Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 28

Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 28
U ndirbúningur að gildis- töku nýja leiðakerfis Strætó bs. náði há- marki í gær er skipt var um leiðatöflur á öllum biðstöðvum fyrirtækisins á höf- uðborgarsvæðinu. Nauðsynlegar að- gerðir vegna kerfisins eru þó mun fleiri. Vagnstjórar hafa undanfarið verið í æfingaakstri á nýju leiðunum, biðstöðvar hafa verið færðar til, af- lagðar eða nýjar settar upp og unnið hefur verið að ýmsum vegafram- kvæmdum til að auðvelda vögnunum forgang í umferðinni í Reykjavík. Má þar nefna sérstaka akrein fyrir vagn- ana á Miklubraut í vesturátt frá göngubrúnni við Kringluna og að Lönguhlíð. Þá hefur verið liðkað verulega fyrir umferð vagnanna við Hlemm, t.d. hefur Hverfisgötu milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar ver- ið lokað fyrir almennri umferð. Þá er unnið að því að vagnarnir fái sérak- reinar í báðar áttir við Lækjargötu. Ný hverfi bætast við Aðspurður um kostnaðarhækkun vegna nýja leiðakerfisins segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., að hún sé minni en gert var ráð fyrir í upphafi en þá var áætlað að hún yrði um 170–180 milljónir króna. „Hluti af þessari hækkun skýrist af því að við erum að hefja akstur í nokkur ný hverfi samhliða leiðakerf- isbreytingunni,“ segir Ásgeir. „Það er aukning sem ekki er hægt að skrifa alfarið á leiðakerfisbreyt- inguna.“ Nýju hverfin sem um ræðir eru Norðlingaholt, Vatnsendahverfið og Kórarnir í Kópavogi og Vallahverfi í Hafnarfirði. Kostnaðaraukning við þessa viðbót er um 45–50 milljónir ár- lega. „Í raun eru þetta nánast einu kostnaðarhækkanirnar sem við verð- um fyrir því við ætlum okkur að mæta öðrum hækkunum með auk- inni hagræðingu í rekstri,“ segir Ás- geir. Að teknu tilliti til þeirrar hag- ræðingar sem vonast er eftir með nýja leiðakerfinu segist Ásgeir áætla að rekstarkostnaður Strætó verði í heildina 3,2 milljarðar á ári en á síð- asta ári var hann 3,1 milljarður og nemur hækkunin því 100 milljónum í stað 180 eins og gert hafði verið ráð fyrir. Horfið hefur verið frá því að hætta akstri í Mosfellsdal líkt og fyrirhugað hafði verið og verður dalbúum send tilkynning um akstur vagns um dal- inn í næstu viku. Ásgeir bindur vonir við að safnið í Gljúfrasteini eigi eftir að auka notkun á vagninum í dalinn. Til stóð að bjóða upp á svokallaða pöntunarþjónustu þar sem farþegar gætu pantað far með strætó ef þeir þyrftu, annars yrði ekki ekið um svæðið. Ásgeir segir að þó ekki sé gert ráð fyrir pöntunarþjónustu í kerfinu nú verði það til skoðunar í framtíðinni, t.d. varðandi ákveðnar jaðarbyggðir og dreifð íbúasvæði. Ásgeir segir að endurskipuleggja þurfi nýtingu á öllum vögnum Strætó vegna nýja kerfisins. Yfir stendur endurnýjun á þrjátíu vögnum en hann á ekki von á að bæta þurfi við vögnum sérstaklega vegna nýja kerf- isins. Þá segir hann að halda eigi til- raunaverkefni með vetnisvagna áfram í eitt ár til viðbótar en nú í haust hefur verkefnið staði Þrír vetnisvagnar hafa veri hjá Strætó og munu þeir að indum aka stofnleiðir nýja héðan í frá. „Eftir að byrjunarörð sleppti fyrstu mánuðina ha bílar staðið sig frábærlega v Ásgeir. Gagnrýni byggð á misskilningi Töluverð gagnrýni hef komið fram á nýja leiðak hefur verið á það bent að t við Laugardalinn séu ekki ar og í gamla kerfinu. „Þa hægt að gera breytingar kerfinu fyrst um sinn en tökum tillit til þeirra áben athugasemda sem hafa k þess sem nú fer í hönd mi reynslutími. Í framhaldinu við meta stöðuna.“ Ásge sjálfur hafa svarað mörgu spurnum og athugasemdu andi nýja kerfið og segir þ misskilningi byggðar. Þe sé yfir kerfið með viðkoma ist oft hentugar lausnir. flestum tilvikum hefur g verið byggð á misskilning hefur komið á daginn þega um farið yfir málin að þ oftast vera ágætis lausn ti Ásgeir tekur þó fram að ekki algilt og að í sumum sé klárlega um lakari kost en áður. „En í miklum m tilvika fær fólk viðunandi þegar búið er að skoða má lega.“ Nýtt leiðakerfi Strætó bs. tók gildi í morgun Kostnaður minni en ráð var fyrir ger Snemma í morgun áttu vagnstjórar Strætó bs. að hefja a ur eftir nýju leiðakerfi. 