Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI S KIPULAGT landnám Ís- lendinga í Kanada hófst í Kinmount haustið 1874. Upphaflega átti hóp- urinn að koma um sum- arið en skipið kom ekki til Íslands á tilsettum tíma til að ná í fólkið. Því var fengið annað skip, St. Patrick, sem flutti um 350 Íslendinga beint til Quebec-borgar í Kanada í sept- ember. Þaðan lá leiðin síðan til Kinmount. Kinmount, sem er um 160 km norðaustur af Toronto, er fallegt, um 300 manna þorp sem minnir um margt á danskt sveitaþorp frekar en kanadískan bæ. Íslendingar bjuggu þar við illan kost veturinn 1874-75. Allt akuryrkjuland á svæðinu var frátekið þegar þeir komu og þegar vinna við lagningu járnbrautarteina brást var ljóst að við svo búið mátti ekki standa. 26 börn lifðu ekki af harðindin og sumarið 1875 var ákveðið að fara með hópinn að vest- urströnd Winnipeg-vatns þar sem hann hóf íslenskt landnám 21. októ- ber eða fyrir tæplega 130 árum. Minnismerki um landnámið Fyrir um fimm árum var af- hjúpað minnismerki í Kinmount til minningar um íslenska landnámið á svæðinu. Minnismerkið Í nálægð sálar eða In the Presence of a Soul er eftir Guðrúnu Sigursteinsdóttur Girgis og hún var í forystu skipu- lagningar hátíðarhaldanna um liðna helgi. ,,Við erum hér samankomin til þess að treysta böndin og skemmta okkur,“ sagði Guðrún þegar hún setti hátíðina að viðstöddu fjölmenni á svæðinu þar sem Íslendingarnir bjuggu og þar sem íslensku börnin eru grafin. Þegar staðið er framan við stytt- una má sjá karlmann með krepptan hnefa. „Þetta merkir þann kraft sem þurfti til þess að taka sig upp með eiginkonu og börn og fara frá öllu til ókunnugs lands í þeirri von að öðlast betra líf,“ segir Guðrún. ,,Hann horfir til baka, horfir á ætt- fólk sitt og ættlandið sem hann mun aldrei sjá aftur.“ Fyrir neðan er báturinn og þegar gengið er rétt- sælis í kringum styttuna kemur prófíllinn af konunni, móðurinni, í ljós. Hún heldur á barni sem áður var kreppti hnefinn á manninum. Bak styttunnar er sterkt, það gefur þeim öllum styrk til þess að takast á við erfiðleika í nýju landi og nýjum heimi. Íslendingarnir gátu ekki búið í Kinmount og minnismerkið er í raun það eina sem minnir á þá og erfiðleika þeirra á svæðinu veturinn eftir komuna. Engir afkomendur Ís- lendinga búa í Kinmount en Donald E. Gíslason hefur verið iðinn við að halda sögunni á lofti og 1999 gaf hann út í samvinnu við Íslendinga- félagið í Toronto bókina The Ice- landers of Kinmount, An Experi- ment in Settlement. Nýlega kom út 14. prentun og sér félagið um söl- una. Mikil dagskrá á Íshátíð Dagskrá Íshátíðarinnar stóð í fjóra tíma á laugardaginn var og var mikið um að vera í garðinum við ána Burnt. Kveðjur voru fluttar, lista- menn af íslenskum ættum komu fram, íslenska sauðkindin var á sín- um stað og boðið var upp á kynn- isferðir um svæði Íslendinganna. Kanadíski hluti íslensku póstferð- arinnar til Gimli hófst í tengslum við hátíðina og heimamenn fengu ein- tak af safni Íslendingasagna á ensku að gjöf. Sölubásar voru með- fram ánni og þar mátti meðal ann- ars kaupa íslenskar bækur í enskri þýðingu, Sögu matargerðar á Nýja Íslandi, The Culinary Saga of New Iceland, eftir Kristinu Olafson- Jenkyns og íslenska minjagripi. ,,Það jafnast ekkert á við heima- gerða sultu,“ sagði dr. Birna Bjarnadóttir, prófessor og yfirmað- ur íslenskudeildar Manitoba- háskóla í Winnipeg, þegar hún keypti tvær sultukrukkur í garð- inum