Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG HIKA ekki við að fullyrða að gagnagrunnsmálið er einhver hrika- legasta og óskammfeilnasta „mani- pulation“ í sögu íslenzku þjóðarinnar. Raunar gegnir furðu hve fjölmiðlar hafa forðazt að skoða það mál og kryfja. Hvað veldur? Þó örlar á kjarki í nýjasta dagblaði landsins. Þar er á forsíðu 14. júlí sl. rifjaðir upp samningar sem gerðir voru 19. desember árið 2000 á Akureyri um tugi nýrra starfa og nýtt húsnæði við FSA, sem kosta átti í bygg- ingu 250 milljónir króna. Blaðið segir frá för æðstu ráðamanna þjóðarinnar, Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra og Halldórs Ás- grímssonar utanrík- isráðherra, með Kára Stefánssyni norður til að undirrita samninga milli Íslenskrar erfðagreiningar og FSA. Ekki veit ég hvers Ingibjörg Pálmadóttir á að gjalda. Hún var þó heilbrigðisráðherra og stýrði förinni. Blaðið hefur samband við Halldór Jónsson forstjóra FSA og spyr hann um vanefndir Íslenskrar erfðagrein- ingar. Ég hef ekki geð til að vitna í huglaust yfirklór hans og afsakanir. Hið rétta er auðvitað að Akureyr- ingar eins og allir aðrir voru dregnir á asnaeyrum og hafðir að fíflum í þessu máli. Halldór getur hins vegar huggað sig við það að áhrifameiri menn en hann sitja í sömu súpu. Menn eins Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Vigdís Finnbogadóttir, meirihluti alþingismanna, banka- stjórar, prófessorar og mætti lengi áfram telja. Gagnagrunnshugmyndin var „konceptið“ (viðskiptahugmynd) sem selja átti deCODE inn á Nasdaq- hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkj- unum og það tókst með velheppnuðu IPO (frumsölu hlutabréfa) í júlí 2002. Áður hafði hlutabréfum í deCODE verið komið í sölu á gráa markaðnum á Íslandi. Fyrst í litlum skammti til vel valinna fjárfesta árið 1998. Næst með ákvörðun Davíðs Oddssonar um kaup ríkisbankanna á gráum hluta- bréfum í deCODE fyrir sex milljarða króna sumarið 1999, þar sem allt átti síðan eftir að fara úr böndunum. Hvers vegna er það mál ekki rannsakað? Pró- fessorar og yfirlæknar sáu um linnulausar fjöl- miðlakynningar með Kára á meintum heims- afrekum deCODE á vísindasviði. Þannig var gengi hlutabréfa í de- CODE „hype-að“ (magnað) svo hressi- lega á gráa markaðnum á Íslandi að það fór í raun miklu hærra en stefnt hafði verið að í hernaðaráætlun de- CODE vegna skráningar á Nasdaq. En það er ekki hægt að kenna aum- ingja Kára um það. Varla gat hann að því gert að fólk fengi of mikla trú á honum. Kári vissi hins vegar allan tímann að hugmyndin um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði var ófram- kvæmanleg. Hann vissi auðvitað allt- af, hámenntaður maðurinn við háskóla vestanhafs, að hún stæðist ekki lágmarkskröfur um vísindi. Þess vegna sveikst hann um að mæta á mikla siðfræðiráðstefnu við hinn þekkta Dartmouth-háskóla í Banda- ríkjunum í júní 2000 þar sem búizt hafði verið við miklu af honum sem lykilfyrirlesara og hann fengið ræki- lega kynningu í samræmi við það. Þar á bæ hafa menn ekki kynnzt ann- arri eins framkomu. Um leið og de- CODE var skráð á Nasdaq- markaðinn missti Kári áhugann á gagnagrunninum. Tilgangurinn hafði helgað meðalið og hann var orðinn maður auðs og valda í íslenzku sam- félagi. Gamli komminn. Nú birtast ekki lengur stórfréttir í fjölmiðlum af vísindaafrekum Íslenskrar erfða- greiningar og íslenzkra prófessora. Helzt að Kára bregði alveg óvart fyr- ir í sjónvarpi á fararskjóta að berjast við vindinn eða hann sjáist standa vaktina í eina viku og hlúa að lösnu fólki á taugadeild Landspítalans í sumarfríinu sínu. „Mér finnst eins og