36 nýjar biðstöðvar verða tekn notkun en 111 aflagðar. Nokkur ný hverfi bætast inn í le kerfið sem er um 570 km langt. Sunna Ósk Logadótt kynnti sér nýja kerfið og komst að því að með breytingu og hagræðingu í rekstri sem stefnt er að er gert ráð fyr rekstrarkostnaður Strætó bs. verði 3,2 milljarðar á ár 28 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝTT leiðakerfi Strætó bs. verður tekið formlega í notkun á Hlemmi í dag kl. 13. Í tilefni þess er íbúum höfuðborgarsvæðisins boðið að vera viðstaddir formlega opnun hins nýja leiðakerfis. Formleg dagskrá hefst með því að Björk Vilhelmsdóttir, stjórn- arformaður Strætó bs., býður gesti velkomna og flytur ávarp, Ás- geir Eiríksson framkvæmdastjóri kynnir nýtt leiðakerfi og Ár- mann Kr. Ólafsson stjórnarmaður fer yfir mikilvægi samræmds leiðakerfis fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Þá verður nýja leiða- kerfið formlega tekið í notkun af borgarstjóra og bæjarstjórum aðildarsveitarfélaga Strætó bs. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtun. Skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar spilar og Strætókórinn syngur vel valin lög. Afhjúpa klyfjahestinn Í framhaldi af formlegri dagskrá verður listaverkið Klyfjahest- urinn eftir Sigurjón Ólafsson afhjúpað á nýju torgi Hlemms. Að því loknu verða ýmsar skemmtilegar uppákomur. Helgi Björnsson tekur lagið, Spilabandið Runólfur slær á létta strengi, götuleikhús lífgar upp á stemmninguna, andlitsmálun verður í boði og börnin fá óvæntan glaðning. Íbúum boðið til formlegrar opnunar Í HAUST stendur til að ta un rafrænt greiðslukerfi hj bs. sem felur í sér að hæg að greiða fargjöld með svon korti. Kortalesurum verðu upp í öllum vögnum og er aður þegar kominn í nokkr Inn á kortin er hægt að hla þjónustu sem viðkoma kaupa, hvort sem það græna kortsins eða annarr leiða Strætó bs. eða „rafkl fólk þjónustuna sjaldan. fyrir að hafa seðla eða veskinu verður þá hægt a fyrir stakt fargjald, miða e skort með S-korti. S-kortið er þróuna Strætó og Reykjavíkurbo hefur þegar verið ákveðið Rafr Skólamáltíði ið borgað me TILBÚNIR FLÖSKUHÁLSAR? Umferðaröryggi er nokkuð semtryggja verður sem mögulega er kostur, enda fer nánast hvert einasta mannsbarn út í umferðina á hverjum einasta degi. Ein forsenda þess að umferðin sé örugg, er auðvitað að hún gangi sem best fyrir sig – að bæði ak- andi og gangandi vegfarendur komist tiltölulega hindrunarlaust leiðar sinn- ar með sem minnstum töfum eða óþarfa inngripum. Í grein sem birtist í sérblaði Morg- unblaðsins um bíla í gær er því velt upp hvort hugsanlegt sé að stundum verði til flöskuhálsar í umferðinni við gerð umferðarmannvirkja, sem tefja umferð að óþörfu og geta þar með einnig valdið aukinni hættu. Ýmist er bent á staði þar sem nægt landrými er fyrir frárein sem auð- velda myndi umferðarflæði í hægri beygju; staði þar sem búið er að þrengja að fráreinum og hefta flæði þeirra (svo sem við hægri beygju af Kringlumýrarbraut austur Miklu- braut); og staði þar sem ósamræmi virðist vera í því hvort biðskyldu- merki er talið nauðsynleg við frárein- ar í hægri beygjum. Svo virðist sem ýmsar af þessum ráðstöfunum séu misráðnar og að merkingar stangist á. Í grundvallaratriðum eru umferð- arreglur byggðar þannig upp að öku- menn – og gangandi vegfarendur ef því er að skipta – geta gert ráð fyrir því að undirstöðuatriði eru alltaf eins og lúta sömu lögmálum hvert svo sem maður er að fara. Það er mjög mikil- vægt, vegna þess að það gefur öku- mönnum svigrúm til að beina athygli sinni og einbeitingu að öðrum og óvæntari þáttum sem stundum skilja á milli þess hvort allt gengur vel fyrir sig eða hvort slys ber að höndum. Samræmi er því lykilatriði. Í umræddri umfjöllun er haft eftir Árna Friðleifssyni, varðstjóra í um- ferðardeild Lögreglunnar í Reykja- vík, að „víða sé unnt að koma fyrir fráreinum í þeim dæmum sem nefnd eru [...] og það hljóti að vera eðlilegt að taka sneið af lóðum til að greiða fyrir umferð og draga úr slysahættu“. Jafnframt er haft eftir honum að aug- ljóslega þurfi að kanna „merkingar á fráreinum þar sem líka er merkt bið- skylda