Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VESÖLD veraldar er meiri en tár- um taki. Sífelld stríð og fólska. Söng- og leikstjörnur hafa meiri áhyggjur af að vita ekki aura sinna tal en af milljónum barna sem svelta. Tina Turner fékk milljón dollara frá Dönum fyrir að syngja tvö lög. Annarleg sjónar- mið gefa slíku brjálæði byr. Verstu fylgifiskar mannsins, grimmd og græðgi, eiga þar stóran hlut. Fólki um allan heiminn er mismunað í hundraða milljóna tali og það ofsótt af ýmsum ástæð- um. Ótaldar milljónir óska eftir ann- arri vist, öðru landi. Það gerist þó löndin hafi margfalda náttúruauð- legð Íslands. Illskan fær liðveislu fá- fræði og örbirgðar að mergsjúga og halda fátæktinni við. Nú horfa margir til Íslands, þar sem býr lítil þjóð með stórt hjarta og skilja ekki hvernig hún komst úr margra alda stöðnun og kúgun. Ís- lendingum er í blóð borin seigla, dugnaður og skynsemi. Danmörk, sem öndvert við Ísland hefur nær öngvar náttúrulegar auðlindir, byggði á sömu eiginleikum en með öðrum hætti. Þeir nýttu sér lengi af- rakstur annarra þjóða, en eru nú til fyrirmyndar í dugnaði og forsjálni. Þeir gera velferðarsamfélag út á sinn vitræna og skapandi mannauð. Danir eru víðfrægir fyrir frjálslyndi og samúð með öðrum og hafa sýnt það með ótæpilegri móttöku fólks í leit að betra lífi. Því miður hefur hluti innflytjenda reynst þeim erf- iður og vanþakklátur. Þau koma með eigin lífsstíl og reglur, vilja ekki samlagast og eru jafnvel hættuleg samfélaginu. Þegar Danir reyna svo að klóra í bakkann, uppskera þeir vanþóknun alþjóðasamfélagsins. Ís- lendingar hafa margt að læra og hræðast, en varast ekki glám- skyggna pólitíkusa og rasistaskap- ara. Öfgar í íslensku samfélagi ógna, því þó að fullkomnunarárátta og nýjungagirni hafi vissa jákvæðni, verða þær engum til góðs án fyrir- hyggju. Þingfólk þjóðarinnar hefur tryggt sér til lífstíðar gríðarlega hækkun kaups og eftirlauna, sem er í hróplegu ósamræmi við afkomu og getu þjóðarinnar. Sjáið laun al- mennings og það sem aldnir og ör- yrkjar hafa og hundraða milljarða skuldahalann við önnur lönd. Þrátt fyrir að laun umönnunarfólks séu við fátæktarmörk og fatlað fólk megi hafa sig við að eiga fyrir mat eru útlendingar fluttir inn. Í haust koma tugir á vegum ríkis- ins og það kostar mikið. Að vísu eru þetta einstæðar ofsóttar mæður með börn sín, sem gott væri að geta með sóma veitt hér skjól og öryggi. En hér heima eru líka ofsóttar hjálparvana einstæðar mæður, auk hundraða annarra. En hjálp við okk- ar fólk vekur ekki athygli erlendra þjóða. Í þeirra augum viljum við vera miklir en verðum hræsnarar á heimsvísu. Á erfiðum tímum tókum við á móti innflytjendum með íbúða- gjöfum og innbúi. Hér heima verður ósjálfbjarga fólk, þar á meðal lam- aðir, að greiða himinháa þjónustu- reikninga, sem eru ráðstöfunar- tekjur tveggja mánaða af 12. Slík kúgun virðist í lagi þegar landar eiga í hlut. Á spítölum, þjónustu- heimilum og í blokkum eldri borg- ara, starfar fjöldi sama sem mál- lausra útlendinga á ömurlegum launum sem þeir sætta sig við, því þeir þekkja ekki annað. Það rýrir möguleika Íslendinga til þessarar vinnu á mannsæmandi kjörum. Vegna þessa kjósa margir, því