ég sé kominn heim,“ sagði Kári í einu margra viðtala vegna þessa nýja starfs. Hann var að vísu ráðinn sem taugalæknir að deildinni fyrir tutt- ugu árum, en mætti þá ekki án þess að láta vita. Nú var hann hins vegar í öryggi yfirmannaðrar lítillar deildar með leyfi til að skreppa frá ef með þyrfti. Þekkingarfyrirtækið de- CODE er orðið lyfjafyrirtæki eins og meiningin var alltaf. Nú er ekki þörf fyrir Akureyringa. Ekki einu sinni fyrir Davíð Oddsson eða Halldór Ás- grímsson. En ábyrgðin á sex millj- arða sukkinu, ríkisábyrgðinni, Ak- ureyrarsamningunum og öllu hinu ruglinu er þeirra. Svo er „snilld“ Kára fyrir að þakka. Sex milljarða sukkið Jóhann Tómasson fjallar um Íslenska erfðagreiningu ’Nú er deCODE orðiðlyfjafyrirtæki eins og meiningin var alltaf.‘ Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. ÉG HEF á undanförnum árum skrifað pistla um sjávarútvegsmál á netinu undir höfundarnafninu Floyde við litla hrifningu hags- munaaðila. Ástæða þess að ég kaus að skrifa undir höfundarnafni var að ég sem veiðarfærasölumaður vildi vernda starf mitt. Illa hefði gengið að selja stór- útgerðinni veiðibúnað og skrifa jafnframt gagnrýnt og áleitið um skaðsemi veiða fyrir líf- ríkið undir nafni í blaðagreinum. Floyde- greinarnar Gömlu greinarnar á netinu fengu gríðarlega góðar viðtökur, en með einni undantekningu þó. Hún birtist í Fiski- fréttum hinn 18. október 2002 og var skrifuð af Árna Bjarnasyni, fyrrver- andi togaraskipstjóra hjá Samherja og þá nýráðnum forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins. Honum fannst illa vegið að starfsheiðri tog- araskipstjóra sem hann taldi mig hafa fyrir rangri sök. Árni taldi allar veiðislóðir umhverfis landið ná- kvæmlega eins útlítandi og fyrir 25 árum síðan hvernig sem hann fór nú að því að vita það. Honum fannst lítið til þess koma að ég skrifaði undir höfundarnafni. Nefndi mig á víxl gapuxa, sjálfskipaðan sérfræðing og leppalúða til að leggja frekari áherslu á orð sín. Grein Árna var eins og búast mátti við frá honum. Ég gat því miður ekki tekið hana alvarlega. En dapurt fannst mér að sjá rangtúlkun hans á þekktu orðatiltæki George Bernhard Shaw sem ég hafði eitt sinn notað. Þar var Shaw að gera grín að sjálfum sér. Ég hafði með sama hætti snúið sömu orðum upp á sjálfan mig. Árni kaus að túlka þetta sem sjálfshól. Ný grein Hinn 1. júlí síðastliðinn skrifaði ég svo grein í Morgunblaðið undir eigin nafni og bar hún yfirskriftina „Nátt- úruhamfarir af mannavöldum“. Hún fjallar um skaðsemi dreginna botn- veiðarfæra (trolla) sem ég tel vera eina af aðalástæðum þess hvers vegna okkur Íslendingum hefur ekki enn tekist að auka við þorskaflann þrátt fyrir að hafa verið með „besta fiskveiðikerfi í heimi“ í 20 ár. Í greininni leitast ég við að opna augu al- mennings fyrir víxl- verkun stærri botn- trolla og aukins vélarafls á umliðnum árum og þar með aukn- um eyðingarmætti þeirra. Önnur svargrein frá Árna Bjarnasyni, for- seta Farmanna- og fiskimannasambands- ins, sömu „náttúru“ og sú fyrri, birtist þá í Morgunblaðinu hinn 20. júlí. Hún bar yfirskriftina „Velkominn út úr skápnum“. Þrátt fyrir að Árni hafi sennilega legið yfir minni grein frá 1. júlí þá gerir hann ekki minnstu til- raun til þess að vera málefnalegur eða koma með nokkurt innlegg í þá umræðu hvers vegna þorskafli hér við land er aðeins fjórðungur þess sem hann var 1970. Í staðinn er hann með útúrsnúninga og reynir að upp- hefja sjálfan sig. Gerir mikið með það sem ég kallaði Grindavíkurhraun sem hvorki hann né aðrir skipstjórar kannist við sem veiðisvæði. Hér skal upplýst að ég var ekki að