Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hér á landi er ekkiað finna sérstaktgæsluvarðhalds- fangelsi en Evrópunefnd um varnir gegn pynding- um og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu hefur í kjölfar heimsókna sinna hingað til lands lagt ríka áherslu á að byggt verði fangelsi á höfuðborgarsvæðinu ætl- að gæsluvarðhaldsföng- um. Í framkvæmdaáætlun Fangelsismálastofnunar er gert ráð fyrir að bygg- ingu nýs fangelsis og end- urbótum á þremur fangelsum verði lokið árið 2008. Í dag eru gæsluvarðhaldsfang- ar almennt vistaðir í fangelsinu Litla-Hrauni en það er vilji Fang- elsismálastofnunar að byggt verði nýtt móttökufangelsi á höfuð- borgarsvæðinu sem einnig væri fyrir gæsluvarðhaldsfanga og þá sem afplána stutta dóma. Framkvæmdaáætlunin er nú til meðferðar í dómsmálaráðuneyt- inu og ræðst framvindan af fjár- veitingum. „Vistaðir uppi í sveit“ Brynjar Níelsson, hæstaréttar- lögmaður, segir það slæmt að ein- ungis sé til staðar gæsluvarðhaldsálma á Litla- Hrauni. Þar séu flestir í gæslu- varðhaldi á grundvelli ákvæða um rannsóknarhagsmuni og því þurfi ávallt að ferðast langa leið til þess að yfirheyra menn en því fylgi að sjálfsögðu ákveðinn kostnaður. „Það er ekki gott fyrirkomulag að þegar menn eru í gæsluvarð- haldi á grundvelli rannsóknar- hagsmuna séu þeir vistaðir ein- hvers staðar uppi í sveit í stað þess að vera nálægt rannsóknar- aðilum. Þetta gerir alla vörn erf- iðari en verjandinn þarf að hafa mikið fyrir því að fara á staðinn sem gerir það að verkum að hann fer sjálfkrafa sjaldnar,“ segir Brynjar en hann telur núverandi fyrirkomulag hafa áhrif á réttindi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi. „Það hefur aldrei verið neinn sérstakur pólitískur vilji til þess að gera eitthvað í þessum málum enda græða menn ekkert pólitískt á því. Niðurlægingin sem fylgir því að hafa verið dæmdur er eig- inlega mesta refsingin fyrir venju- legt fólk og það að gera aðbún- aðinn eitthvað ömurlegan til þess að hefna sín meira er ekki rétt leið. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að gera þetta af alvöru, þannig að menn haldi þeirri litlu virðingu sem eftir er, og undirbúa þá fyrir það að koma úr fangelsum – sem við vitum að þeir gera einn daginn. Það er hægt að gera miklu betur í þessum málum.“ Brynjar hefur mikla trú á Valtý Sigurðssyni, fangelsismálastjóra, og segir hann hafa náð góðum ár- angri í því að skapa pólitískan vilja fyrir því að endurbætur fari fram í fangelsismálum. Óhagræði og kostnaður Sveinn Andri Sveinsson, hæsta- réttarlögmaður, segir að því fylgi gríðarlegt óhagræði og kostnaður fyrir ríkið að ekki sé til staðar sér- stakt gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að flytja menn frá Litla-Hrauni fram og til baka til þess að fá endurnýjun á gæslu- varðhaldi. Eðlilegast væri að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi og dóms- sal þar inni þar sem dómari gæti komið og kveðið upp úrskurði,“ segir Sveinn Andri en hann telur þessa aðferð hagkvæmari en þá sem nú er við lýði. „Ef þrír sakborningar eru í einu máli getur maður ímyndað sér kostnaðinn við það að flytja þá í þremur bílum með tveimur lög- reglumönnum og síðan eru þrír verjendur sem þurfa að koma í yf- irheyrslurnar á Litla-Hrauni.“ Sveinn Andri segir að sér finn- ist það óeðlilegt að gæsluvarð- haldsfangar séu innan um dæmda menn og bendir á að hugtökin rannsóknarhagsmunir og al- mannahagsmunir séu oftar en ekki túlkuð nokkuð frjálslega af dómstólum. „Þá er það gagnrýnisvert að það sé í höndum lögreglu ákvörð- un um að maður sé í einangrun í gæsluvarðhaldi en sú ákvörðun á að mínu mati að vera í höndum dómara.