Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 35

Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 35 MINNINGAR ✝ SigurbjörgHelgadóttir fæddist á Ólafsfirði 9. mars 1919. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar Sigurbjargar voru hjónin Helgi Jóhannesson, f. 20. desember 1893, d. 26. febrúar 1978 og Guðrún Pálína Jó- hannesdóttir, f. 20. október 1897, d. 26. desember 1991. Sigurbjörg var önnur í röð 12 systkina sem kennd eru við Syðstabæ á Ólafsfirði. Systkini hennar eru: Guðrún Hulda, f. 2. október 1917, María Sigríður, f. 22. maí 1920, Jófríður, f. 7. september 1922, Sigríður, f. 6. júlí 1924, Sumarrós Jóhanna, f. 20. mars 1926, Helga, f. 15. nóvember 1927, d. 21. október 1941, Sesselja Jóna, f. 3. apríl 1931, Guðlaug, f. 19. mars 1933, Ásta, f. 28. mars maki Jón Gauti Jónsson. 4) Sveinn Ragnar, f. 26. maí 1955, d. 19. nóv- ember 1994. Ekkja hans er Sigrún Helga Guðjónsdóttir. Börn þeirra eru: a) Brynjólfur, f. 19. febrúar 1975, maki Anna María Ingþórs- dóttir. Börn þeirra eru Bjarklind Ásta, f. 11. október 1999 og Bjarni Guðjón, f. 28. febrúar 2004. b) Sandra Hrönn, f. 22. mars 1979. Sonur hennar er Aron Sveinn Dav- íðsson, f. 8. október 2003. c) Birkir Guðjón, f. 9. mars 1989. Sigurbjörg ólst upp á Ólafsfirði og vann í fyrstu ýmis fiskvinnslu- störf. Veturinn 1940-41 stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði. Að námi loknu vann hún við verslunarstörf á Akureyri þangað til hún flutti heim til Ólafsfjarðar þar sem hún gifti sig og stofnaði heimili þar sem þau hjónin bjuggu alla tíð. Ásamt húsmóðurstörfum vann hún ýmis önnur tilfallandi störf. Hún átti við alvarleg veikindi að stríða frá árinu 1964 er hún fékk heilablóðfall. Frá árinu 1982 bjó hún á dvalarheimilinu Horn- brekku, síðustu árin á hjúkrunar- deild. Útför Sigurbjargar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1937, Viðar, f. 29. ágúst 1938, d. 17. október 1979 og Jó- hann, f. 1. október 1940. Sigurbjörg giftist 19. júlí 1947 Brynjólfi Sveinssyni, kaup- manni og síðar stöðv- arstjóra Pósts og síma á Ólafsfirði, f. í Ólafsfirði 26. október 1914, d. 12. júlí 1981. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 23. janúar 1948, d. 14. júlí 1998. Sonur hennar er Brynjólfur Sveinn Birgisson, f. 22. febrúar 1983, maki Margrét Hlín Sigurð- ardóttir, sonur þeirra er Daníel Örn, f. 17. maí 2005. 2) Ragnheið- ur, f. 5. október 1949, maki Gunn- ar Berg. Börn hennar eru Björn Brynjar Gíslason, f. 14. apríl 1968, d. 14. maí 1987, Silja Bára Ómars- dóttir, f. 23. apríl 1971, og Brynj- ólfur Ómarsson, f. 12. júlí 1974. 3) Helga Pálína, f. 31. ágúst 1953, Í dag er elskuleg amma Bogga til grafar borin. Hún var ekki hin dæmi- gerða amma, því áður en ég fæddist lamaðist hún hægra megin eftir heila- blóðfall sem hún fékk aðeins 45 ára gömul. Hún gat eftir það hvorki tjáð sig eðlilega né haldið áfram að lifa líf- inu eins og hún vildi. Amma fékk nokkra endurhæfingu og talkennslu á Reykjalundi og gat farið að ganga við staf og með spelku á fæti en síðari árin var hún meira bundin við hjólastól. Þegar hún veiktist voru börnin níu til sextán ára gömul og send til ætt- ingja fyrst um sinn. Eftir nokkra mán- uði gat afi Binni tekið þau öll heim aft- ur enda var þá komin ráðskona á heimilið. Þau systkinin nutu alla tíð góðs af því að amma átti sterkar systur og mága, sem aðstoðuðu afa af fremsta megni í gegnum þessa erfiðleika þó líf- ið yrði aldrei samt vegna fötlunar ömmu. Afi Binni dó 1981 og árið 1982 flutti amma á dvalarheimilið Horn- brekku í Ólafsfirði þar sem hún bjó til dauðadags. Veikindi ömmu höfðu ekki mikil áhrif á mig þegar ég var lítil stelpa á Ólafsfirði, því ég hljóp inn og út hjá ömmu Boggu og afa Binna á pósthús- inu, fékk hjá ömmu kakó eða djús og smákökur þegar ég var svöng. Það var endalaust hægt að lesa og læra á póst- húsinu, húsið