mið- ur, að fara á atvinnuleysisbætur og sjúkir og gamlir sitja uppi með mál- laust aðstoðarfólk, öryggisleysi og hugarangur. Vitlegast er að bæta samfélagið innan frá. Það skilar sér fljótt að hækka kaup þeirra lægstu. Hættum við nýju láglaunastéttina sem verið er að stofna til höfuðs sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Meiri menntun þýðir betur unnin störf og betri laun. Minni menntun, er ávís- un á verri vinnu og lægri laun. Ekki færa þjónustu við aldna og sjúka á lægra plan. Í lokin. Við höfum auðgað sam- félagið með nýbúum, en gætum hófs. Rasistar er það fólk sem sér rasista í hverju horni og þolir ekki raunsæja umfjöllun. Það er vart til sá Íslendingur sem ekki vill hjálpa einstæðu konunum sem koma í haust. En sú þjóð sem ekki getur hjálpað eigin þegnum er vart aflögu- fær. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3. Þjóð mín, líttu þér nær Frá Alberti Jensen: Albert Jensen ✝ Guðrún MargrétArngrímsdóttir fæddist í Sandgerði í Glerárþorpi 9. mars 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 30. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Arngrímur Jónsson frá Holtakoti í Reykjahverfi, f. 20. maí 1888, hann lést í vinnuslysi á Gefjun hinn 5. jan. 1931, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Grímsstöðum og starfsmaður á Gefjun, f. í Geithild- argörðum í Öxnadal 20. okt. 1891, d. 21. jan. 1972. Systkini Guðrúnar eru: 1) Bára, f. 9. ágúst 1916, d. 15. feb. 1990, gift Jóni Guðjónssyni, 2) Jón Bergþór, f. 14. febrúar 1925, kvæntur Jónínu Axelsdóttur, 3) Björk, f. 17. júní 1927, gift Guðjóni Þorsteinssyni, 4) Bjarki, f. 17. júní 1927, kvæntur Hjördísi Jónsdóttur, 5) Rósa, f. 1929, d. 1930, og 6) Arn- gríma Rósa, f. 8. júní 1931, gift Jóni Sigurjónssyni. Guðrún giftist hinn 6. ágúst 1938 Brynjólfi Kristinssyni frá Harð- angri, f. á Hjaltastöðum í Skíðadal 1. desember 1915. d. 9. desember 2002. Guðrún og Brynjólfur eign- uðust þrjá syni, þeir eru: 1) Þröst- í foreldrahúsum en árið 1942 fluttu þau í nýbyggt hús sitt í Harðangri, en foreldrar Brynjólfs höfðu þá byggt sér hús í Melgerði. Þegar Guðrún byrjaði að stunda vinnu var hún fyrst í „vist“ eins og tíðk- aðist á þessum árum, en eftir að hún giftist Brynjólfi unnu þau sam- an í verksmiðjum sambandsins á Gleráreyrum. Þegar Brynjólfur fór að stunda sjó fylgdi Guðrún honum eftir og var þá í síld á Siglu- firði og síðar á Raufarhöfn og Seyðisfirði og hafði þá á stundum drengina með sér í verið. Árið 1971 réðst Guðrún sem handmennta- kennari að vistheimilinu á Sólborg og starfaði við það allt til loka starfsævi sinnar. Einnig starfaði hún við Glerárskóla. Guðrún hafði alla tíð mikinn áhuga á handmennt og ekki síður á garðrækt og ræktaði fallegan garð í kringum hús sitt. Hún hafði einn- ig mikinn áhuga á félagsskap kvenna og gekk í Kvenfélagið Baldursbrá hinn 14. júlí 1935, þá aðeins sextán ára gömul. Hún starfaði í félaginu fram á efri ár og var ritari þess frá 1942–1944 og gjaldkeri frá 1951–1954, einnig mun hún hafa verið formaður garðstjórnar lengst af, en félagið ræktaði fallegan skrúðgarð í Þorp- inu við hlið Harðangurs og var þessi garður sérstakt áhugamál Guðrúnar. Guðrún var gerð að heiðursfélaga kvenfélagsins Bald- ursbrár hinn 8. júní 1999. Útför Guðrúnar verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. ur, f. 27. maí 1942, kvæntur Sigríði Sig- urðardóttur, börn þeirra Sigurður Rún- ar, f. 29. september 1961, látinn, Svala Brynja, f. 27. júní 1965, og Guðrún Mar- grét, f. 27. nóvember 1967. 