Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Willkommen Bienvenue Welcome… ÍSLENDINGAR leggja nú Græn- lendingum lið við að bæta úr orku- vinnslu í landinu en þar tíðkast víð- ast hvar að framleiða raforku með olíu. Verið er að reisa 7,2 MW vatnsaflsvirkjun í austanverðu Vatnahverfi í Eystribyggð á Suður- Grænlandi fyrir grænlensku orku- veituna. Þá er verið að leggja há- spennulínu frá virkjuninni sem fer yfir fjöll og firnindi. Rúmlega 30 manns vinna við lín- una og um 70 manns við virkj- unina, en auk Íslendinga eru þarna Danir, Grænlendingar og Fær- eyingar. Verkið er unnið af sam- steypu sem samanstendur af Ístaki, E. Phil og Sön, YIT og Lands- virkjun, sem mun reka virkjunina í vissan árafjölda. Ráðgjafar við gerð línunnar eru Línuhönnun og Afl og að virkjuninni koma VST og Raf- teikning, sem sér einnig um tvö tengivirki. Árni Björn Jónasson, verkfræð- ingur hjá Línuhönnun, segir að breytingin verði mikil því að með nýtingu vatnsaflsins dragi úr kostnaði miðað við notkun olíu. „Þá losna þeir líka við brennsluna og það sem henni fylgir. Mengun verður minni og náttúruauðlindir eru nýttar,“ segir Árni. „Þó er í Qorlortorsuaq fallegur foss sem verður vatnsminni. Það er gjaldið sem þarf að greiða á móti.“ Lausnin ætti heima í heimsmetabók Háspennulínan er gerð fyrir 60 kV spennu og er 70 km löng. Hún þverar meðal annars Einarsfjörð, en það er 3,7 km vegalengd og þar með er þetta ein af tíu lengstu fjarðarþverunum í heiminum. Til samanburðar má geta þess að mið- hafið milli uppistaðna í Golden Gate-brúnni við San Fransisco er 1.280 metra langt, svo Einarsfjarð- arspennan samsvarar þremur slík- um höfum. Stöguð möstur og vír- anir yfir fjörðinn virka líkt og hengibrýr þar sem togkraftur frá mannvirkinu er færður til jarðar með vírum sem festir eru í klappir. Þarna eru í fyrsta skipti notuð stöguð mannvirki í fjarðarþverun og Árni Björn segir að kannski ætti verkfræðilega lausnin heima í einhverri heimsmetabókinni. Verkið er í fullum gangi og gengur vel. Vinna á Grænlandi hófst í vor en gert er ráð fyrir að tengja virkjunina í desember 2006. Upphaflega átti verkinu ekki að ljúka fyrr en í október 2007, svo það er talsvert á undan áætlun. Vatnsaflsvirkjun og háspennulína á Grænlandi Nota íslenskt hugvit Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Verkið er unnið á mjög léttum belta- bílum og sexhjólum, en hér er eitt þeirra að baki starfsmanns sem er að búa sig undir að koma fyrir strekkjara, en þeir halda stagvírum. Ljósmynd/Mikkel Haugaard Allt þungt efni í háspennulínuna er flutt á vettvang með þyrlum. Hér má sjá þyrlu reisa eitt mastrið og Qaqartoq er í baksýn. „ÞAÐ gengur ekki að hafa lög sem ekki virka og ekki er farið eftir,“ seg- ir Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður, sem ætlar að leggja fram að nýju frumvarp til breytinga á lögum um auglýsingabann á áfengi. Stein- grímur J Sigfússon, ásamt fleiri þingmönnum Vinstri grænna, ætlar einnig að leggja fram frumvarp á næsta þingi. „Það þarf að loka þeirra smugu sem auglýsendur hafa nýtt sér til að auglýsa bjór undir yfir- skyni léttöls,“ Bæði frumvörpin voru lögð fram á síðasta þingi og bæði kveða þau á um breytingar á 20 gr. áfengislaga, en í greinargerð frumvarpanna er vísað til skýrslu sem vinnuhópur ríkislög- reglustjóra skilaði 2001, þar sem segir að erfitt hafi verið að sækja áfengisauglýsingamál vegna þess að 20. grein laganna sé ekki nægilega skýr. Breytingatillögur frumvarpanna eru þó gerólíkar. Í frumvarpi Sig- urðar Kára er lagt til að banninu verði aflétt og auglýsingar á „léttu“ áfengi (veikara en 22%) verði frjáls- ar með „ítarlegum“ og „ótvíræðum“ undantekningum. Í frumvarpi þing- manna Vinstri grænna er hins vegar lagt til að 20. gr. áfengislaganna verði skýrð þannig auðveldara verði að framfylgja banninu. Steingrímur segir að markmið frumvarpsins sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að menn nýti sér glufu í lögunum til að auglýsa áfengi undir fölsku yfirskyni. „Ákæruvaldið hefur gefið út að erfitt sé að sækja slík mál vegna glufu í lagatextanum, tillagan gengur út á loka henni og auðvelda málsframkvæmdina. En markmið frumvarpsins er ekki eingöngu verklegs eðlis, hér eru um siðferðislega og hugmyndafræðilega spurningu að ræða. Við erum einörð í þeirri afstöðu að standa beri vörð um hina aðhaldssömu norrænu stefnu í áfengismálum. Hún hefur margsannað sig í gegnum tíðina,“ sagði Steingrímur. Leyfa auglýsingar með undantekningum Sigurður