uppfullt af bókum. Við systkinin dunduðum okkur oft þar, Bibbi bróðir minn enn meira en ég. Hann var elsta barnabarnið og afi og amma á pósthúsinu voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Ég gerði mér lengi vel ekki grein fyrir því að amma gæti verið öðruvísi. Í mínum huga gat hún allt sem aðrar ömmur gátu því hún bakaði, eldaði, saumaði út og spilaði við mig á spil þó hún gæti aðeins notað vinstri hönd. Amma var alltaf fínt klædd og naut þess að hafa sig til og tók eftir því hjá öðrum. Ég man ljóslega daginn sem Viddi bróðir hennar var jarðaður. Hann varð bráðkvaddur rétt rúmlega fertugur. Hún hafði Moggann opinn og hafði, að því er ég hélt, verið að lesa minning- argreinarnar. Hún sagði mér að þetta væri bróðir sinn, og hann væri látinn. Ég skildi ekkert í þessu, taldi fjarstætt að fólk dæi svona ungt. Þetta var að- eins eitt af mörgum áföllum sem elsku amma Bogga átti eftir að ganga í gegn- um. Hún hefur einnig horft á eftir eig- inmanni, fyrsta barnabarninu, syni sínum og elstu dóttur. Flestir hafa getu til að tjá tilfinningar sínar þegar slík áföll verða. Amma Bogga gat aldr- ei sagt hve þessi áföll gengu nærri henni heldur aðeins bent á myndir af öllum þeim sem voru farnir þannig að ekki var erfitt að ímynda sér hvað henni leið. Ég komst að því löngu síðar að við veikindin hafði hún misst getuna til að lesa, eins og bóklestur hafði verið henni mikilvægur. Hún hélt þeim áhuga þó hún gæti ekki lengur lesið, naut þess að fletta í blöðum og tímarit- um og vissi upp á hár hvar þær upplýs- ingar voru sem hún vildi sýna manni. Hún átti afmælisdagabók sem var henni mikils virði og fylgdist vel með afmælisdögum í fjölskyldunni og sýndi þeim sem komu. Þetta var hennar leið til að láta vita af merkisatburðum. Amma var höfðingleg í sér og vildi allt- af eiga góðgæti að bjóða öllum þeim sem til hennar komu, enda sjálf mikill sælkeri. Þar sem við fluttum frá Ólafsfirði þegar ég var ellefu ára sá ég ömmu sjaldnar. Hún fylgdist þó alltaf með okkur, hringdi stundum þegar vel lá á henni og tók alltaf jafn vel á móti okk- ur þegar við komum í heimsókn. Þá benti hún gjarnan á síðustu gjöfina sem hún hafði fengið frá okkur, þannig tjáði hún þakklæti. Hún var afskap- lega ánægð þegar ég flutti til Akureyr- ar fyrir einu og hálfu ári síðan og heim- sóknum mínum fjölgaði á ný. Henni fannst gaman að heyra þegar ég sagði henni, degi áður en hún dó, að nú væri ég flutt í nýja íbúð sem liti helst út eins og kjallarinn á pósthúsinu, ekkert þar inni nema bókakassar. Þá gátum við hlegið saman. Heimsóknirnar í Ólafsfjörð síðasta árið voru oft erfiðar, þegar amma var veik og þreytt. Þá var gott að koma til systra hennar, Ástu og Rósu, sem höfðu veitt stuðning og styrk í veik- indum ömmu. Í heimsóknum til þeirra fékk ég nýja sýn á ævi ömmu Boggu. Í frásögn þeirra var hún ung og sterk, vann sér inn peninga til að fara í skóla og lét drauma sína rætast. Hún saum- aði föt á systur sínar og bræður og seinna á sín eigin börn. Hún kenndi systrum sínum það sem hún hafði lært og síðar komu þær því til skila til dætra hennar. Hún tók bílpróf einna fyrst kvenna í Ólafsfirði, árið 1946. Hún las dönsku blöðin og tók upp- skriftir upp úr þeim og vildi læra ensku og fékk þá kennara úr skólanum til að kenna sér. Þessi amma lét afa ganga á eftir sér með grasið í skónum í mörg ár þar til hún var tilbúin til að gifta sig. Amma mín var allt fram í dauðann þessi viljasterka, einbeitta kona, enda þurfti mikinn styrk til að lifa í gegnum allt sem á hana var lagt. Ég get ekki kvatt hana án þess að þakka frænkum mínum fyrir að hafa gefið mér þessa sýn á hana eins og hún var áður, fyrir að gefa mér færi á að sjá það í sjálfri mér sem frá henni er kom- ið. Síðustu dagarnir voru ömmu Boggu erfiðir eftir að hún brotnaði og var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri og heim aft- ur. Sá flutningur reyndi mikið á hana og þá kom í ljós að þrekið var búið þó einbeitingin héldist og hún fylgdist með öllu. Ég var með henni í þessum ferðum og á leiðinni heim í Ólafsfjörð sagði ég henni að berjalyngið liti vel út í Múlanum og sá að hún hlakkaði til að fá aðalbláber í haust. Hún kvaddi mig með sterku faðmlagi og kossi og ég bjóst við að hún myndi lifa þetta af eins og allt annað. En þetta síðasta áfall var of mikið. Líkaminn gat ekki meir. Tár- in sem ég græt fyrir hana eru blönduð gleði. Ég veit að hún var tilbúin að fara. Síðustu vikurnar höfðu ýmsir sjaldséðir gestir heimsótt hana svo hún fékk að kveðja marga þá sem voru henni kærir. Ég veit að henni líður bet- ur núna þegar hún er laus úr fjötrum þessa líkama og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá henni á spít- alanum og að fylgja henni síðustu ferð- ina heim. Ég vildi samt óska þess að ég hefði fengið að þekkja hana þegar hún var upp á sitt besta. Nú er hún komin til afa, Bibba bróður, Sveins og Gunnu. Afi Binni beið lengi eftir henni áður en hún giftist honum, og enn lengur í þetta sinn. Fyrir hönd mömmu og Helgu frænku vil ég þakka þeim sem hafa lið- sinnt ömmu í gegnum árin, starfsfólk- inu á Hornbrekku og öllum ættingjum og vinum. Silja Bára. Í dag kveðjum við Sigurbjörgu Helgadóttur en hún andaðist sunnu- daginn 17. júlí sl. á Dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði. Vegferð Sig- urbjargar var bæði löng og erfið en hún veiktist alvarlega fyrir rúmum 40 árum og náði sér aldrei eftir það. Veik- indi Sigurbjargar mörkuðu óhjá- kvæmilega líf fjölskyldu hennar allrar og hún tókst á við þau; hver á sinn hátt. Helga Pálína, yngsta dóttir hennar og ég höfum verið vinkonur frá því að ég man eftir mér. Við vorum á 12 ári þeg- ar Sigurbjörg veiktist og síðan þá hef ég fylgst með hvernig vinkona mín, fyrst sem barn, síðan unglingur og svo sem fullorðin kona hefur sinnt og ann- ast móður sína. Þessi miklu veikindi Sigurbjargar hafa mótað Helgu Pálínu og gert hana að þeirri manneskju sem hún er í dag, sterka en um leið við- kvæma, tilbúna til að gefa af sér en líka óhrædda við að viðurkenna vanmátt sin þegar svo sendur á. Það eru ekki margir úr vinahópi Helgu Pálínu sem muna Sigurbjörgu eins og hún var áður en hún veiktist, þessa glæsilegu og kraftmiklu konu. Ég er svo lánsöm að hafa kynnst henni, muna hana og notið þess sem hún hafði að gefa. Hún er hluti af æskuminningum mínum og þegar ég lít til æskuáranna í Ólafsfirði og heim- sóknanna þangað eftir að ég og fjöl- skylda mín fluttum inn á Akureyri er eins og það hafi alltaf verið sólskin. Helga Pálína og ég úti að leika, Sig- urbjörg að gefa okkur mjólk og kex á tröppunum fyrir framan húsið þeirra uppi á brekkunni og dást að listilega skreyttum drullumallskökunum sem við sýndum henni, hrósa okkur og hvetja. Önnur mynd er af fínu stáss- stofunni í stóra nýja póst- og símahús- inu sem fjölskyldan flutti í. Ég fylltist lotningu þegar Helga Pálína laumaðist til að sýna mér herlegheitin. Þetta var stofan hennar Sigurbjargar, bæði fínni og ekki síður öðruvísi en ég átti að venjast. Listræna hæfileika Helgu Pálínu vinkonu minnar og kúnstina að búa til fallegt en öðruvísi heimili má eflaust rekja til æskuheimilis hennar; bæði til föður hennar Brynjólfs heitins Sveins- sonar, póst- og símamálastjóra í Ólafs- firði, sem var ljósmyndari af guðs náð og mikill leikari með fleiru, en ekki síð- ur móður hennar Sigurbjargar. Eins og hjá svo mörgum konum af hennar kynslóð fundu sköpunarhæfileikar hennar útrás í hannyrðum og saum- um. Kjólarnir sem hún hannaði og saumaði á dætur sínar bera þess ótví- rætt merki að þar fór saman sköpun- argáfa og listilegt handbragð. Margir þessara kjóla skreyta nú veggi vinnu- stofnunnar hennar Helgu Pálínu og vekja athygli allra sem þá skoða. Það er