Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 6

Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 6
ÞAÐ var mikið fjör á fundi um atvinnu í vinnustof- unni Ási í Reykjavík um hádegisbilið í gær. Á fund- inum voru samankomin 20 ungmenni frá Íslandi og Ítalíu sem öll eru með Downs-heilkenni og var um- ræðuefnið m.a. hvað þýðingu hefur vinnan og hvaða vinnu vil ég vinna í framtíðinni. Í lok fundarins var svo slegið upp balli, Britney Spears sett á fóninn og allir fengu sér snúning. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að hingað til lands er kominn tíu manna hópur frá Ítalíu sem ætlar að heimsækja Íslendinga á sama reki. Ferðin er hluti af verkefninu Ungt fólk í Evrópu og í haust munu svo þátttakendurnir hittast aftur í Pisa á Ítalíu. Markmið verkefnisins er þjálfun og fræðsla til að efla sjálfstæði þátttakenda. Í þessari heimsókn er áhersla lögð á atvinnu og er ferðin ekki síst hugsuð sem vinnuferð þar sem þátttakendurnir verða sjálfir að fylgja tímaáætlun og leysa ýmis verkefni. Ferðin er þó ekki eintómt puð heldur verður farið í ýmsar ævintýraferðir og nú þegar er búið að heimsækja Bláa lónið og fara sund. Í dag verður svo farið í hvalaskoðunarferð frá Keflavík. Morgunblaðið/Jim Smart Tíu Ítalir með Down-heilkenni á aldrinum 18 til 25 ára eru nú í heimsókn hér á landi. Í gær héldu þau m.a. fund með íslenskum félögum sínum um atvinnu og þýðingu vinnunnar fyrir sjálfstæði í framtíðinni. Mikið fjör var á fundinum svo í lok hans var ákveðið að slá upp balli og fá sér snúning. Læra um atvinnu á Íslandi 6 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORMAÐUR Verkalýðsfélags Akraness hefur lagt fram kæru á hendur Spútnik bátum ehf. á Akranesi fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en hann kveðst hafa upplýsingar um að fimm Pólverjar sem vinna fyr- ir fyrirtækið fái 77.000 krónur í laun fyrir 240 vinnustundir á mánuði. Hann krafðist þess jafn- framt að sýslumaðurinn stöðvaði vinnu þeirra fyrir fyrirtækið. Framkvæmdastjóri og lögmaður Spútnik báta segja að samning- urinn sé fullkomlega löglegur. Ættu að fá 167.000 í laun Pólverjarnir komu hingað til lands í byrjun júlí á grundvelli svokallaðs þjónustusamnings við pólsku starfsmannaleiguna M K Trans & Service. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, telur hins vegar ljóst að mennirnir séu í raun launþegar Spútnik báta en hafi ekki komið hingað til lands til að sinna þjónustu fyrir hönd hins er- lenda fyrirtækis. Þeir falli því undir lög um atvinnuréttindi út- lendinga og þar sem laun þeirra séu mun lægri en lágmarkslaun hér á landi sé verið að brjóta á rétti þeirra. Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið að miðað við þann samning sem forsvarsmenn Spútnikbáta afhentu honum greiði fyrirtækið 2,1 milljón til pólska fyrirtækisins fyrir að hafa mennina í vinnu í þrjá mánuði. Í samningnum væri kveðið á um 10 tíma vinnuskyldu á dag og sam- kvæmt því næmu mánaðarlaun þeirra 77.000 krónum á mánuði. Í samtölum við íslenska samstarfs- menn sína hefðu Pólverjarnir nefnt svipaða upphæð þegar þeir voru spurðir um launakjör. Væri farið eftir taxta ættu mennirnir á hinn bóginn að fá 167.000 krónur í heildarlaun og þá ætti eftir að gera ráð fyrir mótframlagi í líf- eyrissjóð, veikinda- og frítöku- rétti o.fl. Að sögn Vilhjálms hafa Pól- verjarnir dvalið í iðnaðarhúsnæði við Ægisbraut. Hann hafði í gær ekki farið þar inn en húsið líti illa út að utanverðu. Það væri heil- brigðiseftirlitsins að kanna nánar aðbúnað mannanna. Vilhjálmur telur að þessi notk- un á þjónustusamningum sé mik- ið að ryðja sér til rúms en það séu slæm tíðindi fyrir íslenskt samfélag. Hvorki séu greiddir skattar né gjöld vegna vinnu þessara manna hér á landi heldur renni féð óskipt til Póllands og ef fyrirtæki fari að nýta sér þetta í miklum mæli muni verulega draga úr möguleikum ríkissjóðs til að halda uppi öflugu velferð- arkerfi. Greiða 3,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson hrl., lögmaður Spútnik báta, sagði ekki rétt að pólska starfsmanna- leigan fengi 2,1 milljón. Sú upp- hæð hefði verið tilgreind á upp- kasti. Síðar hefði verði ákveðið að fleiri menn kæmu til landsins og var þá samið um að greiddar yrðu 3,5 milljónir. Sveinn sagði samn- inginn og störf mannanna full- komlega lögleg. Spurður um kjör mannanna