFA flæktist að ósekju inn í  Kannast ekki | 10 Kannast ekki við lýsingu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á atburðarásinni Viðskipti, Íþróttir og Málið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.