2) Reynir, f. 7. febrúar 1945, kvænt- ur Elísabetu Erlu Kristjánsdóttur, þeirra börn eru Rak- el, f. 26. september 1971, og Víðir, f. 1. september 1976. Þá á Reynir Jón Ágúst, f. 25. október 1965, móðir Snjólaug Bragadóttir, en hann er alinn upp af Guðrúnu og Brynjólfi. 3) Arngrímur Kristinn, f. 29 maí 1952, kvæntur Jóhönnu Magnús- dóttur. Börn þeirra eru: Arnar Már, f. 22. september 1972, Örvar, f. 15. apríl 1975, Guðrún, f. 2. nóv- ember 1982, og Árni Freyr, f. 15. apríl 1992. Barnabarnabörnin eru orðin tíu. Guðrún ólst upp í Glerárþorpi, fyrst í Sandgerði, síðan í Höfða og að lokum á Grímsstöðum, þar sem foreldrar hennar reistu sér hús. Hún gekk í gamla barnaskólann í Sandgerðisbót og lauk þaðan barnaskólanámi. Eftir giftingu bjuggu Guðrún og Brynjólfur fyrst Þá er gengin glæsileg kona. Hún hefur kysst börnin sín, lagt frá sér handavinnuna, lokið dagsverkinu og gengur nú á mót manni sínum, for- eldrum, systkinum og öðrum þeim ástvinum sem hún hefur elskað í lífi sínu og misst. Amma var aðeins 12 ára gömul þegar faðir hennar lést í vinnuslysi og eftir stóð móðir hennar með stór- an barnahóp og var amma því fljótt kölluð til ábyrgðar og skylduverk- efna sem fylgja fullorðinsárunum og fór þar dugnaðarkona. Snemma kynntist hún og giftist afa mínum, Brynjólfi Kristinssyni, og í samein- ingu bjuggu þau sér og sonum sínum framtíðarheimili á árunum 1940– 1942 í Harðangri, Akureyri, mitt á milli bústaða foreldra sinna, Sigrún- ar og Kristins í Melgerði og Helgu Sigríðar á Grímsstöðum. Það eru aðeins dásamlegar stund- ir sem hægt er að tengja minningu ömmu og afa og margs er að minn- ast. Þau áttu myndarlegt og hlýlegt heimili sem bar vott um smekkvísi þar sem fallegt handbragð húsfreyj- unnar fékk að njóta sín en hún var snillingur í höndunum. Á þessu heimili munaði ömmu mína ekkert um það að prjóna lopapeysur sem og aðrar peysur og fatnað um hver jól á öll barnabörnin sem nær fylltu tug- inn. Sokkar, húfur, treflar, saumaðar flíkur og bródering fylltu jólapakk- ana og glöddu lengi vel – því það sem vel er gert skilar sér í vellíðan. Meira að segja voru uppáhaldsdúkkur barnabarnanna fataðar upp um jólin. Henni láðist ekki heldur að kenna okkur systrunum að útbúa dúkkuföt og dúkkulísur þegar svo bar undir og er það sá sauma- og prjónaskapur sem ég bý enn að í dag enda var hún amma mín handmenntakennari og búin mikilli þolinmæði yfir barni með tíu þumalfingur. Alltaf var góður matur og gott atlæti í Harðangri og var uppeldi, ástúð og víðsýni alltaf í fyrirrúmi. Það var gott að vera hjá þeim heið- urshjónum Guðrúnu Margréti og Brynjólfi til lengri eða skemmri tíma. Alltaf var séð fyrir því að við barnabörnin hefðum nóg fyrir stafni innanhúss sem utan en hjónin gátu státað af gullfallegum garði við Harðangur. Alltaf var glatt á hjalla, verkefnin voru næg og orkan enda- laus á þessum árum. Verkefni sem sinna þurfti voru