reyna að benda á sérstakt veiðisvæði, heldur aðeins í knöppu máli að reyna að upplýsa almenning, sem minna þekk- ir til, um aðstæður á hrygningar- og uppeldissvæðum sem víða er að finna frá Vestmannaeyjum að Reykjanesi, þar sem ég tel að lífríkið hafi orðið fyrir tjóni af völdum togveiðarfæra. Árni segir að togararnir hafi ekki getað valdið því tjóni sem orðið hefur á þekktum hrygningarsvæðum á um- liðnum árum, því þeir hafi þurft að halda sig fyrir utan 12 mílurnar. Hann lætur hjá líða að minnast á flokk togskipa (fjörulalla) sem víða hafa getað verið nánast upp í harða landi til þessa. Togskip þessi eru mörg hver miklu öflugri tæki en gömlu síðutogararnir voru á sínum tíma. Þetta á Árni að vita. Ekki samboðið FFSÍ Þá sakar Árni mig um að gera ekki greinarmun á þorskanetum og botn- trolli, eða hvernig fiskar annars veg- ar ánetjast í þorskanetum og hins vegar safnast fyrir í trollpokum. Þó þessi dæmalausi málatilbúnaður for- seta Farmanna- og fiskimanna- sambandsins sé embætti hans ekki samboðinn, þá kastar fyrst tóftunum í niðurlagi greinarinnar þar sem Árni segir: „Eins og í öðru sem ég hef séð á prenti eftir þennan ágæta mann þá skín í gegn hjá honum hversu mjög hann tekur út fyrir að hafa alla þessa vitleysinga í kring um sig.“ Ekki veit ég hvað Árna gengur til með þessum dylgjum. Ég hafði það að „atvinnu“ í fjölmörg ár að tala við útgerðarmenn og skipstjóra. Nokkrir þeirra eru kunningjar mínir í dag. Þá má finna meðal minna nánustu bæði skip- stjóra, vélstjóra og netagerðarmeist- ara, fyrir utan vini og kunningja sem koma t.d. úr hópi líffræðinga og fiski- fræðinga. Mjög margir taka undir þær áhyggjur sem ég hef af lífríki hafsins, þó forseti FFSÍ hafi aug- ljóslega ekki snefil af þeim. Aðförin að lífríkinu í hafinu Atli Hermannsson svarar grein Árna Bjarnasonar, forseta FFSÍ ’Þrátt fyrir að Árni hafisennilega legið yfir minni grein frá 1. júlí, þá gerir hann ekki minnstu tilraun til þess að vera málefnaleg- ur…‘ Atli Hermannsson Höfundur starfaði sem veiðarfæra- sölumaður um langt árabil. http://www.internet.is/floyde/ ÞVÍ verður alls ekki trúað fyrr en á reynir að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík ætli enn einu sinni að láta teyma sig í hræðslubandalag vinstriaflanna og samþykkja áframhaldandi R-listaframboð í komandi borgarstjórnarkosn- ingum. – Vera Framsóknarflokks- ins í þessu vinstrasamkrulli hefur stórskaðað flokkinn, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsvísu. Skv. skoðanakönnunum er fylgi flokksins nálægt sögulegu lágmarki. Þjónkun flokksforust- unnar í Reykjavík við hið vinstri- sinnaða afturhald í R-lista- samstarfinu og daður ákveðins fámenns hóps innan flokksins við Evrópusambandsaðild eru þeir þættir sem mestu hafa ráðið um fylgistap flokksins að undanförnu. Þá varð uppákoman í tengslum við Alþjóðahúsið á síðasta flokksþingi ekki til að bæta ímynd og ásýnd flokksins þjóðlega séð. Rík- isstjórnarsamstarf Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks á undanförnum árum hefur verið af- ar farsælt landi og þjóð. Hví skyldi slíkt stjórnarmunstur ekki einnig geta gengið í borgarstjórn? Ljóst er að dagar tveggja fylkinga í borgarstjórn Reykjavíkur eru senn taldir. Alls ekki er sjálfgefið lengur að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í borgarstjórn aft- ur, og að samsteypustjórnir verði þar fremur regla en undantekning í framtíðinni. – En umfram allt þarf að koma vinstriöflunum frá völdum í borginni eins og tekist hefur í landsstjórninni með frá- bærum árangri. Þá fyrst er von á stöðugum framförum og framsókn í borg jafnt sem