þar sem hún kynnti starfsemi íslensku deildarinnar. Þegar Guðrún vann að gerð minn- ismerkisins bjó hún í Kinmount í um þrjá mánuði, gekk um svæðið þar sem Íslendingarnir höfðu búið og starfað og setti sig í þeirra spor. Sagan varð sem hluti af henni og skipulagning hátíðarinnar var eðli- legt framhald, en Íslendingafélagið í Toronto hafði yfirumsjón með starf- inu. ,,Að mörgu þarf að hyggja og ljóst er að margir koma að málum en það var gaman að sjá hvað fólk tók þessu framtaki vel og skemmti sér vel,“ sagði hún að hátíðinni lok- inni. Donald Gíslason tók í sama streng. ,,Þetta hefur verið mikil vinna og erfitt verður að endurtaka leikinn en ég geri ráð fyrir að þessi hátíð verði héðan í frá haldin árlega með einum eða öðrum hætti.“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartss. Leona og Don Gislason við söluborð sitt. Á byrjunarreit í Kinmount Fólk af íslenskum ætt- um í Vesturheimi eflir samskiptin sín á milli og við Ísland á ýmsan hátt. Ýmsar hátíðir ber þar hæst og um liðna helgi var efnt til nýrrar hátíðar, Íshá- tíðarinnar eða Ice Fest, í Kinmount í Ontario. Steinþór Guðbjartsson var meðal fjölmargra gesta. Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands í Kanada, afhenti Tom Garnder, sveitarnefndarmanni og varaformanni bókasafnsins, Íslend- ingasögurnar að gjöf frá íslensku þjóðinni. Guðrún Girgis við styttu sína í Kinmount. steg@mbl.is Íslenska póstlestin á ferð um Kinmount. ÉG VAR stödd í London 7. júlí og upplifði þar í annað sinn eft- irmál hryðjuverka- árásar en ég var einnig í Madríd í mars 2004. Það voru ekki liðn- ir nema nokkrir klukkutímar frá árás- inni þegar ég sat í leigubíl og reyndi að útiloka bölbænir leigubílstjórans sem lýsti því yfir að það þyrfti að reka alla múslíma frá Eng- landi og sprengja svo upp Mið-Austurlönd eins og þau leggja sig. Mér varð flökurt. En ég gat eiginlega ekki verið reið út í hann, ég vorkenndi honum bara. Nei, ég var reið út í þá sem ala á slíku hatri og fáfræði. Ég var reið út af málflutningi ákveð- inna stjórnmála- manna í kjölfar árás- anna. Tony Blair og George Bush töngl- uðust á því (og Hall- dór og Davíð átu það upp eftir þeim) að hér væri um að ræða árás á vest- ræn gildi og lýðræði. Hvílík fá- sinna. Þetta hefur ekkert með svo au- virðilega hluti að gera, samanborið við það sem raunverulega um ræð- ir; árásir gegn mannlegri virðingu, gegn lífinu. Það er ekki hægt að lýsa morð- um á saklausu fólki á annan hátt. Fólk deyr eins, það grætur og það þjáist eins, sama hvaða trú, menningu og stjórnarháttum það fylgir. Þetta hljómar kannski eins og augljós staðhæfing en samt sem áður talar fólk um „vestræna lífshætti vs. íslamskir öfgasinnar“ og bergmálar þannig menn eins og Blair sem lýsti því yfir í ræðu sinni að „baráttan væri nú háð gegn illri hugmyndafræði öfga- sinnaðra múslíma“. Ekki töluðu stjórnmálamenn um að það væru kristnir öfgamenn sem stóðu fyrir fjöldamorðunum í Srebrenica eða að morðin væru árás gegn íslömskum gildum! Um leið og stjórnmálamenn tala um árás á vestræn gildi og lýð- ræði eru þeir að skipta heiminum í tvennt, í „Við og Hinir“. Í slíku felst réttlæting á morð- um á saklausu fólki sem ekki hneigist að vestrænum gildum og lýðræði (sbr. stríðið í Írak). Margir eru hins vegar farnir að sjá í gegnum þetta. Hér er hvorki um trúarbragða-, stjórnmála- eða hugsjónastríð að ræða. Valdhafar sem ala á sundr- ung eru þvert á móti allir í sama liðinu. Nú