“ Of dýr framkvæmd Valtýr Sigurðsson, fangelsis- málastjóri, segir að verið sé að hefja hönnunar- og teiknivinnu að nýju fangelsi á Hólmsheiði þar sem meðal annars verður að finna gæsluvarðhaldsdeild. Ekki sé um það að ræða að sérstakt gæslu- varðhaldsfangelsi verði reist hér á landi enda væri það of dýrt. Valtýr bendir í þessu sambandi á að fjöldi gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni sé ekki mikill, að jafnaði séu þar tíu gæsluvarð- haldsfangar og stundum enginn. Valtýr segir að þeir gæsluvarð- haldsfangar sem eru í einangrun geti verið á meðal dæmdra manna – enda séu þeir einangraðir. „Þá er stefnt að því að þeir sem eru í lausagæslu verði áfram á Litla-Hrauni þrátt fyrir að það verði byggt gæsluvarðhaldsfang- elsi en það byggist á því að þar er vinna og þar er nám en gæslu- varðhald getur varað lengi.“ Fréttaskýring | Hér á landi er ekki að finna sérstakt gæsluvarðhaldsfangelsi „Gerir alla vörn erfiðari“ Óeðlilegt að gæsluvarðhaldsfangar séu vistaðir innan um dæmda menn Hér dvelja gæsluvarðhaldsfangar alla jafna. Gæsluvarðhald telst ekki vera fangelsisrefsing  Dómstóll getur úrskurðað sak- borning í gæsluvarðhald liggi fyrir rökstuddur grunur um að hann hafi framið verknað sem fangelsisrefsing liggur við og þegar ákveðin skilyrði, sem nán- ar eru skilgreind í lögum um meðferð opinberra mála, liggja fyrir. Markmiðið er að koma í veg fyrir að sakborningur tor- veldi rannsókn máls og að taka viðkomandi úr umferð, þyki það nauðsynlegt vegna öryggis- eða almannahagsmuna. Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.isÞað urðu miklir fagn-aðarfundir á Café Mílanófyrr í vikunni þegar nokkr-ir helstu skíðakappar landsins af eldri kynslóðinni komu þar saman. Meðal þeirra var Ey- steinn Þórðarson, margfaldur Ís- landsmeistari á skíðum á árum áður, sem kominn var alla leið frá Ameríku þar sem hann hefur búið síðustu rúma fjóra áratugi. Eysteinn sagði afar ánægjulegt að hitta gömlu félagana úr ÍR aftur. „Suma hef ég ekki séð í næstum fimmtíu ár. Það er rétt svo að maður þekki þá,“ segir Eysteinn kíminn. Vel fór á með mannskapnum þar sem hann var að rifja upp gamlar minningar frá því í den. „Í þá daga var þetta svo lítill hópur sem stund- aði skíðaíþróttina þannig að við þekktumst öll afar vel,“ segir Ey- steinn og rijfar upp að hópurinn hafi farið allnokkrum sinnum í keppn- isferðir erlendis þar sem ýmislegt skemmtilegt og skondið hafi borið fyrir augu Íslendinganna. Eysteinn hóf að keppa fyrir hönd skíðadeildar ÍR þegar hann 18 ára gamall og flutti til Reykjavíkur frá Ólafsfirði þar sem hann er fæddur og uppalinn. Sem fyrr sagði varð Ey- steinn margfaldur Íslandsmeistari á Ísafirði árið 1956 þegar hann vann allar greinar alpagreina auk þess sem hann varð Íslandsmeistari í stökki, en þetta hefur ekki verið leik- ið eftir, hvorki fyrr né síðar. Auk þess keppti Eysteinn fyrir hönd Íslands á tvennum Ólympíu- leikum, í Cortina á Ítalíu árið 1956 og í Squaw Valley í Bandaríkjunum árið 1960. En á seinni leikunum náði Ey- steinn besta árangri sem Íslendingur hefur náð á vetrarólympíuleikum er hann varð í 12. sæti samanlagt í þremur greinum. Eftir þá leika hætti Eysteinn að keppa og flutti til Bandaríkjanna. „Ég þurfti að fara að koma mér áfram í lífinu. Það voru engir pen- ingar í skíðamennskunni í þá daga, engir möguleikar á styrkjum. Ég var fimmtán árum of snemma á ferð fyr- ir það,“ segir Eysteinn, sem hefur þó aldrei lagt skíðaskóna á hilluna, enda stutt fyrir hann að fara í góð skíða- svæði í Kaliforníu þar sem hann bjó um árabil, en hann fór að vinna í raf- iðnaðinum, fyrst sem verkfræðingur og síðan við stjórnun. Þakkar árangur sinn góðri líkamsþjálfun Aðspurður segir Eysteinn skíða- iðkunina hafa komið sér að feikilega góðum notum í lífinu. „Eitt það besta sem ég hef gert er að iðka skíða- íþróttina. Með því móti kynntist ég heiminum og þroskaðist gífurlega, meira en hægt hefði verið í nokkrum skóla. Ég lærði að tapa og ég lærði að sigra. Þannig má segja að ég hafi lært á átökin í kringum þetta allt saman. Það þroskaði