byggð, íslenskri þjóð til farsældar. GUÐM. JÓNAS KRISTJÁNSSON, Funafold 36, Reykjavík. Fylgistap Framsóknar og R-listinn Guðm. Jónas Kristjánsson BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FRÁ OG með deginum í dag mun strætó mæta betur þörfum farþega, bæði þeim sem hingað til hafa notað vagnanna og ekki síður nýrri kynslóð notenda. Strætó fer hraðar og oftar en áður, ferðatím- inn verður styttri og íbúar höf- uðborgarsvæðisins munu komast leiðar sinnar fljótt og örugglega. Af hverju strætó? Þar sem fólk kem- ur saman er oft býsnast yfir mengun, umferðartöfum, óþol- inmæði annarra í umferðinni og fólk hefur skiljanlega áhyggjur af öryggi annarra. Vitað er að um- ferðaröryggi þeirra sem ferðast með Strætó er umtalsvert meira en annarra í umferðinni. Fólk veit einnig að því fleiri sem nota strætó, því minni verða umferð- artafirnar og því minni verður losun gróðurhúsaloftteg- unda út í andrúms- loftið. Fólk veit að að það er margfalt ódýrara að ferðast með strætó en að nota einkabílinn og það gæti unnið færri vinnu- stundir ef ekki þyrfti að greiða af einkabílnum sem krefst viðhalds og endurnýjunar. Eins getur fólk gert það sem hugurinn girnist fyr- ir þá peninga sem sparast af því að eiga bara einn til tvo bíla í stað tveggja til þriggja. Flestir vita ósköp vel hvað þeim, buddunni og umhverfinu er fyrir bestu. Hins vegar hefur mörgum ekki fundist þeir hafa valkost. Hér eftir verður Strætó hins vegar raunverulegur val- kostur fyrir fólk sem vill komast leiðar sinnar alla leið – hvort sem er í vinnuna, skólann, félagsstarf- ið, í heimsókn eða annað. Skólakortið – tæplega 3.000 kr. á mánuði Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að frá og með 15. ágúst nk. verði til sölu Skólakortið sem hefur gildistíma til 1. júní 2006. Það er ekki eingöngu hugsað fyrir skóla- fólk heldur heitir það Skólakortið þar sem það tekur mið af skóla- árinu og ætla má að nemendur muni nýta sér það sérstaklega. Verð kortsins verður 25.000 krón- ur og er mikill hvati til að kaupa kortið í ágústmánuði og út sept- ember en hvatinn hverfur hins vegar þegar líður á október. Mánaðarverð Skóla- kortsins er 2.631 króna þegar það er keypt í upphafi sölu- tímabilsins og tæplega 3.000 krónur þegar líð- ur að lokum sept- ember. Mánaðarverð Rauða kortsins er hins vegar 3.500 krónur. Frá og með haust- inu verður því raun- hæfur valkostur að taka strætó – alla leið í skólann – með marg- földum hagnaði þegar miðað er við nkostnað af notkun einkabílsins. Að taka þátt í breytingum Við hjá Strætó bs. gerum okkur vel grein fyrir því að það mun taka farþega strætó tíma að aðlagast þeim breytingum sem framundan eru. Breytingar eru erfiðar fyrir okkur öll en mun auðveldari þegar við tökum þátt í þeim. Því hvet ég íbúa höfuðborg- arsvæðisins til að kynna sér nýja leiðakerfið í leiðabókinni sem dreift hefur verið til allra heimili á svæðinu, með því að hringja í gjaldfrjálst þjónustnúmer Strætó í síma 800-1199 eða með því að heimsækja vefsvæði Strætó á slóð- inni www.bus.is og www.strætó.is. Stjórn Strætó bs. óskar íbúum Reykjavíkur, Kópavogs, Hafn- arfjarðar, Garðabæjar, Mosfells- bæjar, Seltjarnarness og Álftaness til hamingju með nýtt leiðakerfi Strætó bs. Nú er hægt að komast alla leið um allt höfuðborgarsvæðið. Strætó – alla leið með skólakortinu Björk Vilhelmsdóttir fjallar um nýtt leiðakerfi Strætó Björk Vilhelmsdóttir ’Hvet ég íbúahöfuðborg- arsvæðisins til að kynna sér nýja leiðakerf- ið...‘ Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður stjórnar Strætó bs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.