Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 9

Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 9 FRÉTTIR Allt á hálfvirði Ennþá gott úrval Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Verðhrun á útsölu ÚTSALAN BYRJAR Í DAG 30-50% AFSLÁTTUR Opið frá 10-22 alla daga vikunnar Verið velkomin AF ÖLLUM DÖMU OG BARNAFATNAÐI iðunn tískuverslun Kringlunni s. 588 1680 Útsala - Útsala Nú 20% Aukaafsláttur af útsöluvörum Hrunamannahreppur | Mikil sprettutíð hefur verið í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu. Heyupp- skera er ágæt en grænfóður lakara en í fyrra. Uppskera á korni getur orðið ágæt í haust ef hlýindin hald- ast. Myndin var tekin þegar Lilja Ölv- isdóttir á Grafarbakka var að taka upp gulrætur. Miklir annatímar eru framundan hjá garðyrkjubændum sem rækta grænmeti úti. Grænmet- ið hefur sprottið vel eftir að það tók að hlýna og langþráð væta kom. Eitthvert tjón varð hjá þeim sem plöntuðu út snemma, bæði vegna næturfrosts og þurrka. Allar teg- undir grænmetis eru komnar á markað og segja garðyrkjubændur afurðirnar seljast vel. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mikil sprettutíð DR. Jón Ólafsson hefur verið ráðinn prófessor í heimspeki við nýja fé- lagsvísinda- og hagfræðideild Við- skiptaháskólans á Bifröst að und- angengnu reglubundnu dómnefndarmati. Jón útskrifaðist með Ph.D. gráðu í heimspeki frá Columbia háskóla í New York árið 2000 og hefur síðan sinnt háskóla- kennslu og öðrum störfum við ís- lenska háskóla. Jón hefur verið stundakennari við heimspekiskor Háskóla Íslands og einnig kennt við Háskólann í Reykjavík og Listahá- skóla Íslands. Þá hefur Jón sinnt stundakennslu við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst frá 2003 og meðal ann- ars verið fagstjóri í meistaranámi skólans í Menningar- og mennt- astjórnun. Jón var forstöðumaður Hugvís- indastofnunar Háskóla Íslands 1999-2002 og ritstjóri Ritsins, tíma- rits Hugvísindastofnunar frá 2001 til 2004. Þá var hann ritstjóri Hug- ar, tímarits félags áhugamanna um heimspeki, 2000-2002. Jón hefur gegnt formennsku í Reykjavík- urAkademíunni, félagi sjálfstætt starfandi fræðimanna frá 2004. Auk kennslu og ritstjórnarstarfa er Jón er höf- undur fjölmargra greina og erinda um heimspeki. Hann hefur einn- ig stundað rann- sóknir á sviði Sovétfræða, en hann lauk gráðu í Sovétfræðum við Harrimanstofnun Columbia há- skóla árið 1998. Hann er meðal ann- ars höfundur bókarinnar Kæru Fé- lagar sem fjallar um íslenska sósíalista á tímum Sovétríkjanna. Jón mun leiða heimspekilegan hluta náms í Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) sem hefst á Bifröst í haust og hefur um- sjón með námskeiðum í stjórn- málaheimspeki, gagnrýninni hugs- un, hugmyndasögu og vísindaheimspeki skólaárið 2005- 2006. Ný félagsvísinda- og hagfræðideild við Viðskiptaháskólann á Bifröst Fyrsti prófess- orinn ráðinn Jón Ólafsson Í HINUM gamla Kvennaskóla Hún- vetninga á Blönduósi stendur yfir sýning þar sem hundrað ára sögu skólans eru gerð skil. Það er við hæfi að litið sé til sögunnar nú þegar fyr- irhugað er að skólabyggingin gangi í endurnýjun lífdaga á næstu misser- um. Snemma í vor var stofnað Text- ílsetur Íslands og mun það hafa að- setur í gamla kvennaskólanum. Ingi- leif Thorlacius er nýráðinn framkvæmdastjóri Textílsetursins. Hún segir