mig geysilega og bjó mig undir svipuð átök á öðrum sviðum síðar meir,“ segir Eysteinn, en tekur fram að ekki hafi allir haft sama skilning á skíðaáhuga hans, en á sínum yngri árum hafði fjölskyldan oft á orði við hann að hann væri hreinlega að eyða tíma sínum með því að stunda skíðaíþróttina. Þegar Eysteinn er inntur eftir því hverju hann þakki góðan árangur sinn í skíðaíþróttinni segist hann eiga erfitt með að skýra það. „Sjálf- sagt hef ég haft einhverja hæfileika, en fyrst og síðast þakka ég góðan ár- angur því hversu góðri líkamsþjálfun ég var í,“ segir Eysteinn og rekur það til þess að hann ólst upp í sveit og var þar sífellt á ferð í fjöllunum. „Ég hafði oft ekki tækifæri til að æfa mikið hér heima þar sem hérlendis var engin æfingaaðstaða, lítill snjór og engar skíðalyftur. Þannig að aðal- æfinguna fék ég erlendis á milli keppna,“ segir Eysteinn og rifjar upp að eitt sinn hafi hann farið út til Evrópu beint í bikarkeppni eftir að- eins tveggja daga undirbúning á skíðum hér heima, en þar lenti hann í 21. sæti sem var, að hans sögn, alls ekki slæmt miðað við kring- umstæður. Aðspurður hvort hann lumi á ein- hverjum heilræðum til handa ungu skíðafólki segir Eysteinn algjört lyk- ilatriði að vera í nógu góðri líkams- þjálfun. „Ég sé að unga fólkið í dag er gott skíðafólk, en það er ekki í nógu góðri þjálfun og ekki nógu sterkt. Því sterkari og þeim mun meira þol sem þú hefur því auðveld- ara er fyrir þig að stjórna tækninni,“ segir Eysteinn. Að lokum leikur blaðamanni forvitni á að vita hver hafi verið uppáhaldsskíðagrein Ey- steins. Hann svarar um hæl að svigið hafi verið hans besta fag. „En mér fannst alltaf gaman í bruni, þó ég hafi ávallt verið dauðhræddur eins og allir aðrir. En ég fékk eins og aðr- ir margar slæmar byltur á ferð minni niður brekkurnar,“ segir Eysteinn að lokum. Morgunblaðið/Jim Smart Eysteinn í keppni hérlendis árið 1961. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Iðkun skíðaíþróttarinn- ar eitt það besta sem ég hef gert um ævina“ Eysteinn Þórðarson (lengst til hægri) ásamt Gísla B. Kristjánssyni, flokks- stjóra ÍR á Ólympíuleikunum í Cortina 1956, og Jakobínu Jakobsdóttur skíðakonu sem var fyrst kvenna til að keppa fyrir Ísland á vetrarleikum. Í FYRSTA skipti hefur styrkjum nú verið úthlutað úr Fræðasjóði Úlfljóts. Forsvarsmenn sjóðsins segja viðtökur hafa verið góðar og að alls hafi borist 13 frambærilegar umsóknir, vel til þess fallnar að auka veg lögfræðinnar á hlutaðeig- andi sviðum. Styrki á þessu ári hlutu: Úr hópi kennara við lagadeild Háskóla Ís- lands: Róbert Ragnar Spanó, dós- ent, hlaut styrk að upphæð kr. 300.000.- fyrir rannsóknarverkefnið „Um hugtakið lögskýringu og lög- skýringarkenningar“. Úr hópi nemenda við lagadeild Háskóla Íslands: Ágúst Karl Guð- mundsson hlaut styrk að upphæð kr. 75.000.- fyrir rannsóknarverk- efnið „Verðlagning milli fyrirtækja – milliverðlagning“. Haraldur Steinþórsson hlaut 75.000 kr. fyrir rannsóknarverkefn- ið „Um gildi fyrirvara í samskipta- sendingum“. Höskuldur Eiríksson hlaut 75.000.- fyrir rannsóknarverkefnið „Áhættutaka í knattspyrnu“. Ólafur Páll Vignisson hlaut styrk að upphæð kr. 75.000.- fyrir rann- sóknarverkefnið „Vegarollur og umferðaröryggi“. Í stjórn Fræðasjóðs Úlfljóts sátu Páll Hreinsson, verðandi forseti lagadeildar Háskóla Íslands, María Thejll, forstöðumaður Lagastofnun- ar Háskóla Íslands, Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, ritstjóri Úlf- ljóts, Einar Björgvin Sigurbergs- son, framkvæmdastjóri Úlfljóts, og Jóhannes Eiríksson, framkvæmda- stjóri Úlfljóts. Forsvarsmenn sjóðsstjórnarinnar segja ljóst að bjart sé framundan hjá Fræðasjóði Úlfljóts verði um- sóknir laganema og kennara í lík- ingu við þær sem sjóðnum bárust í ár. Fræðasjóður Úlfljóts úthlutar styrkjum í fyrsta skipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.