benti hann á að Spútn- ik bátar væru verkkaupi en ekki vinnuveitandi mannanna. Fyrir- tækið bæri því ekki ábyrgð á því að þeir fengju greidd laun í sam- ræmi við íslenska samninga held- ur hvíldi hún á pólsku starfs- mannaleigunni. Sveinn Andri hafði í gær ekki tök á að senda Morgunblaðinu afrit af samningn- um. A.m.k. á lágmarkstaxta Gunnar Leifur Stefánsson, framkvæmdastjóri Spútnik báta, sagðist ekki hafa hugmynd um hvaða laun mennirnir fengju enda greiddi hann þeim ekki laun, heldur pólska starfsmannaleigan. Hann vildi hvorki staðfesta að fyrirtækið greiddi starfsmanna- leigunni 3,5 milljónir fyrir þjón- ustu mannanna né vildi hann af- henda Morgunblaðinu afrit af samningnum. „Menn mega kæra ef þeir vilja en við erum með allt okkar á hreinu,“ sagði hann. Mið- að við þá fjárhæð sem pólska starfsmannaleigan fengi væru mennirnir a.m.k. á lágmarkstaxta. Aðspurður sagði hann að nú- verandi húsnæði Pólverjanna væri til bráðabirgða og þeir myndu flytja í nýjar íbúðir innan skamms. Núverandi íbúð mann- anna væri hins vegar mjög góð og þar hefðu Íslendingar búið til langs tíma. Stjórnarformaður Spútnik báta er Ingólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar- innar Þorgeirs & Ellerts. Hann sagði að miðað við greiðslur til starfsmannaleigunnar ættu mennirnir að fá laun samkvæmt lágmarkslaunum. Hann sagði mjög undarlegt að einmitt þetta mál skyldi vekja athygli fjölmiðla þar sem slíkir samningar væru notaðir af fjölda fyrirtækja sem hefðu mun fleiri útlendinga í vinnu á grundvelli þjónustusamn- inga. Kærir bátasmiðju vegna starfa 5 Pólverja Lögmaður fyrirtækisins segir formann Verkalýðsfélags Akraness hafa fengið rangar upplýsingar um upphæðir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ingimar Ólafsson og Fannar Þór Kristjánsson, starfsmenn Borgarverks í Borgarfirði, voru á dögunum norður á Ströndum að mæla þjóðveginn. Til stendur að fræsa upp gamalt slitlag og endurnýja á hluta vegarins. Ingimar reiðir hér hamarinn til höggs og festir merkihæl meðan Fannar mælir með GPS-staðsetningartæki fyrir nýjum hæl. Morgunblaðið/Þorkell Vegavinna á Ströndum RAGNHILDUR Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðu- neytisins, segir að ekki sé heimild til þess í gildandi sveitarstjórnarlögum að sveitarfélög aðskilji sig með þeim hætti sem Svarfdælingar hafa farið fram á. Hún segir að lagasetning virðist vera eina leiðin ef koma á til móts við óskir Svarfdælinga eins og þær hafa verið settar fram. „Lagatæknilega væri annars veg- ar mögulegt að setja almenna laga- heimild í sveitarstjórnarlögin og hins vegar væri hægt að setja sér- lög um þessa tilteknu breytingu. Engar slíkar breytingatillögur hafa verið á borði félagsmálaráðuneytis- ins. Stefna stjórnvalda hefur verið að efla sveitarstjórnarstigið og það telja menn best gert með því að stækka einingarnar. Þessi stefna endurspeglast m.a. í ákvæðum sveitarstjórnarlaga um sameiningar en þar stendur hins vegar ekkert um aðskilnað,“ sagði Ragnhildur. Guðjón Bragason, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félags- málaráðuneytisins, segir kröfu Svarfdælinga ekki vera einsdæmi og að ráðuneytið hafi áður fjallað um álíka mál. Hann tekur undir með Ragnhildi og segir lagasetn- ingu vera einu færu leiðina fyrir Svarfdælinga. „Beinast liggur við að setja sér- staka lagasetningu þar sem mörk hins nýja sveitarfélags væru ákveð- in og því skipt út úr því gamla. Þetta var leiðin sem var farin áður fyrr þegar kauptúnin klufu sig út úr dreifbýlishreppunum á tímabilinu frá miðri 19. öldinni og fram yfir 1950. Önnur leið til að breyta sveitarfé- lagamörkum er í sveitarstjórnarlög- unum þar sem ráðherra getur stað- fest samkomulag milli sveitarfélaga um breytingar á mörkum. Með þessari leið er ekki stofnað nýtt sveitarfélag heldur ákveða sveitar- félögin sjálf breytt mörk. Slík sam- komulög hafa verið staðfest, m.a. hér á höfuðborgarsvæðinu þegar íbúar í Blesugrófinni, sem áður til- heyrði bæði Reykjavík og Kópavogi, ákváðu að færa mörkin þannig að nú tilheyrir hún öll Reykjavík. Eins gætu Svarfdælingar gert samkomu- lag við önnur nálæg sveitarfélög um að breyta mörkum,“ segir Guðjón. Félagsmálaráðuneytið segir lagasetn- ingu einu færu leiðina fyrir Svarfdælinga Gegn stefnu rík- isstjórnarinnar Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.