að stefnt sé að því að koma upp rannsókna- og fræðasetri á sviði textílrannsókna og lista. „Markmiðið er m.a. að skapa fræði- mönnum og listafólki starfsaðstöðu og jafnframt koma á fót alþjóðlegu fræðasetri, halda ráðstefnur, mál- þing og námskeið. Það er við hæfi að Textílsetrið sé staðsett á Blöndósi. Í sýslunni er mikil hefð fyrir handíðum og á Blönduósi er eina ullarþvottastöð landsins. Þá stendur kvennaskóla- byggingin við hlið Heimilisiðnaðar- safnsins sem er starfrækt í gamla fjósi skólans.“ Viðræður um endurbætur Gamli kvennaskólinn er í eigu sveitarfélaganna í Austur-Húna- vatnssýlu og menntamálaráðuneyt- isins, en Héraðsnefnd Austur-Hún- vetninga hefur umsjón með byggingunni. Valgarður Hilmars- son, formaður nefndarinnar, segir að viðræður við menntamálaráðuneytið um endurbætur á húsinu standi nú yfir. „Byggingin er farin að láta verulega á sjá. Húsið er illa farið að utan og nauðsynlegt að gera við steypuskemmdir og mála það. Þá þarf einnig þarf að skipta um frá- rennslisrör og rafmagnslagnir. Það er ljóst að þessar framkvæmdir munu kosta umtalsverða fjármuni og ríkið verður að hlaupa undir bagga ef fara á út í endurbætur. Því fyrr því betra,“ sagði Valgarður. Gamli kvennaskólinn á Blönduósi gengur í endurnýjun lífdaga Textílsetur í gamla Kvennaskólanum SKIPULAGSSTOFNUN hefur ákveðið að vörubrettaverksmiðja við Bjarnarflag í Skútustaðahreppi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum þar sem verksmiðjan sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif. Kæra má þessa ákvörð- un Skipulagsstofnunar til umhverfis- ráðherra og er kærufrestur til 19. ágúst. Gæti hafið starfsemi eftir nokkra mánuði Ríkisstjórnin hefur heimilað Ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins að ganga til samninga um hlutafjárkaup í félag- inu Grænar lausnir ehf. sem stefnir að því að reisa pappabrettaverksmiðju í Mývatnssveit. Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda til að verksmiðjan geti orðið að veruleika, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Gangi allt eftir gæti starfsemin hafist eftir nokkra mánuði. Miðað er við að um 20 manns starfi í verksmiðjunni þegar hún hefur náð fullum afköstum. Áætlað er að heild- arfjárfesting verkefnisins sé í kring- um 1.800 milljónir króna. Fjármögn- un er skv. upplýsingum Morgunblaðsins að mestu lokið. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í u.þ.b. eitt og hálft ár. Stefnt er að því að húsnæði Kísiliðj- unnar í Mývatnssveit, sem leið undir lok fyrir jól, verði nýtt undir starf- semi verksmiðjunnar. Áætlanir gera ráð fyrir að verksmiðjan framleiði tæplega fimm milljónir vörubretta úr endurunnum pappa á ári. Við fram- leiðsluna verði notast við jarðgufu og um tólf þúsund tonn af úrgangs- pappa. Vöru- brettaverk- smiðja þarf ekki í um- hverfismat ÆFINGAMÓT í línudönsum verður haldið í Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarfirði um verslunarmannahelgina. Mótið hefur verið haldið síðustu tvö ár og tókst með ágætum. Danskennsla verður í boði bæði fyrir byrjendur og lengra komna en auk þess verða sýnd- ar bíómyndir og teiknimyndir, grillað, dansað með yngri kyn- slóðinni og fleira. Á svæðinu verður aðstaða fyrir tjöld, tjald- vagna, fellihýsi og húsbíla. Æfinga- mót í línu- dönsum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.