stolt í rödd Helgu Pálínu vinkonu minnar þegar hún segir að þetta hafi mamma sín gert. Minningar mínar um Sigurbjörgu er bjartar og fallegar þrátt fyrir veik- indi og áföll. Hún er mamma Helgu Pálínu æskuvinkonu minnar og hefur trúlega mótað hana meira en nokkur annar og ég er svo lánsöm að eiga hana fyrir vinkonu. Með þessum orðum við ég kveðja Sigurbjörgu Helgadóttur og um leið votta öllum aðstandendum samúð mína. Maríanna Traustadóttir. Er íslensk náttúra skartaði sínu feg- ursta kvaddi Sigurbjörg móðursystir mín þetta jarðlíf. Ótal minningabrot fóru í gegnum huga minn er mér barst andlátsfregn- in, ég var nýbúin að lesa eitt af uppá- haldsljóðum mínum eftir Tómas Guð- mundsson, Hótel Jörð, þar sem segir; Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Óhætt er að segja að tilvera frænku minnar hafi verið undarleg og hörð þau örlög er henni voru búin. Er hún var 45 ára fékk hún heilablæðingu, missti málið og lamaðist hægra megin. Við tók endurhæfing og talkennsla en um lítinn bata var að ræða. En þrátt fyrir mikil höft hafði hún ánægju af að fylgjast með því sem var að gerast í stórfjölskyldunni. Er ég sagði Árna syni mínum and- látið sagðist hann vel muna eftir mín- um sérstöku símtölum við hana er voru eintal af minni hálfu er hún hringdi til að fá fréttir ef eitthvað var um að vera, t.d. afmæli, fermingar eða annað. Í gegnum árin hef ég oft velt því fyr- ir mér hver sé tilgangurinn með því að setja slíkar ofurhömlur á fólk, en við fáum ekkert svar, við sem erum svo lánsöm að geta gengið, hlaupið og farið allra okkar ferða mættum oftar leiða hugann að þeim sem ekki hafa það frelsi. Frænka mín var stórhuga kona og mér fannst hún alltaf hafa yfirbragð hefðarkonu, henni var margt til lista lagt og hún var ætíð reiðubúin að miðla kunnáttu sinni til annarra. Vegna fötlunar sinnar og eftir lát eiginmanns síns fór hún á Dvalarheim- ilið Hornbrekku þar sem hún naut góðrar umönnunnar. En svo ég víki aftur að ljóðinu þar sem segir „en aðrir setjast við hótel- gluggann og bíða“. Mér hefur fundist svo vera í hennar tilfelli, þar var henni úthlutað sæti, en það var sannarlega ekki hennar val, því miður hennar ör- lög. Við sem áttum Boggu að ættum að vera betri manneskjur og kunna betur að meta allt það góða sem tilveran fær- ir okkur. Ég bið þann sem öllu ræður að veita henni góða heimkomu og búa henni gott sæti. Megi minningin um einstaka konu lifa með öllum ástvinum hennar. Guðlaug Pálína. SIGURBJÖRG HELGADÓTTIR Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS ÓSKAR GAMALÍELSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, sem lést þann 16. júlí, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 26. júlí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Sævar Lárusson, Sigurbjörg Guðrún Lárusdóttir. Ástkær móðir okkar, amma og fyrrverandi eigin- kona, ANNA ÞURÍÐUR GEORGSDÓTTIR, Kötlufelli 9, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 9. júlí. Útförin hefur farið fram. Öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu og vinarhug með samúðar- kveðjum og góðri nærveru við andlát og útför hennar, þökkum við af al- hug. Ennfremur viljum við þakka starfsfólki Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun og stuðning. Guðrún Ólafía Haraldsdóttir, Elísa Sjöfn Reynisdóttir, Ólöf Fjóla Haraldsdóttir, Ragnar Harald Reynisson, Stefán Már Haraldsson, Steinunn Lilyan Reynisdóttir, Haraldur Stefánsson, Þurí Ósk Elíasdóttir, Lelíta Rós Ycot. Elsku sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, ÖRN JÁKUP DAM WASHINGTON, lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 19. júlí. Birgitta Dam Lísudóttir, Ernest Washington, Davíð Tryggvason, Una Dögg Evudóttir, Hans Christian Martinussen, Lina Martinussen, Lísa Jensen, Carsten Jensen, Vestarr Lúðvíksson og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.