gerð að leik og vor- um við svo iðin við að snuddast og snúast að ég áttaði mig ekki fyrr en löngu seinna hversu vel ég var að mér í einu og öðru – enda alltaf þörf á góðu veganesti fyrir ungviðið. Guðrún Margrét hafði ákaflega gaman af því að ferðast – þegar efni og tími var til tók hún sig reglulega upp og vísiteraði fjölskylduna um landið. Alltaf kom hún með gleðina og hressileikann með sér og passaði sig ævinlega á því að gleyma ein- hverju hjá manni, svo öruggt væri að hún kæmi aftur. Það var í einni slíkri ferð sem amma kom og gisti hjá okk- ur Þresti Thorarensen, syni mínum, í einhverjar vikur og ég fékk almenni- legt tækifæri til að kynnast henni sem konu, frekar en ömmu. Það var mér ómetanlega dýrmætt og mikið glatt á hjalla hjá okkur þar sem við sátum heima fram á nætur og rædd- um alvörumál svo sem baráttu kvenna fyrir kosningarrétti, kven- félögin, mannréttindi, barnauppeldi og öll þau mál sem hvíla á hugum kvenna – skoðanir flugu á báða bóga þar sem fóru tveir baráttuandar og réttlætismanneskjur. Og þá fyrst skildi ég hversu mikill heiður og hversu stolt ég hef og get verið að bera nafn Guðrúnar Margrétar ömmu minnar. Nú kveð ég ömmu með þakklæti í huga en aðeins í bili. Ég hlakka til að hitta mína hláturmildu konu aftur og ræða daginn og veginn. Þar til þá. Guðrún Margrét Þrastardóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast ömmu minnar, hennar Guð- rúnar Arngrímsdóttur, eða ömmu í Hangi eins og við barnabörnin köll- uðum hana. Amma og afi bjuggu lengst af í Harðangri í Glerárþorpi og voru sannkallaðir Þorparar. Harðangur stendur uppi á hæð með útsýni út Eyjafjörðinn og yfir Þórs- völlinn. Í garðinum var gróðurhús þar sem amma ræktaði rósirnar sínar. Flestar mínar æskuminningar tengjast Harðangri enda var ég þar löngum stundum þegar ég var lítil. Í Harðangri var alltaf hægt að finna sér eitthvað til að dunda við og amma leyfði mér að taka þátt í flestu með sér hvort sem það var í eldhúsinu, við handavinnuna eða garðverkin. Einn- ig var í kjallaranum hellingur af gömlum hlutum sem ekki var leið- inlegt að tína fram og leika sér með. Það var kraftur í ömmu og á hverju vori fórum við í fjöruferð á Sílabás. Lögðum við þá af stað úr Harðangri fótgangandi og settumst síðan niður í fjörunni og gæddum okkur á nesti. Oft eyddum við heilu tímunum í fjörunni við að tína skelj- ar og steina og var amma dugleg við að segja mér sögur frá því hún var ung. Þegar kom að því að leggja af stað heim á leið komum við iðulega við í smábátahöfninni og í Sandgerði til að heilsa upp á fólkið þar. Mér eru sérstaklega minnisstæð- ar heimsóknirnar í Harðangur eftir þrettándabrennuna sem haldin er á Þórsvellinum á hverju ári. Ekki var slæmt að koma inn í hlýjuna og gæða sér á heitu kakói með rjóma og ein- hverju góðgæti enda var oft margt um manninn í Harðangri á þrett- ándanum. Þegar ég varð nógu gömul til að vera púki á brennunni var það að sjálfsögðu hún amma sem gerði búninginn. Það er einmitt handverkið sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til ömmu. Alltaf var hún að gera eitt- hvað í höndunum og um ókomin ár munum við hafa handverkið fyrir augum því ég held að ekki finnist sá fjölskyldumeðlimur