er ég ekki að setja fram samsæriskenningu heldur að benda á að öfgamenn frá öllum heimshornum (sumir sem eru kall- aðir stjórnmálamenn og aðrir sem eru kallaðir hryðjuverkamenn) sækja vald sitt í tilvist hver ann- ars. Með því að ala á ótta og sundr- ung gagnvart hinum aðilanum styrkja þeir vald sitt og auð og sjá ekkert að því að drepa saklausa borgara í fjarlægum löndum til að ná markmiðum sínum. Á meðan þjáist saklaust fólk í Lundúnum, í Írak, í Madríd, um allan heim. Ég trúi Blair ekki nema svona rétt mátulega þegar hann lýsir því yfir að hann ætli að ráðast að rót- um hryðjuverkavandans, sér- staklega í ljósi þess að Bretland og Bandaríkin græddu meira á vopnasölu til Mið- Austurlanda, Afríku, Suður-Ameríku og As- íu síðastliðin ár en þeir gáfu til hjálp- arstarfa. Þessi lönd ásamt Frökkum, Rússum og Kínverjum eru ábyrg- ir fyrir 80% af sölu og útflutningi á vopnum í heiminum. Slíkur er áhuginn fyrir að ráðast gegn- um rótum hryðju- verka! Nú finnst mér kom- inn tími til að við hættum að takast á við afleiðingarnar og ráðumst að hinni raunverulegu orsök vandans. Sú barátta mun falla í hendur hins venjulega borg- ara. Við verðum að berjast gegn sjálfri hugmyndinni um að- skilnað og sundrung. Við verðum að standa upp gegn þeirri orð- ræðu þegar hópur fólks og hugmynda- fræði þeirra eru gerð að orsök ofbeldis. Þá gætu sumir spurt hvað þetta komi Íslendingum við. Það höfðu margir orð á því, að það væri mikil tilviljun að ég hefði upplifað bæði árásirnar í London og Madríd. Blaðamaður DV spurði mig meira að segja hvort mér þætti ég ekki vera óheppin. Ég sé þetta hvorki sem tilviljun né óheppni. Það sem ég á við er að Ísland er ekki aðskilið frá heiminum. Vinkona mín sem var með mér í London þennan dag var t.d. að vinna sem aupair í Wash- ington 11. september 2001. Við erum ekki einhver „súkku- laðikleina“ sem getur fríað sig allri ábyrgð á heimsmálunum. Því miður upplifi ég allt of oft eins og þetta sé ríkjandi viðhorf í utanrík- isstefnu okkar. Er mér þá minnisstætt þegar Nató hóf loftárás á Kosovo 1999 og ríkisstjórnin lýsti því yfir að ekki yrði rætt um málið á þingi þar sem Ísland væri í Nató og myndum við því bara fylgja því sem Nató myndi ákveða. Erum við tilbúin að setja nafn okkar við eitthvað án þess að taka nokkra ábyrgð á afleiðingunum? Við höfum áhrif á heimsmálin! Við studdum stríðið í Írak og þar af leiðandi berum við jafn- mikla ábyrgð á því gífurlega mannfalli sem þar hefur orðið og þeir sem fóru þangað inn með her- lið sín. Tilgangur minn með því að benda á þetta er að sýna fram á hversu mikið við getum lagt af mörkum, bæði neikvætt og já- kvætt. Við þurfum að taka afstöðu um það hvernig áhrif við viljum hafa. Ég vil minna á kertafleytinguna á Tjörninni 9. ágúst næstkomandi þar sem þess verður minnst að 60 ár eru liðin frá mannskæðustu og óhugnanlegustu hryðjuverkum allra tíma, kjarnorkuárásinni á Hirosima og Nagasaki. Enn þann dag í dag eru að fæð- ast börn sem eru fórnarlömb þess- arar árásar. Þar getur fólk sýnt í verki af- dráttarlausa fordæmingu sína á stríði, ofbeldi, sundrung og ótta. Barátta gegn stríði, ofbeldi, sundrung og ótta Eyrún Ósk Jónsdóttir fjallar um hryðjuverk Eyrún Ósk Jónsdóttir ’Nú finnst mér komin tími til að við hættum að takast á við afleiðingarnar og ráðumst að hinni raunverulegu orsök vandans.‘ Höfundur er leikari og leikskáld. UMRÆÐAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.