og virðist óþarfi“. Er þetta ekki verðugt úrlausnar- efni fyrir borgaryfirvöld? Að sjá til þess að þær miklu umferðafram- kvæmdir sem eiga sér stað í borginni séu samræmdar að þessu leyti og af þeim skapist hvorki óþarfa hætta né tafir? FRAMTÍÐ ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Á næstu vikum og mánuðum verð-ur að taka afstöðu til þess hvaðaframtíðarhlutverk eigi að ætla Íbúðalánasjóði ríkisins. Innlegg í þær umræður verður væntanlega niður- staða þeirrar úttektar Ríkisendurskoð- unar, sem félagsmálanefnd Alþingis fór fram á í fyrradag. Stofnunin á að skoða hvort útlán Íbúðalánasjóðs til við- skiptabankanna rúmist innan ramma laga um sjóðinn. Jafnframt eru félags- málaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið nú með starfsemi sjóðsins til skoðunar. Lánveitingar sjóðsins til bankanna hafa verið umdeildar. Vandi sjóðsins vegna mikilla uppgreiðslna lána er auð- vitað tilkominn vegna þess að bank- arnir byrjuðu að eigin frumkvæði að því að bjóða íbúðalán á mun hagstæðari kjörum en sjóðurinn hafði gert. Til að bregðast við, draga úr áhættu sinni og finna hagkvæma ávöxtun fyrir fjár- muni sína, greip sjóðurinn til þess ráðs, að sögn forsvarsmanna hans, að lána viðskiptabönkunum fé, með tryggingu í þeirra eigin húsnæðislánum. Forsend- ur slíkra samninga, sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær eftir að félags- málanefnd voru sýndir samningarnir, eru að bankarnir færa í raun áhættu sína af útlánatapi yfir á Íbúðalánasjóð. Með þessu má segja að Íbúðalána- sjóður hafi stigið skref í þá átt að verða heildsölubanki, sem fjármagnar lán annarra banka en er ekki í beinum samskiptum við viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Sam- taka banka og verðbréfafyrirtækja, benti á í Morgunblaðinu í fyrradag að SBV hefði lagt það til fyrir tveimur ár- um að slík leið yrði farin; Íbúðalána- sjóður hætti að lána á almennum mark- aði en yrði þess í stað endurfjármög- nunarsjóður. Félagsmálaráðherra svaraði á þeim tíma aldrei þessari umleitan bankanna. Nú hafa stjórnendur Íbúðalánasjóðs, í viðleitni sinni til að verja hagsmuni sjóðsins, í raun stigið skref í þessa átt. Það er hins vegar auðvitað ekki þeirra hlutverk að ákveða slíkar breytingar á starfsemi sjóðsins, heldur stjórnmála- manna. Það kann að vera skynsamlegt að breyta Íbúðalánasjóði í einhvers konar heildsölubanka annars vegar, sem myndi endurfjármagna húsnæðislán, og hins vegar í félagslegan lánasjóð fyrir íbúðakaupendur á svæðum, þar sem bankarnir sæju sér ekki hag í að lána. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Landsbank- ans, segir í Morgunblaðinu í fyrradag að endurfjármögnunarstarfsemi geti raunar aðstoðað sjóðinn í sínu fé- lagslega hlutverki og á þá væntanlega við að þannig geti Íbúðalánasjóður fengið fjármuni, sem hann geti notað til að verja sig gegn áhættu af útlána- tapi á svæðum, þar sem veð eru verð- lítil. Þegar horft er til baka má kannski segja að með þeirri byltingu á húsnæð- islánamarkaðnum, sem Kaupþing banki hafði frumkvæði að í fyrrasumar, hafi bönkunum tekizt að knýja fram fyrstu skrefin í skipulagsbreytingum á húsnæðislánamarkaðnum í takt við það, sem þeim hugnaðist sjálfum, sbr. bréf þeirra til félagsmálaráðherra fyrir tveimur árum. Þessi fyrstu skref eru þó tekin út um bakdyrnar, ef þannig má að orði komast; að baki þeim liggur engin meðvituð pólitísk ákvörðun. Hins vegar sýnir þetta mál í hversu þrönga stöðu stjórnmálamenn geta núorðið komizt gagnvart öflugum einkafyrir- tækjum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir í Morgunblaðinu í gær að stjórn- endur Íbúðalánasjóðs hafi brugðizt hárrétt við þeirri stöðu, sem þeir voru komnir í, en vill um leið greinilega ekki að fleiri lánasamningar við bankana verði gerðir „nema að mjög vel athug- uðu máli,“ sem bendir til að ráðherrann telji þessa starfsemi á gráu svæði. Það er mikilvægt, til að eyða óvissu, að út- tekt Ríkisendurskoðunar, félagsmála- ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins á sjóðnum, umhverfi hans og hlutverki, taki sem skemmstan tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.