Kári segir það til lítis að hafa lög sem ekki er farið eftir og segir núgildandi bann runnið sitt skeið á enda. Í tillögum hans er lagt til að auglýsingar verði leyfðar fyrir áfengi sem í er minna en 22% af hreinum vínanda. „Í stað auglýs- ingabanns núgildandi laga með óná- kvæmum og tvíræðum undantekn- ingum, leggjum við til að auglýsingar á áfengi verði frjálsar með ítarlegum, nákvæmum og ótví- ræðum undantekningum. Þrátt fyrir þessa grundvallarbreytingu er áfram byggt á þeirri meginreglu að auglýsingar á áfengi sæti verulegum takmörkunum í þeim tilgangi að vinna gegn skaðlegum áhrifum þess. Í frumvarpinu er mælt fyrir um sérstakar ráðstafanir til að hindra að aulýsingum sé beint að börnum og ungmennum. Til að koma til móts við þau sjónarmið er lagt til að óheimilt verði að auglýsa léttöl með þeim hætti sem nú er gert,“ segir Sigurð- ur Kári Kristjánsson einnig um frumvarpið. Auglýsingabann á áfengi umdeilt Ætla að leggja fram frumvörpin að nýju GUNNAR Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins, segir að sjóðurinn hafi ekki fjárfest í neinum nýjum fyr- irtækjum, svo heitið geti, í nærri þrjú ár. „Það er alvarleg þróun,“ segir hann. Á vef Nýsköpunarsjóðs- ins kemur fram að meginstarfsemi sjóðsins felist í kaupum á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum, en fyrir framlag sjóðsins eignist hann hlutdeild í fyrirtækinu. Gunnar Örn segir að eiginfjár- staða sjóðsins sé í kringum þrír og hálfur milljarður. Af því sé fjár- magn upp á rúmlega einn og hálfan milljarð í peningum. „Við höfum sterka eiginfjárstöðu og skuldum ekki neitt, en það eru miklar kvaðir á því hver eiginfjárstaða sjóðsins þurfi að vera skv. lögum og reglu- gerðum. Eiginfjárstaða sjóðsins þarf að vera rúmir fjórir milljarðar árið 2007. Ekki eru mörg ár þangað til, svo við höfum farið varlega í það að taka af peningalegum sjóði sjóðs- ins.“ Gunnar Örn tekur þó fram að verkefni sjóðsins séu, þrátt fyrir þetta, ærin. Sjóðurinn eigi, um þess- ar mundir, hlutafé í um sextíu fyr- irtækjum, sem standi þó misvel. Þar af séu um 45 fyrirtæki komin á full- an skrið. Starfsmenn sjóðsins sinni þessum fyrirtækjum. „Við sitjum í stjórnum margra þeirra, fylgjumst með framgangi þeirra og reynum að hafa áhrif eins og hægt er. Í mörg- um þeirra höfum við þurft að fjár- festa frekar, vegna þess að þau eru ekki farin að standa undir sér.“ Gunnar Örn segir miður að ekki skuli vera meiri áhugi þeirra sem eigi peninga, að fjárfesta í íslensk- um fyrirtækjum og nýsköpunarfyr- irtækjum. Fjárfestar líti flestir, segir hann, til erlendra markaða. „Þeir sem eru að berjast fyrir þessu hér heima, hafa litla peninga.“ Sérverkefni í Mývatnssveit Fram kom í fréttum í vikunni að iðnaðarráðherra hefði, með blessun ríkisstjórnarinnar, heimilað Ný- sköpunarsjóði að ganga til samn- inga um hlutafjárkaup í félaginu Grænar lausnir ehf. sem stefnir að því að reisa pappabrettaverksmiðju í Mývatnssveit. Í fréttum kom fram að miðað væri við að sjóðurinn legði fram allt að 200 milljónir króna í fé- lagið. Gunnar Örn segir að þetta verkefni sé afmarkað, þ.e. fjármunir í það séu ekki teknir úr sjóðum Ný- sköpunarsjóðs, heldur komi þeir frá ríkissjóði. Tilurð verkefnisins megi rekja til samþykktar ríkisstjórnar- innar frá mars 2003. Þá samþykkti hún að verja allt að 200 milljónum króna til iðnaðarverkefnis sem gæti haft afgerandi þýðingu fyrir bú- setuþróun á landsbyggðinni. Upphaflega var einkum litið til kísilduftsverksmiðju, sem átti að reisa við Mývatn og var Nýsköpun- arsjóði falið að kanna kosti þess. Áform um verksmiðjuna náðu hins vegar ekki fram að ganga. „Við fengum síðan bréf frá iðnaðarráðu- neytinu, í mars sl., þar sem við vor- um beðin um að athuga kosti pappa- brettaverksmiðjunnar. Við fengum m.ö.o. í hendurnar ákveðið afmark- að verkefni, sem við áttum að skoða út frá þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum.“ Gunnar Örn segir að sjóðurinn hafi skoðað verkefnið í fimm mán- uði, litist vel á, og í kjölfarið fengið samþykki iðnaðarráðherra fyrir því að ganga til samninga við félagið um verksmiðjuna. Hann segir að þótt peningarnir komi ekki úr sjóðnum, geri hann ráð fyrir því, að þeir verði eign sjóðsins að endingu og komi því til með að styrkja eiginfjárstöðu hans. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Ekki fjárfest í nýjum fyrirtækjum í nær þrjú ár Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/RAX …á kabarett!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.