sem ekki á í fór- um sínum eitthvað sem amma gerði. Ég held sérstaklega upp á útsaum- uðu rúmfötin með harðangurs- mynstrinu sem mér voru færð þegar ég fermdist og nota ég þau aðeins spari. Í mínum huga var amma vandvirk kona og það sem hún gerði var gert með lagni. Handverkið var einstakt, rósirnar í gróðurhúsinu stórar og fallegar og kaffibrauðið ávallt góm- sætt. Aldrei man ég eftir ömmu í vondu skapi og alltaf var hún dríf- andi og dugleg að hvetja mann áfram. Hún var æðrulaus og ákveðin og aldrei heyrði ég hana vorkenna sjálfri sér, jafnvel ekki eftir að hún veiktist. Ég á í huga mínum ógrynni af minningum sem mér munu fylgja alla tíð. Efst í huga er þó fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa haft góða og trausta fyrirmynd í uppvext- inum. Alltaf var gott að koma til ömmu og afa þar sem stöðug ró virt- ist ríkja og í minningunni er Harð- angur hálfgerður ævintýrastaður þar sem tíminn stóð í stað þrátt fyrir eril allt í kring. Ég kveð þig, elsku amma, fyrir hönd okkar systkinanna, takk fyrir alla þína hlýju og ást. Guð geymi þig. Þín nafna, Guðrún Arngrímsdóttir. Í dag verður til grafar borin mág- kona mín og vinkona, Guðrún Arn- grímsdóttir. Kynni okkar Gunnu, eins og hún var kölluð, hófust þegar ég hóf sam- búð með Begga bróður hennar sum- arið 1953 og flutti í Grímsstaði í Gler- árþorpi til tengdamóður minnar. Gunna bjó í Harðangri en ég á Grímsstöðum og á milli okkar voru bara nokkur skref þannig að við hitt- umst oft daglega. Beggi var þá á sjó og þá var gott að geta skroppið í Harðangur og fengið sér kaffibolla GUÐRÚN MARGRÉT ARNGRÍMSDÓTTIR UMRÆÐAN NÝLEGA barst sú frétt vestan af fjörðum að Súðvíkingar ætli að bjóða öllum börnum í sveitarfélag- inu leikskólavist án greiðslu skóla- gjalda frá 1. september nk. Þetta eru tímamót sem Félag leikskóla- kennara (FL) fagnar innilega og eru stór tíðindi. Lítið sveitarfélag verður fyrst til að stíga þetta mikil- væga skref og verður vonandi fyrir- mynd fyrir önnur sveitarfélög. Árið 2000 setti FL fyrst fram opinber- lega í skólastefnu sinni hugmyndir um að fyrsta skólastigið, leikskól- inn, yrði foreldrum að kostnaðar- lausu líkt og önnur skólastig í land- inu. Mörgum þótti þessi hugmynd allróttæk og að þetta væri svo óraunhæft að fáviska væri að leggja hana fram. Gjaldfrír leikskóli jafnar stöðu barna og er því mikið hagsmuna- mál. Börn eiga að njóta jafnréttis til náms burtséð frá efnahag foreldra eða mismunandi aðstöðu. Hvers eiga þau börn að gjalda sem búa við þær aðstæður að fjárhagur foreldra er þröngur, t.d. vegna atvinnuleysis, veikinda eða lágra launa foreldra? Þess eru mýmörg dæmi að þegar þrengir að er ein fyrsta ráðstöfun sem foreldrar grípa til að taka barn- ið úr leikskólanum. Með ákvörðun sinni um niðurfellingu skólagjalda í leikskóla Súðvíkinga hafa sveitar- stjórnarmenn í Súðavík stigið mikið framfaraskref í átt að jafnrétti til náms. Því fagnar Félag leikskóla- kennara og óskar íbúum Súðavíkur og sveitarstjórn þeirra til hamingju. ÞRÖSTUR BRYNJARSSON, Eskihlíð 20A, 105 Reykjavík. Til hamingju Súðvíkingar Frá Þresti Brynjarssyni, varafor- manni Félags leikskólakennara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.